Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 16.03.1995, Blaðsíða 32
 s££&! Hlustum ALLAN SÓLARHRINGINN 552-1900 ,55 ICELAND l 9 9 5 OPINBER STYRKTARAÐILI HM 1995 Björgvin Halldórsson fær stuðning úr óvæntri átt í deilunum um Júróvisjón-lagið hyggst flytjast til Bretlands en Linda verður eftir á íslandi. Linda Pé á lausu Leslie Robertson, kærasti Lindu Pétursdóttur alheimsfeg- urðardrottningar til fjögurra ára, er samkvæmt heimildum PÓSTSINS, um þessar mundir að leita sér að vinnu í sínu heimalandi af fullum krafti. Ástæðan fyrir því mun ekki vera sú að þau Linda og Les séu að flytja búferlum til Bretlands, heldur mun Les hafa í hyggju að snúa heim einn síns liðs. Samband Lindu og Les, eins mest áberandi pars ís- lands, að minnsta kosti síðastliðinn vetur, er með öðrum orðum að lið- ast í sundur. Eftir því sem næst verður komist ríkir þó góð vinátta á milli þeirra, nema hvað, þau eru bara á leið hvort í sína áttina... Jökull hannar Party Zone Langvinsælasta platan á markaðn- um um þessar mundir er Party Zone heitir eftir nefndum um fyrir unga X-inu. Auk þess hafa selst vonum framar hefur hönnun umslagsins vakið töluverða at- hygli, en heiðurinn af því á hönn- uðurinn Jökull Tómasson í sam- vinnu við ljósmyndarann Svenna. Þeir þurftu að kosta heilmiklu til úr eigin vasa svo að hugmynd þeirra yrði að veruleika. Upphaflega leit- uðu þeir fjárhagslegrar aðstoðar til Skífu-manna, sem gefur diskinn, sem neituðu alfarið að taka þátt í hönnunarkostnaðinum á þeim for- sendum að þeir legðu aldrei neitt upp úr útliti á umslögum, auk þess sem þeir höfðu ekki trú á því að platan myndi seljast í yfir 200 ein- tökum. Engu að síður ákvað hönn- uðurinn að láta til skarar skríða og sér ekki effir því nú, því platan hef- ur selst í yfir eitt þúsund eintökum. Þeir sem fá ágóðann af þeirri sölu er að sjálfsögðu Skífari. Á hinn bóg- inn hafa þeir Jökull og Svenni feng- ið nokkur verkefni út á umslagið sem Skífan hafði ekki trú á. Plötu- snúðarnir sem settu saman efnið fyrir stjórnendur Party Zone-þátt- arins eru þeir Margeir og Grétar. Fatasaumur og gamlar konur i Heimsmynd Ekki er nóg með að tímaritið Heimsmynd geri út á eldri konur, yngri menn og mat að hætti Sig- urðar Hall, heldur er ritið að fara að taka að sér fatasaumkeppni í samvinnu við hið heimsþekkta sníðablað Burda. Allt áhugafólk, sem saumar heima, getur tekið þátt í undankeppninni sem haldin verð- ur í Reykjavík í júní. Þegar dæmt verður er tekið tillit til tísku, heild- arsvips og vandaðs frágangs. Til mikils er að vinna því verðlaun- in eru meðal annars för í loka- keppnina sem haldin verður á ftalíu í haust... Sölvi Helgason 175 ára Sérviska eigenda Sólon Is- landus fær útrás í lok helgar- innar þegar Kristinn H. Árna- son mætir í búningi sólóistans í tilefni 175 ára afmælis sólóistans Sölva Helgasonar. Kristinn H. Árnason er einn af okkar fremstu klassísku gítarleikurum, forfra- maður meðal Spánverja, í vöggu gítarlistarinnar. Auk þess að hafa haldið einleikstónleika víða hefur hann tekið sóló með ýmsum kammerhópum og leiðbeint á master-klasses, sem gárungarnir vilja kalla meistarakfessum, norðan jafnt sem sunnan heiða. En það verða fleiri en hann sem heiðra Söl- va, því eftir að Kristinn hefur lokið sér af á sunnudags- og mánudags- kvöld flytur Jazztríó Ólafs Stephen- sen afmælisdikta á þriðjudags- kvöldið. Síðustu forvöð er að berja þetta New York-ættaða sveiflutríó eyrum þvi, eins og sjálfur Sólon Is- landus, ætla þeir að leggja land undir fót... spyr Bubbi Morthens Bjorgvin Halldorsson var harðlega gagnrýndur af Bubba á sínum tíma en nú hefur Bubbi tekið upp hanskann fyrir hann. „Mér blöskra þau ummæli Magnúsar Kjartanssonar í PÓST- INUM síðastliðinn mánudag að það sé „svartur dagur í íslenskri tónlist- arsögu" að Björgvin Halldórsson skuli ætla að syngja lag í Júróvisjón unnið í samvinnu við erlenda að- ila,“ sagði Bubbi Morthens í sam- tali við blaðið. Bubba var mikið niðri fyrir eftir að hann las forsíðu- fréttina á mánudaginn þar sem Magnús og fleiri íslenskir tónlistar- menn gagnrýndu Björgvin harðlega fyrir að velja lag eftir Englending- inn Ed Wells og sjálfan sig til að flytja í Júróvisjón-keppninni fýrir íslands hönd. Óánægjan beinist jafnframt að því að Irinn Frank McManara mun útsetja lagið. Með þessum vinnubrögðum sé Björgvin að gefa íslenskum starfsbræðrum sínum langt nef. „Málið er það að Björgvin var valinn til að syngja í Júróvisjón og það var einhugur um það,“ segir Bubbi. „Honum er frjálst að gera það sem hann vill og að hann velji þetta lag frekar en annað hlýtur að vera smekksatriði. Það væri nær að tala um svartan dag í íslenskri tón- listarsögu þegar meirihlutinn af unga liðinu er farinn að syngja á ensku. Þannig að ég er á því að Magnús Kjartansson og hans koll- egar ættu frekar að styðja við bakið á Björgvini og bakka hann upp í þessu í stað þess að vera að rægja hann eins og Magnús gerir í blað- inu. Hann segist hafa sagt við nokkra kollega sína fyrir mörgum mánuðum að Björgvin myndi taka lag sem gæfi honum höfundarétt. Þetta er alþelckt úti um allan heim. Meira að segja erlendir pródúserar, sem eru að pródúsera plötur, þeir fá sumir hverjir prósentur, sem höfundar, af allri plötunni. Þetta þýðir eldti að Björgvin sé að stela lögum eins og gefíð er í skyn í þess- ari grein. Menn geta svo deilt um Björgvin og sagt hvað sem er um hann.“ Þegar Bubbi kom fram á sjónar- sviðið sparaði hann ekki stóru orð- in þegar Björgvin átti í hlut og taldi lítið til hans koma sem tónlistar- manns. Og fram að þessu hefur nafn hans aldrei tengst Júróvisjón- keppninni. „Nei, ég hef aldrei verið efstur á lista sem aðdáandi Björg- vins,“ segir Bubbi, „öðru- vísi en þannig að ég veit að hann syngur betur en andskotinn. En mér þykja þessi ummæli einum of af Magnúsi Kjartanssyni og liggja við að þau komi úr hörðustu átt. Er hann ekki bara spældur? Menn verða að þola höfnun. Hvað ætla þessir menn að gera þegar þeir fá ekki lögin sín spiluð í útvarpinu? Þetta er bara smekksatriði. Við óskum bara Björgvini góðrar ferðar, ekkert öðruvísi.“ -LAE Frétt póstsins hefur valdið miklu fjaðrafoki í tónlistar- heiminum íslenska. Veðrið um helqina Bjart Hálfskýjað Skýjað fil Rigning Snjór Kul Kaldl Stormur Hiti Frost Veðrið í dag: NA-hvassviðri eða stormur um nær allt land og sums staðar rok eða ofsaveður norðanlands og vestan. Snjókoma um allt norðan og vestanvert landið og skaf- renningar um nær allt land. Hiti á bilinu 2 til -7 stig, kaldast NV- lands. Veðurhorfur næstu daga: Víða mjög hvöss norðlæg átt, einkum á föstudag. Snjókoma eða éljagangur umlandið norð- anvert en skýiað með köflum og þurrt syöra. A sunnudag verður N og NV stinningskaldi um land- ið austanvert en hæg norðlæg og síðar breytileg átt um landið vestanvert. El NA-lands en víða léttskýjað annars staðar. Frost 0 til 10 stig. Á að leyfa vaxtar- rœktarmönnum að nota stera? (Áiviudu. i-lLvtvði! 99 15 15 39,90 krónur mínútan U4 Síðast var spurt: Er Jóhönnu Sigurðardóttur Já treystandi sem forsœtisráðherra? \í I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.