Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 Góðumvndimar Egill Helgason lítur yfir allar stundirnar sem hann eyddi í bíó á árinu og rrfjar upp það sem gladdi hann mest í rökkri bíósaiarins og það sem fór mest í taugarnar á honum. Egill Helgason álítur að besta myndinn sem hann hefur séð á þessu ári komi frá Nýja-Sjálandi. Hann er ekki sammála öðr- um gagnrýnendum um að Prét-á-porter hafi verið vond mynd og honum finnst Clueless ekki ómerkileg. Allt eru þetta myndir sem voru frumsýndar t kvikmyndahúsunum í Reykjavík á þessu ári. Heavenly Creatures Regnboginn Mynd um vináttu tveggja unglingsstúlkna sem er svo áköf að hún snýst upp í þráhyggju og loks brjálsemi, en er þó á sinn hátt fögur og tær — af himneskum toga. Er umheimurinn sækir á þær í líki lítilsigldra foreldra og kennara loka þær sig inni í draumaver- öld og um leið ágerast hjá þeim mikilmennskuórar og ofsókna- ræði andspænis hálfvolgum raunveruleikanum. Skilin milli veru- leika og ímyndunar verða smátt og smátt ógleggri; þegar þau hafa næstum máðst út láta þær til skarar skríða og fremja morð - - líkt og þær hafa áður tekið unnvörpum af lífi fólk í heimi ímyndunar- innar. Snilidarverk. Clueless Háshólabíó Mynd sem gerist í heimi þar sem allir eru góðir og glaðir kjánar, eða að minnsta kosti afar uppteknir við sitt; það er alltaf frábært veður, allir aka um í sportbíl og tala linnulaust í GSM- síma, þeir búa í hroðalega ósmekklegum húsum og eru gjörsamlega ómótstæðilegir, og þá ekki síst stúlkan Cher sem er skírð eftir þekktri söngkonu og hlýtur að vera frábærasta smápía í heimi, svo tandurhrein og falleg í sálinni þrátt fyrir hvað hún er yndislega snobbuð. Mynd sem hendist áfram í dásam- legu áhyggjuleysi. AWARDS n SELECTED CINEMAS ACROSS THE COUNTRY FROM M.4Y 12th Bullets over Broadway Regnboginn Ungur maður sem er að bjástra við að skrifa leikrit lendir í slag- togi með óhefluðum bófa. Smátt og smátt kemur þó í ljós að bóf- inn er meira en skuggapersóna með slútandi hatt; hann hefur eðl- isgáfu til að skrifa leikrit, næmt eyra fyrir samtölum og skilning á persónusköpun og byggingu. Leikritaskáldið, sem virðist hafa all- ar aðstæður til verða listamaður, reynist vera hæfileikalaus fúsk- ari og ekki yfir það hafinn að svindla á listinni; bófinn hins vegar sannur listamaður sem er jafnvel reiðubúinn að drepa fyrir list sína ef henni er ógnað. Plottið er snilld — og myndin. Fyrir regnið Háskólabíó Á margslunginn hátt tengjast saman þrjú manndráp; það er eitt snilldarbragð myndarinnar að ekki fyrr en í lokin skilur áhorfand- inn hver er bláþráðurinn sem tengir þau saman. Mynd sem fjallar um hvernig ófriður á Balkanskaga — í Makedóníu af öllum stöð- um — magnar upp hatur milli ættbálka, siðblindu og forherðingu. Mynd sem er full af vandlætingu yfir því hvernig stríð skemmir sálina í fólki, en dettur þó aldrei í það far að lesa yfir hausamótun- um á áhorfendum. Short Cuts Háskólabíó Mynd um skrítið fólk, og ef ekki það, þá venjulegt fólk sem lend- ir í skrítnum málum. Robert Altman umgengst það allt með því háði sem hann er þekktur fyrir, en líka einhverjum kærleiksríkum dapurleika; einhvers konar samblandi af mannhatri og mann- elsku. Þegar allir þræðir renna saman í lokin á langri mynd verð- ur úr einhver stórkostlegasti gran finale sem hefur sést í bíó. Að lifa Háskólabíó Kínverski meistarinn Zhang Yimou segir sögu kommúnista- byltingarinnar frá ósigri Kuom- intang-hreyfingarinnar og þang- að til nokkuð fer að slakna á klónni við fráfall Maós for- manns. í forgrunni er örbjarga landeigendafjölskylda sem reynir eftir megni að komast ekki í kast við yfirvöld; í bak- grunni er örlagavaldurinn Maó og fyrirætlanir hans um þúsund- áraríki kommúnismans. Óvægið og á köflum kaldhæðnislegt uppgjör sem að epískri stærð minnir á lýsinguna á bolsévíka- byltingunni í Dr. Zhivago. Quiz Show Sambíóin Efnið kann að virðast furðu léttvægt, einhver spurningaþáttur sem gekk í amerísku sjónvarpi fyrir fjörutíu árum og reyndist svo vera svindl. Hvað varðar mann um það? Ekkert svosem, nema að úr þessu gerir Robert Redford dapurlega sögu um menn sem svíkja aðra og þó aðallega sjálfa sig. Redford er frábær tappi. Léon Sambíóin Þegar smástelpan bendir á magann á sér og segist finna fiðring en leigumorðinginn Léon gónir á eins og þurs. Það er næstum virði heillar Lolitu. Mynd sem tiplar glæsilega á mörkum vel- sæmisins. Apollo 13 Háskólabíó Geimfararnir fara kringum tunglið og eru í skugganum af dimmu hliðinni á því, farartækið er að liðast í sundur; maður skynjar bæði nöturlega innilokun og myrka nóttina sem liggur á gluggum geimflaugarinnar og tekur engan enda. Á jörðu niðri sitja vísindamenn og keðjureykja og reyna allt til að koma vinum sín- um heim úr geimnum; tæknin er stórkostleg en það er samt mað- urinn sem er mesta undrið. Barcelona Regnboginn Amerískir millistéttarpilt- ar sem bera uppruna sinn með sér eins og blaktandi fána álpast inn í heim þar sem þeir eru álitnir fulltrúar glæpsamlegs heimsveldis og allir eru voða vinstri sinnað- ir. Það sem þeim veitist erf- iðast að skilja er hversu erf- itt Evrópumenn eiga með að skilja Ameríkana. Kómedía sem er uppfull af smágervri kímni og góðum skilningi á manngerðum sem flestir ættu að kannast við. The Shawshank Redemption Regnboginn Shawshank-fangelsið er versti staður og lýtur stjórn spilltra sad- ista. En þá er bót í máli að sumir tugthúslimirnir eru mestu sóma- menn. Og að á endanum hefur mannleg mildi og hugarflug betur í baráttunni við ómennskuna. Grátklökk mynd, en líka fyndin. Prét-á-porter Regnboginn Máski ætlaði Robert Altman að gera ádeilumynd um tískuheim- inn, yfirborðsmennskuna og falsið sem þar ríkir ofar öllu. Ég hef hins vegar á tilfinningunni að þegar hann kom til Parísar, meldaði sig inn á hótel og hitti allt þetta fallega (og gáfaða?) fólk hafi kom- ið yfir hann slík hamingjukennd að honum fannst lífið og heims- borgin brosa við sér. í staðinn fyrir að vera beiskur og fúll varð hann léttlyndislega kaldhæðinn; loks fannst honum svo gaman að hann, hérumbil óvart, bjó til glaða og skemmtilega mynd um fólk sem honum var farið að líka ágætlega við.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.