Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 Þeir sem unnu afreksverk, hneyksluðu okkur eða voru bara svona frábærlega skemmtilegir í sjálfu sér. Menn ársins.. frá A til Ö Ágúst Einarsson alþingismaður Tókst næstum að ieggja Þjóðvaka í eyði, áður en flokk- urinn varð til. Smáfólkið sem fylgdi Jóhönnu gat einfaldlega ekki skilið hvað hrærðist innra með svona sægreifa. Bogi Níelsson rannsóknarlögreglustjóri Einu bófarnir sem Bogi Ní- elsson og löggurnar hans geta handsamað eru þeir sem sofna í sjoppunum eða hringja í lögg- una af samviskubiti. Þeir sem hylja andlit sitt með lambhús- hettu, eða bara slæðu, sleppa. Það myndi varla hafa nein áhrif á árangur rannsóknarlög- reglunnar þótt skrifstofan yrði lögð niður og settur upp sím- svari í staðinn. Davíð Oddsson forsætisráðherra Hefur sýnt á árinu að hann er í eðli sínu framsóknarmaður sem var tilbúinn að fórna stuðningi frjálslyndra manna í skiptum fyrir að hafa Halldór Blöndal og Egil á Seljavöllum sem sína traustustu bakhjarla. Ef Davíð verður öllu meiri frammari kjósa þeir sem ekki eru búnir að flýja land hann á Bessastaði. Arthur Morthens borgarfulltrúi Vinur smælingjanna úr Al- þýðubandalaginu fékk það van- þakkláta hlutverk að hækka fargjöldin hjá strætó og mátti horfa upp á biðraðir ellilífeyris- þega sem vildu tryggja sér strætómiða á gamla verðinu. Fylgið hrundi af Reykjavíkur- listanum. Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra Finnur vissi ekki í hvorn fót- inn hann ætti að stíga, svo hann prófaði vaxtafótinn. Hann hafði varla setið tvo daga á ráðherrastóli þegar hann opnaði munninn og vildi lækka vexti. Svo lokaði hann munnin- um aftur, en vextirnir létu eins og þeir hefðu ekki heyrt í hon- um. Guðmundur Bjamason landbúnaðarráðherra Náði betri búvörusamningi en meira að segja bændur höfðu látið sig dreyma um. Þar var kominn maður á vitlausum stað á réttum tíma. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri Þegar allir voru hérumbil búnir að gleyma honum sann- aði Hrafn að hann getur hermt eftir nóbelsskáldinu með glæsibrag. Sagan sem hefst á orðunum „Madame var ekkja Einar S. Jónsson formaður Norræns mannkyns Fullyrti að málstaðurinn væri stöðugt að vinna á meðal landsmanna, líka alþingis- manna. Flestir hlógu þegar hann sagði að Laugavegurinn væri Kínahverfi, en þegar áhorfendur Stöðvar 2 voru spurðir álits í beinni útsend- ingu kom í ljós að þorri þjóðar- innar er honum sammála. Hún vill ekki heldur þurfa að horfa upp á útlendinga í landinu sínu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra Ingibjörg vandist því meðan hún var hjúkrunarkona að taka brosandi við skipunum frá læknum. Hún brosir enn og heldur áfram að taka við skip- unum frá þeim. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Þráfaldlega sagði hún: „Minn tími er kominn." Þrautalend- ingin var: „Það er allt sigur hjá Þjóðvaka." Á endanum sat hún uppi með mestu kverúlanta landsins; næstu árin liggur varla annað fyrir henni en að verða eins og skræk rödd í eyðimörkinni sem hrópar um sameiningu vinstrimanna. Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður Reyndi hvað hún gat að koma á framfæri mótmælum vegna mannréttindabrota í Kína, en af einhverjum ástæð- um litu allir í hina áttina. Kom mótmælunum svo loks á frænda eins túlksins á kvenna- ráðstefnunni. Hann stakk þeim ofan í tösku. að atvinnu" hlýtur að teljast eftirminnilegasta bókmennta- verk ársins. En var fólkið í al- vörunni svona hneykslað eða var það Þórðargleði yfir því að Hrafn hlypi enn einu sinni á sig? Logi Ólafsson landsliðsþjálfari Fékk að verða þjálfari fót- boltalandsliðsins af því hann er svo fínn náungi og vegna þess að allir voru svo hræddir við hverju skaðræðisgripurinn Guðjón Þórðarson kynni að taka upp á. Fær það hlutverk að leiða landsliðið í gegnum leiðinlegasta riðii heimsmeist- arakeppninnar. Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins Það þótti nútímalegt að kjósa konu, og það konu af frystihúsgólfinu, sem formann. En þegar þeir fóru enn einu sinni að hrópa „ísland úr Nató, herinn burt“ runnu tvær grím- ur á landsmenn. Þá lét Margrét sig hverfa og hefur ekki sést síðan. Oddur Albertsson fyrverandi skólastjóri Enginn vissi að skólinn hans væri til, hvað þá hann. Svo var hann rekinn og þá kom á dag- inn að hann hafði verið ómet- anlegur skólamálafrömuður, þótt bókhaldið væri raunar í dálitlu klastri. Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri Þráhyggja stofnunarinnar hans gagnvart útgáfu síma- skrárinnar hætti að vera bros- leg á árinu og fór að leggjast á sálina í þjóðinni. Af hverju mátti ekki skipta henni í tvennt, til dæmis um mitt staf- rófið eða um höfuðborgar- svæði og Iandsbyggð? Nú hef- ur Ólafur loks séð að sér: Næst fáum við símaskrá í einum hluta og geðheilsu þjóðarinnar er borgið. Páll Pétursson féiagsmálaráðherra Höllustaðabóndinn fékk óvænt uppreisn æru þegar hann var gerður að félagsmála- ráðherra, þrátt fyrir að það orð færi af honum að hann væri óhæfur til að gegna ráð- herraembætti vegna sérvisku. Þegar hann reyndi að meina útlendingum að starfa í undir- stöðuatvinnuvegunum fannst þjóðinni að þar færi maður með fullu viti. Ragnar Amalds alþingismaður Tókst enn einu sinni að láta kjósa sig á þing, þrátt fyrir að hann hafi setið þar síðan 1963 og sé einhver jafnþreyttasti þingmaðurinn. Það er afrek í sjálfu sér að komast í úrvals- hóp manna sem hafa setið næstum hálfa öld á þingi. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður Leðurklædd á mótorhjóli skaust hún framhjá karlskrögg- unum í Framsókn inn á þing. Enginn vann glæstari kosn- ingasigur en hún. Hún var framsóknarkona hins nýja tíma og sagðist meira að segja hafa aðra sjávarútvegsstefnu en karlarnir. Svo gengu sjó- menn á hana með stefnumálin og hún svaraði ráðvillt: „Ég man ekki eftir þessum loforð- um.“ Þá tók hún að beita sér fyrir útivistartíma barna. Tómas Guðmundsson skáld Hann var reyndar ekki spurð- ur álits sjálfur, en á árinu varð Reykjavíkurskáldið Tómas einn af höfundum Máls og menningar. Og var þá endan- lega staðfest að þótt kommar 11 hefðu tapað í pólitíkinni, þá unnu þeir glæsilegan sigur í menningunni. Vigdís Finnbogadóttir forseti Naut í fimmtán ár þeirra dæmafáu forréttinda að þurfa ekki að svara nema þeim spurningum sem hún kærði sig um. Svo brá hún sér af bæ til Kína og þegar hún kom heim uppgötvaði hún undrandi að allt var breytt. Menn ætluðust jafnvel til að hún svaraði fyrir bruðlið við endurbyggingu Bessastaða og rifjuðu upp gömul kosningaloforð. Hún ákvað að bjóða sig ekki aftur fram. Þorbergur Aðalsteinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Þegar liðið hans tapaði og tapaði í heimsmeistarakeppn- inni sagði hann örvæntingar- fullur: „Það verður að segjast eins og er að við erum sjálfum okkur verstir — við erum helstu andstæðingar okkar.“ Liðið hans vill helst ekki koma í Laugardalshöllina aftur, minningarnar þaðan eru ein- faldlega svo siæmar, en næst þegar Þorbergur fær að þjálfa landslið verður það kokka- landsliðið. Ögmundur Jónasson alþingismaður Allaballar létu það eftir Ög- mundi að kalla sig óháðan fyrir kosningar og mörgum kjósend- um leist þetta hinn óháðasti maður, skörulegur og duglegur við að lemja í ræðupúlt eins og honum væri mikið niðri fyrir. Þeir gleymdu því hins vegar að með öllum skörungsskapnum hafði hann verið duglegastur við að lemja niður kaupmátt umbjóðenda sinna í BSRB. Þeg- ar inn á þing var komið reynd- ist óháði þingmaðurinn svo mesti Allaballinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.