Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 MORGUNPÓSTURINN BRÉF TIL BLAÐSINS 5 Bréf til blaðsins Grófar árásir Katrínar Varðandi grein yðar 13. mars og með vísan til ummæla barnsmóður minnar, Katrínar G. Júlíusdóttur, í minn garð vil ég gjarnan að eftir- farandi komi fram: — Katrín hefur um árabil staðið í vegi fyrir umgengni milli mín og dóttur okkar. — Grófar árásir Katrínar og ásak- anir á mig eiga sér enga stoð í raun- veruleikanum. — Barnaverndarráð íslands og núverandi Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hafa ítrekað hvatt til að umgengni fari fram en Katrín Gerður virðist alveg föst í ávirðing- um sínum og viðhorfum og gott betur því að hún virðist ala börn sín upp í slíku hatri gegn mér, að þau eru orðin stjórnlaus reköld, sbr. að- för drengsins að eignum mínum. — Ég vísa til bréfs lögmanns míns til mín dags. 14. mars 1995 varðandi grein yðar. Þar segir orðrétt: „Vegna ummæla Katrínar Gerðar Júlíusdóttur um þig í Mánudags- póstinum þann 13. mars s.l. skal eft- irfarandi tekið ffam: 1. Þegar það kom upp úr kafinu að Katrín teldi þig hafa misnotað dóttur sína reyndir þú allt sem þú gast til að fá ásakanirnar rannsakað- ar m.a. með því að rita bréf til RLR þar sem farið var fram á rannsókn. RLR hafhaði beiðninni m.a. eftir samtal við Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar sem dró úr þeim. Var þetta mjög undarleg afstaða. 2. Katrín Gerður hefur aldrei haldið því fram að hún hafi orðið vitni að kynferðislegri misnotkun. Hún hefur m.a. haldið því fram að einhver roði hafi sést á barninu sem bendi til hennar en ekkert slíkt hef- ur sést vð læknisskoðun. Engin sálfræðiathugun á stúlkunni hefur nokkru sinni bent hið minnsta til kynferðislegrar misnotkun- ar. 3. Barnaverndarnefnd taldi þessar ásakanir móður ekki það sennilegar að það ætti að hindra umgengni en taldi nauðsynlegt vegna afstöðu hennar sjálffar að eftirlit yrði í eitt ár. Það að Barnaverndarráð taldi ekki að hagsmunir barns, einir og sér, krefðust eftirlits segir í raun að því hefur þótt fóturinn fyrir ásök- unum lítill. Þessa yfirlýsingu mína um málið getur þú, Sigurgeir, notað á þann hátt sem þú telur þörf á. Vona ég jafnframt að þú farir að fá meiri frið við heimili þitt. Virðingarfyllst, Einar Gautur Steingrímsson hdl. (sign.) — Ég vil einnig taka það fram að eldri börn Katrínar hafa aldrei búið inni á heimili mínu né að ég hafi búið inni á þeirra heimili, eins og Katrín segir. Eldri dóttir Katrínar býr ávallt hjá ömmu sinni og afa og drengurinn hjá föður sínum. Ég vil einnig taka það fram að ég hef engin samskipti átt við barnsmóður mína vegna afstöðu hennar sjálfrar og hefur hún ekki viljað tala við mig né að hún virðist leysa þetta mál með öðrum hætti en árásum. Þess vegna hef ég látið hana afskiptalausa með öllu. — Ég vil að lokum undirstrika al- varleika þess ef börn eru misnotuð. Slíkt skal ávallt rannsakað. Það eru mér mikil vonbrigði hvernig stjórn- völd með hangandi haus taka á þessum málum og tek ég undir orð Stígamóta að harðar þarf að taka á misnotkun á börnum almennt. Einnig vil ég benda á þann harmleik sem átt hefur sér stað í mínu lífi og þá mildu ógæfu sem verður þegar rangar sakargiftir eru bornar fram, eins og gert var í mínu tilfelli. — Ég vona að barnsmóðir mín sjái að sér, dóttur okkar vegna, og bæti úr þeim skaða sem telpan hef- ur vissulega orðið fyrir þótt aldrei verði hann bættur að fullu. Telpan á betra skilið. Hún á föðurfjölskyldu; ömmu og afa, frændur og ffænkur, sem móðirin hefur ekki getað sætt sig við að dóttir hennar njóti sam- vista við. Virðingarfyllst, Sigurgeir Sigurðsson Bréf til blaðsins Um meintar málvillur Herra ritstjóri Fimmtudaginn 9. mars birtist í blaði þínu grein sem heitir Málvillur á kröíuspjöldum kennara! Mig lang- ar að gera nokkrar athugasemdir við greinina. Mér er enda málið skylt. Eg er í kynningarnefnd kennarafé- laganna og er auk þess íslenskumað- ur. Blaðamaðurinn dregur saman kröfur kennara og segir meðal ann- ars að ein krafa okkar sé Minni vinna, meira kaup! Þetta er ekki rétt. Vissulega krefj- umst við hærra kaups fyrir vinnu okkar en alls ekki minni vinnu. Við krefjumst hinsvegar lægri kennslu- skyldu. Kennsla er eins og öllum ætti að vera kunnugt aðeins einn hluti kennarastarfsins. Þá gerir blaðamaðurinn mikið úr því að „uppfræðarar æskunnar" geri sig seka um „klaufalegar málvillur“. þessar meintu málvillur eru þrjár. Fyrsta dæmið sem hann tekur er orðalag á einu kröfuspjalda kennara. Það er krafan um lækkun kennslu- skyldu. Blaðamaðurinn telur að kennsluskylda geti hvorki hækkað né lækkað heldur aukist eða minnkað. Þetta finnst mér vera smekksat- riði. Tökum dæmi. Kennsluskylda er vissulega mishá eftir löndum. Þannig er líklega hæsta kennsluskylda í Evrópu á ís- iandi. Hún er til að mynda allt að 12 stundum lægri í Danmörku heldur en á Islandi. Hún þarf því að lækka verulega á íslandi til að ná því sem gengur og gerist í öðrum Evrópu- löndum. Þessi klausa gæti allt eins verið svona: Kennsluskylda er vissulega mismikil eftir löndum. Þannig er líklega mesta kennsluskylda í Evr- ópu á íslandi. Hún er til að mynda allt að 12 stundum minni í Dan- mörku heldur en á ísl.andi. Hún þarf því að minnka verulega á Islandi til að ná því sem gengur og gerist í öðr- um Evrópulöndum. Mér finnst orðalagið á báðum of- anrituðum efnisgreinunum vera í lagi. Mér finnst hinsvegar ekki í lagi að svona mikill munur skuli vera á kennsluskyldu hér á landi og í öðr- um löndum og þess vegna meðal annars er ég í verkfalli. En það er önnur saga. Þá fannst blaðamanninum óþarfi að smíða nýyrðið tímalaun. Ég get upplýst blaðamanninn um það að Svar blaðsins Málnotkun er umdeilanleg og umræður um tungutak ávallt af hinu góða. En seint er hægt að sam- þykkja að skyldur fólks geti verið háar eða lágar, hvort sem það er nú kennsluskylda eða einhver önnur. Þar af leiðandi hækkar skylda kennara smíðuðu ekki þetta ágæta orð. Ég bendi blaða- manninum á Orðabók Menningarsjóðs, nánar til- tekið á blaðsíðu 1046. Þar er orðið tímalaun. Til gamans vil ég geta þess að ég geri þó ráð fyrir að orðið tímalaun sé yngra en tímakaup og það er örugglega sjaldgæf- ara. Þetta með aldurinn byggi ég meðal annars á því að orðið tímalaun er í Við- bætinum við Orðabók Blöndals en ekki aðalbók- inni. En það er líka önnur saga. I þriðja lagi gagnrýnir blaðamaðurinn ritháttinn TímaLaun en hann var á einu kröfuspjaldi kennara. Ég get tekið undir þá gagn- rýni með honum. Þetta finnst mér hvimleiður siður en hann hefur breiðst úr og sést nokkuð oft í auglýsing- um. Ég skal leggja mitt af mörkum í kynningarnefnd kennarafélaganna til þess að spjaldinu verði breytt. Þannig geta kennarar sem fyrr verið fýrirmyndir ung- menna í meðferð tungunn- ar. En íslensk ungmenni eiga fleiri fýrirmyndir en kenn- ara. Þau lesa blöð á borð við Morgunpóstinn. Ég hlýt því að beina þeim tilmælum til forsvarsmanna Morgun- póstsins að þeir lagi líka til hjá sér og breyti blaðhausn- um en þar stendur að blaðið heiti MorgunPósturinn. Niðurlag greinar blaða- mannsins skil ég ekki. Tengslin milli íslensku- kennarans og efniviðar spjaldanna er mér hulin ráðgáta. Herra ritstjóri. Ég skyldi bjóðast til að kenna blaða- manni þínum notkun orða- bóka ef ég væri ekki í verk- falli. Ég skal reyndar gera það strax að loknu verkfall- inu. Þá verð ég líka kominn á nýtt og hátt tímakaup. Ég vona líka að þið sjáið nýja spjaldið okkar um tíma- launin og ég hlakka til að sjá nýja blaðhausinn ykkar. Með vinsemd og virðingu Eiríkur Brynjólfsson hvorki né lækkar heldur eykst hún eða minnkar — er lítil eða mikil. Jafn ágæt- ur íslenskumaður og Eirík- ur ætti að geta viðurkennt það og á sér vart marga skoðanabræður. -aðst.ritstj. HYunDni Ríkulega búinn Accent á 1.039. kr. ;.......... - ' Í '■ - "V v Negld vetrardekk fvlgja! og sumardekkin í skottið Ódýrasti bíllitm í sínum flokki 4 dyra HYUN0AI ACCENT NISSAN SUNNY T0Y0TA C0R0LLA MMC LANCER RÚMTAK VÉLAR 1341 CC 1397 CC 1331 CC 1299 CC HESTÖFL 84 89 90 75 LENGD/mm 4117 4230 4270 4275 BREIDD/mm 1620 1670 1685 1690 HJÓLAHAF/mm 2450 2430 2465 2500 ÞYNGD 980 1000 1020 940 VERÐ 1.039.000 1.171.000 1.299.000 1.245.000 Vökva- og veltistýri 84 hestöfl 1300 cc vél Stafrænt útvarp og segulband með 4 hátölurum ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.