Alþýðublaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.10.1970, Blaðsíða 6
Verkfræðing Umferðarráð cskar eftir |að ráða eða mann með hliðstæða menntun til að ann- ast úi'vinnslii slysaskýrslna. Elkki er um að ræða fioMt istarf. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Umferð- arráðs í síma 14465. Nýtt leik- fang handa Jackie Stewart □ Nýr „l'or.'núla I. kappakst- ursbíli sá fyrir skömmu dags- ins ljós í Englandi, og er hann var sýndur almenningi í fyrsta skipti var því haldið fram. ao hann væri áreiðanlega létt- asti formúiu I. bíllinn í heim- inum að undanteknum Lotus Ford 12. TjTi-el Ford heitir nýsmíð- in, en hann er hannaður af Ken Tyrrel, kappakstursaðdá- andanum sem Jackie Steward efcur fyrir. Xlinn síðhærði heimsmeistarí Jackie Stewart (til vinstri) og Ken Tyrrel hjá nýsmíðinni. Áður en sá nýi kom fram ók Jackie á March-Ford, en Tyrr- el fullyrðir að hann hafi ekki verið á nokkurn hátt óánægð- ur með samistarfið við March heldur hafi hann bara viljað reyna að smíða ennþá betri bíi. Það var í febnúar sem hann ákvað að byr.ia á smiðinni en hann hafði aðeins verið að i 14 vikur þegar bíllinn var til- búinn til sýnis. Árangurinn varð bíll sem er um það bil 45 kg. léttari en March-Ford gerðin, að öðru leyti er hann í aðalatriðum eins og aðrir formúla I. bílar. Nýjmið'in er knúin áfram af hinni þaulreyndu Cosworth- Ford V8 vél sem s.l. Þrjú ár heíur Yrerið í öllum bílum er hafa unnið, að undanskildum þrsiri.ur i Grand prix keppnum sem teljast til heimsmeistara- keppninnar. í sinhi núverandi mynd þekkt, sem röð 10.) afkastar hún um það bil 450 hö. við 10000 snúninga. imWWWMWWWWMtMWWVWWWMMWWWMWWVH ,□ Þriðja kynslóð af mest selda bíl Englands, Ford Cortina, ekur nú út af færiböndunum. Kjörorð liinnar nýju tegimd.ar eru: Nýtt útlit og aukið rými að innan. Sterkari vélar að viðhættri nýrri gerð vélar fyrlr Cortina 2000, auk in þæjsindi, betri aksturseiginleik ar og meira öryggi, sem er meðal annars fólgið í alveg nýrri gerð stýrisleggs, er getur lagzt saman og síðast en ekki sízt hinum miklu möguleikum, sem nú eru á a'ð fá bílinn sem sniðinn eftir eigin ósk- um. Nýja Cortinan kemur á mark- aðinn í 35 tegundum, sem eru aft- ur með 3 mismunandi yfinbygg- ingum, tveggja dyra, fjögurra dyra og afturlengdur fimm dyi'a. Cortina-fylkingin hefur gjörbreytt um útlit og sýnist stærri ien áður Iþrátt fyrir áð lengd yfirbygging- arinnar .sé sú sama og áður. Breidd bílsins hefur aukizt um 5,5 cm, um leið og 6,9 cm hafa verið teknir af hæð hans og bilið á milli öxlanna hefur aukizt um 8,9 cm. Sporvídd að framan hefur auk- izt um 8,9 cm og að aftan um 12,7 cm. Ásamt breiðari felgum og dekkjum skapar þetta óvenjulega góða akstursleigánleika og stöðug- leika. „Grillið“ hefur gjörbreytzt og virðist ekki ósvipað og á banda rísku Lincoln toifreiðinni. Aftur- Ijósin og stefnuljósin að franyan eru gerð þannig úr garði að þau eru einnig sýnileg frá hlið. Glugga fletir eru sérstaklega stórir, eig- inleiki sem skapar ökumanni og farþegum mjög gott útsýni. Hag- kvæmt atriði, sem á áreiðanlega eftir að vera mörgum til ánægju. er hvernig farangursrýmið opnast en það opnast við síuðarann. auð- veldar það mjög fermingu og af- fermingu. Hin breiða sporvídd og hið mikla bil, sem er á milli öxl- anna hefur gert hönnuðunum það mögulegt að gera bílinn að inn- anverðu sérstaklega rúmgóðan, bæði fram á við og íil hliðanna, en þetta er mjög þægilegt, ekki sízt fyrir farþega í aftursætun- um. Mælaborð er bólstrað og neðri brún þess hæltkuð upp, þannig að rýmra verður um hnén. Allir mælar eru stækkaðir svo að auðveldara sé að lesa á þá og all- ir smáhlutir eru þannig úr garði gerðir að Iþeir endurkasti ekki birtu. Stýrið er örlítið egglaga og auðveldar þaff ökumanni að stíga inn og út úr bílnum. Allir mælar og rofar eru stað- settir þannig að ökumaður . geti auðveldlega lesið af þeim og náð til rofanna þó að öryggisbelti haldi honum föstum í sætinu. Nýj ung í tækjabúnaði Cortinunnar er akreinasfefnuljós. Þegar skipt er um akrein, er stefnuljósastönginni ýtt niður til hálfs. Þegar höndin ESLMM SMS er fjarlægð, hrekkur síöngin aft- ur í fyrri stöðu. í beygjum þar sem nauðsynlegt er að hafa báð- ar hendur á stýri er stönginni ýtt alvieg niður, þar sem hún helzt þangað til 'afíur er fanið í beina I stefnu. I mælaborðinu má finna ' fiólf og alla hina venjulegu mæla, þsir eru látnir halla upp á við I þannig að fljótlegt er að lesa á þá. Sætin í GXL-gerð Cortinunn- ar eru eins þægileg og þau geta verið. Það er sama hvort ökurvað- ur er stór eða smár eða hvernig honum finnst bezt að hafa sætið u.ndir aks !■•'.. það er hægt að stilla þau alveg eins og hann vill hafa þau. Cortina GT er m'eð sérstök- um sætum, sem hafa áfasta hnakk púða. Vélaúrval Cortinunnar er meira en nokkurn tíma fyrr. Þær eru allar fjögurra strokka með fimm burðarlegum og gerð 2000 er af nýrri gerð með yfirliggjandi knast ás. Þær eru allar af þeirri gérð er kalla mætti „Cross-Flow“, sem er byggð iþannig að benzínið er leitt beint í gegnum eldsneytishólfin. 1300 og 1600 vélarnar hafa allar verið endurbættar meff tilliti til Ventlastærðar, forþjöppu og sog- greinar, og geta þær þar af leið- andi afkastað meiru en áður. Hin sjálfstæða framhjólafesting er meðal þess sem gerir bílinn eins þægilegan og lipran og hann er. Festingin er mynduð af gaffallaga örmum af misjafnri lengd, gorma fjöðrun og tvöföldum dempurum. Á GT-gerðunum eru- jafnvægis- stengur tengdar við styrktarstoðir hjólfestingarinnar og eykur það jafnvægi bílsjins. Afturöxullinn er festur með 4 „radius“ örmum þannig að 2 efri armarnir stefna öxlinum til hliðar og 2 neðri á- fram. Fjöðrun bílsins ’er byggð upp af tvöföldum dempurum og er það kerfi gert sérstaklega fyrir Cortinuna og ábyrgist sérlega góð ökuíþægindi, stöðugleika á vegi og góða staðsetningu á aftari öxli við viðbragð. Nýju Cortinurnar eru gerðar eftir mótum af Ford Capri sem þýðir að viðskiptavinurinn getur fengið ibílinn næstum því sniðinn eftir eigin óskum. í stað þess að heita áðuv nöfnum eins og „de lu.xe, super og Executive“, heita þeir nú „L“ og „XL“. Þessar gerð ár leru afhentar með 1300, 1600 og 2000 vélum og bezta gerðin er auðvitað 2000 GXL. Verð Cortinunnar er frá kr. 263 þús. (2ja dyra G-gerð 1300 cc vél) til kr. 394 þús. (4ra dyra GXL-gerð 1600 GT vél), og er þá innifalið m. a. sterkbyggðari startari, hlífðarpönnur undir vél og benzíngeymi, styrkt fjöðrun og sætabelti. — 6 MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 1970

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.