Alþýðublaðið - 08.09.1970, Side 6
6 Þriðjudagur 8. Septemíber 1970
Hluti fundarmanna á kjördæmisráðsfundinum á ísafirði.
FRA FIJNDI KJÖRDÆMISRAÐS
ALÞYÐUFLOKKSINS A VESTFJÖRDUM
□ Nú um helgina voru haldn-
ir tveir kjÖTdæmairáðsfundir
hjá Alþýðuflokknum. Pundur í
kjördæmisráðinu á Vestfjörð-
um hófst 'á ísafirði s.l. laugar-
dag kl. 4 e.h. Fundurinn var
hafldinn í fundarsal Kaupfélags
fsfírðinga og komu til fundar-
ins fjölmargir fulltrúar víðs
vegar úr kjördæminu auk
þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar,
formanns Alþýðuflokksins og
Birgis Finnssona'r, alþingis-
manns.
Varaformaður kjördæmisráðs
ins á Vestfjörðum, Gunnlaugur
Ó. Guðmundsson, frá ísafjrði,
setti fundinn. Bauð hann
menn velkomna og ræddi því
næst nokkuð um málefni flok'ks
ins á Vestfjörðum. Sagði Gunn-
laugur m.a. að Alþýðuflokks-
menn á Vestfjörðum mættu
yfirleitt vel við una úrslitum
síðustu bæjiar- og sveitastjórna
kosninga. Þar sem Alþýðuflokk
urinn hafi boðið fram hafi hann
víðast hvar haldið vel sínu,
sums staðar bætt við sig og þá
•sérsta'klega á Patreksfrði, þar
sem flokkurinn hefði bætt við
sig mikiu fylgi og hefði hafið
mikla sókn.
Að loknu ávai’pi varafor-
manns kjördæmisráðsins var
Agúst Pétursson frá Patreks-
firði kjörinn fundarstjóri og
fundarritari Kristmundur Hann
esson, skólastjóri í Reykjar-
nesi.
Gylfi Þ. Gíslason:
Samstaða um varðveizlu
kjarabótanna
Fj’rri framsöguræðu á fu-nd-
inum flutti Gylfi Þ. Gíslason,
formaður Alþýðuflokksins. —
Gylfi ræddi nauðsyn þess, að
fiokksforysitan í Reykjavík
hefði reglulegt og traust sam-
band við Alþýðuflokksmenn
úti á landi, — ekki aðeins til
þess að upplýsa þá um aðkall-
andi verkefni i- stjómmálum
heldur ek!ki síður til þess að
leita til þeirra um álit og
skoðanir á málum, sem efst
væru á baugi hverju sinni og
vörðuðu þjóðarheildina >alla
eða Alþýðuflokkinn sérstak-
lega.
Þessu næst gerði formaður
Alþýðuflokksins grein fyrir
Bögu Iþingrofshu'gmiyndarinnar
og rakti gang þess máls í Al-
þýðuflokknum.
Greindi hann frá þeim helztu
rökum, sem mælt hefðu með
og móti þingrofi og haustkosn-
ingum og.gerði skýra grein fyr-
ir þeim atriðum, sem mótað
hefðu þá afstöðu miðstjómar
Alþýðuflokksins að hafna til-
mælum Sjáltfstæðisflokksins
um haustkosningar.
Gylfi Þ. Gíslason ræddi einn-
ig viðhorfið í efnahagsmálum
og þann vanda, sem fyrirsjá-
anlegt væri að við yrði að etja
á næstu mánuðum.
— Það er nauðsynlegt, að
breið samstaða takist um úr-
ræði til þess að vernda þá kjara
bót, sem launafólkið í landinu
hefur orðið aðnjótandi á síð-
ustu mánuðum, sagði Gylfi. —
Alþýðuflokkurinn leggur
þyngstu áherzlu á, að slík sam-
staða geti fengizt og í því sam-
bandi væntir flokkurinn þess,
að niðurstöður fáist af þeim
fundum, sem aðilar vinnu-
martoaðarins sitja um þess’ar
mundir ásamt fulltrúum ríkis-
stjómarinnar.
í lok ræðu sinnar vék for-
maður Alþýðuflokksins að
stj órnmálaviðhoríunum og
væntanlegum kosningum. Vék
hann að ýmsum möguleikum,
sem kynnu að skapast í kjölfar
breyttra viðhorfa um og eftir
kosningar.
Birgir Finnsson:
Alþýðuflokkurinn
hleypst ekki brott frá
vandanum
Að lokinni ræðu Gylfa Þ.
Gíslasonar tók Birgir Finnsson,
alþm. til máls. í upphafi ræðu
sinnar vék hann að þeim lær-
dómi, sem draga mætti af hinu
laniga stjórnarsamstarfi
stæðisflokksins og Alþýðuflokks
ms.
— Meðal þess, sem þar hefur
komið í Ijós, sagði Birgir, er,
að sú gamlía kennisetning um
samstarf tveggja stjórnmála-
f-lokka að sá stærri ynni ætíð
á á kostnað þess minni hefur
ekki sannazt 1 samsbarfi Al'þýðu
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins. Þvert á móti hefur Alþýðu
flokkurinn hlotið aukið fylgi á
þessum tíma og í síðustu þing-
kosningunum árið 1966 vann
ílokkurínn einn mesta kosn-
ingasigur í sögu sinni.
kvörðun miðstjórnar AJþýðu-
flokksins um að hafna haust-
kosningum.
— Sú ákvörðun var rétt,
sagði Birgii. Með því að taka
þá afstöðu sýndi Alþýðuflökk-
urinn fram á, að hann er ábyrg
ur flokkur, hann vill ekki hlaup
Sjálf- .■ ast á brott frá vandanum held-
ur vinna að.lausn hans í fullu
„Það er nauðsynlegt að breið samstaða
takisi um úrræði til að vernda kjarabælur
launafólks"
Því næst vék Birgir að á-
samræmi við það umboð, sem
kjósen.dur hafa veitt honum.
AþýðufloMouirkin bregzt þvi
ekki trausti umbjóðenda sinna
nú frekair en áður.
•—• VissuJega er vandi fram-
undan, siagði Birgir j afnfiramt.
En stjómarflakkunum ber
skyldia til þess að leggja fram
sínar tillögur um lausn vand-
ans náist ekki samstaða á breið-
úm grundvelli við samtök
vinnumarkaðarins um siíka
laus-n. Þær tillögur verða fyrst
og frenrst að miðast við það,
hvernig vernda á kaupgetu al-
mennings, og þá fyrst. ef ekki
næst samsfcaða um slkar tillög-
ur innan stjórnarflokkanna er
grundvöllur fyrir hendi urn að
leita i'irgkurðar þj óðarinnar
með þvi að flýta kosningum.
Þing er dkki rofið og efnt til
ikosninga .fyrr en gera á, nema
til þess liggi veigamikJar á-
stæður. Engar slíkar ástæður
hatfa komið fram til þessa og
stjórnaxflökkair geta ekki hvalt
kjósendur að kjörborði fyrr en
getra á nema með því móti að
geta gert almenningi skýra
grein fyrir því af hverju slíkt
er gert. Og slíkar ástæður hafa
a.m.k. ekki til þessa legið fyr-
ir.
Þessu næst ræddi Birgir
Finnsson um reynslu erfiðleika
ánanna frá 1967 til 1969.
— Það hefur nú komið ber-
lega i ijós, sagði Bilrgir, að þær
ráðstatfanir, sem ríkisstjórnin.
gerði á sdnum tíma til þess að
mæta þeim erfiðleikum, voru
réttar. Þær voru mjög gagn-
rýndatr á þeim tíma, sem til
þeirr.a var gripið og þær vom
óvinsæliar hjá almennngi, —
enda höfðu þá verdð lagðaír á
þjóðina þungar byrðar, sem
hún óhjákvæmilega varð að
bera. En nú er reynslan af þess
um ráðstöfunum komi í ljós og
hún er á þann veg, að öllum er
nú Ijóst, að þær hafa lagt
gmndvöUinn að þeim batn-
andi kjöru-m, sem alménningur
nýtur nú. Reynslan hefur því
fellt þann dóm, að þessar ráð-
stafanir voru réttar og almenn-
ingur hefur gert sér það fylli-
lega Ijóst.
Að Jokinni ræðu Birgis Finns
son-ar hófust a'lmennar umræð-
ur. Meðal þeirra, sem tifl máls
tóku, voru Eyjólfur Bjarn-ason,
Sigurður Jóhannsson, Björgvin
.Sighvatsson, Sighvatur Björg-
vinsson, Bjai'ni Friðriksson,
Ágúst H. Pétursson.
Að loknum almfennum um-
ræðum var kosið í n-efndir. —
Þær störfuðu fyrir hádegi á
stmnudag en fundi var fram
haldið esftir hádegi og lauk hon
um sáðla dags. Verður greint
frá ál'yktunum funda-rins i Al-
þýðublaðinu næstu daga. —
VEUUM ÍSLENZia-/M\
ÍSLENZKAN IÐNAÐ