Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 20
20 FlMIVmJDAGUR 28. DESEMBER1995 ''j Útsendarar Helgarpóstsins komust að raun um að það er ekki nokkrum erfiðleikum bundið að nálgast gróft klám á Internetinu. Því miður er það barnaleikur einn... ./ ■ Grjóthart klám í massavís á Intemetinu Internetið er það samskipta- tæki sem sló einna rækileg- ast í gegn á árinu og vaxtar- hraði útbreiðslunnar er gríðar- legur. „Bylting" er sannarlega orðið yfir þessa stórkostlegu tækniþróun og trauðla hægt að spá um framhaldið (þó að Helgarpóstinn gruni reyndar að stutt sé í þau tímamót að vin- sældir Netsins verði því að ald- urtila). En hvað í ósköpunum eru menn annars að vilja inn á hið dásamaða Net? Hvers vegna er þetta ánetjaða fólk að dunda sér hálfbograndi og gráguggið í framan við skjáinn? Þessari spurningu má sumpartinn svara með því að benda á þá þrjá efnisflokka sem fróðir menn telja að mestur umferð- arþungi liggi til á Veraldarvefn- um. í fyrsta sæti: Klám. í öðru sæti: Dægradvöl og viðskipti. í þriðja sæti: Menning og menntun. Klámið vinsælast? Virkilega? Já. En netmiðlarar verða hins vegar yfirleitt vandræðalegir þegar málið ber á góma. Þeir segja sem svo, að umfang klámsins sé gróflega ofmetið á Netinu og nær ómögulegt að komast í slíkan sora nema með því að greiða fyrir og hafa til þess bær aðgangsorð. Þetta er alrangt. Það er barasta ekki nokkrum erfiðleikum bundið að nálgast klám á Netinu, þrátt fyrir að netmiðlararnir haldi öðru fram í þeim göfuga til- gangi að forðast árásir preláta siðprúða meirihlutans. Þetta uppgötvuðu útsendarar Helg- arpóstsins þegar farið var á stjá eitt frostbiturt vetrarkvöld fyr- ir skemmstu og Netið grann- skoðað. Fljótlega rákust þessir óðfúsu netnýgræðingar blaðs- ins á grjóthart klám í massavís og aragrúa af tenglum yfir í meira slíkt. Af hverju er svona mikið um þetta? Tjah, er ekki ansi notalegt að sleppa við kostnaðarsama áskrift að glansklámritum, vandræðaleg- an myndbandaleiguþvæling og þess háttar? Sjálfsagt. Ojbjakk! eða Namminamm!... Það er matsatriði. Internetið eins og við þekkj- um er annars á hverfanda hveli — ef einhver skyldi vera í vafa um það. í alvöru talað. Bú- ið að vera. Dauðadæmt. Spurn- ingin snýst einungis um ná- kvæma tímasetningu jarðarfar- arinnar og framsýnir hafa þeg- ar skrýðst sorgarklæðnaði. Björn Bjarnason, Newt Ging- rich og A1 Gore stífpredika einum rómi um ágæti Inter- netstengingar inn á hvert heimili og dásama „ofurhrað- braut upplýsinganna". Og vin- sældirnar munu verða Netinu að aldurtila ef svo heldur fram sem horfir. Án vafa. Smám saman er al- menningur nefnilega að komast upp á lagið með að fara um þessa ágætis braut og nýta sér mögu- leika hennar út í ystu æsar og þá er voðinn vís. Siðprúði meirihlut- inn er fyrir nokkru mættur á staðinn með ofstækisfull boð sín og uppáþrengjandi bönn og er tekinn að voma líkt og hrægammur yfir nýjustu bráðinni: Inter- netinu. Nú skal reglu- gerðaríkið komast í feitt og prelátar þess spyrja hins augljósa: Áður en við hleypum börnum okkar lausum á þennan stafræna leikvöll er þá ekki skynsamlegast að hreinsa upp ruslið þar, dónana úr bænum eftir að hafa velt þeim upp úr tjöru og fiðri og finna örugga leið til að út- rýma erótíkinni sem allt er stútfullt þarna af? Mun siðprúða meirihlutan- um takast þetta ætlunarverk sitt? Já, að öllum líkindum. Meginspurningin er: Hvernig? Til dæmis með því að kynna til sögunnar í hverju landinu á fætur öðru reglugerðir og lög sem miða að því að refsa hverj- um þeim harðlega sem skapar, sendir eða gerir á annan hátt aðgengilegt á Netinu efni sem er meiðandi, særandi, dóna- legt, sóðalegt eða klámfengið og það getur falist í athuga- semdum, ummælum, tillögum, tilboðum, ímyndum eða mynd- um. Bandaríkin búa sennilega við strangasta löggjöf á þessu sviði í dag, en önnur vestræn ríki fylgja óðum í kjölfarið. reka lifir góðu lífi og dafnar og eykst að umfangi með degi hverjum. Og í klámið kemst hvaða barn eða blábjáni sem er, — með tveggja til þriggja daga reynslu af Netinu. Stærsta hindrunin á trú- boðsvegi siðprúða meirihlut- ans er vitaskuld mannréttindi borgara vestrænna lýðræðis- ríkja, smámunir á borð við málfrelsi, prentfrelsi og þess háttar. Internetið — eins og flestir sem fengu tölvu og mó- tald í jólagjöf hafa þegar upp- götvað — er stjórnlaust. Og án stjórnleysisins væri það ein- faldlega ekki til. Netið í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag — sér í lagi Veraldarvefur- inn — var skapað af almenn- ingi og án stjórnleysisins væri því vafalaust stýrt af forræðis- sinnuðum yfirvöldum til sér- tækra nota. Án stjórnleysis hefði fólkið engan áhuga á Netinu þar sem það er í raun vettvangur til að hafa samskipti á fjölbreyttan hátt án þess að stjórnvöld troði sínu besserwisserbulli upp á það. Og þar fyrir utan: þykir mönnum í alvörunni lík- legt að yfirvöld hefðu haft áhuga á því í byrjun að skapa eitthvað í líkingu við Netið ef til þeirra hefði verið leitað? Svarið er: Nei. Hvenær hefur yfirvöldum líkað við óhindrað streymi upplýsinga af hvers konar tagi? Svarið er: Aldrei, aldrei, aldrei. ÖU stjórnvöld fjandskapast út í óhindrað upplýsingastreymi. Ergo: Skerðing á stjórnleysi Netsins = dauðdagi þess. Hóflegt og umburðarlynt eft- irlit er málið og um það eiga Netmiðlunarfyrirtæki að sjá; einkaaðilar ekki stjórnvöld. Frelsi með skýrt afmörkuðum leikreglum. í þessu samhengi má benda á jjróun í þá átt að foreldrar barna og skólastjórn- endur verði sér sjálfir úti um forrit sem útilokar aðgang gris- linganna að klámi og alls konar óhroða á Netinu. Sömu leið geta stofnanapúkarnir og fyrir- tækjastjórnendur farið ef þeir eru smeykir við ánetjun undir- manna sinna. Aldrei verður þó að fulln- ustu tekið fyrir að óvandaðir klámhundar, mannorðsmorð- ingjar og aðrir slíkir dónar (mis)noti þennan fjölmiðil frekar en aðra. Eins og sjá má af vafasömum myndum þeim sem skreyta þessi fátæklegu orð þá er allt pakkað og troð- fullt af klámi inni á Netinu. Hörðu klámi. Grjóthörðu. Það Menn skulu bví hafa allan varann á þegar Netmiðlarar segja að lítið sem ekkert sé um „ókeypis" klám á Netinu; fyrir það þurfi að borga og aðgang- ur lokaður nema með lykilorði. Eins og með allt annað á Net- inu er nefnilega lauflétt að komast framhjá slíkum hindr- unum. Ýmist komast menn í slíkt efni gegnum heimasíður einstaklinga sem dunda sér við það dagana langa að skanna inn myndir og festa á Netið eða þá að misvönduð fyrirtæki gefa verðandi viðskiptavinum færi á krassandi sýnishornum. Hins vegar er það auðvitað spor í rétta átt að Netmiðlarar á borð við Kjarnorku/Síberíu og Miðheima hér á landi eru farnir að selja takmarkaðan að- gang; það er að segja, vissir hlutar Netsins eru lokaðir við- komandi notendum. Og valið er algjörlega fólksins, því fólki undir lögaldri er ekki seldur aðgangur að Netinu nema með eftirliti forráðamanna. Netið er semsagt enn um stundarsakir stjórnlaust. Og engin athöfn er of svívirðileg (eða hundleiðinleg) til þess að milljónir nethausa geti ekki fundið sér yfrum nægan tíma til að ræða það svo vikum og mánuðum skiptir í spjallhóp- um og á vefspjallsvæðum. Fólk sem hefur á þann hátt og ann- an svipaðan upplifað nær óhindrað frelsi í sýndarveru- leikaheimi mun berjast hat- rammlega gegn sérhverri til- raun sem gerð verður til að hefta það á nokkurn hátt. Drjúgur hluti af sjálfsöryggi þessara netriddara er sprott- inn af tækninni sjálfri — eða eins og John Gilmore, einn af brautryðjendum Netsins, orð- ar það: „Netið túlkar ritskoðun sem skaðvænlegan hlut og finnur sér leið framhjá henni.“ Við skulum vona að það gangi upp — þótt fátt bendi til þess að það takist á endanum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.