Helgarpósturinn - 20.10.1994, Blaðsíða 8
8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
Siðastliðinn fimmtudag stóð til að
taka fyrir hjá byggingarnefnd
Reykjavíkur ósk Páls Ásgeirs
Tryggvasonar fyrir hönd stjórnar
húsfélags Efstaleitis 10-14 um leyfi
til breytinga á sameign sem þegar
hafa verið gerðar. Húsið er betur
þekkt undir nafninu Breiðablik en
þar búa efnaðir eldri borgarar. Allt
logar í deilum vegna breytinganna
sem gerðar hafa verið á setustofu
hússins og Bent Scheving Thor-
STEINSSON hefur barist hatrammlega
fyrir því að sameignin verði færð í
upprunalegt horf. Hann varð fyrri
til og sendi kvörtunarbréf til bygg-
ingarnefndarinnar og var ósk
stjórnar húsfélagsins viðbrögð við
því. Málið var hins vegar tekið af
dagskrá að ósk Páls Ásgeirs.Ástæð-
an mun vera sú að ÁgCst Jónsson,
skrifstofustjóri borgarverkfræð-
ings, komst að þeirri niðurstöðu að
samþykktir húsfélagsins eru ekki
nægilega skýrar og framkvæmdirn-
ar því ólöglegar. Boðað hefur verið
til húsfundar 28. október þar sem
stjórnin ætlar að reyna að fá „rétt-
ar“ samþykktir til að bjarga sér fyrir
horn. Það hlakkar víst í Bent um
þessar mundir en hann er þó ekki
búinn að vinna stríðið þótt hann
hafi haft betur í þessari orrustu...
jrVlþýðublaðið hefur tekið nokkr-
um stakkaskiptum eftir að Hrafn
Jökulsson settist þar í ritstjórastól-
inn við hlið Sigurðar Tómasar
Biörgvinssonar. Nýtt útlit og
hressilegri efnistök gætu jafnvel
orðið til þess að áskrifendur færu að
sakna blaðsins ef dreifingin klikk-
aði. Það sem hefur þó vakið einna
mesta athygli við handbragð Hrafns
er að mál bróður hans Illuga, var
slegið upp á forsíðu bæði þriðjudag
og miðvikudag. Hann hefur því
greinilega tekið upp þamTsið sem
kratarnir liggja undir ámæli fyrir —
að gera allt sem í hans valdi stendur
þegar hans nánustu eiga í hlut...
Mikm uggur er meðal starfs-
manna Háskólabókasafns og Lands-
bókasafns en stofnanirnar verða
báðar lagðar niður 1. desember
næstkomandi og sameinaðar undir
hatti Þjóðarbókhlöðu. öllu starfs-
fólki bókasafnanna hefúr verið sagt
upp störfúm en margt þeirra hefur
helgað söfnunum stóran hluta
starfsævi sinnar. Það er ljóst að ekki
er hægt að reka bókhlöðuna með
minni mannafla en þeim sem vinn-
ur innan gömlu safnanna, en sú
upphæð scm reikn-
að er með á fjár-
lögum til
launa-
greiðslna
dugar ein-
ungis fyrir
launakostn-
aði um það
bil helmings-
ins af starfsfólk-
inu. Þá þykir það
furðulegt af Ólafi G. Einarssyni
menntamálaráðherra að bíða ekki
til 1. janúar eftir nýju fjárhagsári því
það er opinbert leyndarmál að ein-
ungis hluti Þjóðarbókhlöðunnar
verður tilbúinn 1. desember...
Stjórnendur Gunnarstinds hf. á Stöðvarfirði hafa sagt
upp þremur pólitískum andstæðingum sínum.
Þeir gætu neyðst til að flytja á brott því enga aðra
vinnu er að fá. f þeim hópi er oddviti hreppsins
Ráku pólrtíska
rttEFAX 97-5894?
Stoðvarfjfirri,
lur 30. 09. ,J4
St VPPSAGnARBRéf
2»?**"* “að scm ■» ctaö t**6 md^a
starf ** að a68erðwn ^ er ^ ásfæða til að ,fr t 3 Cru s,oðsförf
cr ner um 1
ÁM “v "Pp Mvfint hia 1
'Uwd Qg
1 fctmtíðarsldpa,
s^na
r«turþúme
á ‘yrinxtim, w
3">Mtiðir0gmun
Oddvita Stöðvarhrepps, Björg-
vin Vai Guðmundssyni, var sagt
upp störfum hjá Gunnarstindi hf.
með bréfi 30. september síðastlið-
inn. Hann starfar þar sem verk-
stjóri vélaverkstæðis en uppsögnin
tekur gildi um áramót. Að minnsta
kosti átta mönnum var sagt upp hjá
fyrirtækinu en svo vill til að þrír
þeirra eru pólitískir andstæðingar
stjórnenda fyrirtækisins.
Við síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingar voru teknar upp listakosning-
ar í hreppnum, en fram að því
höfðu þær verið óhlutbundnar
þannig að kjósendur völdu á milli
einstakra frambjóðenda. Sama fólk
hafði að verulegu leyti setið í
hreppsnefnd árum saman en S-list-
inn, sem borinn var fram í vor und-
ir forystu Björgvins Vals, ætlaði sér
að breyta því. Þegar talið var upp úr
kjörkössunum kom í ljós að listinn
hafði tryggt sér þrjá fulltrúa af
fimm í hreppsnefndinni og þar
með meirihlutann.
Stjórnarformaður Gunnarstinds,
Ævar Ármannsson, leiddi hins
vegar H-listann sem varð undir í
kosningunum. Og 4. maður á þeim
lista, Björn Hafþór Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi, er fulltrúi hreppsins í stjórn
Gunnarstinds. Þannig að tveir af
pólitískum andstæðingum Björg-
vins Vals í kosningunum standa að
uppsögn hans og tveggja annarra
aðstandenda S-listans. Áuk Björg-
vins fengu uppsagnarbréf Garðar
Harðarson, lærlingur á vélaverk-
stæðinu sem sat í 5. sæti listans og
er varamaður í hreppsnefnd, og
Margeir Margeirsson, Baader-
maður í frystihúsinu og formaður
húsnæðisnefndar hreppsins.
Gætu þurft að
flytja af staðnum
Lífsafkoma fólks á Stöðvarfirði
stendur og fellur með Gunnarstindi
> h Ounn.
JL
larstods hf.
0 tíermanii Óski
því vart er annan at-
vinnurekstur þar að finna, nema
litla harðfiskvinnslu, trilluútgerð
og svo nokkur útibú opinberra
stofnana og fyrirtækja. Þannig að
lítil von er um vinnu fýrir þá sem
sagt hefur verið upp störfum, að
mati Björgvins Vals. Hann er ekki í
nokkrum vafa um að uppsagnirnar
megi rekja til úrslita sveitastjórnar-
kosninganna og fullyrðir að um
pólitískar hreinsanir sé að ræða.
Björn Hafþór hafnar því með
öllu. „Ég fúllyrði að ég hef ekki sett
neitt samasemmerki á milli kosn-
ingaúrslitanna og þessara upp-
sagna. Ég vonast líka til að þær séu
ekki endanlegar.“ Hann segir að
rekja megi ástæður uppsagnanna til
sameiningar frystihúsanna á Stöðv-
arfirði og Breiðdalsvík fyrir fjórum
árum undir nafni Gunnarstinds. f
ljós hafi komið að verulegur munur
væri á launagreiðslum sem þyrfti
að samræma, auk þess sem verið
væri að kanna möguleikann á því
að bjóða út rekstur vélaverkstæðis-
ins. Starfsmenn þess fengju þá
væntanlega tækifæri til að taka að
sér reksturinn gegn sanngjarnri
leigu. „Ég vil taka það fram að ég er
mjög sáttur við úrslit kosninganna í
vor og fannst rétt og eðlilegt að ný-
ir menn spreyttu sig. Ef kosning-
arnar hefðu verið óhlutbundnar
hefði ég kosið Björgvin Val og ég
veit að það sama gildir um Ævar.“
Oddviti Breiðdals-
hrepps einnig rekinn
Annar oddviti er í hópi þeirra
sem verða látnir taka pokann sinn,
Rikharður Jónasson á Breiðdals-
MORGUNPÓSTURINN hefur eitt
uppsagnarbréfanna undir hönd-
um. í því segir orðrétt: „Það er rík
ástæða til að ítreka þann skilning
stjórnar að aðgerðum þessum er
ekki beint gegn neinum ákveðn-
um starfsmanni fyrirtækisins
heldur er hér um að ræða upp-
stokkun á skipulagi." Ekki eru all-
ir á sama máli og segja að stjórn-
endur Gunnarstinds séu að koma
höggi á pólitíska andstæðinga
sína með uppsögnunum.
vík, en hann er vélstjóri í frystihúsi
Gunnarstinds á staðnum. Hann
leiddi lista, sem borinn var fram á
svipuðum forsendum og S-listinn á
Stöðvarfirði, og hafði sá listi betur í
kosningunum. Þá var ábyrgðar-
manni þess framboðs, Sigurði El-
íssyni vörubílsstjóra, einnig sagt
upp störfúm. Þannig að tveir af
þremur Breiðdælingum sem sagt
var upp tengjast pólitíkinni á
staðnum.
„Það er tvennt sem kemur til
greina núna,“ segir Ríkharður. „Að
flytja burt og hætta sem oddviti eða
þá að rísa upp á afturfæturna og
reyna að fá aðra vinnu og búa sér til
lifibrauð ef ekki vill betur.“ Hann
segir að hann vilji ekki gera því
skóna að um pólitískar hreinsanir
sé að ræða. „Ekki á þessu stigi, það
fer eftir því hvernig málin fara. Ég
vil fá að sjá þessar skipulagsbreyt-
ingar í verki áður en ég set spurn-
ingarmerki við þessar aðgerðir.“
-SG
Pólittskar
hreinsanir
segir oddviti Stöðvarhnepps sem er einn
þeirra sem fékk uppsagnarbréf.
„Ég get ekki sagt annað en að um
pólitískar hreinsanir sé að ræða. Ég
kemst ekki hjá því að líta svo á,“
segir Björgvin Valur Guðmunds-
son, oddviti Stöðvarhrepps, um
uppsögn hans og tveggja annarra
aðstandenda S-listans hjá Gunn-
arstindi hf.
„Það er ljóst að ef ég fæ ekki aðra
vinnu þá verð ég að flytja frá staðn-
um og fara þangað sem ég fæ
vinnu.“
Þú yrðirþá vcentanlega að segja af
þér sem oddviti?
„Það hlýtur að gerast sjálfkrafa
þegar ég er ekki lengur með skráð
lögheimili á staðnum, þá get ég
ekki setið í hreppsnefndinni. Þá er
líka tilganginum náð hjá þessum
mönnum en það er spurning hvað
maður getur harist á móti.“
Hvað getið þið gert í stöðunni?
„Stöðvarhreppur á 16 prósent at-
kvæða í Gunnarstindi en það þarf
að hafa 10 prósent á bak við sig til
að geta krafist aukaaðalfundar sem
við munum væntanlega gera. Við
yrðum þá að hafa samráð við
Byggðastofnun og Útvegsfélag
samvinnumanna, sem eiga meiri-
hluta í fyrirtækinu, um að skipta
um stjórnarmenn. Björn Hafþór
Guðmundsson af H-listanum
hefur verið fulltrúi hreppsins í
stjórn Gunnarstinds og við ætluð-
um að bíða með að skipta honum
út þar til á aðalfundi.“
Þannig að þú telur möguleika á
að þú og aðrir sem sagt var upp
haldið störfum ykkar?
„Ég er ekki að hugsa um hvort ég
fái starfið aftur með þessu, enda er
ég orðinn þannig innstilltur að ég
kæri mig varla um að vinna meira
fyrir þetta fyrirtæki. Framkvæmda-
stjórinn hefur að vísu ýjað að því
að bjóða eigi út rekstur vélaverk-
stæðisins og starfsmenn þess væru
inni í þeirri mynd.
En á sama tíma er haldið úti
tveimur netaverkstæðum á sitt
hvorum staðnum sem okkur
starfsmönnunum þykir óeðlilegt.
Þegar verið er að segja upp fólki
vegna pólitískra skoðana er það
svo rotið að það verður að gera
eitthvað í því.“
-SG
Yfirgjaldkeri Fálkans staðinn að stórfelldum fjárdrætti. Vikið
úr starfi en málið ekki kært til rannsóknarlögreglunnar
HáHsjötug kona dró
milUónir króna
Yfirgjaldkera Fálkans við Suður-
landsbraut var vísað úr starfi fýrir
skömmu vegna stórfellds fjárdrátt-
ar. Páll Bragason, forstjóri, stað-
festi þetta í samtali við MORG-
UNPÓSTINN í gær. Gjaldkerinn er
hálfsjötug kona og samkvæmt
heimildum blaðsins hefur hún
dregið sér fé frá fyrirtækinu árum
saman og nemur fjárdrátturinn
milljónum króna. Stjórnendur fýr-
irtækisins viku henni úr starfi en að
samkomulagi varð að þeir kærðu
hana ekki til Rannsóknarlögreglu
ríkisins gegn því að hún endur-
greiddi það sem hún tók óffjálsri
hendi.
Á veðbókarvottorði sést að Fálk-
inn á veð í húseign konunnar frá 3.
október síðastliðnum sem nemur
tveimur milljónum króna. Páll
vildi hvorki játa né neita hvort þar
væri um eftirstöðvar að ræða eða
alla upphæðina.
Nokkuð langt er síðan grunur
vaknaði um að einhver starfs-
mannanna drægi sér fé en langan
tíma tók að upplýsa málið. Sam-
kvæmt upplýsingum frá einum
starfsmannanna lágu þeir nánast
allir undir grun og voru margir
þeirra kallaðir á teppið hjá stjórn-
endum fyrirtækisins í nokkurs
konar yfirheyrslu. Það var ekki svo
fýrr en einn starfsmannanna tók sig
til og faldi myndbandstökuvél inni
hjá gjaldkeranum, þar sem sást til
hennar setja seðlabúnt í veskið sitt,
að málið upplýstist. Þá mun hafa
komið í ljós við frekari skoðun á
bókhaldi að hún lét fyrirtækið
greiða fýrir eigin heimilisinnkaup.
Mikill kurr er meðal starfsmanna
Fálkans vegna málalokanna, sam-
kvæmt sömu heimild. Flestum
þykir rétt að konan verði kærð,
annars verði aðrir ekki fúllkomlega
hreinsaðir af grun. -SG