Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 27
FIM MTuDftGÚ R87J Ú N11995 l\lý andlít snyrthröru- X BSKÁ-A’-t-vl ■■ . 27 Miklar sviptingar hafa orðið á fronti helstu snyrtivörufyrirtækja heims undanfarin misseri. Nú fer hver að verða síð- astur að sjá andlit leikkonunnar Isa- bellu Rosselini prýða auglýsing- ar fyrir Lancome, en eins og greint hefur verið frá í PÓSTINUM er hún orðin einn af aðal- framkvæmda- stjórum Lancast- er-snyrtivörufyr- irtækisins og jafn- framt ein af and- litum þess merkis í auglýsingum, þó að í þetta sinn ætli hún að sitja báðum megin borðsins. Danska fyrirsætan Helena Christansen hefur einnig skipt yfir og er nú orðin andlit Cover Girl en var áður köll- uð Revlon-stúlk- an. Þá hefur fyrir- sætan Vendela einnig undið sínu kvæði í kross með því að fara frá Elísabeth Ar- den yfir til Almay. Og síðast en ekki síst gerði kærasta Hugh Grants, Eliza- beth Hurley á dög- unum milljóna- samning við Estée Lauder, en þess má geta að helstu snyrtivöru- fyrirtæki heims hala inn tugum milljóna árlega.B Isabella Ros- selini sem eitt af and- litum, Lanc- aster, He- lena Christ- ansen er komin til Co- ver Girl, Vendela sit- ur nú fyrir hjá Almay og Elizabeth Hurley er orðin heil- síðuandlit fyrir Estée Lauder. Læknisráð barþjónsins Gunnar Sigvaldason er eigandi veitingastaðarins Mömmu Rósu og hefur hjálpað mörgum sem hafa leitað til hans á barinn með algengar pestir og kvilla. Sumar og vor á ís- landi eru árstíðir flensu og pesta. Með hverju mælir Gunnar? NEFRENNSLI Það var gamall bóndi sem kenndi mér að drekka heitt vatn í gegnum nefið. í framhaldi af því þróaði ég þessa blöndu. cl vodka cl Grand de Ment Heitt vatn eftir þörfum. Blandan er sogin í gegnum nef- ið og hreinsar nefgöngin mjög el. Það er oft gott að fá sér nef- ak á eftir og hnerra restinni út| DREMMA cl Pisangambom Sett í staup með fínt söxuðum sítrónuberki. Þetta er mjög bragðgott. Dreypa rólega á þessu og andremman hverfur fljótlega. HÁLSBÓLGA Það er styrkleikinn sem gildir gegn hálsbólgunni. Best er að dreypa rólega á pernod og leyfa því að vætla hægt ofan í kverk- arnar. HÖFUDVERKUR 2 eggjarauður 1/2 dl rjómi 3 cl Baileys 3 cl vodka Blandan er hrist og þessu skol- að niður með fjórum panodil. Þessi uppskrift er óbrigðul og það er gaman að sjá hana virka við slæmum höfuðverk. Hún er reyndar þekkt á Mömmunni og kallast Steini spes. FLÖKURLEIKI 3 cl Fenret Blanca Það er mjög erfitt að finna eitt- hvað sem virkar gegn flökur- leika. Fenret Blanca er það eina sem ég man eftir að hafi gagnast einhverjum að viti. Þetta er ró- andi fyrir magann og reyndar mjög vinsæll drykkur í Evrópu.B Bestu og verstu hljómsveitanöfnin „Ég man ad mér fannst BG og Ingibjjörg akftrei neitt sérstakt" Ámundi Ámundason þekkir hljómsveitabransann betur en margir aðrir þótt talsvert sé liðið frá því hann hætti umboðs- mennsku fyrir margarjrægustu hljómsveitir landsins. Ami rifjaði upp bestu og verstu hljómsveita- nöfnin og komst að því að þróun- in í nafnveitingunum hefur verið neikvæð síðustu áratugina. Verstu nöfnin Júdas — mér leið eins og ég hefði svikið vin minn á böllunum hjá þeim. Ámundi Ámundason „Stjórnin — fágætt dæmi um jákvæða þróun í nafna- vali." Falcon (frá Bíldudal) — Bíldudals- ímyndin einhvern veginn gekk ekki með þessu nafni. Kaktus — fráhrindandi nafn, „fáðu sársaukann strax" sagði í auglýsingum frá þeim. Pelican — mér fannst það eiga meira skylt við náttúrugripasafn en danshljómsveit. Change — erlendu nöfnin hafa alltaf truflað mig. Thorshammer Steini spil — einhvern veginn gat enginn skemmt sér. Ingimar Eydal — öll nöfn sem eru kennd við einn mann finnast mér skrýtin, til dæmis þegar sagt var að Ingimar Eydal ætti að spila í Húnaveri þá sá maður hann einan fyrir sér með bakpokann og harm- onikkuna. Bestu nöfnin Trúbrot — þetta var mjög sterkt á sínum tíma, eitthvað sem braut upp trúna. Hljómar — maður vissi að von var á hljómlist. Flowers — það fór vel í munni þótt enskt væri. Pardís — fallegt nafn sem gaf góð fyrirheit um böllin. Ýr — það var sérstakt og skemmtilegt. Lúdó og Stefán — þetta var eitt af þessum nöfnum sem fólk tók sér oftar í munn en önnur. Dúmbó og Steini — svipað og með Lúdó og Stefán var þetta gíf- urlega gott markaðslega, fólk vissi að þarna var og danshljómsveit og stuð á ferðinni. Stjórnin — fágætt dæmi um já- kvæða þróun í nafnavali. „Mér finnst satt að segja þró- unin í hljómsveitanöfnunum hafa verið slæm,“ segir Ámundi. „Það er leiðinlegt að íslenskar hljómsveitir, sem eru fyrst og fremst að spila fyrir íslendinga geti ekki fundið sér falleg íslensk nöfn. Ég veit að margt ungt fólk kann illa við að íslensk hljóm- sveit skuli heita Spoon eða Scope. Það er kostur fyrir hljóm- sveitir að fólk sé með nafnið á heilanum og það er fslendingum eiginlegra ef nöfnin eru íslensk. Flugan finnst mér fallegra nafn en Spoon. Ég er líka hálfhissa á Bubba og Rúnari, eins og ég virði þá, að þeir þurfi endilega að vera með einhverja bjánalega skamm- stöfun." Ámundi segist vel geta hugsað sér betri nöfn en GCD. „Mig hef- ur lengi langað til að nefna hljómsveit Gormur og Sæbjörg. Mér finnst Gormur fallegt nafn, Gormur og Sæbjörg fara vel í munni og það væri mjög gott að auglýsa hljómsveit með því nafni. Fólk gæti sagt: „Mig langar að sjá Gorm í kvöld.“ KISS ER OVHEIJAFNANLEGT Davíð Magnússon og Páll Banine segjast ekki dæma hljómsveitir hart fyrir léleg nöfn. „Við höfum þurft að finna út úr þessu sjálfir og það er ekki auð- velt. Það skiptir engu máli hvort nafnið er íslenskt, finnskt eða enskt, það þarf fyrst og fremst að vera fallegt. Purrkur Pillnikk var til dæmis bæði finnskt og fal- legt. Við höfum reyndar haldið því fram að íslenskan sé of falleg til að eins lágkúrulegur félags- skapur og popphljómsveitir séu að misnota hana. Til dæmis eiga menningarsöguleg verðmæti eins og leikritið Sálin hans Jóns Páll Banine og Davíð Magnússon „Stjórnin vont nafn." míns ekki skilið að Stefán Hilm- arsson nefni hljómsveitina sína eftir þeim.“ Verstu nöfnin Small Faces Sjöund Eldfuglinn Orgill Yrja — yrja er osturekki hljómsveit. Brunaliðið — hljómsveitir ættu ekki nefna sig eftir stofnunum. Herman and the Hermits — Hermann og einbúarnir. Start Greifarnir Stuðkompaníið Stjórnin Módel N1 Bestu nöfnin Kiss Þrumuvagninn Smiths S/H Draumur Purrkur Pillnikk Unun Bleiku bastarnir The Beatles Jam Ajax Happy Mondays Supergrass „Það verður aldrei fundið fal- legra og betra hljómsveitarnafn en KISS,“ segir Davíð. „Mér féll- ust hendur þegar ég var yngri og leitaði að hinu fullkomna hljóm- sveitarnafni. Eina sem mér fannst koma til greina var KISS 2.“ ■ bíó BIOBORGIN Hinir aðkomnu Puppet Masters O Geimverurnar úr Alien nota aðferðir úr In- vasion of the Body Snatc- hers, hitta hetjurnar úr X-fi- les en falla eins og í Innrás- inni frá Mars. Ed Wood ★★★ Inni í annars flottri mynd er gat og inni í gatinu Johnny Depp. Strákar til vara Boys on the Side ★★ Ó-óó stelpur. Pólitískt rétt útgáfa af Thelma & Louise. BÍÓHÖLLIN Fjör í Flórída Miami Rhapsody ★★ Eins og spar-útgáfa af Woody Al- len. Fólkið er samt fallegt. Algjör bömmer A Low Down Dirty Shame O Töf- farinn Shame gerir þetta allt — illa. Rikki ríki Richie Rich ★ Culkin litli er kominn á aldur. HÁSKÓLABÍÓ Rob Roy ★ Liam Neeson er sexí í skotapilsi en Jess- ica Lange verður kjaft- stopp af skoska hreimn- um. Star Trek: Generations ★★ Sérfræðingar sjá ep- ískan sagnabálk, hætt við að öðrum leiðist. Höfuð upp úr vatni ★★★ Sagan heldur máski ekki vatni en mynd- in er stílhrein, kvikmynda- takan afbragð og konan sæt budda. Dauðataflið ®Uncovered Svo vont að það vekur gleði. Ein stór fjölskylda ★★ Reykjavíkurrealismi, oft fyndinn. LAUGARÁSBÍÓ Snillingar I.Q. ★ Tim Robbins og Walter Matt- hau eru óvenju hallæris- legir, Meg Ryan er hallær- isleg eins og venjulega en það örlar á snilligáfu hjá Stephen Fry. Heimskur, heimskari Dumb, Dumber ★ Ef maður hlær, þá hefur maður bara þannig smekk. REGNBOGINN Kúlnahríð á Broadway Bullets over Broadway ★★★★★ Gómsæt kó- media. Shawshank fangelsið The Shawshank Redempti- on ★★★★ Grátklökk mynd en líka fyndin. SAGABÍÓ I bráðri hættu Outbreak ★★★ Spennandi, en ekki fyrir sótthrædda. STJÖRNUBÍÓ Litlar konur Little Wo- men ★ Fólk sem er jafn gott hvern einasta dag og okkur hinum tekst stuncf- um aðveraájólunum. Ódauðleg ást Immortal Beloved ★★ Brokkgengur Beetnoven. Vindar fortíðar Legends of the Fall ★ Ofmetin kvik- myndataka en lítilfjörlegur Pitt.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.