Helgarpósturinn - 08.06.1995, Page 7

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Page 7
IFIMMTOD’ffGOR’araimmEgS' 7 Frumsýnd 9. júní - Laugarásjbíó Körfuboltasnill- ingarnir í NBA hafa margir hverjir skemmtileg viðurnefni sem eru tilkomin vegna hæfi- leika þeirra á körfu- boltavellinum. Hake- em Olajuwon er til dæmis kallaður „Draumurinn" þar sem hann þykir hafa allt til að bera sem körfuboltamenn geta látið sig dreyma um, og Earvin Johnson er betur þekktur undir nafninu Magic John- SON en það nafn fékk hann vegna töfra sinna með boltann. Hér á íslandi hafa nafngiftir sem þessar ekki verið algengar en PÓSTURINN hafði þó spurnir af því að knattspyrnumenn í fyrstu deild væru búnir að gefa einum félaga sinna gælu- nafn. Sá heitir Hilmar Björnsson og leikur með KR. Hilmar þykir glúrinn við að fá dæmdar aukaspyrn- ur á andstæðingana og fiska víti ef svo ber undir með því að láta sig falia með dramatískum hætti án þess að við hann sé komið. Vegna þessa leikarahæfi- leika hafa félagar hans uppnefnt hann Himmi Hollywood. Þess má geta að á mánudag í leik KR og Fram þótti Hilmar sýna óskarsverð- launatilþrif þegar hann fiskaði víta- spyrnu sem KR-ingar jöfnuðu leikinn með...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.