Helgarpósturinn - 31.07.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 31.07.1995, Blaðsíða 24
i ■'■' ■ m^MánudagsA \ Posturmn Ef þú hringip í síma 552-2211 og gepist áskpifandi að Pbstinum fæpðu blaðið glóðvolgt inn um lúguna alla ludags- og fimmturlagsniopgr: og átt auk þess kost á að vinna hálfsjálfskiptan Renauit Twingo að vepðmæti 8JuQ i kponup sem vepðup dpeginn út í ágúst næstkomandi í áskpifenda-happdpætti Morgunpústsins. Nýtt heimsmet í langstökki * ■É Björn LeifssonI r " líkamsræktarmaðurI 'idJ ‘ Hringdu inn frétt. Ef hún birtist færð þú kr.'* 3.000 krónur sendar um hæl. Þú átt síðan möguleika áaðvinna 50.000 krónur sem dregnar eru úr birtum fréttum annan hvern mánuð. r Methafinn fékk 10 milljóna krðna Ferrari en er ekki „£g stökk 9,03 metra á Pan- Ameríku-Íeikunum í mars en stökkiðvar dæmt ógilt þar sem ég áttiað hafa snertplankann," sagði Kúbumaðurinn Ivan Pe- droso hinn brattasti við blaða- menn eftir að hafa sett nýtt heimsmet í langstökki á laug- ardag. Pedroso stökk 8,96 og bætti met Bandaríkjamannsins Mikes Powell frá 1991 um einn sentimetra. Kúbverjinri setti metið á móti í bænum Sestriere á ttalíu, sem er 2.035 metra yfir sjávarmáli. Það hefúr Iöngum þótt vænlegt til ár- angurs í langstökki að stökkva í þunnu lofti en heimsmet Bobs Be- amon var einmitt sett við slíkar að- stæður á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Beamon stökk þá 8,90 og stóð met hans óhaggað í 23 ár. Pedroso er fæddur 1972 og hefur verið ört vaxandi langstökkvari síð- ustu ár. Hann varð heimsmeistari innanhúss 1993 og lenti í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona. Pedroso er að vonum bjartsýnn á m m m m. » 1 I t - ft gott gengi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Gautaborg í víkúnni og segist alls óhræddur við samkeppn- ina við Mike Powell. Carl Lewis, einn besti langstökkvari síðari ára, verður hins vegar fjarri góðu gamni því hann meiddist í keppni á dög- unum. Kúbumaðurinn ungi fékk forláta Ferrari-bifreið, að verðmæti um það bil 10 milljónir króna, í verð- laun frá itölsku mótshöldurunum, en hann hefúr aldrei átt bíl áður og er ekki einu sinni með bílpróf. Hið nýja heimsmet er hins vegar ekki óumdeilt. Mikill vindur var á móts- daginn og aðeins einum öðrum langstökkvara fyrir utan Pedrosó tókst að stökkva þegar meðvindur var innan leyfilegra marka. Pedrosó náði fjórum löglegum stökkum. Á „Það ersniðugt hjá brunamálastjóra að fá ráðgjöf hjá fyrirrennara sínum um hvernig ekki eigi að reka stofnunina." AGU dag er mánddaguíinrr |on ] Á þessum degi árið 1927 synti Erlingúr Pálsson yfirlögreglu- ' þjónn og kappi úr Drangey til lands og var hann talinn fyrstur til þess síöan Grettir Ásmundarson geröi þaö áriö 1030. Þennan dag árið 1932 tvöfaldaði Nasistaflokkurinn í Þýskalandi full- trúafjölda sinn á Ríkisþinginu. Á þessum degi áriö 1964 voru Rolling Stones-tónleikar stöðvaðir í Belfast eftir aöeins tólf mínútur vegna óeiröa áhorfenda. Á þessum degi árið 1965 voru sígarettuauglýsingar bannaöar í bresku sjónvarpi. Þennan dag áriö 1990 létu uppreisnarmenn úr rööum múslima í Trinid- ad lausan úr gíslingu forsætisráðherrann AR Robinson en héldu áfram öðrum gíslum sínum í sjónvarpsstöö í Port of Spa- in. Á þessum degi áriö 1991 var kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar, Börn náttúrunnar, frumsýnd i Stjörnubíói og var hún síðar tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þennan dag árið 1992 fædd- ist fyrsta barn eftir glasafrjóvgun hérlendis og var það stúlka sem mældist 14 merkur. Afmæli Árni Ingólfsson læknir er 66 ára í dag, Arnljótur Björnsson prófessor er 61 árs, Rut Magnússon söngkona er 60 ára, tvíburabræðurnir Magnús Pálsson og Sæmi rokk eru 59 ára, Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Sjóvár-Almennra er 57 ára, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er 50 ára, Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur er 44 ára og Sigur- björn Magnússon hæstaréttarlögmaður er 36 ára. Bandaríski hagfræðingurinn Milton Friedman (1912) og bandaríska leik- konan Geraldine Chaplin eru bæði fædd þennan dag. Sánæstbesti Garðeigandi einn hafði átt í langvinnum útistöðum við mold- vörpu, sem var sífellt að vinna skemmdarverk á garði hans. Loks- ins tókst honum að handsama dýrið og hljóp sigri hrósandi með kvikindið í lúkunum inn tii konunnar og sagði að nú skyldi kvik- indið aldeilis fá makleg málgjöid. Með það rýkur hann út í garð og kemur ekki til baka fyrr en eftir tíu mímútur. - Og hvað gerðirðu svo við moldvörpuna? spyr konan. - Ég gróf hana lifandi... Ivan Pedroso að setja nýtt heimsmet í langstökki. Stökkið mældist 8,96 metrar eða einum sentimetra lengra en fyrra heimsmetið. sunnudag greindu ítalskir fjölmiðl- ar hins vegar frá þvi að alltaf þegar Kúbverjinn bjó sig undir að stökkva hafi óþekktur maður stillt sér upp fyrir framan vindmælinn og skýlt honum. Þetta sést ekki á sjónvarpsupptökum ffá atburðin- um en kemur hins vegar fram á upptöku sem áhugamaður gerði á myndbandsvél sína. ítölskum fjöl- miðlum var mjög heitt í hamsi yfir þessu máli og leiddu getum að því að um skipulagt svindl hefði verið að ræða. ■ •r - Einar Vsihjálrnsson á Hef enn j metnað J fyrírhönd j þióðarínnar Leikmannahópur Fram Dýrasti hopurinn B 33BEQBS1 s t r æ n \. . /1 • . j - ■ • ‘Vvu, 7 • I . I ■ tfc) ■' '■ FlÉBt Hátfskýjað Skýjað Rigning Snjór Kul Kaldi Stormur Hiti Frost Fyrripart vikunnar verður allhvöss suðvestan- og vestanátt á landinu með| skúrum á suður- og vesturlandi en úrkomulaust annars staðar. Um miöja 1111111111111111111 miiiiHiii

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.