Helgarpósturinn - 03.04.1995, Blaðsíða 2
FRETTIR
Umhverfisráðuneytiö gefur út bækling um verk ríkisstjórnarinnar
í umhverfismálum á kjörtímabilinu
r r
Kosningaaroður greiddur
úr vasa skattborgara
Umhverfisráðuneytið gaf á dögunum út bækling þar sem
rakin eru verk ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum á kjör-
tímabilinu. Bæklingurinn getur tæplega skoðast öðruvísi en
innlegg í kosningabaráttu ríkisstjórnarflokkanna, en hann er
þó samt sem áður greiddur með almannafé.
Magnús Jóhannesson, ráðu- neytinu, segir að bæklingur-
neytisstjóri í umhverfisráðu- inn, sem nefnist Framkvæmdir
í umhverfismálum, og hefur
undirtitilinn, í ríkisstjórnartíð
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks 1991-1995, sé að stofni
til skýrsla umhverfisráðuneyt-
isins til ríkisstjórnarinnar um
framkvæmd verkefna í starfs-
áætlun sem ríkisstjórnarflokk-
arnir gerðu í upphafi kjörtíma-
bilsins. Áætlun þessi var
gefin út á bók undir nafninu
Velferð á varanlegum
grunni en hefur yfirleitt
gengið undir nafninu Hvít-
bókin. Magnús segir að
ákveðið hafi verið að gefa
skýrsluna út og dreifa til
allra ráðuneyta, stjórn-
málaflokka og ríkisstofn-
ana sem koma við sögu í
umhverfismálum. Upp-
lagið er 2500 eintök og
kostaði gerð bæklingsins tæp-
lega 100.000 krónur.
Umhverfisráðherrar þessar-
ar ríkisstjórnar hafa verið
tveir, Eiður Guðnason og Össur
Skarphéðinsson, báðir úr Al-
þýðuflokki. ■
Mönnum leið-
ist ekki á fund-
um Halldórs
Blöndals.
Bæklingurinn sem umhverfis-
ráðuneytið hefur gefið út og hef-
ur að geyma afrekalista Össurar
Skarphéðinssonar og forvera
hans, Eiðs Guðnasonar.
Bar fyrirsig
Það er oft fjor á fundum fram-
bjóðenda þessa dagana og einn
þeirra sem stendur alltaf fyrir
sínu er Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra. Á framboðsfundi á
Þórshöfn á fimmtudagskvöldið
var hann spurður út í ummæli
sem Halldór Ásgrímsson hafði látið
frá sér um sjávarútvegsmál. Hall-
dór Blöndal sló fundarmenn út af
laginu með því að segjast hafa
misst af ummælunum þar sem
hann hefði verið með niðurgang
um þetta leyti. ■
I FRETTUM
• Loðskinn á Sauðárkróki
er heimilt að fiytja inn
gœrur frá Ástralíu.
• Það stefnir í verkföll
víða á Vestfjörðum. Geir
Gunnarsson vararíkis-
sáttasemjari var á ísafirði
um helgina vegna vinnu-
deilna.
• Magnús Gunnarsson,
oddviti sjálfstœðismanna í
Hafnarfírði, sakarkrata
um að hafa notað fé fé-
lagsmálaráðs Hafnarfjarð-
ar til atkvœðakaupa fyrir
bœjarstjómarkosningarn-
ar í fyrra. Kratar neita
þessu.
• Landsmálablaðið Feykir
á Sauðárkróki hefur fram-
kvœmt skoðanakönnun í
Norðurlandskjördœmi
vestra. Engar breytingar
verða hvað varðarskipt-
ingu þingsœta. Atkvœði
fœrast hins vegar milli
fíokka. Framsákn bœtirvið
sig og Þjóðvaki fœr um 10
prósent. Alþýðuflokkur og
Kvennalisti tapa umtals-
verðu samkvœmt könnun-
• Haukur Halldórsson,
fyrrverandi formaður
Stéttarsambands bœnda,
hefur verið kjörinn for-
maður Framleiðsluráðs
landbúnaðarins. Formaður
er í hálfu starfí.
• Bœndasamtökin hafa
auglýst eftir framkvœmda-
stjóra.
• Einar Ingimundarson,
ibúi í Keflavík, hefurkœrt
fyrirhugaðar kosningar um
nafn á sameiginlega sveit-
arfélagið á Suðumesjum
til félagsmálaráðuneytis-
ins. Einar hefurýmislegt út
á fyrirhugaða kosningu að
setja. Meðal þess er að að-
eins skuli kosið milli
tveggja nafna, Suðurnes-
bœjar og Reykjanesbœjar.
Pósturmn
^ftAEQSiSiMS held
ur áfram að lækka
Áskriftar-
verðið
sparlækkar
• Á fimmtudaginn verður lok-
ið breytingum á póstinum sem
hófust með útgáfu mánudags-
póstsins. Þá kemur fimmtu-
dagsútgáfa blaðsins í fyrsta
sinn undir nafninu helgar-
Pósturinn. Jafnframt lækkar
verð blaðsins verulega, bæði í
lausasölu og áskrift.
Markmiðið með breytingunum
er að færa lesendum betra blað á
lægra verði. MÁNUDAGSPÓSTURINN
kostaði áður 195 krónur en verð-
ið var lækkað í 99 krónur. Við-
brögð lesenda við því hafa verið
slík að framhaldið blasir við. Á
Timmtudaginn verður því skrefið
stigið til fulls með því að lækka
verð HELGARPÓSTSINS úr 280 krón-
um í 199 krónur. Um leið verður
blaðið stækkað og nokkrar
breytingar verða jafnframt gerð-
ar á útliti og efnistökum. Lesend-
ur fá þá tvö ólík blöð í hverri
viku; hraðan og fjörlegan MÁNU-
DAGSPÓST og efnismikinn HELGAR-
PÓST þar sem kafað verður djúpt í
málin og helginni framundan
gerð ftarleg skil.
Þessi tvö blöð í viku munu að-
eins kosta 999 krónur í áskrift ef
greitt er með greiðslukorti en
.annars er áskriftarverðið 1.100
krónur. Það er von blaðsins að
áskrifendur kunni að meta þá
kjarabót að áskriftin lækkar um
16 prósent og það verði til þess
að fleiri bætist í hóc
/ Myndir þú \ / Ég myndi alla \
I kjósa kratana \ I vega aldrei kjósa ]
l ef þú fengir J V þá edrú. /
einn bjór?
Biarqraðasioður
Jóhanna Sigurðardóttir setti
reglugerð í febrúar 1994 við
lög sem sett voru á Alþingi
rúmum 20 árum áður.
Stjópnlaus í rúm 20 ár
• Alþingi setti lög um Bjargráöasjóð sem tóku gildi 1. janúar
1973. Reglugerð sem sjóðurinn átti að starfa eftir var hins vegar
ekki sett fyrr en í febrúar 1994 og auglýst í Stjórnartíðindum 22.
mars 1994.
herra, Jóhönnu Sigurðardóttur og
leitar upplýsinga um reglugerð-
ina. Þá voru liðnir átta mánuðir
frá því umboðsmanni hafði verið
bent á að reglugerðina vantaði.
Það sem Geir þykir merkilegt er
að örfáum dögum áður en um-
boðsmaður leitaði til félagsmála-
ráðherra hafði ný reglugerð ver-
ið auglýst í Stjórnartíðindum.
í máli Geirs koma fram efa-
semdir um hvernig var staðið að
afgreiðslu málsins. „Ég hafði mik-
ið áiit á umboðsmanni Alþingis,
en það er ekki lengur til staðar,"
sagði Geir.
Honum þykir sem umboðs-
maður hafi gefið ráðherra yfir
Það var Geir Hjartarson garð-
yrkjubóndi sem kærði afgreiðslu
Bjargráðasjóðs vegna tjóns sem
hann varð fyrir í ágúst 1992. Þeg-
ar Geir hóf að kanna eftir hvaða
reglugerð sjóðurinn afgreiddi
mál sitt komst hann að því að
engin reglugerð var til fyrir sjóð-
inn.
Geir kærði málið til umboðs-
manns Alþingis, Gauks Jörunds-
sonar, í júlí 1993. Umboðsmaður
skrifaði Bjargráðasjóði mánuði
síðar og leitaði upplýsinga um
mál Geirs. Það sem vekur furðu
Geirs er að það var ekki fyrr en
29. mars 1994 sem Gaukur Jör-
^mdsson skrifar félagsmálaráð-
hálft ár til að bjarga skömminni,
til að setja reglugerð sem vantaði
í yfir 20 ár.
Það er fleira í máli Geirs sem
hann er ósáttur við. Eftir að hémn
varð fyrir tjóninu, sem var metið
á um sex milljónir króna, kom í
Ijós að Búgreinafélag garðyrkju-
bænda hafði sagt sig úr Bjarg-
ráðasjóði og þess í stað hafði
meirihluti félagsmanna keypt sér
tryggingar á frjálsum markaði.
Geir var ekki kunnugt um úrsögn-
ina og segir reyndar að ekki hafi
verið réttilega að henni staðið. í
lögum er gert ráð fyrir að úrsögn
verði að berast fyrir 1. septemb-
er en í tilfelli garðyrkjubænda var
úrsögnin ekki gerð fyrr en í des-
ember 1991 en eigi síður var hún
látin taka gildi 1. september
sama ár, það er úrsögnin var aft-
urvirk. Ef það hefði ekki verið
gert hefðu garðyrkjubændur
ótvírætt verið í Bjargráðasjóði
þegar Geir varð fyrir tjóninu.
„Ég er búinn að afla mér það
mikilla gagna vegna þessa máls
að það er Ijóst að ég mun leita til
dómstóla,“ sagði Geir. Honum
leikur einnig forvitni á að vita
með hvaða hætti Bjargráðasjóð-
ur starfaði reglugerðarlaus í yfir
20 ár.
Geir hefur fengið bætur vegna
tjónsins, tæplega 1.200 þúsund
krónur sem hann er allt annað en
sáttur við enda tók hann við bót-
unum með fyrirvara.
Garðyrkjubændur, sem og aðr-
ir bændur, greiða 0,6 prósent af
framleiðsluverði sínu til Bjarg-
ráðasjóðs og það gerði Geir eftir
að félag garðyrkjubænda sagði
sig úr sjóðnum. Geir segir að eng-
in auglýsing, tilkynning eða nokk-
uð annað hafi birst um úrsögn-1
ina. ■