Helgarpósturinn - 31.07.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 31.07.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1995 Leiftrandi stuð í Ingólfsstrætinu Shnm íMHoffl Gollakaffi bauð upp á skvísur, skvísur og aftur skvísur sem endranær um helgina og létu þær sig ekki vanta í linsu Ijósmyndarans... 1. Þessi vann sér það eitt sinn til frægðar að bera mall- ann sinn netta og prúða. 2. Öllu prúðari en stöllur þeirra á skemmtistöðunum; Ásdís og Jóhanna. 3. Öðrum leiddist stuðið og slógu því á þráðinn annaö. Kristbjörg teymdi vinkvinnu sína, Siggu, að símaklefanum og reyndi að draga eitthvað upp úr handraðanum þeim til dundurs. eða Vatnaveröld og óumdeilan- lega ein dýrasta kvikmynd, sem hleypt hefur verið af stokkunum í sögu Hollywood, var frumsýnd vestra síðastliðinn föstudag við misjafnar undirtektir gagnrýnenda um gjörvöll Bandaríkin og hafa fjölmiðlar keppst við að gefa myndinni einkunn allar götur frá frumsýningu hennar. Aætlaður kostnaður við gerð myndarinnar fór gróflega fram úr allri áætlun og kostaði framleiðendur þegar upp var staðið einar 200 milljónir Bandaríkjadala og er einsdæmi í kvikmyndasögunni til þessar. Er því mikið í húfi að aðsókn kvik- myndahúsagesta gangi eftir sem vonir standa til eigi vísindaskáld- sagan að standa undir sér, en líkt og almennt er með kvikmyndir í stórt hlutverk í stykkinu. Hefur kvikmyndin þegar dregið að sér ótrúlega athygli vegna kostnaðar við gerð hennar og meintra sam- skipta Kevin Reynolds, sem leikstýr- ir myndinni, og aðalleikara hennar bak við tjöldin. Með aðalhlutverk myndarinnar fer bandaríski leikarinn Kevin Kostner, en sagan fjallar um áhrif á líf jarðarbúa þegar heimskautaís- hetturnar hafa bráðnað með þeirri afleiðingu að gervöll jarðkúlan er komin á kaf og allt á floti alls stað- ar. Gengur myndin í raun út á bar- áttu Kostners við að finna þurrt land ásamt kvendi nokkru og stjúpdóttur hennar, en saman berjcist þau við glæpagengi á snjó- skíðum og eineygðan djöful, leik- inn af Dennis Hopper, sem vflar ekk- A æðisgengnum flotta undan trylltum vatnalýð með hrollvekjandi fyrirætlanir ert fyrir sér og er ekki alls kostar sáttur við þau skötuhjú. Gagnrýnendur eru sem fyrr sagði ekki á einu máli um ágæti myndarinnar og telja margir að of- beldi sé um of í fyrirrúmi. Dagblað- ið New York Times gaf myndinni sæmilegustu einkunn og sagði hana sleppa fyrir horn meðan Wall Street Joumal gaf sterklega í skyn að Waterworld væri samansafn mistaka og slælegs söguþráðar. Þá vildi kvikmyndagagnrýnandi M- ami Herald ekki taka undir með kollegum sínum heldur nefndi stykkið stórkostlegt og vel þess virði að líta á. Tóku fleiri blöð í sama streng, en þrátt fyrir að nei- kvæð umfjöllun hafi náð yfirhönd- inni í umræðunni nýtur kvikmynd- in Waterworld óskiptrar athygli al- mennings hið vestra og eru nokkr- ar líkur á að hún verði aðsóknar- mesta mynd sumarsins. ■ nda þeim se:

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.