Helgarpósturinn - 08.06.1995, Page 22

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Page 22
ií* ^dl^h'ítátfJ.ynn¥J;tf^ÍTr^ga FIMMTUDACUR 17.15 Einn-X-Tveir (e) 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Kalli á þakinu 19.00 Ferðaleiðir 19.30 Gabbgengið 20.00 Fréttir & veður 20.35 Hvíta tjaldið 21.00 SteiniogOlli Pack up your troubles. Brilljant gæjar, ómissandi skemmtan. 22.00 Taggart Þetta ku vera síðasta syrpan um hinn geðþekka Glasgómann og er að honum hinn mesti sjónar- sviptir. 23.00 Ellefufréttir I heildina tekið hlýtur þetta að vera besta fimmtudagskvöld- dagskrá RÚV i mörg herrans ár. Húrra fyrir því. FÖSTUDACUR 17.30 Fréttaskeyti 17.35 Leiðarljós 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Draumasteinninn 19.00 Væntingar og vonbrigði 20.00 Fréttir & veður 20.40 Sækjast sér um líkir 21.15 Taggart Litli sólargeislinn hann Jim skín á landsmenn hinsta sinni. 22.10 Góður málstaður En myndin er öllu verri. 23.45 Hátiðarsamkoma í Kennedy Center Stjörnugaul. LAUCARDACUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Rúnki býr til yngingarsafa um tiuleytið. Missið ekki af því! 10.45 Hlé 16.30 Hvita tjaldið (e) 17.00 Mótorsport (e) 17.30 Iþróttir 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 Flauel 19.00 StarTrek Odo er nú óttalegt ódó inn við beinið. Svo bilar sturtan hjá Baj- oramajórnum og piparinn kemst í feitt. 20.00 Fréttir & veður 20.35 Lottó 20.45 Simpson 21.10 Pítsustaðurinn Mystic Pizza. Lítt girnileg flat- baka atarna, sveiattan. 23.00 Hæðin Bresk stríðsnostalgía um æruna og hetjulundina og móralska, vitræna og líkamlega yfirburði hins breska karlmennis. sunimuDACUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna Hinn ódrepandi Markó er enn í mömmuleit. I dag bíður hann eftir bátsferð. Geyið. 10.25 Hlé 17.00 Sjávarútvegur og kvóti á Islandi Endursýning á hinum frábæra þætti þar sem Kanadamenn komast að þvi að Islendingar standa sig allra þjóða best I fiskeríinu og rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja, að Islendingar eru manna vinnusamastir og að Island er i raun Paradis á jörð. 18.10 Hugvekja 18.20 Táknmálsfréttir 18.30 I bænum býr engill 19.00 Úr ríki náttúrunnar 19.30 Sjáifbjarga systkin 20.00 Fréttir og veður 20.35 Sjóminjar f Súðarvogi Flúnkuný og feikilega intressant mynd um safnið hans Jósafats Hinrikssonar. 21.05 Jalna 21.55 Helgarsportið 22.15 ÁUnaðshæð Itölsk mynd eftir Ettore Scola. Lala og ladida. Valur Magnússon veitingamaður næoum Um næstu mánaðamót ætlar Valur Magnússon veitingamaður, sem seldi Kaffi Reykjavík á dög- unum fyrir 150 milljónir króna staðgreiddar, að opna nýjan bar á þremur hæðum í miðborginni. Kaffi Reykjavík hafði aðeins verið starfrækt í tæplega átta mánuði þegar Valur seldi stað- inn en talið er að hann hafi hagn- ast um 70 milljónir króna á söl- unni. Fljótlega eftir að kaupin voru frágengin bauð Valur 100 milljónir króna í hús Reykjavíkur apóteks á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Hugðist Val- ur opna þar Planet Hollywood- veitingastað en af þvf varð ekki þar sem Háskóli íslands, sem á Reykjavíkur apótek, keypti hús- ið. Valur ætlar hins vegar hvergi að láta deigan síga og hefur nú tekið að leigu húsnæðið þar sem diskópöbbinn Gullið var síðast- ur til húsa en áður var þar meðal Diskópöbbinn Gullið er dáinn drottni sínum en á rústum staðarins ætlar Valur Magnússon að opna nýjan bar um næstu mánaðamót. annars hinn sögufrægi skemmti- staður Óðal og síðar Kreml, sem lifði reyndar stutt. Gullið taldist aldrei til virðu- legri veitingahúsa og segist Val- ur ætla að höfða til allt annars kúnnahóps en vandi komur sín- ar þangað. „Ég ætla að hafa þarna lítinn og notalegan stað, sem ég get dúllað við. Það verða gjörbreytt- ar áherslur þarna. Það er verið að henda öllu draslinu út og staðurinn verður innréttaður al- veg upp á nýtt.“ Að sögn Vals verður staður- inn, sem ekki hefur fengið nafn, opinn frá fimmtudagi til sunnu- dags. Fyrsta hæðin verður lögð undir píanóbar, á annarri hæð mun ríkja suðræn salsasveifla og á þeirri þriðju verður diskótek. Um tíma stóð til að Valur tæki við veitingastjórninni á Kaffi Reykjavík og á Astro við Austur- stræti, en nú er ljóst að af því verður ekki. Aðspurður segir Valur það vissulega rétt að Þór- arinn Ragnarsson og félagar, sem keyptu Kaffi Reykjavík, væru ekki alls kostar sáttir við þá ákvörðun hans að opna nýjan veitingastað í miðbænum en ít- rekar jafnframt að hann sé að fara að gera aðra hluti en á Kaffi Reykjavík. A Vali má líka skilja að hann hafi ýmislegt annað á prjónun- um. „Þetta er lítill og kósí bar sem verður mjög þægilegt að reka með öðru sem ég ætla að gera,“ segir Valur. Hvað þetta „annað“ er vill Valur alls ekki upplýsa. Það þarf hins vegar ekki mikla leynilögregluhæfileika til þess að álykta að hann hafi ekki lagt áætlanir um opnun Planet Holly- wood-veitingastaðar í Reykjavík á hilluna. ■ Opnar bará Dremur Ari Gísli Bragason Ijóöskáld með nýja bók seg/r skáldið. „Það hefur ekki komið út bók frá mér frá 1991 vegna anna á öðrum vettvangi. Ég komst að því að ég var með heilmikið í skúffunni hjá mér og tók mér nokkrar vikur til þess að vinna úr því og púsla því saman,“ segir Ari Gísli Bragason ljóðskáld, um tilurð fjórðu Ijóðabókar sinnar sem kemur út í dag. Hvítur him- inn úr glugga, heitir gripurinn og inniheldur að sögn Ara bæði ný og gömul ljóð. „Það er þarna til dæmis ljóð frá 1982 þegar við Kristján Þórður Hrafnsson vorum unglingar að skrifa og þvælast saman um bæ- inn.“ Á þeim tíma var pönkið enn við þolanlega heilsu á íslandi en Ari neitar því hins vegar að hafa verið ungur, reiður maður með hanakamb. „Nei, ég var bara í frakka og reykti London Docks-vindla.“ Aðspurður hvort það sé ekki tómur misskilningur að vera að gefa út ljóð þar sem fólk kaupir ekki ljóðabækur, segir Ari svo ekki vera. „Nei, það fer alveg eftir því hvernig á þetta er litið. Ég gef þessa bók út sjálfur í samvinnu við Bókavörðuna en ég býst ekki við að selja mikið af henni. Sagan segir manni bara að ljóðabækur seljast illa. En það er svo skrítið að það virðist vera töluvert mik- ill ljóðaáhugi þótt það skili sér ekki í mikilli sölu.“ Fjarveru ljóðabóka af metsölu- listum mætti hæglega afgreiða með því að segja einfaldlega að nú á tímum MTV og Internetsins sé ljóðaformið úrelt, jafnvel dautt. Ari vill hins vegar ekki Ari Gísli Bragason. „Ég var bara í frakka og reykti London Docks-vindla." samþykkja þá skýringu. „Nei, nei, þótt vídeókynslóðin sé komin til að vera þá lifir ljóðið af. Það hefur lifað af allar árásir og styrjaldir og mun á endanum standa uppi sem sigurvegari.“ ■ Hvetjir eru á bamum? Eljsabet barpjónm á Kaffibarmum „Sem betur fer er í lagi með flesta sem stunda þennan stað. Samt kemur fyrir að nýríkir, mið- aldra karlmenn slæðist hingað í Lacoste-bolunum sínum. Það er ómögulegt að segja til um hvaða starfsstétt þeir tilheyra en þeir eru veifandi gullkortum og gera óþolandi kynferðislegar athuga- semdir við kvenkyns barþjóna.“ Stephen Stephensen, BARÞJÓNN Á SKUGGABAR „Leiðinlegustu kúnnar sem ég hef kynnst eru allir á einhvern hátt tengdir handboltaíþrótt- inni. Almennt finnst mér óþol- andi þegar fólk flautar á mig eða kallar „hei“; ég líð ekki hortug- heit og leiðindi við barinn minn. Forsvarsmenn handboltaheim- spekinnar, hátt og lágt, hafa hag- að sér með eindæmum leiðin- lega í þau skipti sem ég hef lent á þeim. Háttsettur handboltagúru í öllum sínum virðuleika kom hér um daginn með skítastæla sök- um ofurölvunar. Hann kórónaði vitleysuna í sjálfum með því að stúlkunni að aukast þar til yfir lýkur. Kvöldið endar samt yfir- leitt ekki nema á einn veg hjá þeim. Ef ég á að nefna hvaða starfsstétt er verst þá tekst sjó- mönnunum að slá allt út. Það er ekki á nokkra manneskju leggj- andi að lenda í sjómanni í ástar- sorg, það er það allra versta enda sjaldnast sem fólk kemur heilt út úr þeim viðskiptum. Það eru oft ótrúlegar dillur í loft- skeytamönnum en leigubílstjór- arnir eru skemmtilegir og þeir virðast drekka af jákvæðari ástæðum en sjómennirnir. Ætli leigubílstjórarnir séu ekki skemmtilegastir." ■ kalla mig Satan eftir að ég hafði beðið hann vin- samlegast að sýna örlitla virðingu. Hand- boltakapparnir virðast margir hafa svipaða takta og eiga það flestir sam- eiginlegt að halda að þeir hafi forgang. Einhver sagði mér að árásargirnin sem ein- kennir þá þegar þeir drekka staf- aði af steranotkun. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Ég er alls ekki að segja að íþrótta- fólk eigi ekki að drekka áfengi. Franska landsliðið í handbolta sýndi og sannaði að áfengi og íþróttir geta farið saman. Ætli meðlimir franska landsliðsins séu ekki skemmtilegustu kúnnar sem ég hef kynnst." Baldur Stefánsson, bar- ÞJÓNN Á INGÓLFSCAFÉ „Nýútskrifaðir læknar og lög- fræðingar eru sennilega leiðin- legastir á barnum því þeim finnst þeir hafa höndlað svo mikinn sannleik að þeir ráði yfir lífi og dauða. Það er engum manni hollt að líta á sig sem Guð. Þótt popp- arar séu oft teknir í guðatölu þá geta þeir ver- ið ágætir; þeir eru yfirleitt efnaminni en fólk er flest og þeim er eðlislæg- ara að drekka en mörgum öðrum starfsstéttum. Það er þó fullmik- ið sagt að kalla þá skemmtileg- ustu kúnnana því sælgætisfram- leiðendur eru bestir þegar þeir láta sjá sig.“ Sara Stefánsdóttir, BARÞJÓNN Á KRINGLU- KRÁNNI „Nýfráskildir karlmenn eru leiðinlegastir á barnum. Það er kannski ljótt að segja það en þannig er það. Þeir geta átt veru- lega bágt. Bónorðin fljúga fljót- lega eftir að þeir eru komnir í glas og svo er ást þeirra á bar-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.