Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 08.06.1995, Qupperneq 28
 5610000 RAFN GUNNLAUGSSON er maður ekki ein- hamur eins og best sannast þegar litið er til nýjasta starfa þessa ís- lenska „enfant terrible" í kvikmyndabransanum. Hann er nefnilega orðinn símastaurasölumaður ofaná allt annað. Annað verður í það minnsta vart ráðið af þeim skila- boðum sem símsvarinn á skrifstofu hans miðlar upp- hringjendum, en þau eru svo- hljóðandi: „Við höfum auglýst til sölu nokkra tjörusoðna síma- staura. Þeir kosta þúsund krónur á meterinn. Staurarnir eru frá 8 til 12 metra langir. Ef þú hefur áhuga á að ast nánar um sölu á þessum staur um, þá skildu eftir nafn og númer og við munum hafa sam- band við þig og sýna þér staurana Lestu inn nafn og símanúmer eftir að þú heyrir tóninn. Bíddu eftir tóninum. Takk.“ Það er nefnilega það... Ifyrrakvöld hóaði Birgir Ísleifur Gunnarsson. Seðlabankastjóri og fyrrum borgarstjóri, í 70 háttsetta embættismenn og hélt þeim hóf í Seðlabankahúsinu við Arnarhól. Venjulega er frekar ró- legt í mötuneytinu í Seðlabankan- um á þriðjudögum en þennan dag mátti sjá starfstúlkurnar sveittar á þeytingi allan daginn til að gera veisluna sem veglegasta. Vel var veitt af mat og drykk að hætti hús- bóndanna í Seðalabankanum en þrátt fyrir eftirgrennsian PÓSTSINS tókst ekki að finna hvert tilefnið var fyrir gleðinni... Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mlnútan Síðast var spurt: tmnstpérbetra 1 að hafa „ símaskrána "f tvískiota? í te I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Á Alþingi að setja lög til að stöðva sjómannaverkfallið? 1. Já 2. Nei símanúmer frá 3. iúní 90-4-15-16 Wú hefur Josep Georg Adessa játað að hafa stungið KristjÁn Valsson með hnífi í Hafnarstræti þann 11. febrúar í vetur. Josep Georg er 17 ára en Krist- ján 16 ára. Með hnífstungunni rauf hann 109 daga skilorð- isbundinn dóm og bíður nú nýs dóms eftir játninguna. Jósep þessi kom einnig í sögu síðar þegar hann var í gæslu í Síðumúlafangelsinu eftir.hnífstungumálið. Þá réðst annar 17 ára smákrimmi, Örn Ulriksson, á kynferð- isafbrotamanninn SteingrÍM NjáLSSON á lausaganginum í Síðumúla vopnaður tannbursta sem hann hafði slípað til þannig að hann var vel oddhvass. Hann stakk Steingrím margsinnis með verkfærinu án þess að alvarleg sár hlyt- ust af. Fangavörður kom að þeim félögum og ætlaði að skakka leikinn en var hindraður af áðurnefndum Josep Georg sem réðst á fangavörðinn. Eftir að árásarmennirn- ir höfðu verið yfirbugaðir var Steingrímur fluttur á slysadeild, töluvert skorinn í andliti og brjósti en áverkarnir voru ekki alvarleg- ir... JH laugardaginn eru liðin 43,8 prósent llaf árinu 1995 eða sama hlutfall og út- Æ^^^gjöld hins opinbera og iðgjöld lifeyr- issjóða eru af vergri landsframleiðslu þjóð- arinnar. Samkvæmt skilningi Heimdellinga þýðir þetta að fram til 10. júní eða 161 dag hvers árs renni tekjur íslendinga óskiptar til hins opinbera. í tilefni þessa ætla Heimdelling- ar að afhenda Friðriki Sophussyni fjármálaráð- herra og Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borg- arstjóra mótmæli við allt of háum útgjöldum hins opinbera. Þá hefur verið gefinn út bæklingur í til- efni Skattadagsins en Heimdellingar vonast til að hann verði að árviss- um viðburði eins og víða erlendis. Með þessu framtaki sínu vænta ungir sjálfstæðis- menn þess að fólk fái raunhæfan samanburð á skattbyrðinni á milli ára auk þess sem Skattadagurinn veiti stjórnmálamönnum á Alþingi og í sveita- stjórnum aukið að- hald...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.