Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 6
6 RMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 Hvað er hinni hamingjusömu, trúuðu, fallegu, gáfuðu, eiskuiegu og skemmtiiegu íslensku þjóð eftirminnilegast sem jákvætt getur talist frá árinu sem er að iíða? Jú, allt frá kosning- um, barbídóti á jólunum til mkkhátíða og stjórnarmyndunarviðræðna. ar og rokkhátíðin Uxi á Kirkjubæjarklaustri eru það besta sem kemur upp í hugann, en það er vegna þess að ég kom sérstaka ferð frá Bret- landi til að fara á hátíðina. Ég stofnaði líka nýtt leikfélag, það fyrsta sinnar tegundar. Það er ís- lenskur leikhópur rekinn í Lundúnum og við frumsýnum 5. janúar í Tjarnarbíói nýtt verk eft- ir Kristínu Ómarsdóttur sem heitir Margrét mikla og er hræðilegur ærslaleikur.“ Elísabet Elma Líndal barn: „Það besta var jólin, ég fékk svo marga pakka með barbídóti." Ellen Kristjánsdóttir söngkona: „Það besta á árinu var hvað bróðir minn, Kristján, slapp vel úr rosalegu bílslysi, en það er ekki hægt að óska sér neins betra. Mezzoforte gerði æðislega plötu á árinu og ég hef verið í frábæru skapi ailt árið. Það er gott, enda allir hraustir í kringum mig.“ Amal Rún Quase: „Það eru betri efnahags- horfur og þjóðin hefur keypt meira af jólagjöf- um nú en nokkru sinni fyrr. það er almenn bjartsýni ríkjandi í þjóðfélaginu og mér finnst eins og góður andi ríki þrátt fyrir skammdegið." Dóra Takefusa sjónvarpskona: „Það skemmtilegasta á árinu var hundrað ára afmæli Seyðisfjarðar, en ég er þaðan og hitti gamla góða vini og svo auðvitað alla fjölskylduna.“ Árni Mathiesen: „Það besta sem gerðist á árinu var þegar okkur hjónunum varð ljóst að við ættum von á okkar fyrsta barni, en við erum afskaplega glöð og ánægð með það. Það skiptast á skin og skúrir í pólitíkinni en við fengum ánægjulega niðurstöðu í kosningum, eins horfir til betri vegar í atvinnumálum og stjórnarmyndun gekk vel.“ Þorvaldur B. Þorvaldsson tóniistarmað- ur: „Það besta sem gerðist á árinu var að ég gifti mig. Konan mín heitir Inga Lára Ingadóttir og það var allt saman mjög yndislegt." Sonja B. Jónsdóttir ritstjóri:„Það besta í einkalífi mínu var að vinkona dóttur minnar, Hrafnhildur Thoroddsen, skyidi fá þennan kín- verska lækni til að koma og hjálpa sér, því ár- angurinn hefur fært henni meiri von. Síðan er það gott að ég hætti að vera „féfangi", það stóð tæpt en okkur tókst að klára fjármögnunarleigu- samning vegna tækjakaupa kvikmyndafyrirtæk- is míns, Nýja bíós, og ég eignaðist íbúðina mína aftur, en hún hefur stundum staðið tæpt í efna- hagslægð undanfarinna ára. Það besta í samfélaginu finnst mér vera samn- ingur um álver. Þótt ég sé ekki sérlega fylgjandi þungaiðnaði veldur getuleysi tveggja síðustu ríkisstjórna því að ég fagna álveri, því það gerir að verkum að fólk fyllist nýrri von um að við náum okkur upp úr efnahagslægðinni. Bjarg- ræðið kemur að utan en ekki frá ríkisstjórninni. Hún hefur ekki getað leyst efnahagsvanda þjóð- arinnar frekar en síðasta ríkisstjórn.“ Bima Þórðardóttir blaðamaður: „ Það skásta sem gerðist var að ríkisstjórn íhalds og krata skyldi fara frá vegna stefnu þeirra, sem leiddi til niðurrifs á velferðarkerfinu og vaxandi misskiptingar auðs í þjóðfélaginu.“ Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs:,, Kjör Margrétar Frimannsdóttur sem formanns fyrir Alþýðu- bandalagið er eitt af því sem er jákvætt. Ef sjálf- stæðum konum tekst að djassa upp landsfund Sjálfstæðisflokksins er það jákvætt og sömu- leiðis að flett skuli hafa verið ofan af orsökum launamisréttisins í margnefndri skýrslu. Það er engin afsökun lengur til að láta kyrrt liggja. Á al- þjóðavettvangi var kvennaráðstefnan í Peking plús fyrir jafnréttisbaráttuna." Ögmundur Jónasson alþingismaður: „Það besta var án efa þegar þjóðin losnaði við ríkis- stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fréttarit- ari í London: „Menningarlífið í Reykjavík í sum- Og nokkrir „ársins“ til viðvótar... Álitiegustu kvenkostir ársins Vigdís Finnbogadóttir forseti Vigdís Grímsdóttir rithöfundur Björk Guðmundsdóttir söngkona Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona Ragnheiður Elín Clausen þula Linda Pétursdóttir fegurðardrottning Þórunn Hafstein lögfræðingur Filippía Elísdóttir fatahönnuður Þórunn Sveinbjarnardóttir stjórnmálafræðingur Best klæddi kaiipopparínn Egill Ólafsson Davíð Magnússon Björgvin Halldórsson Helgi Björnsson Best klæddi kvenpopparinn Björk Emilíana Torrini Andrea Gylfadóttir Ragnhildur Gísladóttir Svala Björgvinsdóttir Verst klæddi karípopparinn Helgi Björnsson Stefán Hilmarsson Bubbi Morthens Pétur Kristjánsson Verst klæddi kvenpopparinn Andrea Gylfadóttir Björk Jóna de Groot Heiða í Unun Tíu píur sem Páll Óskar vildi sofa hjá Cicciolina Traci Lords Chesty Morgan Diana Ross Barbarella Franseska Kitten Natividad Carrie Sulka Súsan í baðinu Madonna Tíu töffarar sem ióna de Groot vildi sofa hjá Steven Tyler Finnur Jóhannsson Halldór Ásgrímsson Þröstur Bjarnason Michael Douglas Leifur Hammer Erik Hirt Höskuldur Höskuldsson Gulli Falk Árni Gústafsson Öruggtega ,Jiip“ á árinu Miles Davis Tinni Samuel Beckett Hrafn Gunnlaugsson Eric Cantona Jón Baldvin Heiða í Unun Umberto Eco Koníak í kóki Steinn Ármann Magnússon Jerry Lee Lewis Rimbaud Kjaradómur Hómer Simpson Johnny Depp Örugglega ekki ,Jiip“ á árinu Roger Moore Sting Kevin Costner Handbolti Hugo Boss Michael Douglas Paul Gascoigne Laxveiði Þjóðvaki Bono Silja Aðalsteinsdóttir Rósavín OJ Simpson Var „hip“ en varla lengur Levi’s 501 Bubbi Morthens Ofurfyrirsætur Vigdís Grímsdóttir Harley Davidson Rolling Stones Mickey Rourke Hökuskegg David Bowie Svavar Gestsson Voru ,Jiip“ og eru orðin það aftur Björgvin Halldórsson Kathleen Turner Rúnar Júlíusson Sean Connery Johnny Cash Fimm flíkur sem þú getur ekki verið án Svartur „seventies“-leðurjakki Svört þykk rúllukragapeysa Fred Perry-pólóbolur Bill Tornade-jakkaföt, einhneppt Svartir Bluntstone-skór

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.