Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 28.09.1995, Blaðsíða 6
6 3VUMTUDAGUR 28. SEPTEMBER1995 Silkið reyndist vera ódýrt gerviefni Kínverskt veggteppi í Biskups- ' 3ALOMÉ fyrrver- atuli f«rsietí AIJ»iap», fæHti hr. Ólafi Sbúlasjni, bistiupi, A riiig- unura hanttona veggtrpjú, að við- iriðridum dúras- og kirkjurail*- rúðhrrra, luírateim Váisvvni. Teppiti, tíitra er Jtinversfeur silki- vrfnariur, fékk Salomr »ð gjiif i Prking i Klna i janúar sl., þrgar liúnfór fyrir þœgmaiurarirfnri S opinÍK'rri heimsðkn, I* ari var ka- þúiski hbíkupiim Pu Tiesham sera iærði Síriorao vuggtmjpW, rn húa t«Jdi þari brari varðveitt «rab- ratti biskups tslanris, Mynd vejjg- tekist hafa i viðnani* víðfanjts- teppisins sýuir sfriustu kviíitl- efni." sagði hr. Ólafur Skúlason raÍKÍriína- ^Vrj^ftrjjpið «r í tíaaar- i sarnhdi v iri Morgunblariiri. JM um litura ög hjrirtura, óiikl þvi verður funtlinjt stariur á Biskuj)*- mm við efeura nö veiysst lya stofu, rn fyrst þarf ari selja þari vestrœoura ii-tamöniium, aem upp á tumrna." J í Morgunblaðinu á sunnu- dag var greint frá því að Sal- ome Þorkelsdóttir, fyrrver- andi forseti Alþingis, hefði fært Ólafi Skúlasyni biskup handofið veggteppi sem hún hefði þegið að gjöf þegar hún var á ferð um Kína í ársbyrjun ásamt hópi þingmanna. Á teppinu er mjög litrík mynd af síðustu kvöldmáltíðinni. Af- hendingin fór fram á biskups- stofu að viðstöddum kirkju- málaráðherranum, Þorsteini Pálssyni. Veggteppið var sagt vera silkivefnaður, en svo hefur komið á daginn að það er líklega úr ótilgreindu gervi- efni eða efnablöndu og getur því tæpast talist verðmætt. Um huglægt gildi þess er þó vitaskuld ekki hægt að fjöl- yrða. „Ég hef ekki hugmynd um þetta, þekki ekkert þessi efni. Við tókum á móti því og þykir það fallegt og erum búin að hengja það upp. Þetta var gef- ið af frú Salome í góðri trú og biskup í Kína gaf henni það. Okkur þykir gott að hún man eftir okkur. En efnið þekki ég ekki,“ segir Ólafur Skúlason biskup. „Ég þori ekki að segja hvort þetta er silki eða ull en mér fannst þetta nú bara vera ull- arteppi, en það rýrir ekki gildi þess, þetta er prýðilegt teppi,“ sagði Baldur Krist- jánsson biskupsritari þegar þetta var borið undir hann. „Ég get sagt að teppið hefur ekki valdið neinum vonbrigð- um hér á hinni virðulegu biskupsstofu." Konfektkassinn sem Nói framleiddi í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins og póstkortið umdeilda sem Gunnar Fríðjónsson gaf út af sama tilefni. Prófmál um réttindi myndhöfunda Breytti kon fektkassa í póstkort Nýlega var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál er varðar höfundarrétt á myndefni höfðað af Myndhöfundasjóði íslands gegn Gunnari Friðjóns- syni. Þetta er fyrsta mál þessarar tegundar sem reynir á fyrir dómstólum hér á landi og því má reikna með að það hafi for- dæmisgildi varðandi úr- vinnslu slíkra mála í fram- tíðinni. Knútur Bruun, stjórnarformaður og lög- maður Myndhöfunda- sjóðsins, sækir málið, en hann teiur Gunnar hafa gert sig sekan um sérlega gróft brot á höfundarrétti þegar hann gaf út póstkort í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis á íslandi. „Gunn- ar gerði sig sekan um að gefa út póstkort sem hann bjó til með þeim hætti að hann tók lok af konfekt- kassa, sem framleiddur var í 999 eintökum í tilefni þjóðhátíðar af Nóa-Síríusi, og notaði án heimildar mynd á kassanum eftir Guðmund Ingólfsson ijós- myndara ásamt þjóðhátíð- armerkinu, sem einnig fell- ur undir höfundarrétt," segir Knútur. „Síðan bætti Gunnar við myndum af fjórum frímerkjum af for- setum íslands, einu í hvert horn kortsins, auk fimmta frímerkisins með mynd af Gísla Sveinssyni, fyrrver- andi forseta sameinaðs þings. Á því frímerki er einnig lýðveldishátíðar- merki frá árinu 1944 sem Stefán Jónson arkitekt teiknaði. Þetta frimerki set- ur hann yfir orðið „kon- fekt“, að vísu þannig að skrautritunin í upphafi og enda orðsins gægist út undan merkinu. Þetta gef- ur hann síðan út sem póst- kort og telur sjálfan sig höfund þess.“ Knúti telst til að með gerð póstkortsins hafi Gunnari tekist að brjóta höfundarrétt í samtals átta tilfellum, en hann lítur á málshöfðunina fyrst og fremst sem prinsippmál. Auk þess hafi Gunnar brot- ið gegn auglýsingastofunni sem hannaði öskjuna svo og Nóa-Síríusi. Myndhöf- undasjóður krefur Gunnar um 200.000 krónur í skaða- bætur auk málskostnaðar og að upplag og prentmót póstkortsins verði gerð upptæk. Gunnar Friðjónsson vildi ekki tjá sig um stefnu Myndhöfundasjóðs ís- lands á þessu stigi máls- ins, en var vongóður um niðurstöðuna fyrir héraðs- dómi. Ráðherrar fá greiddan kostnað sem enginn er Ráðherrar fá kostnað greiddan frá ráðuneytum, en fá samt hálfa milljón á árí frá Alþingi vegna „kostnaðar". Þegar forsætisnefnd Alþing- is ákvað á föstudag að 40 þús- und króna „kostnaðargreiðsla" skuli vera skattskyld var sú ákvörðun látin óhreyfð, að ráð- herrar njóti einnig þessarar greiðslu, þótt þeir beri í raun engan beinan kostnað af þing- störfum. Greiðsla þessi er til þess ætluð að bæta þingmönn- um kostnað af t.d. áskriftum, bókakaupum, risnu og öðru sem talið er að þingmenn þurfi á að halda starfs síns vegna. Þennan kostnað og annan fá ráðherrar hins vegar greiddan frá ráðuneytum sínum og því er um að ræða beina launa- hækkun þeim til handa, þar sem þeir bera engan kostnað á móti þessari „kostnaðar- greiðslu“. Samkvæmt heimildum Helg- arpóstsins er urgur í óbreytt- um þingmönnum vegna þessa, en jafnframt nokkuð hörð and- staða meðal ráðherra gegn því að þeir afsali sér þessari greiðslu. Þeir séu jú þingmenn jafnframt ráðherradómi og eigi ekki að njóta verri kjara en aðr- ir þingmenn. Einnig stendur óbreytt sú staðreynd, að alþingismenn ákveða sjálfir með lögum skattmeðferð eigin húsnæðis- og dvalarkostnaðar og bif- reiðakostnaðar. Hjá venjuleg- um launþegum gildir, að það er háð mati skattstjóra hvernig meðferð slíkar greiðslur fá og þurfa til dæmis þeir, sem fá bif- reiðastyrk, að halda aksturs- dagbók svo frádráttur fáist vegna kostnaðar. Slíkar dag- bækur þurfa alþingismenn ekki að halda, enda giida um þá aðrar reglur en venjulega launþega. Þeir ákveða sjálfir skattmeðferð greiðslnanna og í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu sagðist Óleifur G. Ein- arsson þingforseti ekki sjá ástæðu til að leggja þá ákvörð- un í hendur skattstjóra.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.