Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 24

Helgarpósturinn - 20.10.1994, Síða 24
24 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 199* Ehhh...Ariewaldí...A la Vivaldí...eða hvað þessi nýi restaurant nú heitir annars. A la Vivaldi - hvað er nú það? Það er hörð samkeppnin um besta lesa „Drífa sig í slagorðið í prófkjörsbaráttum inn- an flokkanna. „Einn, tveir og Geir“ stuðningsmanna Geirs H. Haarde er öruggt með eitt af toppsætunum en þegar Drífa Sigfusdóttir tilkynnti að hún stefndi á fyrsta sætið hjá Fram- sókn í Reykjanesi minnkuðu vinn- ingslikur „Einn, tveir og Geir“. Slagorðið hjá Drífu er nefnilega „Drífa Sig. í í. sæti“, sem hægt er að jXriedivaldí 2 fyrsta sæti“ og gæti þar af leið- andi átt við alla þá sem eru að hugsa um að drífa sig í fyrsta sætið á ein- hverjum listanum. Drífn Ari Edwald, sem stefnir á ■ | sjöunda sætið á lista /-& sjálfstæðismanna í 'f', J SCPil Reykjavik, á reyndar ekki merkilegra slagorð en „Ari Edwald í 7“ en hann hefur hins vegar látið einhvem auglýsingateiknarann hanna þetta slagorð svo heiftarlega að nánast ógjörningur er að lesa úr því við fyrstu sýn. Slagorðið lítur út eins og lógó fyrir enn einn ítalska veitingastaðinn og fólk lendir þvi í að lesa úr því „A la Vivaldi 7“, „Arivaldi Jtei 7“ eða eitthvað ámóta. Alla ■I vega les enginn það úr þessu að hér sé ungur pólitíkus á ferð að biðja um stuðning til að koma sér á lista. Shepard í Tjarnarbíó Samuel Shepard er einn afþeim stóru í leikritabransanum. Honum hefur meira að segja verið líkt við Beckett og Pinter. „True West“, sem hefur hlotið heitið „Sannur vestri“ á íslensku (var hægt að þýða titilinn á annan hátt?) er eitt hans allra besta leikrit. Einhvem tíma var sýnd sjónvarpsgerð, unnin úr þessu verki, í Sjónvarpinu og í henni fer John Malkowich alveg hamförum í hlutverki Lees. Það er auðvitað hvimleitt fyrir ís- lenska leikara að lenda stöðugt í ein- hverjum samanburði en Valdimar Öm fer með þetta sama hlutverk í Tjarnar- bíói. Hann er víst í finum gír líka og leik- stjórinn Halldór E. Laxness heldur því ffam að hann sé betri. Fimmtudagur Gauragangur Þjóðleikhúsinu kl. 20. Söngleikur eftir Ólaf Hauk. Dóttir Lúsifers ★★★ Þjóðleikhús- ið, Litla sviðið kl. 20:30. „Brieti tekst með glans að hafa áhorfendur spennta frá upphafi til enda. “ (MÖ) Leynimelur 13 Borgarleikhúsið kl. 20. Gamall farsi. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort hann hafi elst vel eða illa. Óskin Borgarleikhúsið, Litla svið kl. 20. Uppselt. Karamellukvömin L.A. kl. 16. Sænskt barnaleikrit. Macbeth Héðinshúsið kl. 20. Frú Emilia með sína útgáfu. Sannur vestri Tjarnarbíó kl. 20.30. Leikrit eftir Sam Shepard. Halldór Laxness jr. eralltiöllu: Leikstýrir, þýðir, hannar búninga og svið. Valdemar Öm og Magnús Ragnars- son leika bræður. Eitthvaö ósagt Alheimsleikhúsið, Hlaðvarpinn kl. 21. Leikrit eftir Tenn- essee Williams. Föstudagur Caukshreiðrið Þjóðleikhúsinu kl. 20. Sannar sögur af sálarlífi systra Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið kl. 20:00. Hvað um Leonardo? Borgarleik- húsinu kl. 20. Frumsýning. Hallmar Sigurðsson leikstýrir en leikarinn og arkitektinn Þorsteinn Gunnarsson fer með aðalhlutverk. Hárið íslenska óperan kl. 20 og kl. 23. (Miðnætursýning). Laugardagur Gauragangur Þjóðleikhúsinu kl. 20. Söngleikur eftir Ólaf Hauk. Dóttir Lúsifers ★★★ Þjóðleikhús- ið, Litla sviðið kl. 20:30. Leynimelur 13 Borgarleikhúsið kl. 20. Óskin Borgarleikhúsið, Litla svið kl. 20. Karamellukvömin L.A. kl. 14. Sænskt barnaleikrit. BarPar L.A. Sýnt ÍÞorpinu kl. 20:30 Hárið Islenska óperan kl. 24. (Mið- nætursýning). Sannur vestri. Tjarnarbió kl. 20.30 Eitthvað ósagt Alheimsleikhúsið, Hlaðvarpinn kl. 21. Sunnudagur Hvað um Leonardo? Borgarleik- húsinu kl. 20. Óskin Borgarleikhúsið, Litla svið kl. 20. Karamellukvömin L.A. kl. 14. Sannur vestri. Tjarnarbió kl. 20.30 Tíu daga sigling norrænna rithöfunda um Svartahafið Siglingaklúbbur skálda í Svartahafið Fimm íslenskir rithöfundar hafa verið valdir af Rithöfundasam- bandi Íslands til að fara í tíu daga siglingu með skemmtiferðaskipi um Svartahafið. Tildrög málsins eru þau að fyrir tveimur árum stóðu rithöfundar á Norðurlönd- unum og í Eystrasaltslöndunum fyrir siglingu um Eystrasaltið þar sem bókmenntir landanna voru kynntar um borð og á viðkomu- stöðum. í framhaldi af þessari ferð var ákveðið að fara í aðra ferð og nú um Svartahafið, meðal annars til að efla tengsl við löndin þar. Að frum- kvæði sænska rithöfundasam- bandsins var íslenskum kollegum boðið að vera með á afskaplega góðum kjörum. Ekki var ljóst hvort það tækist fyrr en fékkst styrkur upp á 75 þúsund danskar krónur frá Norræna menningarsjóðnum. Þessi sami styrkur kemur græn- lenskum og færeyskum rithöfund- um einnig til góða. Sömuleiðis veita Grikkir einhvern styrk til far- arinnar og sama á við um fleiri þjóðir. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttur, formanns Rithöfundasam- bandsins, var ákveðið að fara þá leið að auglýsa eftir umsækjendum í fréttabréfi sambandsins. Við því fengust góð viðbrögð og sóttu þrjá- tíu rithöfundar um að komast í ferðina. Voru þau Sigurður A. Magnússon, Þórunn Valdimars- dóttir, Jóhannes Helgi, Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðar- dóttir valin úr þeim hópi. Hópurinn hittist í Kaupmanna- höfn og fer þaðan til Piraius, hafn- arborgar Aþenu, og siglir þaðan 14. nóvember. Verður siglt um Eyja- hafið og Svartahafið og komið við í löndum eins og Rúmeníu og Búlg- aríu. Um borð verða síðan flutt er- indi og kynningar á bókmenntum landanna. ■ SgjKSS SjJjSSfiP Tvöfalt líferni mæringanna spila aðeins einu sinni opinberlega áður en árshátíðaraldan skellur á Allt lítur út fyrir að eina ballið, allt að þvi fýrr og sið- ar, verði með Páli Óskari Milljónamæringi á Ömmu Lú á laugardagskvöld. Þetta eru að vísu ýkjur. Þó er deg- inum ljósara að sveitin hefur ekki sést í Reykjavík, sökum sveitaballa undanfarna tvo mánuði, og mun að öllurn líkindum ekki vera fyrir aug- um almennings fyrr en á næsta ári. Ástæðan er sú að árshátíðarvertíðin er á næsta leyti og sem fyrr eru Páll Óskar og Millarnir upppant- aðir hjá ríku fyrirtækjunum úti í bæ. Eftir því sem næst verður komist hafa Islands- banki, Eimskipafélag fslands og að öllum líkindum Flug- leiðir þegar óskað nærveru þeirra á árshátíðinni sinni, auk þess nokkur fátækari fyr- irtæki í bænum. En af hverju þessar árshátíðarvinsældir? Páll Óskar situr fyrir svörum. „Það er ef til vill af því við höfum tvö andlit. Við getum sett í táningagírinn, jafnt sem spilað fyrir ellilífeyrisþega. Það er líklega ástæðan fýrir því að við erum jafn vinsælir hjá virðulegum fyrirtækjum úti í bæ sem á sveitaböllum.“ En burtséð frá árshátíðun- um, eitthvað hlýtur að koma meira til en þœr, fyrst þess má Millióna-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.