Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 32
HELGARPÓSTURINN
Eins og kunnugt er hefur Þór-
hildur Þorleifsdóttir kært það
til jafnréttisráðs að Viðar Egg-
ertsson hefur verið ráðinn leikhús-
stjóri Borgarleikhússins. í því sam-
bandi hefur mikið verið rætt um
reynslu/reynsluleysi Viðars eins og
til dæmis kom fram í grein Maríu
Kristjánsdóttur í Morgunblaðinu
fyrir nokkru. Það hefur hins vegar
aldrei komið fram að Viðar er,
ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, sá
elsti sem hefur verið ráðinn til
starfans hingað til eða 42 ára.
Sveinn Einarsson, Stefán Baldurs-
son og Hallmar Sigurðsson voru
allir yngri þegar þeir tóku við sem
leikhússtjórar hjá LR. Hvort sem
það er einhver punktur eða ekki...
Eins og kom fram í síðasta Helgarpósti hefur Ólafur
Ragnarsson í Vöku/Helgafelli látið gera athugun á
því hvort óeðlileg líkindi kunni að vera með frönsku
skáldsögunni Bruna Kaupmannahafnar eftir Gilles Lapou-
get og íslandsklukku Halldórs Lax-
ness. Samanburður á bókunum er í
höndum franskra bókmenntamanna
sem teljast óvilhallir og fékk Ólafur
þá til verksins í samráði við umboðs-
aðila Vöku/Helgafells og Halldórs
Laxness í Frakklandi. Þeir lesa af
kappi þessa dagana, en niðurstöðu
mun líklega ekki að vænta fyrr en í
upphafi næstu viku. Þá verður tekin
ákvörðun um hvort eitthvað fleira
verður aðhafst í málinu...
B:
i laðamaður Helgarpóstsins
. reyndi mikið að ná í ýmsa þing-
’menn á Alþingi seinnipart síð-
astliðins þriðjudags, en með afar
slælegum árangri: það bókstaflega
virtist ekki sála í húsinu. Þegar
blaðamaður náði loksins í einn hátt-
virtan þingmann stjórnarandstöð-
unnar spurði hann hverju þessi
sætti þar sem enn stæði yfir
þingfundur. Blaðamaðurinn fékk
stutt og snaggaralegt tilsvar og svo ekki orð um það meir:
„Hjörleifur er í ræðustól"...
Síðast var s
Á að leyfa
borgarale^
fermingar í
Ráðhúsi
I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir iesendur,
sem þeir geta kosiö um í síma 904 1516.
Nú er spurt:
Á hið opinbera að hafa strangt
eftirlit með Internetinu? '
I.Já
l Nei
KOSTA BODA
1 dós
100% ARABICA GÆÐI
Á myndarlegu Nóvembertilboði Japis færð þú geisladiska með
þinni uppáhaldstónlist með 20% afslátti.
Fréttaskotið
u 552-1900