Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 2
Pósturinn Útgefandi: Miðill hf. Ritstjóri:' Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Kristinn Albertsson Markaðsstjóri: Guðmundur Örn Jóhannsson Auglýsingastjóri: Örn Isleifsson Setning og umbrot: Morgunpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Leidari Vond áhrif umræöu I Helgarpóstinum eru birtar tölur um aukningu kynferðisafbrota sem eru til meðferðar hjá rannsóknar- lögreglunni. Líklega endur- spegla þær frekar betri vit- und þjóðarinnar gagnvart þessum glæpum en að þær bendi til að þeim fari fjölg- andi. Eftir að umræða um þessi mál varð opinber hafa færri kosið að þaga þessi brot niður. Það er lík- legra að fjölgun þeirra hjá rannsóknarlögreglunni segi til um þessa viðhorfsbreyt- ingu heldur en að hún bendi til að æ fleiri menn fremji þessi afbrot. Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur bendir á aðra breytingu sem hefur orðið I kjölfar opnari umræðu um kynferðisafbrot. Hann seg- ist hafa orðið var við að ásakanir um misnotkun á börnum séu miskunnar- laust notaðar I deilum for- eldra um forræði yfir börn- um sínum. Þetta eru að sjálfsögðu sorgleg tíðindi. Hins vegar er rétt að benda á að ekki er einung- is við þá foreldra að sakast sem grípa til þessa úrræða. Öll meðferð barnaverndar- yfirvalda á forræðismálum hefur einkennst af því að foreldrum er att saman til að finna mögulegar og ómögulegar ástæður fyrir því að hitt foreldrið sé óhæft sem uppalandi. I slíku andrúmslofti er næst- um skiljanlegt að fólk freistist til að seilast full- langt. Pósturínn Vesturgötu 2, Reykjavik sími 552-2211 fax 552-2311 Uppleið/niðurleið A UPPLEIÐ Jörmundur Ingi Hansen allsherjar goði svífur hátt þessa dagana. Hann ætlar að þúsundfalda fé- lagatölu Ásatrúarsafnaðarins með vinstri hendi á sama tíma og hann ætlar að setja á fót stærsta hestabúgarð í Evrópu með þeirri hægri. Magnús Sche- ving, þolfimimaður og smiður. Það hefur lítið borið á Magnúsi síðustu vikur en nú getur hann bætt rækilega úr því með því að vera í farar- broddi íslenskra smiða sem ætla til uppbyggingarstarfa í Noregi. Enginn er hæfari til verksins en Magnús sem hefur byggt upp ís- lenskan æskulýð um árabil. Lárus Sigurðsson, mark- vörður knattspyrnuliðs Vals. Valsmenn náðu í sitt fyrsta stig með því að gera markalaust jafntefli við ÍBK. Lár- usi tókst sem sagt að halda hreinu en í ljósi þess að hann hafði áður fengið á sig 10 mörk í tveimur leikjum hlýtur hann að vera á mestri uppleið íslenskra knattspyrnu- manna. Á NIÐURLEIÐ Gunnlaugur Sigmundsson gekk af þingflokksfundi Framsóknar- flokksins til þess að fá inni í bankaráði Lands- bankans en allt kom fyrir ekki. GuðmundurJ. Guðmundsson. Jakan- um tókst ekki að stöðva uppskipun úr frystiskipinu Baldri Þorsteins- syni í gær. Það er hins vegar ekkert nýmæli að Gvendur standi ekki við það sem hann segir, svo það eitt og sér bendir ekki til þess að hann sé á niður- leið, heldur hitt að honum mis- tókst að.segja eitthvað nógu svaðalegt um málið til þess að Ijósvakamiðlarnir birtu það í fréttum gærkvöldsins.B Ert þú tiJbúinn? Já, eri ég þori eki að segja nokkrum frá því svo ég lendi ekki í því sama og konugreyið sem virðist hafa verið sú eina sem var tilbúin um hvítasunnuna. Var tilbúin „Hvítasunnunótt var hringt nánast látlaust alla nóttina. Það endaði með því að ég fór á fætur klukkan sex um morgun- inn og fékk mér kaffi og ristað brauð," segir gömul kona sem svaraði í símann fyrir Pizzahúsið um síðustu helgi. en bjóst ekki við segir 73 ára kona sem vakti alia hvítasunnuheigina að svara í símann fyrir Pizzahúsið „Eg er búin að vera í hörku- vinnu fyrir Pizzahúsið síðustu sólarhringa,“ segir Ásta Bjarna- dóttir, 73 ára gömul kona í Aust- urbænum, sem eftir símnúmera- breytinguna hefur mjög svipað símanúmer og nýtt aðalsíma- númer Pizzahússins. Hið nýja númer Pizzahússins er 533-2200 en símanúmerið hjá Ástu er 553- 3220. Ruglinginn virðist mega skýra með því að margir hafi bit- ið það í sig að 55 bætist fyrir framan öll símanúmer í Reykja- vík og hafi því slegið inn 553- 32200, eða átta stafi, og þá hringt til hennar Ástu. Hún segir að mest hafi verið að gera á hvíta- sunnunótt, hvítasunnudag og aðfaranótt mánudagsins. „Hvítasunnunótt var hringt nánast látlaust alla nóttina. Það endaði með því að ég fór á fætur klukkan sex um morguninn og fékk mér kaffi og ristað brauð því þetta var endaiaust og útilokað að sofa,“ segir Ásta, en þótt ótrú- legt megi virðast tekur hún þessu með hinu mesta jafnaðar- geði. „Ef ég hefði látið þetta fara að pirra mig hefði ég orðið alveg gaga. Svo ég fór að segja við þá sem hringdu: Þetta er ekki Pizza- húsið, viltu hringja í 533-2200. Ég sneri þessu bara upp í að hafa gaman af þessu. Dætur mínar spurðu mig af hverju ég tæki símann ekki úr sambandi, en veistu ég er 73 ára gömul, það gerist ekki margt hjá mér og mér finnst svo gaman þegar síminn hringir að ég fer ekkert að taka hann úr sambandi.“ Að sögn Ástu er það mest ungt fólk sem hefur hringt til hennar. Flestir eru kurteisir en Ásta hef- ur þó lent í því að ein stúlka trúði henni ekki og sagðist hafa fengið þetta númer á símsvara Pizzahússins. „Ég sagði þá bara við hana; gott hjá þér. Hringdu þá aftur í símsvarann og segðu honum að leiðrétta sig.“ Ásta segist alls ekki vera að hugsa um að skipta um síma- númer enda hafi hún haft þetta númer í áratugi. „Þetta venst og fólk hlýtur að átta sig á þessu fljótlega. Ég ætla bara að vera þolinmóð, mér dett- ur ekki annað í hug.“ Það er kaldhæðnislegt að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Asta lendir í aðstæðum sem þessum. „Fyrir mörgum árum þegar símaskráin var ekki gefin út nema á tveggja til þriggja ára fresti varð prentvilla til þess að mitt númer var sett við Þvotta- húsið Fönn. Og það þýddi að ég svaraði fyrir Fönn í tvö, þrjú ár þar til næsta skrá kom út. Þannig að ég er vön þessu." ■ Bein numer: Ritstjóm: 552-4666 símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888 símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 HelgarPósturinn kostar 199 kr. MánudagsPósturinn kostar 99 kr. Áskrift er 999 kr. á mánuði ef greitt er með greiðslukorti en 1.100 kr. annars. Lalli Jones Jósi klikkar á'ðí Ekki fatta ég af hverju hann Jósi klikkaði svona rosalega á þessu dæmi þarna útá Pattaya, joetta var algjör gullnáma. Hann bara klikkaði á markaðssetning- unni. Ég skrapp þarna út í vetur til að slappa af eftir vertíðina og svona og fílaði Bangkok og ströndina og stelpurnar í nudd- inu og svona. Þessir Geirdalir og sjúkraþjálfar og þetta lið hérna heima á ekki séns í svona skrokkanudd einsog maður fær þarna austurfrá. En það kemur kaffinu hans Jósa ekkert við. Málið er að ég var orðinn hund- leiður á þessu helvítis jukki sem þeir kalla mat og er víst selt dýr- um dómum hérna uppi á íslandi og bara orðinn svona nett sjú- skaður af þessu öllu saman svo ég skellti mér til Pattaya og kíkti á búlluna. Fékk þessar fínu steik- ur og almennilega hamborgára og svona og fílaði þetta helvíti vel. Dúndrandi grín á gamlárs og fullt af íslenskum stelpum til til- breytingar, ekki að ég hafi neitt á móti þessum tælensku, síður en svo, en ég meina, það verður að vera smá tilbreyting í lífinu öðru hvoru. Ég var svo þarna áfram og var orðinn svona létt þykkur og værukær, alltaf liggjandi uppá verelsi með imbann og loftkæ- linguna í gangi og ískaldan bjór eða viskí og klaka við hendina og allt í orden bara. Kemur þá ekki einhver náungi inn og tekur sjón- varpið og röltir með það út mað- ur! Ég ætlaði að æða á eftir hon- um og stopp’ann en þá kemur bara annar og tekur loftkæling- una! Ég sat bara og svitnaði og vissi ekkert hvað var að ske og átti bara von á því að einhver kæmi og tæki mitt prívatdrasl næst svo ég þorði varla að hreyfa mig. Eg dröslaðist samt niður þegar míníbarinn var tóm- ur og ætlaði að fá mér einn á barnum en þá var hann bara tómur líka! Ég fékk algjört sjokk auðvitað og ætl- aði að hugga mig með góðum borgara, en þá var bara ekkert til í eíd- húsinu heldur. Ég lán- aði strákunum á barn- um fyrir nokkrum öllur- um og þeir fóru út að versla og ég fór að passa draslið mitt á meðan. Nema hvað, þegar ég þorði aftur niður þá voru þessir nokkru öllarar auðvitað Íöngu búnir og þetta endurtók sig á hverjum degi fram í miðjan febrúar. Ég sat og svitnaði uppá verelsi allan daginn og hafði ekk- ert nema hausinn á mér til skemmtunar og varla nema hálf- an tómat að éta. Ég hefði verið farinn heim fyrir löngu ef þessum aurum sem ég átti eftir hefði ekki verið nappað úr peningaskápnum svo ég þurfti að bíða eftir að Stebbi bróðir, þessi endemis hryggleys- ingi, dragnaðist til að senda mér farseðil. Það var soldið vesen að ná í hann af því það var enginn sími á telinu, og það tafði auðvit- að líka fyrir. Ég var orðinn alveg brjálaður þegar ég loksins komst heim og ætlaði að taka Jósa al- varlega í bakaríið fyrir þetta svínarí allt saman. En þegar Sigga mágkona tók á móti mér á vellinum og horfði á mig svona einsog hún gerir stundum og sagði mér að ég hefði ekki verið jafn grannur og spengil- egur og hraustlegur yfirleitt síðan ég kom síðast út af - síðan ég kom síðast að austan, þá fattaði ég auðvitað hvað þetta var vitlaust hjá mér. Og hjá Jósa. Hann átti auðvitað að selja þetta sem megrunar-, hugleiðslu- afvötnunar- og heilsuhæli. Ekkert sjónvarp, eng- in loftkæling, ekkert að éta og ekkert bús. Bara hiti, sviti, sultur og þorsti. Svoleiðis er hægt að selja á hundraðþúsundkall vik- una ef rétt er að staðið. Ég er al- veg klár á því. Ha? -LALU JONES

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.