Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 Talsverðar deilur risu innan Þjóðvaka eftir að Ágúst Einarsson tók afskipti Ólafs Ragnars Grímssonar af skattamálum bókaútgáfunnar Svarts á hvítu á sínum tíma sem dæmi um pólitíska spiilingu Mörður styður OlafRagnar Arás Agústs Einarssonar, sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Þjóðvaka á Reykjanesi, á Ólaf Ragn- ar Grimsson í kjallaragrein í DV á mánudaginn hefur valdið nokkrum deilum innan Þjóðvaka að því er heimildamenn blaðsins herma. I kjallaragreininni beindi Ágúst gagn- rýni sinni aðallega að embættisfærsl- um Guðmundar Árna Stefáns- sonar fyrrum heilbrigðisráðherra, en vék jaíhframt að afskiptum Ólafs Ragnars af bókaútgáfunni Svart á hvítu, og taldi Ólaf hafa farið „veru- lega yfir strikið" þegar hann tók stórt veð í gagnagrunni útgáfufyrirtækis- ins sem síðan reyndist því sem næst verðlaus. Bæði Mörður Árnason, sem vermir þriðja sæti framboðslist- ans í Reykjavík, og Svanfríður Jón- asdóttir, sem leiðir lista Þjóðvaka á Norðurlandi eystra, voru beint eða óbeint tengd þessu máli á sínum tíma, en Svanffíður var þá aðstoðar- maður Ólafs í fjármálaráðuneytinu og Mörður var ritstjóri Þjóðviljans auk þess sem hann átti hlut í Svart á hvítu. Hann tók síðan við stöðu Svanffíðar stuttu síðar. Samkvæmt heimildum PÓSTSINS eru þau því bæði fremur óhress með þessi um- mæli Ágústs og sama gildir um fleiri Þjóðvakamenn. Mun Ágústi hafa verið gefið skýrt til kynna að hann eigi að láta þetta tiltekna dæmi um spillingu innan gömlu flokkanna kyrrt liggja í framtíðinni og einbeita sér að einhverju öðru. „Ég er sammála Ólafi Ragnari um að fjármálaráðuneytið eigi ekki að gera sjálfstæða samninga um skatta- mál einstakra fyrirtækja," sagði Mörður, þegar blaðamaður bar um- mæli Ágústs undir hann. „Það hafði lengi verið siður í fjármálaráðuneyt- inu, þegar Ólafur tók við því, að gera sérsamninga við fyrirtæki, þar sem fjármálaráðuneytið skipti sér beint af skattamálum þeirra. Það tíðkaðist hjá Jóni Baldvini og hjá Þorsteini Pálssyni og Albert Guðmundssyni og langt aftur í tímann." Eðlilegir samningar Ólafur Ragnar gerði í það minnsta tvo slíka samninga á fyrsta ári sínu sem fjármálaráðherra, við Svart á hvítu annars vegar, og hins vegar við Framsóknarflokkinn vegna útgáfú- fýrirtækis NT. Mörður telur að eðli- lega hafi verið staðið að báðum þess- um samningum miðað við þau vinnubrögð sem tíðkuðust þegar þeir voru gerðir. „Eftir þetta tók ðl- afur hins vegar fyrir afgreiðslu af þessum toga, þar sem hann var ósáttur við þessi vinnubrögð. Þess vegna segi ég að ég sé sammála Ólafi Ragnari,“ sagði Mörður. Hann þver- tók hins vegar fyrir að grein Ágústs hafi valdið nokkrum titringi innan Þjóðvaka, og hvað hann sjálfan varð- Miklar hræringar eru í skemmtanalífi borgarinnar, þar sem ekki koma fyrir minni nöfn en Helgi Björns, Hallur Helgason, Baltasar Kormákur og Ingvar Þórðarson og veitingastaðirnir Ingólfscafé, Berlín og Kaffi Reykjavík Skemmtana- bransinn undirlaaður af Staldrinu Helgi Björns og Hallur Helga munu sjá um rekstur Berlínar og Pisa í nýjum búningi. Samkvæmt öruggum heimildum PÓSTSINS bendir flest til þess að Þórarinn Ragnarsson eigandi Staldursins og Gunnar Hjaltalín séu að verða einir umsvifamestu skemmtistaðaeigendur landsins. Auk þess að eiga Ingólfscafé, tóku þeir nýverið yfir rekstur skemmti- staðarins Berlín ásamt samliggjandi veitingastað, Pisa, sem þeir eiga reyndar fyrir. Að auki er þrálátur orðrómur á kreiki þess efnis að Þórarinn hafi nú síðustu daga einn síns liðs eignast Kaffi Reykjavík og boðið í hann 140 milljónir, en sá staður mun hafa verið keyptur á 70 milljónir króna á sínum tima. Að sögn Vals Magnússonar, sem hef- ur haft umsjón með rekstri Kaffi Reykjavík og er skráður í stjórn rekstarfélagsins Penson hf. ásamt syni sínum Magnúsi Frey Vals- syni, en það félag gefur út reikn- inga fyrir Kaffi Reykjavík, hefur veitingastaðurinn ekki verið seldur. Hann tók þó ekki fýrir að Þórarinn hefði boðið í staðinn og jafnframt það að Kaffi Reykjavík væri falt fýr- ir réttu upphæðina. Hins vegar er heimildirnar fyrir því öruggar að Þórarinn og Gunn- ar, sem einnig eiga hina umdeildu Kringlu í Hafnarfirði, hafi nýverið tekið yfir rekstur Berlínar og Pisa úr höndum Helga Gunnlaugs- sonar sem kenndur hefur verið við Sól og sælu. En í hans höndum mun staðurinn hafa verið rckinn með bullandi taprekstri. Með sér í reksturinn hafa þeir fengið til liðs við sig þá Hall Helgason hjá Flug- félaginu Lofti og rokksöngvarann Helga Bjömsson. Koma þeir til með að sjá um rekstur staðarins sem ætlunín er að muni verða að fýrirmynd veitingastaðarins Tri- becca Grill í New York, en stórleik- arinn Robert De Niro á hlut í hon- Margt bendir til að Baltasar Kormákur og Ingvar Þórðar taki að sér rekstur Ingólfscafé. um. Sá staður er f senn veitinga- og skemmtistaður. Þótt ekki hafi það fengist staðfest bendir svo flest til þess að hinn helmingurinn af Flugfélaginu Lofti muni einnig starfa fyrir þá Þórarin og Gunnar á næstunni, eða að til standi að Baltasar Kormákur og Ingvar Þórðarson muni reka skemmtistaðinn Ingólfscafé í sum- ar. -GK Svanfríður Jónasdóttir segist ekki geta staðið í því að eltast við hvern þann sem segir ógætilegt orð í kosningabaráttunni, en neit- ar að grein Ágústs hafi valdið deilum innan Þjóðvaka. aði þá hefði hann ekki komið nálægt þessu máli á sínum tíma og aldrei rætt það við Ólaf. Svanfríður Jónasdóttir kannast heldur ekki við að grein Ágústs hafi valdið deilum innan Þjóðvaka. „1 Mörður Arnason, þriðji maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík, segist sammála þeirri stefnu Ólafs Ragnars að gera ekki sjálfstæða samn- inga við einstök fyrirtæki um skattamál þeirra. þetta kemur ekkert illa við mig og ég hef í sjálfú sér ekkert um það að segja. Og vil ekkert um það segja.“ Ekki tókst að ná sambandi við Ág- úst Einarsson, en hann var á ferða- lagi um Suðurnes í gær. ■ þessari kosningabaráttu, rétt eins og í öllum þeim fyrri, þá munu auðvit- að einhverjir einhvern tímann segja ógætileg orð. En ef ég ætlaði að elta allt slíkt uppi, hver sem í hlut á, þá væri ég í fúllri vinnu við það. En Þótt Sveinbjörn Dagfinnsson hafi látið af störfum sem ráðuneytisstjóri þá hefur hann síður en svo sagt skilið við landbúnaðarráðuneytið Fimm og hálf milljón fyrir sérverkef ni ert er ráð fyrir fimm og hálfrar milljóna króna launagreiðslum úr Jarðasjóði landbúnaðarráðuneytis- ins á þessu ári, og munu þær ætlað- ar til að borga Sveinbirni Dag- finnssyni laun fyrir sérverkefni sem hann vinnur fyrir ráðuneytið á árinu. Sveinbjörn lét endanlega af störfum sem ráðuneytisstjóri 1. febrúar síðastliðinn, en var ráðinn til áframhaldandi starfa innan ráðu- neytisins á sömu kjörum og hann hafði sem ráðuneytisstjóri. „Fyrir því eru ótal fordæmi, þegar menn eru að semja við gamla emb- ættismenn um að þeir snúi sér að öðrum störfum, að þeir haldi sínum launakjörum," sagði Halldór Blön- dal landbúnaðarráðherra í samtali við blaðið í gær. Hingað til hefur hins vegar aldrei verið gert ráð fýrir að greidd væru laun úr Jarðasjóði, en hlutverk hans er aðallega að kaupa óbyggilegar jarðir og jarðir bænda, sem ekki geta staðið undir skuldum sínum. í fjárlögunum fýrir þetta ár er hins vegar í fyrsta sinn gert ráð fyrir 5,5 milljóna króna framlagi til sjóðsins til að standa undir launagreiðslum. Þykir starfsmönnum ráðuneytisins þetta nokkur tíðindi, enda hafa allar launagreiðslur ráðuneytisins hingað til farið í gegnum aðalskrifstofúna. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði einfalda skýringu vera á þessu. „Málið er það, að það fylgja því töluverð lögffæðileg umsvif að vinna upp hala á málefnum Jarða- sjóðs og koma á ákveðnum breyt- ingum. Störf fyrir Jarðasjóðinn hafa tekið mjög mikinn tíma frá aðallög- Sveinbjörn Dagfinnsson þiggur ráðuneytisstjóralaun áfram fyrir að sinna málefnum Jarðasjóðs. Hann er hins vegar enn ekki byrj- aður að vinna að málefnum sjóðsins, einum og hálfum mán- uði eftir að hann var ráðinn til þess. fræðingi ráðuneytisins, Jóni Hösk- uldssyni, svo ég samdi um það við Sveinbjörn, þegar hann hætti sem ráðuneytisstjóri, að hann kæmi að þessari vinnu. Mér finnst einfald- lega eðlilegt að Jarðasjóður greiði þann kostnað sem er í kringum hann, og þess vegna var þessi háttur hafður á.“ Þrátt fyrir að Sveinbjörn hafi ver- ið ráðinn til að sinna málefnum Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segir það venjuna þegar samið er við gamla embættis- menn um að þeir breyti um starfs- svið að þeir haldi óbreyttum laun- Jarðasjóðs sérstaklega, mun hann þó ekki hafa byrjað að sinna þeim ennþá, einum og hálfum mánuði eftir að hann lét af störfúm sem ráðuneytisstjóri. Háttsettur emb- ættismaður ráðuneytisins staðfesti þetta í samtali við blaðið í gær, og mun það vera ráðuneytisstarfs- mönnum nokkuð á huldu, við hvað Sveinbjörn er nákvæmlega að fást þessa dagana. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.