Helgarpósturinn - 08.06.1995, Side 26
Davio Oddsson ræour frænda sinn sem aðstoðarmann
AJ!
„Það er erfgjfi
spilling i kringum
ráðningu mina^Éi
kem til dæmis mc
vmnuna," segjr
Kristinn Daviðsson
!y íkciííimr
segir Kristinn Davíðsson, fyrrum vörubílstjóri
REYKJAVÍK, 7. JÚNÍ
„Mér dettur ekki í hug að ráðleggja
Davíð í stjórnmálunum," segir Krist-
inn Davíðsson, fyrrum vörubílstjóri
og náfrændi Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra, sem nýverið var ráð-
inn sem aðstoðarmaður í ráðuneyt-
inu. „Ég á aðallega að vera í kaffinu."
Kristinn rak um tíma eigin vörubíl
en missti hann á uppboð. Hann seg-
ist hafa þekkt Davíð frá því hann var
gutti. „Ég kom honum til dæmis upp
á bragðið með að drekka kaffi,“ segir
Kristinn.
„Það er enginn spilling eða klíka í
kringum þesa ráðningu," segir Davíð
Oddsson. „ Ég held að allir þeir sem
hafa smakkað kaffið hérna í stjórnar-
ráðinu hljóti að vera sammála mér
um nauðsyn þess að endurskoða
þau mál. Það að Kristinn er frændi
minn kemur þessu máli ekki við.
Hann er einfaldlega besti uppáhell-
ari sem ég þekki.“
Ungur maður sofnaði í Heiðmörk þegar björgunarsveitaæfing stóð þar yfir
„Fyrír utan þetta atvik gekk æfingin vel,“
segir Sveinn H. Lárusson æfingastjórí.
Ljósmyndari Gulu pressunnar tók þessa mynd
þegar björgunarsveitamenn fluttu á spítala það
sem þeir héldu að væri dúkka en var í raun Finn-
ur Pálsson Iðnskólanemi, sem hafði sofnað í biíð-
viðrinu í Heiðmörk á þriðjudaginn.
REYKJAVlK, 7. JÚNl
„Það tóku þrjú hundruð
manns þátt í þessari æf-
ingu, tuttugu og sjö spor-
hundar, að ógleymdum
óteljandi tækjum og tólum.
í öllum þessum hasar sá-
um við yfir þetta eina at-
riði. Ég skil því ekki hvers
vegna á að gera eitthvert
stórmál úr þessu," segir
Sveinn H. Lárusson björg-
unarsveitarmaður, en
hann stjórnaði stórri æf-
ingu á þriðjudaginn þar
sem sett var á svið flugslys
í Heiðmörk.
Atvikið sem Sveinn vísar
til gerðist þegar Finnur
Pálsson, 19 ára Iðnskóla-
nemi, sem hafði sofnað í
sólinni í Heiðmörk, var
fluttur á spítala og skorinn
upp eins og lungun í hon-
um hefðu fallið saman og
hann væri með opið
mjaðmagrindarbrot.
„Fólk verður að átta sig á
að björgunarsveitamenn-
irnir þurftu að flytja þrjú-
hundruð og fimmtán brúð-
ur á sjúkrahús og gátu því
ekki skoðað þær allar
gaumgæfilega áður. Auk
þess má benda á að þessar
brúður eru hreint ótrúlega
vel gerðar og mjög Iíkar
venjulegu fólki,“ segir
Sveinn.
„Við berum enga sök á
þessu máli,“ segir Viðar
Gylfason, læknir á Borgar-
spítalanum. „Manninum
var einfaldlega trillað inn á
skurðstofu og okkur sagt
hvað væri að honum. Þess
vegan skárum við hann.“
Líðan Finns er eftir atvik-
um góð og hann er ekki í
lífshættu. „Hann sagði við
mig þegar hann vaknaði af
deyfingunni að hann ætl-
aði aldrei að sofna upp í
Heiðmörk aftur," segir
Birgitta Nikulásdóttir,
móðir Finns.
Kraftaverk á hvítasunnu
„Ekki ósvipað og láta hella yfir sig hálfvolgu cappuchino," sagði að
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á ítölsku eftir atburðinn.
BESSASTAÐAHREPPUR, 4. MAÍ
„Acch uuuj iilljh trraac-
hjst,“ var það eina sem
Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra gat sagt eftir að
hann og aðrir ráðherrar
ríkisstjórnarinnar fengu yf-
ir sig heilagan anda á
tröppunum fyrir framan
Bessastaði á hvítasunnu-
dag. Því miður hefur Gula
pressan enn ekki getað
fengið þessa setningu
þýdda þar sem sérfræðing-
ar hafa enn ekki áttað sig á
hvaða tungumál þetta er.
Sumir þeirra efast meira að
segja um að þetta tungu-
mál sé talað í dag, ef það
hefur þá einhvern tímann
verið til.
Eini ráðherrann sem tal-
aði tungumál, sem einhver
viðstaddra skildi, var Frið-
rik Sophusson fjármálaráð-
herra. Hann lýsti reynslu
sinni sem svo, að það hefði
verið eins og yfir hann
hefði verið steypt fimmtán
lítrum af hálfvolgu cappuc-
hino. Meira vildi hann ekki
um málið segja.
Eftir atburðinn hurfu
ráðherrarnir hver til síns
heima, enda voru öll sam-
skipti þeirra á meðal til lít-
ils. Þrátt fyrir þessa skyndi-
legu tungumálaþekkingu
hvers og eins virtust þeir
eiga jafn erfitt og aðrir með
að skilja hvern annan.
En hvaða áhríf hefur
þetta á stjómarsamstarfið?
„Það er mjög erfitt að
dæma um það á þessari
stundu,“ segir Geir H. Ha-
arde, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna. „Ég hef
reynt að ræða við formann
flokksins en Iítið getað átt-
að mig á hvað hann vill. Þó
finnst mér á svipnum á
honum að hann vilji ekki
meiri vandræði að svo
stöddu en þegar eru orð-
in.“
Heilagur andi steyptist yfir ríkisstjórnina þar sem hún stillti sér upp fyrir
Ijósmyndara á tröppunum fyrir framan Bessastaði. í gær mátti enn sjá heil-
agan anda steypast ofan í höfuðið á Davíð Oddssyni þar sem sat og drakk
kaffi sem aðstoðarmaður hans hafði fært honum.
Kona sem fékk sjónina
Engar atvinnuleysis-
bætur fyrir hundinn
„ Verkefnislaus blindrahundur er alveg eins
miður sín og atvinnulaus múrari," segir Þuríður
Kjartansdóttir húsmóðir, sem fékk sjónina
nýverið eftir velheppnaða aðgerð á Borgar-
spítalanum.
KÓPAVOGUR, 7. JÚNl.
„Þetta er algjör óvirðing
við allt sem hann hefur
verið að gera og það sem
hann hefur staðið fyrir,“
segir Þuríður Kjartansdótt-
ir, húsmóðir í Kópavogi,
eftir að henni hafði verið
neitað um atvinnuleysis-
bætur fyrir hundinn sinn
Klett, sem er þjálfaður
blindrahundur og aðstoð-
aði hana allt þar til hún
fékk sjónina eftir vel-
heppnaða aðgerð á Borg-
arspítalanum.
„Ég fór um daginn í at-
hvarf atvinnuleysingja í
kirkjunni okkar um daginn
og leit yfir söfnuðinn," seg-
ir Þuríður. „Ég sá ekki einn
einasta sem átti fremur
skilið að fá bætur en hann
Klettur minn.“
„Ég finn til með Kletti og
Þuríði en því miður er fátt
sem ég get gert,“ segir Páll
Pétursson. „Að vísu hefur
------------------------------------1------------
m'y'- §£-£• íTT
i - v _. vv
Þuríður Kjartansdóttir og hundur Klettur. „Hann hang-
ir mest heima enda á hann hvorki fyrir skemmtunum
né endurmenntun," segir Þuríður um líðan Kletts.
sjálfstæðum atvinnurek-
endum, sem ekki hafa
greitt í verkfallssjóði, verið
gert kleift að fá atvinnu-
leysisbætur en hvorki lög
né reglugerðir ná til þess
starfs sem Klettur stund-
aði.“
„Þetta er píp,“ voru við-
brögð Þuríðar við ummæl-
um Páls. „Hvað var hann
annað en leiðsögumaður?
Hvað var hann annað en
gangbrautarvörður? Hvað
vann hann annað en
heimahjúkrun? Miðað við
þessi ummæli Páls ætla ég
að sækja um þrefaldar
bætur handa honum Kletti
mínum."
Afrek á stúdentsprófi
rálÉmílí
SELFOSS, 7. JÚNl
„Það er skiljanlegt að
margir undrist yfir þess-
um árangri. En þeim sem
þekkja til Hjalta kemur
þetta ekkert á óvart,“ seg-
ir Ingvar Daníelsson, kenn-
ari við Fjölbrautaskólann
á Selfossi, um þann árang-
ur Hjalta Erlingssonar,
nemanda við skólann, en
hann fékk núll komma núll
í einkunn í öllum prófum í
vor.
„Hann hefur setið
stærðfræðitíma hjá mér
undanfarin átta ár og um
r1 JJ
að gefa honum einn eða
tvo til að brjóta hann ekki
niður. En svörin hjá hon-
um voru einfaldlega svo
vitlaus að ég gat það ekki
af faglegum ástæðum."
„Auðvitað er ég leiður
yfir þessu. Ég var búinn að
kaupa mér húfu og allt,“
segir Hjalti. „En mamma
segir alltaf að það þýði
ekki að leggja árar í bát
svo ég ætla að reyna aftur
í haust.“
„Það verður gaman að
fá Hjalta aftur,“ segir Ing-
„Ég vissi að mér hafði
ekki gengið neitt sérstak-
lega vel en ég átti alls
ekki von á þessari út-
reið," segir Hjalti Erlings-
son sem hefur stundað
nám við Fjölbrautaskól-
ann á Selfossi undanfarin
átta ár.
var. „Hann er afreksmaður
á sínu sviði og við erum
stolt af honum. Við höfum
sjaldan haft mikla afburð-
arnámsmenn hér við skól-
ann en það slær enginn
honum Hjalta okkar við.“