Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 Tilfinningin í vor skrýtin blanda af skeifingu og gieði Hvernig leið henni annars daginn eftir þingkosningarnar þegar ljóst var að Kvennalist- inn stóð uppi með þrjár þing- konur — eftir að hafa verið al- veg úti á tímabili á kosninga- nótt — og að hún væri orðin þingkona? „Okkur fannst við hafa unnið ákveðinn varnarsig- ur þráttfyrir að hafa tapað nokkru fylgi og því var tilfinn- ing mín einhver skrýtin blanda af skelfingu og gleði. En Kvennalistinn var ekki einn um að fara illa útúr kosningunum, því konur í hinum flokkunum fengu sömuleiðis slæma út- reið. Það er mjög mikið um- hugsunarefni útaf fyrir sig.“ Að sögn Guðnýjar hefur greinilega myndast meira við- nám gegn því að konur komist áfram í stjórnmálum. „Ég held að þetta sé vandamál sem allir flokkar þurfa að takast á við, því á sama tíma og viðnámið eykst hefur krafan um þátttöku kvenna orðið háværari: fólki finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að konur séu jafnvirkar og karlmenn í stjórnmálunum." Afhverju kemur þetta bakslag í kvennabaráttuna — er komin einhver þreyta í bar- áttuna sjálfa eða er fólk ein- faldlega orðið leitt á henni? „- Þetta er að gerast um allan heim og ég held að ástæðan sé að hluta til þessi hingað-og- ekki-lengra-tilhneiging. Konur .komast þannig gjarnan uppá tiltekið þrep í fyrirtækjum og launastiganum og reka sig þá á það sem kallað hefur verið glerþak. í baráttu af þessu tagi koma alltaf sveiflur.“ Guðný útilokar ekki að nokk- urrar þreytu hafi gætt innan Kvennalistans sjálfs — að minnsta kosti í sumum tilfell- um. „Það er erfitt og mikil vinna fyrir jafnlítið framboðs- afl og Kvennalistann að bjóða fram í öllum kjördæmum fjórða kjörtímabilið í stjórnar- andstöðu. Sumstaðar hefur sami kjarninn haldist gegnum öll þessi ár og það er náttúr- lega ekki mjög spennandi til- hugsun til lengdar að bjóða fram þegar ljóst er að ekki næst inn þingkona. Fyrir sam- tökin í heild munar hinsvegar um hvert atkvæði, sem sann- aðist nú sem fyrr.“ Aukin menntun kvenna hefur ekki leitt af sér hærri laun Fyrr á árinu kom út skýrsla sem fékk mikla umfjöllun og sýndi svart á hvítu að þráttfyr- ir að konur hafi í stórauknum mæli leitað sér menntunar hafa laun þeirra ekki hækkað að sama skapi. Aukin menntun og þarmeð hærri laun hefur verið eitt af helstu baráttumál- um kvennahreyfingarinnar gegnum öldina. „Ég hef heyrt þá skýringu að slakt gengi Kvennalistans í kosningunum síðastliðið vor megi að sumu leyti kenna útkomu þessarar skýrslu og ég er allsekki þeirr- ar skoðunar.“ En er þessi staðreynd — að eitt helsta slagorð kvennabar- áttunnar hefur brugðist — ekki sett í beint samhengi við árangur Kvennalistans? „Við höfum barist fyrir bættum launum kvenna frá upphafi og höfum meðal annars reynt að leita samstarfs við verkalýðs- hreyfinguna í þeim málum, en það hefur engan vilja verið að finna fyrir umbótum og launa- jöfnuði. Þannig að fyrir Kvennalistann var umrædd skýrsla kærkomin staðfesting á sannleika þess sem við vor- um búnar að vera að segja í tólf ár. Skýrslan varð einnig til þess að málflutningur Kvenna- listans komst í kastljósið og fjölmargir fundir voru haldnir um þessi mál. Á sama tíma og gildi hefð- bundinnar kvennabaráttu hafa „Það er ekkert skrýtið að starfi kvennahreyfingarinnar hafi verið haldið að miklu leyti uppi afþeim konum sem eru menntaðar og fjárhagslega sjálfstœðai; þvíþarafleiðandi hafa þœr hesta möguleika til að beita sér í félagsmálum. “ Myndir: Jim Smart ar sem orðið hafa á hugmynda- fræðinni skýra að ýmsu leyti þá háværu kröfu að kynin vinni meira saman. En ég vara eindregið við þeim hugsunar- hætti, að um leið og konur vinni einhver vígi þá sé í lagi að slaka á og gefa eftir. Það er mjög hættuleg hugsun." Hún segir þennan tilslökun- arhugsunarhátt birtast mjög sterklega kringum umræðurn- ar um nýjan forseta lýðveldis- ins. „Og margar konur hafa haft það á orði við mig hvort það sé ekki í samræmi við jafn- réttishugsjónina að karlmaður verði næst forseti. Ég tel það hinsvegar óskaplega mikilvægt fyrir íslenskar konur og sjálfs- mynd þeirra að kona verði áfram forseti. Við þurfum kon- ur í sem flest slík embætti sem geta verið öðrum konum sterk fyrirmynd. Einnig þurfum við sterka vináttu og góða sam- stöðu sterkra kvenna, einsog Auður Eir orðaði það ein- hverntímann." Kvennalistakonur leiða umræouna en njota ekki fylgis Hvað sem líður litlum þing- styrk og léttvægu fylgi í sveit- arstjórnum er Kvennalistinn í mörgu tilliti í fararbroddi stjórnmálaumræðu í landinu og státar jafnframt af því að hans mest áberandi kona, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, stýr- ir Reykjavíkurborg sem leið- togi Reykjavíkurlistans. For- ysta í umræðunni og leiðtoga- hlutverkið í borginni skiluðu hinsvegar framboðinu litlu í kosningunum síðastliðið vor. „Ég held að þetta sé alltsam- an í gerjun og að Kvennalistinn eigi eftir að blómstra í næstu kosningum. Kvennalistinn á stuðning víða og til að mynda var ég fyrir skemmstu stödd á ráðstefnu á vegum UNESCO í Reykjavík og Ieit í kringum mig og sá allt í einu að þar voru staddar fjölmargar Kvenna- listakonur þó að einungis ein væri fulltrúi samtakanna. Hin- ar voru fulltrúar hinna og þess- ara stofnana og þó að við séum ekki margar inná þingi erum við komnar talsvert áleiðis sem femókratar. Vonandi á þetta eftir að skila sér í auknu fylgi.“ verið að dala í vin- sældum hafa „fræði“ árásar- gjarnra baráttu- kvenna á borð við Camille Paglia og Naomi Wolf — sem til að mynda leggja áherslu á að konur séu ekki fórnarlömb ann- arra en sjálfra sín — notið aukinnar hylli. Er það hluti skýringarinnar á bakslagi kvenna- baráttunnar? „Ef til vill — þótt ég gefi lítið fyrir þeirra fræði. Og ég held líka að slíkar skoðanir henti ekki síður karlmönnum sem taka þær upp og hugsanlega mátti sjá anga af þessari umræðu hjá Sjálf- stæðum konum. Alveg einsog í stjórnmálum yfir- leitt eru þessir póst-módernísku tímar að renna upp í kvennabar- áttunni þarsem verið er að greina og afbyggja allar fyrri forse'ndur. Hugsjónir, leiðir og hugsanaferli í réttinda- og stjórnmálabaráttu eru í endurskoðun núna. Kvenna- hreyfingin er í slíkri deiglu. Hún hefur oft farið gegnum að því er virðist slík lá- deyðuskeið; skeið sem reynast gjarn- an deigla á undan næstu bylgju." Útbreiddur misskilningur ungs fólks að jafnrétti ríki Guðný segist fyrir skemmstu hafa fengið í hend- urnar greiningu Félagsvísinda- stofnunar á því hvert fylgi Kvennalistans fór í kosningunum síðastliðið vor. Það kemur að vissu leyti á óvart að fylgið fór ekki yfir á einn eða tvo flokka — til dæm- is Þjóðvaka og Jó- hönnu eða Sjálf- stæðisflokkinn með sínar Sjálf- stæðu konur — heldur dreifðist það nokkuð jafnt. „Það má hugs- anlega túlka nið- urstöðurnar þann- ig, að það sé kom- in upp ákveðin vantrú á þær leið- ir sem Kvennalist- inn boðar. Ég hef til dæmis heyrt það meðal ungra kvenna að þær segjast ætla að kjósa Kvenna- listann ef við tökum karla inní flokkinn. Við sem erum orðnar eldri segjum að þetta sé mis- skilin jafnréttishugsjón, því það er augljóst mál að brýn þörf er fyrir tilvist Kvennalist- ans og hann hefur skilað sínu. Konur í öllum flokkum hafa sagt sem svo: Ef þið væruð ekki hérna þá værum við hérna ekki heldur. Þannig að þessi leið — sérstakt kvenna- framboð — hefur skilað meiru óbeint en beint.“ En aftur að þessari mis- skildu jafnréttishugsjón. „Við höfum haft hérna jafnréttislög í tuttugu ár og í skólunum kennum við útfrá því að hér ríki jafnrétti. Ég er sannfærð um að það kemur býsna mörg- um konum kringum tvítugsald- urinn á óvart þegar þær eign- ast fyrsta barnið sitt eða fá fyrsta launaumslagið sitt og uppgötva ójafnréttið — sem þær héldu að væri ekki til — í reynd. Ég held að það sé hrein- lega útbreiddur misskilningur meðal ungs fólks að það ríki kynjajafnrétti í þjóðfélaginu." Brevtingar á hugmynda- fræði og hættulegar tilslakanir Guðný segir að fræðin hafi breyst mjög mikið í samræmi við tíðarandann og þannig sé það til að mynda viðtekin skoðun í dag — ólíkt því sem gerðist áðurfyrr — að bæði kynin geti unnið að femínísk- um markmiðum. „Breytingarn-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.