Helgarpósturinn - 09.11.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995
15
Bitarnir eru komnir saman í púsluspilinu
Maríu Guðmundsdóttur
„Þetta
hefur
verið
heilmikil
þerapía“
María Guðmundsdóttir gerði stuttan
stanz á íslandi í vikunni í tilefni út-
komu endurminninga sinna og átti
stutt spjall við Karl Th. Birgisson um
sársaukann, tárin — og næstu kafla í
ævisögunni.
Af hverju ertu að gera þessa
bók?
„Það er góð spurning — ég
sem þoli ekki viðtöl og hef allt-
af haldið prívatlífi mínu fyrir
mig. Hluti skýringarinnar er að
í gegnum tíðina hef ég orðið
vör við að fólk gerði sér rang-
hugmyndir um mig og störf
mín. Flestir þekktu Maríu Guð-
mundsdóttur aðeins í fjarlægð,
sem fyrirsætuna frægu í út-
löndum, og ég vildi gjarna
bregða ljósi á þann heim sem
ég hef hrærst í. Fyrirsætustarf-
ið er meira en sætar stelpur á
flakki um heiminn í glaum og
gleði. Þetta er mjög harður
heimur.
Það eru líka ákveðin forrétt-
indi að geta sett líf sitt í eina
heild með þessum hætti. Það
eru ekki allir sem geta farið yfir
líf sitt og lagt það fram á bók.
Svo er gott að vera búin að
þessu ef ég skyidi taka upp á
því að hverfa á annað tilveru-
stig! Það þekkir engin ein
manneskja sögu mína; það veit
enginn alla söguna nema ég.“
Þú gerir meira en að fara yfir
'íf þitt. Þegar ég las bókina kom
mér á óvart hversu opinská hán
er, hversu óhrœdd þú virðist að
lýsa viðkvœmum persónulegum
málum. Hvemig líður þér þegar
það er um garð gengið? Var
þetta ekki sárt?
„Mér líður mjög vel. Ég er
frjálsari. Þetta hefur verið heil-
mikil þerapía. Ég gerði mér
ekki grein fyrir hvað ég var að
fara út í þegar ég féllst á að
vinna þessa bók með Ingólfi.
Það voru mikil átök. Þetta
snerist ekki bara um að rifja
hluti upp og fara yfir endur-
minningar, heldur varð ég að
kafa ofan í hluti og skoða þá í
öðru ljósi en ég hef gert áður.
Það var allt opnað og skoðað í
hvern krók. Það féllu mörg tár.
En það var líka mikið hlegið."
Ætlaðirðu að gera þetta
svona eða varð þetta til í sam-
vinnu ykkar Ingólfs?
„Þetta er ekki síður bók Ing-
ólfs. Það var sárt að fara í
gegnum vissa hluti og þurfa að
hugsa um þá aftur, en sam-
vinnan við Ingólf hefur verið
frábær. Hann er ekki bara góð-
ur rithöfundur, heldur er hann
mikill sálfræðingur líka. Hann
er fordómalaus og hefur verið
afar tillitssamur gagnvart mér.
Ég treysti honum líka fullkom-
lega og lét hann hafa öll gögn
sem hann gat haft gagn af,
mörg þúsund blaðsíður af dag-
bókarfærslum og bréf sem
lýstu tilfinningum mínum eins
og þær voru þá.“
Þú œtlaðir einu sinni að gera
öðruvísi bók.
„Já, bókin sem við Gullveig
Sæmundsdóttir ætluðum að
gera átti að vera allt öðruvísi.
Hún átti ekki að vera ævisaga í
venjulegum skilningi, heldur
byggja mun meira á myndum
frá ferli mínum. En Ingólfur
sagði strax að hann vildi ekki
bók um feril fyrirsætu, enga
glanspíumynd. Hann vildi per-
sónuna Maríu.
Ég sá mjög fljótlega að ég
varð að vera hreinskilin; ef
draga átti upp mynd af mér
sem persónu varð ég að opin-
bera tilfinningalíf mitt og skilja
ekkert útundan. Það sést fljótt
þegar sneitt er framhjá erfið-
um atriðum. Þetta var erfitt. Ég
hef alltaf falið viðkvæma hluti í
lífi mínu og rætt þá við fáa.“
Það féllu mörg tár. En það var líka mikið hlegið.
Heldurðu að einhver reiðist
eða fyrtist við?
„Nei, ég á ekki von á því. Ég
hegg ekki að neinum í bókinni,
enda var það ekki ætlunin. Ég
er ekki þannig manneskja. Það
má vera að einhverjir líti það,
sem sagt er frá, öðrum augum
en ég geri, en þeir hafa þá full-
an rétt til þess. Við erum öll
ólík.“
Ertu sjálf ánœgð með niður-
stöðuna? Sérðu eftir einhverju
sem stendur í bókinni?
„Nei. Ég sé ekki eftir neinu.
Ég er mjög sátt við þessa bók
og mér þykir vænt um hana.
Þetta er mín saga, mitt líf, og
ég er ánægð með að mér tókst
að vera hreinskilin og heiðar-
leg í frásögninni. Ég vék hvergi
frá sjálfri mér.“
Eftir lestur bókarinnar fœr les-
andinn á tilfinninguna að sög-
unni sé lokið, að öllum brotun-
um ípúsluspilinu hafi verið rað-
að saman. Er það svo?
„Púsluspilið er komið sam-
an. Sumir kaflarnir voru full-
gerðir áður. Önnur brot hafði
ég haft í vasanum, ef svo má
segja. Enn annað gekk saman á
meðan bókin var í vinnslu. Ég
átti til dæmis ekki von á að
endir bókarinnar yrði eins og
hann varð. Það gerðust hlutir
varðandi ættleiðingu mína á
meðan við vorum að vinna
bókina sem breyttu endinum."
Hvernig verður nœsti kafli?
„Ég er búsett í Bandaríkjun-
um og kem til með að starfa
þar og í Frakklandi. Ég verð að
hafa eitthvað fyrir stafni — ró-
legheit í lengri tíma eiga ekki
við mig. Þótt ég sé reyndar far-
in að róast er ég enn flökku-
kind 5 eðli mínu, enn forvitin
og nýjungagjörn. Ég á ekki von
á að flytjast til íslands á næst-
unni, þótt það sé mikilvægt
fyrir mig að koma hingað
reglulega og ekki síður mikil-
vægt að ég get komið hingað á
æskuheimili mitt. Ég hlakka til
að koma til íslands um áramót-
in og kveðja gamla árið. Ég sé
fram á nýtt og spennandi ár —
með nýrri dagbók.“