Helgarpósturinn - 20.10.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
9
Svar við alnæmisumfjöllun í Dagsljósi 4. október 1994
Fréttamaður í búningi öfgamanns
Björgvin Gíslason, formaður Alnæmissamtakanna á íslandi skrifar
Tilefrii þessa skrifa minna er inns-
lag um alnæmi í dægurmálaþættin-
um Dagsljósi í RÚV þann 04.10. síð-
astliðinn, unnið af Fjalari Sigurðar-
syni, fréttamanni á Dagsljósi.
Lagt er upp með spuminguna:
„Eru gagnkynhneigðir karlar
orðnir sami áhættuhópur og homm-
ar og fikniefnaneytendur?“
Fullyrt er að 94000 karlmenn hafi
smitast af HlV-veimnni í Evrópu
síðastliðin tvö ár, og að milljónum sé
varið til að berjast gegn alnæmi á ári
hverju.
Fréttamaðurinn Fjalar Sigurðar-
son bregður sér fimlega í búning
öfgamanns, sáir ffæjum mannfyrir-
litningar og reynir vísvitandi að
skapa andúð almennings gagnvart
samkynhneigðum karlmönnum í
þætti sínum 04. 10. síðastliðinn.
Gervið var gott og hreyfði við mér
þar sem ég sat og horfði á sjónvarp.
Hér á eftir fara viðbrögð mín við
þessum hugmyndum og spurning-
um sem lagðar voru ffam í fréttinni.
Fréttin og könnunin eru eingöngu
til að þyrla ryki í augu fólks og gefa
tilefni til falskrar öryggiskenndar hjá
því fólki sem kann að taka hana bók-
staflega og draga rangar ályktanir af
henni. Ekki bara rangar, heldur
beinlínis hættulegar þeim sjálfúm.
Fréttin og könnunin ýja að því og
styðja þær fáránlegu hugmyndir að
alnæmi sé einkavandamál samkyn-
hneigðra karla og að þessi hræðilegi
sjúkdómur sem herjar á alla heims-
byggðina sé til kominn vegna kynlífs
þeirra. Fordómar í garð samkyn-
hneigðra eru ærnir í okkar litla sam-
félagi og fullyrðingar sem koma fram
í áðurnefndum sjónvarpsþætti og
þeirri imbakönnun sem þar var gerð
meðal „sæmilega upplýsts fólks“ lýsa
engu nema mannfyrirlitningu og ill-
kvittni gagnvart samkynhneigðum
körlum, og það sem kallað er „öfga-
kenndar raddir“, á ef til vill meiri
hljómgrunn í þjóðarsálinni en við ís-
lendingar viljum kannast við.
Umrædd könnun er algjörlega úr
samhengi við raunveruleikann. Því
raunveruleikinn er sá að bæði kynin
smitast af alnæmi, ekki vegna þess að
viðkomandi sé samkynhneigður,
gagnkynhneigður, karl eða kona.
Heldur einungis vegna þess að al-
næmi er veirusjúkdómur sem smit-
ast eftir ákveðnum leiðum, sumum
auðveldar en öðrum. Ég minni á að
mjög erfitt er að henda reiður á tölu-
legar upplýsingar sem þessar og
mjög hæpið að ganga út ffá þeim
sem staðreyndum. Enda liti þetta allt
öðruvísi út ef teknar yrðu til skoðun-
ar sambærilegar tölur frá USA, hvað
þá Afríku, þar sem alnæmi hefúr
aldrei verið talinn hommasjúkdóm-
ur, heldur lagst af sama þunga á alla
þjóðfélagshópa ffá upphafi. Myndin
liti einnig allt öðruvísi út ef smitun-
artíðni meðal kvenna væri skoðuð,
hvort sem er í Evrópu einni eða ann-
ars staðar.
I umræddri ffétt er minst á enda-
þarmsmök ásamt notkun á óhrein-
um nálum sem áhættumestu smit-
leiðina. Ég vil minna íslendinga á að
endaþarmsmök karla og kvenna eru
ekki eingöngu stunduð af samkyn-
hneigðum körlum en sá misskiln-
ingur virðist mér nokkuð útbreiddur
misskilningur meðal fólks. Gagn-
kynhneigðir karlar og konur stunda
endaþarmsmök og ég minni einnig á
að endaþarmsmök gagnkynhneigðra
karla og kvenna hefur verið og er
langmest notaða getnaðarvörn í kyn-
lífi um víða veröld ffá örófi alda til
þessa dags.
Fréttamaðurinn (í gervi öfga-
mannsins) segir í upphafi á dramat-
ískan hátt frá því að milljónum sé
varið til baráttunnar gegn alnæmi.
Er hann með könnun sinni að leitast
við að sýna fram á að þessum millj-
ónum sé illa varið vegna þess að
fórnarlömbin séu jú að mestu leyti
aðeins hommar og dópistar en ekki
gagnkynhneigðir góðborgarar?
Er kynlífslandslagið eitthvað
breytt? spyr hann. Þvílíkur og annar
eins heimóttarskapur. Kynlífslands-
lagið hefur aldrei verið á einn ákveð-
inn hátt, það er fegurra og fjölbreytt-
ara en okkar fagra og fjölbreytta, ís-
lenska landslag og nær væri að tala
um kynlífsalheim, þar rúmast allt og
tilbrigðamöguleikar eru óendanleg-
ir. Samkynhneigðir karlar gera það
með samkynhneigðum körlum,
gagnkynhneigðir karlar gera það líka
með gagnkynhneigðum körlum og
meira að segja samkynhneigðar og
gagnkynhneigðar konur gera það
með körlum og konum, bæði sam-
kynhneigðum og gagnkynhneigð-
Er besta leiðin ti! að smitast ekki af
alnæmi að vera ekki hommi og ekki
eiturlyfjaneytandi? spyr fféttamað-
urinn.
Það skiptir bara engu máli! Al-
næmi er veirusjúkdómur sem herjar
á ónæmiskerfi líkamans og orsakast
af veiru, sem kallast Human Im-
munodefencency Virus, stytt HIV,
og sú veira hefur ekki sjálfstæða
hugsun og vilja, ffekar en aðrar veir-
ur, og fer ekki í manngreinarálit og
ákveður ekki hverja hún ræðst á með
tilliti til kynhneigðar, lyfjanotkunar
eða þjóðfélagsstöðu annarrar.
Hefur púðrinu, auglýsingum og
áróðri verið beint að röngum hóp-
um hingað til? spyr fféttamaðurinn
enn.
Nei, vegna þess að í upphafi, þeg-
ar sjúkdómurinn kom fyrst ffam, var
áróðrinum eingöngu beint að sam-
kynhneigðum körlum og reyndar
gegn þeim líka, en auðvitað kom það
í ljós, eins og ég benti á fýrr í grein-
inni, að veiran fer ekki í manngrein-
arálit. Því eru það forréttindi gagn-
kynhneigðra karla og kvenna að
njóta þess að púðrinu sé eytt í þau í
dag á meðan útbreiðslan hjá þeim er
þó ekki meiri en raun ber vitni. Fyrir
utan þetta tel ég ekki um spurningu
að ræða í þessu tilfelli, púðrinu í aug-
lýsingum á að beina að fólki al-
mennt, burtséð ffá kynhneigð. Ég
fúllyrði að útbreiðsla smits meðal
samkynhneigðra karla, í Vestur-Evr-
ópu og USA að minnsta kosti, hefur
stórminnkað undanfarin ár. Ekki síst
fyrir áróðurinn sem hið gagnkyn-
hneigða samfélag hefur ausið yfir
samkynhneigða ffá því að alnæmi
kom upp á yfirborðið. Samkyn-
hneigðir eru þeir sem bentu fyrst á
þessa vá og bentu heilbrigðisyfir-
völdum á nauðsyn umræðu og að-
gerða. Á þau viðvörunarorð var ekki
hlustað sem skyldi og óskaplega
langan tíma tók að koma þeim skila-
boðum að, bæði til lærðra og leik-
inna, að hér var ekki um reiði guðs
gagnvart hommum að ræða, heldur
ósköp venjulega en skæða veirusýk-
ingu. Samkynhneigðir um víða ver-
öld hafa fórnað sér fyrir baráttuna
gegn alnæmi og unnið samfélaginu
til góða. Sá árangur sem náðst hefúr,
hvað varðar opnun umræðu og
minnkun fordóma gagnvart þeim
sem smitast, má alfarið þakka þessu
starfi samkynhneigðra, bæði sam-
taka og einstaklinga.
Vissulega er það rétt að fyrstu al-
næmistilfellin komu fram meðal
samkynhneigðra karla í hinum vest-
ræna heimi. Og er það eflaust vegna
þess að mest áhætta á smiti í kynlífi
er við endaþarmsmök fyrir passiva
(þiggjendur). Næst mesta útbreiðsla
smits er meðal kvenna vegna þess að
konan er oftast passiv í kynlífi, hvort
sem um er að ræða leggangasamræði
eða endaþarmsmök, af augljósum
ástæðum. Minnst smithætta er fýrir
karl sem stundar leggangasamræði.
Karlmaður sem stundar endaþarms-
mök og er aktivur (gerandi) er í svip-
aðri áhættu og karl sem stundar leg-
gangasamræði. Sama áhætta er fýrir
karl og konu við endaþarmsmök,
séu þau passiv. En auðvitað er hægt
að koma í veg fýrir smit eftir þessum
leiðum með notkun smokka, eins og
fólki á að vera kunnugt um eftir alla
þá umræðu sem farið hefur ffam í
þjóðfélaginu á undanförnum árum.
Það er óheppilegt og rangt af
fréttamanninum (í gervi öfga-
mannsins) að ýja að því „að heppi-
legra kunni að vera fýrir málstaðinn
að draga úr fjölda þeirra homma
sem smitast hafa.“
Það hefúr enginn gert, og fýrir
hvaða málstað? Allar þessar tölulegu
upplýsingar um fjölda smitaðra
liggja frammi og hafa alltaf gert, hér á
íslandi hjá Landlæknisembættinu og
hver sem vill getur nálgast þær.
Aðdróttanir sem þessar eru
móðgun við þá sem smitast hafa af
HIV- veirunni og til þess eins fallnar
að auka enn á fordóma gagnvart
smituðum og samkynhneigðum.
Hvers vegna ætti svo sem að vera
heppilegra að draga úr fjölda smit-
aðra homma á opinberum vett-
vangi? Eru samkynhneigðir eitthvað
öðruvísi og réttminni í þessu samfé-
lagi en aðrir? Mig grunar að sú skoð-
un sé einmitt grundvöllurinn fýrir
þessum vangaveltum, því miður. Ég
vil minna fólk á að samkynhneigð er
ekki ólögleg á íslándi í dag, jafnvel
þótt mannréttindi séu enn stórlega
brotin á þessum samfélagshópi. Eg
nefni í því sambandi lög og reglur
um sambúð fólks, erfðarétt sambúð-
araðila, barnauppeldi, réttindi sem
gagnkynhneigðir telja til sjálfsagðra
mannréttinda, af lagalegum og sið-
ferðilegum ástæðum, en samkyn-
hneigðir eru sviptir og hafa aldrei
haft þessi sjálfsögðu mannréttindi og
viðurkenningu á þessum sambönd-
um, lögum skráðum og óskráðum
samkvæmt. Það er kannski þess
vegna sem ástæða þykir að draga úr
fjölda smitaðra homma, það er, til að
komast hjá að vera ausinn enn meiri
óhróðri og skít af hinu gagnkyn-
hneigða samfélagi. Væri það ekki
skiljanlegt, ég bara spyr, miðað við
fordómana sem vaða uppi alls staðar
og réttindaleysi samkynhneigðra?
Lái mér hver sem vill. En staðreynd-
in er önnur, allar upplýsingar liggja á
borðinu. Samkynhneigðir hafa breið
bök, hér sem annars staðar, og hafa
hingað til mátt þola árásir og lifa við
algjört réttindaleysi í sínum sam-
böndum gagnvart hinu opinbera.
Samkynhneigðir Islendingar munu
ná ffam réttindum sínum og krefjast
viðurkenningar á sínum lífsmáta,
eins og aðrir.
Kæri öfgamaður, ég les það út úr
þeim tölum sem þú kemur með í lok
fféttarinnar að það skipti engu máli
hver kynhneigð manna er, þegar al-
næmi er annars vegar. Þetta er fólk
sem hefur smitast af ákveðnum
veirusjúkdómi, burtséð frá kyn-
hneigð, þó það kunni að hafa eitt-
hvað með kynhegðun að gera en það
er allt annað mál. Auk þess ftnnst
mér út í hött að skoða eingöngu töl-
ur um karlmenn í þessu sambandi,
því áhrif fféttar þinnar væru allt
önnur á fólk ef þú tækir alla hlutað-
eigandi með inn í myndina. Þá tæk-
ist þér ekki að þyrla upp því moldar-
ryki sem ég óttast að þessi ffétt þín
geti gert.
Að lokum vil ég þó þakka umsjón-
armanni og fréttamanni á Dagsljósi
fýrir að vekja upp spurningar og
með þeim reyta mig til svars. Öll
umræða um málefni samkyn-
hneigðra er af hinu góða og flýtir fýr-
ir breytingum á högum samkyn-
hneigðra og því að við öðlumst þau
réttindi í samfélaginu sem okkur ber.
Líka réttinum til að veikjast, eins og
aðrir þjóðfélagsþegnar, og njóta að-
hlynningar og stuðnings heilbrigðis-
kerfisins eins og aðrir.
Virðingarfyllst,
Björgvin Gíslason
formaður
Alnæmissamtakanna á Islandi
p.s. Ég vil nota tœkifærið og aug-
lýsa eftir geðslegri orðum yfir hug-
tökin „endaþarmsmök“ og „leg-
gangasamrceði".
VELJUM MANN
MEÐ ÞEKKINGU
OG REYNSEU ÚR
MENNINGAR-
OG atvinnulífi
BURT MEÐ
BOÐ OG BÖNN
Eflum frelsi einstaklingsins til
framfara. Sköpum heilbrigt
rekstrarumhverfi fýrir atvinnulífið,
hvort sem er í þjónustu- eða
framleiðslugreinum.
EFEUM REYKJAVÍK
Þingmenn Reykvíkinga þurfa betur að
gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.
Landsbyggðin nýtur óeðlilega mikils
þingstyrks og þingmenn hennar ganga
eins langt í kjördæmapoti og þeir geta,
sem einatt bitnar á Reykvíkingum. Við
þurfum að koma í veg fýrir slíkt.
STRAUMLÍNULÖGUM
RÍKIÐ
Ríkið á ekki að vasast í alls kyns
atvinnurekstri í samkepnni við
borgarana. Einkavæðingin er komin
vel á veg, en betur má ef duga skal og
við þurfum að Ijúka ætlunarverki
ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.
AUKUM FORVARNIR
Eflum forvarnastarf gegn
fíkniefnabölinu, sem er að leggja fjölda
heimila í rúst. Hér þurfa sveitarfélög og
ríki að taka höndum saman.
OPNUM
STJÓRNKERFIÐ
Almenningur þarf að hafa greiðari aðgang að
stjórnmálamönnum og hinu opinbera. Opnari
stjórnarhættir tryggja betur aðhald þegnanna og efla
siðferði kjörinna umboðsmanna þeirra.
UNGAN MANN I ÖRUGGT SÆ'
ARA GÍ5I.A
í 7.-8. SÆTI
5TUÐNINGSMENN
um.
„Samkynhneigðir hafa breið bök, hér sem annars staðar, og hafa hing-
að til mátt þola árásir og lifa við algjört réttindaleysi í sínum sambönd-
um gagnvart hinu opinbera," segir Björgvin Gíslason t grein sinni.