Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 12
RMMTUDAGUR 21. DESEMBER1995 12 m \ ekki bam Guðs Sjálfsagt verður árið 1995, hundr- að ára afmælisár kvikmyndarinn- ar, lengi í minnum haft í íslenskri kvikmyndasögu. Síðasta frumsýning árs- ins á íslenskri kvikmynd var síðastliðinn föstudag þegar kvikmynd Snorra Þóris- sonar, Agnes, var frumsýnd. Frumsýning- in fór, aldrei þessu vant, fram í Laugarás- bíói og var síðan haldið í laufléttar veit- ingar í Leikhúskjallaranum. Úr hófinu í Leikhúskjallaranum: Magnús Ólafsson, sem hvað eftir annað hefur slegið í gegn á árinu, þykir skila sínu vel í Agnesi. Friðriki Þór Friðríkssyni finnst líka mikið til hans koma, þótt nýkominn sé frá Ijónaveiðum í Afríku. Hjónin Guðrún Bjamadóttir og Egill Eðvarðsson leikstjóri ásamt afkom- endum sínum. María Ellingsen, sem brátt mun leika Katrínu miklu á móti Faye Duna- way, ásamt stúlkunni sem leikur dóttur hennar í myndinni. Baltasar Kormákur, alías Natan, er nýkominn frá Barcelona, þar sem undur og stórmerki gerðust. Það er sem fyrr nóg fyrir stafni hjá stórleik- aranum, sem bæði er að fara að leikstýra í Þjóðleikhúsinu og leika Badda í Djöflaeyjunni. Snorri Þórisson og Ármann Kr. Einarsson. Tónlistarstjóri kvikmyndarinnar, Gunnar Þórðarson, er ekki dauður úr öllum æðum þótt orðinn sé fimmtugur. Gísli vert í Leikhúskjallaranum hefur ofan af fyrir prímadonnunum. Gaui litli mætti í sparifötunum á frumsýninguna. Sitjandi er Ásdís Thor- oddsen, sem virðir fyrir sér stórvirkið. Þrainn Bertelsson og Ami Þorarinsson. Jón Asgeir Hreinsson handritshöfundur ásamt Dóra yfirlitgreini. Kata ásamt Jóni úri, en hann er ómissandi þegar gera á íslenska kvik- mynd. Sagt er að engin íslensk kvikmynd hafi verið eða verði gerð án hans.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.