Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Helgi Sigur- Jónsson er ní- tján ára gamall atvinnulaus fíkniefnaneyt- andi. Fyrir mán- uði rændi hann sjoppu. Hann er dæmigerður unglingursem gefur dauðann og djöfulinn í flest það sem venjulegt fólk hefur í heiðri. „Ég var spurður hvort ég vildi ræna sjoppu og sagði bara já, já og var ekkert að pæla meira í þessu. Fé- lagi minn sem er 17 ára spurði mig hvort ég væri til í þetta en hann var búinn að pæla í þessu með einhverj- um öðrum og svo hætti hinn við. Hann á heima stutt frá sjoppunni og við vorum með önnur föt þarna rétt hjá þannig að þessi sjoppa lá vel við,“ segir Helgi Sigurjónsson, 19 ára síbrotamaður, sem er með 11 dóma á bakinu þrátt fyrir ungan aldur. Helgi er atvinnulaus fíkni- efnaneytandi sem býr með félaga sínum í bílskúr í vesturbænum en hann hefur tvívegis verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir minniháttar innbrot, skjalafals og bílaþjófnaði. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið í hópi unglinga sem braust inn í sumarbústað við Meðalfellsvatn og lagði hann í rúst. Helgi og félagi hans gerðu tilraun til að ræna söluturninn Hvammsval að Hlíðarvegi 29 í Kópavogi um kl. 23.00 14. febrúar síðastliðinn og huldu andlit sín með skíðagrímum. „Við ætluðum að ræna sjoppuna kvöldið áður en þá var svo mikið af fólki að við komum bara daginn eftir,“ segir Helgi. Næsta kvöld stóðum við fyrir ut- an og fylgdumst með mannaferðum og óðum inn í sjoppuna þegar eng- inn var sjáanlegur í nágrenninu. Við vorum óvopnaðir en ég var að vísu með skrúfjárn í vasanum sem ég var búinn að gleyma. Það var stelpa að afgreiða í sjoppunni og hún vissi ekkert hvað hún átti að gera og stóð bara eins og frosin. Vinur minn stökk á símann og eyðilagði hann svo hún gæti ekki hringt á lögregl- una. Ég æddi inn fyrir búðarborðið og beint í kassann og afgreiðslu- stúlkan virtist ekkert átta sig á hvað var að gerast. Hún stökk á mig og reyndi að hindra mig frá því að komast í kassann en ég henti henni í burtu. Hún komst út en svo óheppilega vildi til að fjölskylda hennar var að innrétta nýtt húsnæði fyrir sjoppuna þarna skammt frá. Stelpan náði í alla fjölskylduna og allt í einu hvarf félagi minn á meðan ég var að taka peningana úr kassan- um. Þá voru pabbi og kærasti af- greiðslustúlkunnar komnir og voru að berja hann á gólfinu. Afgreiðslu- stúlkan og mamma hennar stukku á mig en ég var enn að hrifsa pening- ana upp úr kassanum. Ég blindaðist gjörsamlega og það fór allt í steik hjá mér.“ Spurning um heppni „Ég henti kerlingunni á einhvern skáp og stelpan hékk eitthvað í mér en ég henti henni frá mér og hljóp út í stað þess að hjálpa félaga mín- um,“ segir Helgi eins og ekkert sé eðlilegra, nema það gætir nokkurrar eftirsjár þegar hann nefnir vitorðs- mann sinn. „Ég er á skilorði og ný- laus úr fangelsi og nennti ekki að láta grípa mig þarna og kom mér bara í burtu. Félagi minn sat bara þarna en róaðist þegar búið var að halda honum niðri í smá tíma, þá nennti hann þessu ekki lengur. Ég hljóp um hálfan Kópavog í nojuk- asti og fór úr Kraft-galla sem ég var í í einhverjum garði. Ég missti meiri partinn af peningunum þegar kell- ingarnar héngu í mér og henti svo restinni með fötunum en það var horfið þegar löggan fann fötin dag- inn eftir. Ég hljóp heim til félaga míns sem býr í Fossvoginum og lagðist bara niður og fór að sofa. Daginn eftir þá kemur löggan og tekur mig,“ segir Helgi og undrunar gætir í röddinni. „Ég held að félagi minn hafi ekki bent á mig heldur hafi löggan bara vitað þetta. Við höfðum sést saman þarna kvöldið áður og löggan veit alveg... eða ég veit ekki hvemig þeir komust að þessu. Þetta var ferlega furðulegt. Ég viðurkenndi ekki strax að ég hefði verið þarna að verki og hélt mér frá því þangað til lögfræðingurinn sagði mér að þeir væru með allt á hreinu. Þá bara gafst ég upp. Ég bjóst við að ég færi strax inn aftur en það var allt yfirfullt í fangelsun- um svo þeir slepptu mér bara laus- . .,« um. Aðspurður segir Helgi þá félag- ana ekki hafa verið búna að ákveða hvað þeir hugðust gera við ráns- fenginn. „Við ætluðum bara að kaupa okkur eitthvað drasl. Við vorum edrú og langaði að detta íða, kaupa stuð eða spítt eða einhver önnur fíkniefni. Maður verður einhvern veginn að reyna að afla sér peninga fyrir þessu.“ Spurningunni um hvort það sé nokkuð líf fyrir ungan mann að vera í afbrotum og á stöðugum flótta undan lögreglunni og eiga yfir höfði sér að lenda í fangelsi svarar Helgi með því að segja: „Þetta er bara spurning um heppni. Ég hef alveg sloppið við dóma fyrir ofbeldi en það kemur fyrir að maður slæst ef fólk er að setja út á klæðaburðinn og svona. Þá lendir maður stundum í smá ryskingum. Ég hef gaman af að stuða fólk sem er að bögga okkur en við leikum okkur að því í leiðinni.“ Maður er soldið grill- aður í hausnum Helgi er pönkari og segist hafa séð Rokk í Reykjavík meira en 100 sinnum og helsta fyrirmynd hans er Sid Vicious úr hljómsveitinni Sex Pistols sem lést fyrir aldur fram af ofneyslu eiturlyfja á sama tíma og hann var fyrir rétti grunaður um morð á kærustunni sinni. Hann segir pönkið og nýbylgjuna vera að koma aftur og margir séu farnir að lita hárið á sér appelsínuguit eða röndótt. Sjálfur er hann með mó- híkanaklippingu, eða kamb eins og hann kallar það, klæddur svörtum leðurjakka með keðju um hálsinn og hring í nefinu. „Þegar við erum ekki heima þá höngum við uppi á Hlemmi og fá- um að vera í friði fýrir verðinum í svona klukkutíma í einu,“ segir hann. „Það er tiltölulega auðvelt að redda sér stuði þar en það er erfið- ara með sveppina, það eru svo fáir með þá. Trippið kostar þúsundkall núna en það breytist sennilega í maí og fer upp í 1500 kall. Ég kem ekki nálægt sýru, ecstsy og sprautum, ekki séns. Mér finnst bara vitleysa að vera að sprauta sig, það er bara rugl. Það á að lögleiða kannabis það er engin spurning. Ef verðið mundi lækka þá mundi ég minnka glæpina alveg helling. Ég býst við að halda fíkniefna- neyslunni eitthvað áfram en vona að ég hætti í þessum afbrotum. Mér finnst stuð og sveppir bestu efnin og er yfirleitt skakkur á hverjum degi. Ég er edrú núna því ég á ekki pen- ing. Málið er að eiga nóga peninga svo maður geti dópað og skemmt sér meira. Ef ég ynni 10 milljónir í lottóinu þá mundi ég kaupa mér helling af stuði, fyrir svona 500 þús- und. Svo mundi ég kaupa mér lítið húsnæði og liggja þar í koksi og skella mér til útlanda. Mér finnst það vitleysa þegar fólk er að tala um að vímuefnaneytendur séu að flýja raunveruleikann, mér finnst þetta bara annar raunveruleiki. Ég sé ekk- ert annað út úr þessu. Það er ekki ætlast til neins annars af mér. Ég er bara fæddur inn í þennan heim til að skemmta mér, ekki til að vinna eða eitthvað svona vesen. Maður er soldið grillaður í hausnum og mér er alveg sama. Það er gaman að vera svona dofinn. Ég ætla ekki að verða eldri en svona sextugur. Ég nenni ekki að vera gaddfreðinn á ein- hverju elliheimili." Fiftí fiftí að maður verði tekinn Helgi á ekki von á að reyna að ræna sjoppu aftur. „Það er svo lítill Helgi Sigurjónsson „Ég er bara fæddur inn í þennan heim til að skemmta mér, ekki til að vinna eða eitt- hvað svona vesen. Maður er soldið grillaður í hausnum og mér er alveg sama. Það er gaman að vera svona dofinn. Ég ætla ekki að verða eldri en svona sex- tugur. Ég nenni ekki að vera gaddfreðinn á einhverju elli- heimili." peningur í þessu,“ segir hann. „Það er náttúrlega vitleysa að reyna að fremja rán í sjoppum en það er samt spennandi og gaman. Ég fann ekkert fyrir spennu þegar ég stóð fyrir utan sjoppuna, það var ekki fýrr en ég fór inn og lætin voru byrjuð. Þá fór allt í gang. Ég er al- gjör spennufíkill og elska spennu, hún er toppurinn. Það er ekki hægt að fá svona spennu út úr íþróttum, þetta er alveg sérstök spenna. Það er svona fiftí fiftí að maður verði tek- • « mn. Helgi gerir sér grein fýrir að dög- um hans utan fangelsismúrana fer fækkandi. „Ég þarf að sitja þessa fjóra mán- uði sem voru skilorðsbundnir og það sem ég fæ fýrir ránið og eitt innbrot sem ég var tekin fyrir um daginn. Við brutumst inn í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti en náð- um engu þar því það var verkfall og við föttuðum það ekki fýrr en það var búið að taka okkur. Við vorum á leiðinni inn á skrifstofuna þegar löggan kom. Kallinn í sundlauginni við hliðina á skólanum sá okkur fara inn. Ætli ég fái ekki svona 8 til 9 mán- uði fýrir ránið og innbrotið að með- töldu skilorðinu. Ég kvíði ekkert fyrir að fara inn aftur því þetta verð- ur stutt. Ég er búinn að missa af tveimur síðustu sumrum og ég nenni ekki að missa af þessu. Ég er alveg til í að fara inn svona í des- ember. Mig langar tii að skella mér fýrst út en ég hef aldrei farið út fýrir landsteinana. Ég ætla að láta verða af því núna í sumar, það er bókað mál. Það er ágætt að vera í fangelsi ef maður er ekkert að pæla í því og lætur dagana líða. Maður er bara að kjafta við liðið og að vinna ef maður er á Litla-Hrauni. Þegar ég var á Litla-Hrauni vann ég við að brjóta saman pappakassa og í skúringum en maður fær 3000 kr. á viku fyrir það. Svo eru þeir með hærra kaup sem eru í steyp- unni og númeraplötunum. Ég er búinn að sitja tvisvar inni á níunni og Litla-Hrauni. í fýrstu út- tektinni var ég í þrjá mánuði á ní- unni og þeirri seinni í þrjá mánuði á níunni og sex mánuði á Litla- Hrauni. Þá fékk ég 13 mánuði en slapp á reynslulausn í desember. Ég komst fýrst eitthvað af viti í kast við lögregluna 14 ára en þá var ég búinn að brjóta eitthvað pínulítið af mér frá því ég var 9 ára.“ Helgi er utan af landi en bjó í nokkur ár í Hafnarfirði þar sem hann lauk grunnskólaprófi. Hann byrjaði að drekka þegar hann var 12 ára, neyta fíkniefna 13 ára og fór að heiman 15 ára. Foreldrar hans eru skilin en hann segir ekki hafa verið óreglu á heimili sínu. „Ég er bara óheppinn,“ segir hann. „Ég hringi annað slagið í foreldra mína og þeim líst ekkert á þetta hjá mér og tuða eitthvað en ég nenni ekki að hlusta á það. Það þýðir ekk- ert fýrir annað fólk að vera að röfla eitthvað. Ég læt það bara vaða inn um annað eyrað og út um hitt.“ Alltaf djollí Helgi hefur 3 sinnum farið í áfengis- og fíkniefnameðferðir á Tindum. „Það er bara barnaheim- ili,“ segir hann. „Maður lærir nátt- úrlega helling á þvi að fara í með- ferð og maður lærir mikið meira hvað er rétt og hvað er rangt. Samt einhvern veginn fer maður ekki eft- ir því. Ég er að fara á Vog eftir svona viku en ég veit ekki hvort ég vilji hætta. Ég vil bara fá að borða eitt- hvað því ég er svo grannur. Ég nenni ekki að hætta strax, ég er allt- of ungur til þess. Ég er bara að skemmta mér. Ég sé engan tilgang í að vera....það eru allir að vinna það er nóg af svoleiðis fólki. Ég hef enga ábyrgð til að standa í að stofna fjöl- skyldu, ég nenni ekki svoleiðis ve- seni. Ég gæti alveg farið í skóla en mig langar ekki. Mér líður alveg ágætlega og hef bara gaman af þessu. Ég verð aldrei reiður og er alltaf djollí á því bara, nema á föstudag- inn þá var partí heima. Ég var svo sveppaður á því og það var allt í steik og íbúðin var lögð í rúst. Ég valdi þennan lífsstíl og ber ábyrgð á því sem ég geri og það er mitt að breyta þessu ef ég vil. Ég er með heimili í augnablikinu, það er spurning um hvað maður heldur því lengi. Ég er að leita að vinnu og við erum að hugsa um að fara til Siglufjarðar tveir vinirnir og athuga hvort við fáum eitthvað að gera. Það eina sem ég hef unnið var í hitteðfyrra og það var bara í þrjá mánuði. Eina sem ég gert er að krimmast til að verða mér úti um peninga því ég fæ hvorki aðstoð frá Félagsmálastofnun né atvinnuleys- isbætur því ég er ekki með nógu marga tíma. Eg var búinn að skrá mig í Myndlistarskólann en hafði ekki efni á að borga fyrir hann og ekki vildi Féló gera neitt. Ég næ ekki að hugsa hvernig framtíðin verður og lifi bara fyrir daginn í dag.“ -lae

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.