Helgarpósturinn - 08.06.1995, Síða 12
12
'Fl M MTUJ PTTCiU R'8TJ LJN nr99'5l
Þótt sumarið sé
vart byrjað
eru aðstand-
endur útihátíða þegar
farnir að spá í sam-
komuhald um versl-
unarmannahelgina.
Hópur poppmógúla
með KlDDA kanínu í
Hljómalind í broddi
fylkingar hyggst
standa fyrir mikilli
tónlistarhátíð dagana
4. til 7. ágúst og þar
munu að minnsta
kosti tuttugu erlend
nöfn koma fram. Þeg-
ar hefur verið gengið
frá samningum við
Björk Guðmunds-
dóttur en hún verður
aðalnúmer hátíðar-
innar. Auk hennar
koma bresku teknó-
böndin Underworld
og Prodigy en báðar
þessar hljómsveitir
gerðu stormandi
lukku hérlendis í
fyrra. Samningar við
aðrar erlendar hljóm-
sveitir eru í farvatn-
inu en ekki hefur ver-
ið gengið frá hvaða ís-
lensk bönd spila á há-
tíðinni. Framtakið
hefur þegar vakið
mikla athygli í Bret-
landi ogvæntanlega
verður gefinn út
geisladiskur í tilefni
hátíðarinnar. Auk
tónlistarmannanna
og dj-anna sem
skemmta má reikna
með að fjöldi blaða-
manna frá erlendum
tónlistartímaritum og
sjónvarpsstöðvum
komi með til að
dekka hátíðina. Enn
er verið að leita að
hentugum stað fyrir
tónlistarhátíðina en
fullyrða má að önnur
eins músikveisla hafi
ekki verið haldin hér-
lendis fyrr eða síð-
Þrátt fyrir stagl um þaö hvaö heimurinn sé lítill er hann margslungnari en hönd á festir.
Þaö er svo sem ekki nýtt aö mörg menningarsamfélög þrífist undir sólinni, en jafnvel innan
samfélaganna má finna önnur minni. Eyþór Eðvarðsson kannaöi eitt slíkt á dögunum
þegar hann þræddi sig í gegn um kynlega hommaveröld Amsterdams
„En hver hópur virðist hafa sinn stað. Pör með yf-
irvaraskegg á einum stað og skeggiaus á öðrum
og eldri karlmenn á enn öðrum og svo framvegis.
Sumir staðir bjóða upp á aðstöðu fyrir spjall yfir
^^^^^bjóræða^kaffær^ðnrJ^rii^nlíM^^^^
RENNDI NIÐUR
BUXNAKLAUFINNI...
Amsterdam er litrík borg sem
hefur allt sem stórborg þarf að
prýða og rúmlega það. Marg-
breytileiki mannlífsflórunnar sem
einkennir borgina hefur sett sitt
merki á menninguna sem á sinn
hátt endurspeglar mismunandi
drauma, vonir, þarfir og þrár
hinna fjölbreyttu hópa. Hluti
þessa einstaka litrófs er vel sjáan-
legt þegar degi hallar og líf nætur-
innar hefst og menn fara hver fyr-
ir sig og á sinn hátt til að njóta
lystisemda lífsins. Einn þessara
hópa eru hommarnir og borgin er
af mörgum nefnd paradís hinna
samkynhneigðu.
Greinarhöfundur fór á stúfana
og skyggntist aðeins inn í fjöl-
skrúðugan næturheim homma-
samfélagsins. En það skal tekið
fram að það sem hér á eftir kemur
er ekki dæmigerð lýsing á nætur-
lífi homma í Hollandi. Með í þess-
ari kynnisferð var Hollendingur
sem af eigin raun þekkti flestar
hliðar þessa sérstaka næturlífs.
SKYNDIKYNNI í
SKEMMTIGORÐUM
OG SKOGUM
Úr nógu er að velja fyrir þá karl-
menn sem leita í félagsskap þeirra
samkynhneigðu því í borginni eru
25 svokölluð „hommacafé", fimm
diskótek, þar af eitt þekktasta
diskótek Evrópu IT (Það), fimm
barir þar sem viðeigandi klæðn-
aður telst leður, fjögur kvik-
myndahús þar sem sýndar eru
kvikmyndir sem „ætlaðar" eru fyr-
ir homma og tvö gufuböð ætluð
samkynhneigðum sem eru opin
frá um kl. 03.00 til 10.00 á morgn-
ana. Átta klúbbar eru starfræktir
þar sem karlmenn bjóða fram
kynlífsþjónustu sína fyrir 8.000
krónur á tímann og eftir að
skyggja tekur eru vissir almenn-
ingsgarðar og skógar í borginni
og nágrenni vinsæll vettvangur
skyndikynna.
BARIR FYRIR.
SKEGGJUÐ POR
Við hófum ferð okkar á við-
kunnanlegri krá í Hálfmánastræti
við Rembrandtplein þar sem
rautt veggfóður og róleg taktföst
tónlist frá sjöunda áratugnum tók
á móti okkur. Andrúmsloftið var
vinalegt og í samræðum við bar-
inn sátu jafnt karlar sem konur.
Ekki var á nokkurn hátt hægt að
greina að hér kæmu aðallega
smkynhneigðir karlmenn. Á
næstu krá sem var tvo metra í
burtu var öllu meira fjör. Með erf-
iðleikum tókst okkur að komast
inn að barborðinu í gegnum ein-
sleitan hópinn sem samanstóð af
ungum vel og litríkt klæddum
karlmönnum. Vöðvastæltur, hör-
undsdökkur barþjónn sem var
ber að ofan, gekk á milli og bauð
gestum ostabita og hollensk
bjúgu (worst).
Stemmningin var mikil og ekki
leið á löngu þar til vingjarnlegur
karlmaður hafði keypt fyrir okkur
bjór og vildi fræðast frekar um
hagi okkar. Eftir stutt spjall litum
við inn á rólegan bar við Amstel
sem er nær eingöngu sóttur af
„pörurn" á aldrinum 35-45 ára og
með yfirvaraskegg.
En hver hópur virðist hafa sinn
stað. Pör með yfirvaraskegg á ein-
um stað og skegglaus á öðrum og
eldri karlmenn á enn öðrum og
svo framvegis. Sumir staðir bjóða
upp á aðstöðu fyrir spjall yfir bjór
eða kaffi en aðrir fyrir kynlíf
o.s.frv. Hver staður hefur sitt sér-
kenni og gestirnir vita að hverju
þeir ganga.
BERIR AÐ OFAN
OG ALLIR AD DANSA
Diskótekin spila mikilvægt hlut-
verk í næturlífinu og við skoðuð-
um því eitt þekkt diskótek á Re-
guliersdwarsstræti sem sam-
kvæmt fylgdarmanni mínum er
leiðandi í housemúsik-bransan-
um. Aðgangur var ókeypis og þó
að reglur um klæðaburð séu
nokkuð frjálsar má ekki vera í yfir-
höfnum sem skyggja á rassinn.
Diskótekið var í sjálfu sér ekki
mikið frábrugðið „hefðbundnum"
diskótekum nema að hér voru
nær eingöngu hálfnaktir og vel
vaxnir karlmenn sem dönsuðu
við hraðan taktinn á troðfullu
dansgólfinu og flestir voru klædd-
ir í þröngar galla- eða leðurbuxur,
berir að ofan og svitablautt hör-
und þeirra glansaði í marglitum
diskóljósunum.
LITIÐ TALAÐ EN MIK-
KJ UM AUGNQ0TUR
OG OYRTA TJANINGU
Það vekur fljótlega athygli að á
mörgum af hommabörunum er
eki mikið talað og við fyrstu sýn
virðist ekki mikið um að vera. En
ef betur er að gáð þá er mikil óyrt
tjáning í gangi. Menn horfa og
skoða og hegða sér í samræmi við
það sem þeir sjá og vilja. Fjöl-
breytni staðanna er mikil og auð-
vitað er stemmningin mismun-
andi. Athygli vakti mjög fínlegur
staður á Ámstel sem var aðallega
heimsóttur af ungum og einhleyp-
um. Vingjarnlegur barþjónn bauð
okkur velkomna og rólegt and-
rúmsloft staðarins passaði vel við
kvenlegar hreyfingar margra gest-
anna. Innréttingin bar vitni um
þolinmæði og sérstakan vandað-
an smágerðan stíl þar sem hug-
myndanna var leitað í náttúru
haustsins.
GRÓFT KLÁM,
KEÐJUR OG LEDUR
Á „Spijker" eða „Naglanum" í
Kirkjustræti við Leidseplein
kvað við annan tón og þar var
frekar lítið sem minnti á fagra
haustnáttúruna. í staðinn fyrir
litlar nettar hríslurnar í haust-
skreytingunni við Amstel voru
sterkar glansandi keðjur og fjöl-
breytt „áhöld“ úr Ieðri. Vinalegt
brakið í arineldinum var í mikilli
andstöðu við dimmt yfirbragð
staðarins og „dökkbláu" mund-
bandsspóluna sem flestir gest-
irnir voru að horfa á. Lítið var
talað en gestirnir fylgdust náið
með hver öðrum og sjónvarps-
skjánum. Leðurklæddir karl-
menn voru viðskiptavinir staðar-
ins. Á efri hæðinni voru herbergi
sem gestir gátu „notað“ til að
„kynnast betur" og „léttur"
klæðnaður sumra gestanna gaf
hugmyndafluginu vísbendingar
um tilgang herbergjanna. Ekki er
gert ráð fyrir að kvenfólk fari að
ráfa inn á staðinn því á efri hæð-
inni er bara karlaklósett.
Stemmningin var sérstök, stunur
frá sjónvarpinu, þögn gestanna,
hröð og hávær tónlist, keðjur,
arineldur og kynlíf milli bjóra.
„Þá er kominn tími til að fara á
Web,“ sagði fylgdarmaður minn
eftir að hafa fylgst með viðbrögð-
um mínum á þessum undarlega
stað. Við héldum því inn í miðbæ-
inn og inn þrönga götu milli hárra
gafla Amsterdamhúsanna í elsta
miðbænum. Þar mætti okkur
veggur úr járni og á miðjum
veggnum var lítil hurð og yfir
henni var lítið ljósaskilti sem á
stóð Web’s. Ekki mikið fyrir augað
en fyrir innan tók við veruleiki
þeirra allra grófustu í homma-
heiminum. Allt svartmálað og
dimmt og þykkur sígarettureykur
lá yfir staðnum og til að komast að
barnum þurfti að ýta burtu leður-
blökum og öðru þess háttar
skrauti sem hékk f loftinu.
Fáir gestir voru sjáanlegir og
það leit ekki út fyrir að það væri
mikið að gerast. Tveir hálfberir
miðaldra barþjónar seldu okkur
bjór og meðfram veggjunum sátu
og stóðu nokkrir karlmenn á aldr-
inum 20-45 ára og horfðu með
öðru auganu á myndbandsspólu
þar sem grófar kynlífsathafnir
tveggja karlmanna voru sýndar. Af
innanstokksmunum var lítið að
sjá nema sígarettusjálfsala og
nokkur borð og stóla.
„Hér koma menn bara í einum
tilgangi og fimm á kvöldi er ekki
óalgengt," sagði félagi minn og
það var augljóst hvað hann
meinti. Menn fóru ekki leynt með
það sem menn ætluðu sér og við
sígarettusjálfsalann renndi einn
gestanna niður buxnaklaufinni og
tók út getnaðarliminn og strauk
hann rólega þar til hann reis. Á
meðcin á þessu stóð horfði hann á
annan karlmann sem fylgdist ná-
kvæmlega með því sem fram fór.
Eftir stutta „sýningu" fóru þeir
saman upp á næstu hæð. Á leið-
inni upp stigann mættu þeir
tveimur karlmönnum sem klæddir
voru í glansandi leðurvesti og
með leðurhúfur og leðurbuxna-
hlífar eins og kúrekarnir í vestr-
inu. Kunnugur klæðnaður sem við
höfðum séð fyrr um kvöldið á
„Spikjer" nema að það vantaði
buxurnar undir hlífarnar og það
var greinilega hugsað svo. Kyn-
færin héngu því frjáls og rassinn
naut sama frelsis.
Ekki leið á löngu þar til „löngun"
einhvers annars var vakin og ann-
ar þeirra leðurklæddu fór aftur
upp á loft en hinn tók sér stöðu
við barinn og horfði valdmanns-
lega á gestina, okkur líka. Á efri
hæðinni var því sem næst myrkur
en daufur ljósgeisli frá neyðarút-
ganginum gaf nægilegt ljós til að
sjá hvað þar fór fram. Einn svart-
málaður gangur var yfir herbergið
og beggja vegna voru dimm út-
skot og stunur og hraður andar-
dráttur gaf til kynna hvað menn
voru að gera í myrkrinu. Meðfram
veggjunum stóðu um tíu karlmenn
og horfðu hver á annan. Hreyfing-
ar þeirra voru líkast til vélrænar
því um leið og einn hreyfði sig
hreyfðu hinir sig. Hingað voru þeir
komnir í einum tilgangi og hér fór
fram val á „þeim næsta". Tveir og
tveir fóru saman inn í eitthvert af
skotunum og eins og fyrr þá var
ekkert sagt, bara horft, en hér var
ekki horfst í augun. Greinarhöf-
undur gekk inn í eitt skotið en var
fljótur út ganginn aftur eftir að
hann veitti því eftirtekt að þrír
fylgdu á eftir og augu þeirra hvíldu
á óæri endanum. Hálf örvinglaður
bað ég fylgdarmann minn um að
koma út. „Við skulum bara sleppa
gufuböðunum," sagði ég og við
gengum í burtu, hann brosandi en
ég í menningarsjokki...
„Menn fóru ekki leynt með það sem menn ætluðu
sér og við sígarettusjálfsalann renndi einn gestanna
niður buxnaklaufinni og tók útgetnaðar-
liminn og strauk hann rólega þar til hann reis."