Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 18 Beinafundurinn á Skriðdal Hver er maðurinn í kumlinu? Dr. Jens Ó.P. Pálsson, pró- fessor í mannfræði: „Ég hef ekki skoðað þessi bein sjálfur en af fréttum að dæma er um að ræða óvenju hávaxinn mann. í Landnámu segir að Austfirðir hafi að mestu byggst fólki frá Norður-Noregi og það má í fljótu bragði draga þá ályktun að maðurinn sé úr Þrændalögum og þá frá Tydal, en þar var og er enn þann dag í dag óvenju hávaxið fólk.“ Hákon Aðalsteinsson, Brekkugerðishúsum: „Ég giska á Ævar hinn gamla. Það er vegna þess að Brynjólfur gamli, sem nam land hér í Fljótsdalnum, gaf honum þessa jörð og líkur á að þessir menn, sem byrjuðu sinn feril í Breiðdal og fóru sennilega þá leið upp, hafi séð að hér var gósenland ofan fjalls og heiða. Sumir vilja segja að þetta sé Graut-Atli út af skálinni, en ég er nú ekki inni á því. Þessir menn voru höfðingjar og bár- ust töluvert á og þetta virðist geta gengið upp á tímann. Það er ekki ólíklegt að ef þessir menn hafa lagt svona mikið upp úr því að vera höfðingjar þá hafi þessi maður verið heygður með reisn. Og í þessu kumli virðist vera mikil reisn og töluvert lagt í það.“ Þráinn Jónsson, Egilsstöð- um: „Er ekki líklegt að þetta sé Graut-Atli af því að hann var með grautarpottinn með sér? Mér finnst það líklegt. Þetta hefur verið myndarmaður í stærra lagi sem borðaði mikið af graut. Graut-Atli var skyldur Skriðdælingum. Þótt hann hafi búið þar sem nú er í Hallorms- staðarskógi gat hann hafa ver- ið jarðaður þarna hinum meg- in við hálsinn, einhverra hluta vegna.“ Armann Halldórsson, fyrr- verandi kennari á Héraði: „Ég veit ekki nema um einn hugs- anlegan mann, og það er land- námsmaðurinn í Skriðdal, Ævar gamli Þorgeirsson, bróð- ir Brynjólfs gamla sem nam meðal annars Skriðdalinn og gaf Ævari bróður sínum. Mað- ur veit ekkert um þennan mann annað en það sem stend- ur í Landnámu. Ég man ekki hvort það er minnst á hann í Austfirðingasögum, en það gæti nú verið. Það er ákaflega líklegt að Ævar hafi verið höfð- Ármann Halldórsson ingi Skriðdælinga meðan hans naut við og þetta kuml ber með sér að það hafi ekki verið einhver dóni sem þar var graf- inn. Hann er með hest, hund, vopn og eldhúsmuni svo þetta er næstum eins og konunga- gröf. Það bætist síðan við að hann er þarna á afskapiega lík- legum stað, utarlega í dalnum uppi í brekkunum ofan við veg- inn, en þarna blasir kjarninn úr dalnum við.“ Hvar eru þau núna... HP fyrir fimmtán árum Jens Kr. Guð * Aárunum í kring- um 1980 var Jens Kr. Guðmunds- son, eða Jens Kr. Guð eins og hann kallaði sig oftast, einn afkasta- mesti og umtalaðasti poppskríbent á land- inu og vasaðist raunar í ýmsu fleiru sem teng- ist músík; hann skrif- aði bók um popptón- list, rak plötubúð og hannaði plötuumslög, meðal annars fyrir tvær söluhæstu plötur Bubba Morthens, Frelsi til sölu og Dögun. Jens er menntaður auglýsingateiknari og það hefur lengst af ver- ið starf hans, en núorð- ið er aðaliðja hans skrautskrift og kennsla í þeirri list. Hann hikar raunar ekki við að telja sig einn af bestu skrautskrifur- um á landinu. Jens segist hafa lært söng í nokkra vetur og þá hafi smekk- ur hans á tónlist víkkað til muna: „Á sínum tíma hreifst ég með pönkinu og nýbylgjunni og upp úr því fór ég að hafa andúð á léttri poppmúsík og hún hefur aukist frekar en hitt. Ég hlusta aldrei á þessar vin- sældapoppstöðvar og hæli mér af því að hafa alltaf misst af Eurovisionkeppninni. Uppá- haldsmúsíkin mín í seinni tíð hefur verið djass, mér finnst sá músíkstíll skemmtilegastur, séstaklega ef hann er hæfilega þungur.“ Jens segir að tónlistin hafi á tímabili verið sín aðalatvinna og raunar sé hann ekki alveg hættur afskiptum af henni því annað slagið er hann með tón- Iistarþætti í Ríkisútvarpinu: „Seinna í haust verð ég að lík- indum með þætti um þýska tónskáldið Kurt Weill í tilefni af því að Bogomil Font er að gera plötu með lögum eftir hann.“ Það vilja áreiðanlega margir líkjast William Shakespe- are, ókrýndum konungi leikritaskáldanna, en fáir ganga jafnlangt og Ólafur Haukur Símonarson. Ólaf langar svo mikið að verða leikritaskáld að hann er ósjálfr- átt farinn að tileinka sér svipinn á Shakespeare gamla, pok- ana undir augunum, einbeittan munnsvipinn og gott ef hann fór ekki í lýtaaðgerð til að fá líka nef gamla mannsins. Nú vantar bara þokkalegan skalla til að kóróna sköpunar- verkið, en það er varla nema tímaspursmál. „Einkum láti Benedikt mikið á sér bera...“ „Forystustreitan innan Alþýðusambands íslands er sögð koma skýrt fram á yfirstandandi samningafundum nú eftir að Snorri Jónsson hefur gefið út formlega yfirlýsingu um að hann dragi sig í hlé. Þar sitji þeir allir og tali landsföðurlega, Benedikt Davíðsson, Ásmundur Stefánsson, Karl Steinar Guðnason og Karvel Pálmason. Einkum láti Benedikt mikið á sér bera, en Ásmundur, erfðaprins Snorra, hafi sig lítið í frammi..." 19. SEPTEMBER 1980. Brú í annan málheim Flest orðtök, málshættir og mikið af daglegu tungutaki okkar á rætur sínar í gömlum atvinnuháttum. Eigi að síður ætlumst við til þess af upp- vaxandi kynslóð að hún til- einki sér málfar af þessu tagi, kunni skil á þessu öllu og tali eins og fullorðna fólkið. Málm álanna Guðni Kolbeinsson Er þessi krafa óeðlileg og fáránleg? Nei, það er hún ekki. Sá sem ekki hefur þetta tungu- tak á valdi sínu missir tengsl- in við sögu þjóðarinnar og bókmenntirnar. Enginn vill að þróunin verði sú að innan tíðar þurfi að þýða bækur Þórbergs, Þórarins Eldjárns, Einars Más Guðmundssonar og Vigdísar Grímsdóttur til þess að íslensk þjóð geti not- ið þeirra. Svo hlýtur hins vegar að fara nema fullorðnir hverju sinni hjálpi börnum sínum að byggja brú yfir í þennan mál- heim, svo að þau sæki orða- forða sinn ekki síður þangað en til leikfélaga sinna, jafn- aldra og ögn eldri barna. Það dugir ekki að líta ein- göngu til stofnana eins og dagheimila, leikskóla og grunnskólans, og ætlast til þess að þær sjái að öllu eða langmestu leyti um málupp- eldi barna okkar. Því fyrr sem börn öðlast fjölbreyttan og góðan orðaforða, þeim mun betri tökum ná þau á málinu. Þeim verður eðlilegt að heyja sér nýjan orðaforða, og finna hvernig það hjálpar þeim að tjá sig og skilja mælt mál og ritað. Vissulega ber þessum stofnunum að sinna málupp- eldinu en ábyrgðin er þó fyrst og fremst heimilanna. For- eldrar verða að vinna dyggi- lega að því að örva mál- þroska barna sinna, tala við þau og lesa fyrir þau. Bóklest- urinn skiptir gífurlegu máli. Þar kemur oft annar orða- forði en sá sem notaður er í daglegu lífi á heimilinu, barn- ið heyrir og lærir ný orð. Lesum fyrir börnin okkar á hverju kvöldi, alveg frá því þau eru á fyrsta árinu. í upp- hafi er „lesturinn“ í því fólg- inn að sýna þeim myndir í bók og spjalla um þær — en ótrúlega fljótt er hægt að lesa lítið myndskreyttan texta fyr- ir ung börn sem eru alin upp við bóklestur. Ef okkur er ósýnt um lest- ur, erum stirðlæs upphátt, getum við þó alltént spjallað við börn um myndabækur meðan þau eru pínulítil. Svo kaupum við eða fáum lánaðar snældur með upplestri þjóð- sagna, ævintýra og annars „Bóklesturinn skiptir gífurlegu máli. Par kemur oft annar orða- forði en sá sem not- aður er í áaglegu lífi á heimilinu, barnið heyrir oglœrir ný orð. “ efnis, hlustum á þær með börnunum og spjöllum um þær við þau. Nauðsynlegt er að við tökum þátt í þessu starfi með þeim — og víst er að við töpum ekki á því. (Svigagreinin: Fyrir nokkru mátti lesa í einu dagblaðanna að Eartha gamla Kitt kynni best við sig með vitskertu fólki, sem vœri ekki alveg heilt á geði.) Hvernig fer ieikur KR og Everton í kvöld? Árni M. Mathiesen alþingismaður „Leikurinn fer 5-1 fyrir Ever- ton. Guðmundur Benedikts- son skorar fyrir KR, en að öðru leyti á liðið ekki séns.“ Didda ljóðskáld „Mér þykir líklegt að Ever- ton hafi KR undir með mikl- um naumindum: 29-13. Ég held með hvorugu liðinu, en sendi þó bestu óskir.“ Svala Björgvinsdóttir söngkona „Ég veit eiginlega ekki hversu gott lið KR er með, en ég giska á að leikurinn endi 4-2 fyrir Everton." Bryndís Hlöðversdóttir alþingiskona „Eg segi ekki annað en 3-1 fyrir Everton.“ Guðný Halldórsdóttir 1 eikstjóri „Ég held að þessi leikur fari 5-0 fyrir Everton. Þeir eiga ekki möguleika.“ Gunnar Levy Gissurarson borgarfulltrúi „Ég myndi nú svo gjarnan vilja að KR bæri sigur úr býtum, en ég óttast að þetta fari eitthvað í kringum 4-1 fyrir Everton.“ Gísli Marteinn Baldursson, oddviti Vöku „Ég hugsa að leikurinn endi 3-0 fyrir Everton. Því miður. KR ætti nefnilega skilið að sigra eftir toppleikinn hér heima.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.