Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 ■■ FIMMTUDAGUR Tríó Bjarna Svein- bjömssonar, sem auk Bjarna er skipað Astvaldi Traustasyni og Pétri Grétarssyni, á Djass- barnum í kvöld. Barracuda leikur á sérstöku kynningarkvöldi á Gauki á Stöng. Hvað verið er að kynna má Guð vita. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson trúbador úr Hafnar- firði. Á Fógetanum. Speedwell Blue gefur í á Blúsbarnum í kvöld. Name it er ný og fersk rokk- sveit í bransanum og heldur um helgina tónleika á Tveimur vinum. FÓSTUDAGUR Kirsuber er það sem eftir lifir af gömlu Spoon. Þeir verða á Gauki á Stöng. Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið; gömiu og nýiu dansarnir á Hótel íslandi. Enn er ókeypis inn. Tríó Rúnars Georgs- sonar á Djassbarnum. Með Rúnari eru þeir Þórir Baldursson og Pétur Grétarsson. Danssveitin, ásamt Evu Ásrúnu Alberts- dóttur, skemmtir dansglöð- um gestum í Dans- húsinu Glæsibæ. Snæfríður og stubb- amir, brjálæðingarnir úr Þorlákshöfn, á Fóget- anum. Jet Black Joe eru gersamlega eins og álfar út úr hól á Kaffi Reykjavík. Og þó, þeim eldri finnst þeir ansi sætir og svo spila þeir svo melód- ískt... Speedwell Blue eru eins og teiknaðir inn á Blúsbarnum. Þeir leika af fingrum fram á föstudags- kvöld. Stefán Jökulsson og Raggi Bjama á Mímisbar Hótels Sögu. Karaoke — ein 2.500 lög — í fremri sal Tveggja vina. Diskótek í bak- salnum eftir mið- nætti. Keppendurnir átta sem taka þátt í „Ungfrú öðmvísi". Þær eru engar blondínur í hefðbundnum skilningi, auk þess sem örlítið skakkar tennur og kjöt á beinum þyk- ir bara sjarmerandi. Öðruvísi fegurðar- samkeppni og plötu- snúðar í biðröðum - meðal vetrarefnis í nýju og breyttu Tungli Ný andlit Tunglsins: Helgi Már Bjamason, Anna María Ragnarsdóttir, stjómandi öðmvísi fegurðar- samkeppninnar, og Brandur Gunnarsson. „Þetta verður hvorki sund- bola- né síðkjóladæmi. Stúlkurn- ar eru ekki þessar „biond“ týp- ur, bara æðislega flott ný andlit sem eiga eftir að vekja forvitni,“ segir Anna María Ragnarsdótt- ir, stjórnandi nýrrar tegundar fegurðarsamkeppni. Hún hefur, ásamt aðstandendum veitinga- staðarins Tunglsins, þegar valið átta stúikur til að taka þátt í keppninni. Anna María segist lengi hafa haft „öðruvísi" keppni í huga, ekki þessa hefðbundnu fegurð- ar- eða fyrirsætukeppni: „f stað þess að steypa þær allar í sama mótið höfum við hugsað okkur að leyfa stúlkunum að ráða svo- lítið ferðinni sjálfar. Þær verða hvorki settar í líkamsrækt né ljós, fá að klæðast fatnaði að eig- in vali og kynna sig eftir eigin höfði með húmorinn að leiðar- ljósi." Önnu til fulltingis í keppninni verða þær Eydís Eyjólfsdóttir og Dísa í World Class, sem ætla að siða stúlkurnar eilítið til. „Við munum fyrst kynna stúlkurnar þrjá laugardaga í röð og verður fyrsta kynningin föstudaginn 13. október, en úrslitakvöldið sjálft verður þann 4. nóvember. Það verður byggt þannig upp að stúlkurnar koma fram ein og ein og síðan verður tískusýning frá Mótor; ekki þessi hefðbundna „catwalk“-sýning heldur eitt- hvað sem á eftir að koma á óvart. Síðla kvölds verður svo „Ungfrú öðruvísi" valin," segir Anna og bendir á að til að mynda skakkar tennur og smá- kjöt á beinunum þyki sjarmer- andi í keppni sem þessari. Stúlkurnar átta eru allar á aldrinum 20 til 21 árs og fullyrð- ir Anna að þótt þær séu stór- glæsilegar hafi þær verið lítt áberandi til þessa. Stúlkurnar verða kynntar frekar í Helgar- póstinum næstu fimmtudaga. En fegurðarsamkeppnin er bara hluti af vetrardagskrá Tunglsins, því undir stjórn þeirra Helga Más Bjamasonar og Brands Gunnarssonar, sem taka við skemmtanataumunum í Tunglinu frá og með næstu helgi, má segja að erlendir sem innlendir DJ-ar bíði í röðum eftir að komast að. „Við stefnum að því að hafa brjálaða klúbb- stemmningu niðri en acid-djass og elegans uppi þar sem jafnvel mun heyrast í Agga Slæ og félög- um. Svo verða þarna að gerast stórir hlutir í samstarfi við Uxa,“ segir Helgi Már, sem vonast til að ná samskonar aðsókn í Tunglið og þegar það var upp á sitt besta árin 1991 og ‘92, þegar Rósenbergkjallarinn var hluti af staðnum. „Okkur langar með þessum breytingum ekki bara tii að ná til svala liðsins og Kaffi- barsgengisins heldur og til hins Kröftugasta rokksöngkona íslands Flýr til Kanada „Ég verð eiginlega að viður- kenna að ég er búin að fá nóg af íslandi. Það er fremur lítið um að vera í tónlistarlífinu hérlend- is, sérstaklega rokkinu," segir Jóna De Groot rokksöngkona, sem er meðal annars kunn fyrir að geta hermt eftir Janis Joplin án mikillar fyrirhafnar. Jóna segist nýlega hafa tekið ákvörðun um að bregða sér til Kanada og hefur hún þegar ákveðið brottfarardaginn sem er 17. október, en áður, eða þann 14., ætlar hún að efna til gífur- legs kveðjupartís, eins og hún orðar það, í Rósenbergkjallaran- um. Þar koma fram gömlu félag- arnir úr Blackout, Stripshow, Dos Pilas, Tin og Dead Sea Apple. Én afhverju Kanada? „Þetta er smáuppreisn, auk þess sem það er kominn tími til að ég kynnist föður mínum, sem er Hollendingur búsettur í Kan- ada, en ég þekki hann varla neitt. Nú og svo er ég búin að senda disk á undan mér með gömlu Blackout-stöffi, sem þeg- ar hefur verið lagður fyrir hljóm- plötuframleiðanda og blaða- menn. Mér skilst að þeir hafi bara verið hrifnir," segir Jóna, en fyrsta verk hennar þegar til Kanada kemur verður að fara á fund hinna hrifnu. Við óskum Jónu de Groot vel- farnaðar í nýja landinu. Jóna De Groot ætlar að reyna fyrír sér sem rokk- sörtgkona í Kanada og auk þess finnst henni kom- inn tími til að kynnast föður sínum. Kveðjupartúð verður í Rósenbergkjalaranum 14. október. almenna borgara.“ Meðal þeirra sem staðfest er að séu á leið hingað til lands eru Masters at Work, Bucket Heads, sem eiga hið vinsæla lag Bomb, og Carl Craig, Joey Beltran og Damon Wild, sem eru afar harð- ir bandarískir plötusnúðar. í sigtinu munu hins vegar vera Chemical Brothers, Beastie Boys og Underworld, sem ku ætla að bæta það upp að hafa ekki komist á Uxa-hátíðina á Kirkjubæjarklaustri. Það kraum- ar semsé margt undir Tunglinu um þessar mundir. Borgarleikhúsið Metnaðarfull leikhúsbóksala „Við leggjum metnað okkar í að eiga til þau leikrit sem við sýnum hverju sinni og allar helstu perlur leikbókmennt- anna,“ segir Magnús Geir Þórðarson, verkefnisstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem í byrjun október ætlar að hleypa af stokkunum leikhús- bóksölu í forsal Borgarleik- hússins. Leikhúsbóksala er sann- kallaður hvalreki á fjörur áhugamanna um leikhús, því í mesta lagi hefur hingað til verið hægt að draga upp eitt og eitt leikrit í bókabúðum bæjarins. Að sögn Magnúsar verður boðið upp á úrval leikrita, fagrita og hvaðeina sem teng- ist leiklist eins og tíðkast í mörgum erlendum leikhús- um. Þar af munu perlur leik- bókmenntanna, innlendar sem erlendar, prýða hiilurn- ar. Sum verkanna verða seld á frummálinu en önnur í þýð- ingum. Þá verður fjöldi leik- ritasafna seldur í pappírskilj- um, sem þýðir væntanlega að þau verða á hagstæðu verði. Auk bókmennta verða seldir geisladiskar og hljómplötur frá uppsetningum hússins, til að mynda diskurinn með lög- unum úr Súperstar, sem Borgarleikhúsið sýnir um þessar mundir. Leikhúsbóksala í forsal Borgarleikhússins er hluti af nýjungum í starfsemi LR. Meðal annarra nýjunga er myndlist í forsal, metnaðar- full tónleikaröð, hádegisleik- hús, samstarfssýningar og leikhúsmenntun grunnskóla- barna. ..

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.