Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 23
RMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 23 m: vont í bíó Vondu mvndnar Little Women Stjörnubíó Dæturnar eru að sönnu englar, en við móðurina sem býr þær af kostgæfni undir lífið getur enginn keppt nema guðsmóðir sjálf eða kannski móðir Teresa. Susan Sarandon gerir úr henni óþol- andi persónu sem er að kafna úr yfirlætisfullri góðmennsku og ást á fátæklingum. Mann langar mest að kyrkja hana í langdregnum lopanum sem hún og dætur hennar fjórar teygja út myndina. Allt þetta fólk er eilíflega að kyssast, pínulitlum mömmukossum, það hljóta að vera þúsund svoleiðis kossar í myndinni — manni verð- ur dálítið bumbult að heyra hvernig smellur í kossunum. Naked in New York Háskólabíó Mynd um taugaveiklað amerískt menntafólk sem er haldið því sem Guðni Guðmundsson kallaði „listrænu“ og er voða ærlegt og tekur sjálft sig fjarska hátíðlega. Mann grunar að þetta fólk gæti kannski slappað af ef það kynni að hlæja að sjálfu sér. Hættan er bara sú að mitt í hlátrinum komi upp einhver dári sem segir manni að í raun sé ekki hægt að taka þetta hátíðlega. Og þá er sjálfhætt. Exit to Eden Sambíóin Það er ýjað að alls kyns heillandi ástarleikjum. Ég get svosem ekki þvertekið fyrir það sem kemur fram í myndinni; að einn mað- ur af hverjum þremur, bæði karlkyns og kvenkyns, yrði ekki betri einstaklingur af því að láta binda sig og kefla, flengja sig, hengja sig í talíum upp í loft, kyssa skó eða setja ól um hálsinn á sér. Fólk verður að fá að hafa sín kikk. Hér eru ekki endilega nefndar alverstu myndirnar sem voru sýndar í bíó þetta drið; sumar myndir eru svo vondar að það tekur því ekki að geta þeirra, þær eru fyrir utan allan þjófa- bdlk. Þetta eru myndirnar sem fóru mest í taugarnar d Agli Helga- syni á órinu. Víkingasaga Laugarásbíó Nokkrir amerískir kvikmyndagerðarmenn einhentu sér í að slátra „norðranum", grein á meiði kvikmyndanna sem Hrafni Gunnlaugssyni tókst að kveikja líf í og hálfdrepa aftur. Það bárust fréttir um að myndinni hefði verið hent út með ruslinu í Holly- wood, en þegar það kom hingað var kvikmyndafólkinu ameríska tekið eins og þar væru heimsfrægir virðingarmenn á ferð — það breyttist ekki einu sinni þegar kom á daginn að aðalleikarinn væri þýskt kraftatröll sem heitir Möller. Kids Regnboginn Leikstjórinn er fimmtugur pervert sem gæti svosem ekki staðið meira á sama um unglingana nema af því þeir eru svo skemmti- lega mjóslegnir og hárlitlir og eiginlega ekkert bólugrafnir og þarna fær hann svo mörg tækifæri til að mynda stráka sem eru helst ailtaf berir að ofan, svona eins og spilltir englar; smástel]> urnar eru kannski ekki alveg jafn sætar en góðar samt þegar sést í naflann á þeim. Einkennilega húmorsnauð og óskemmtileg bíó- mynd og sé eitthvað hneykslanlegt við hana er það grasserandi pedófílían sem er megininntak hennar. The Road to Wellville Regnboginn Líklega hefur þetta átt að vera snargeggjuð kómedía þar sem heilsuræktarbrjálæðingar eru dregnir sundur og saman í háði. Ég held hins vegar að heilsuhælið í Hveragerði hafi verið miklu gegg- jaðra á tíma síns óskiljanlega rifrildis en hælið hans doktor Kellogs í Wellville. Maður bíður eftir þessu litla sem er, örmagna af leiða, tregafullur yfir því að svona margt fólk skuli fara svona mikla erindisleysu. Legends of the Fall Stjörnubíó Bíóið er fullt af smápíum sem eru þarna til að horfa á hvað Brad Pitt er sætur, þegar hann birtist á tjaldinu andvarpa þær, kvaka og flissa. Hann á að leika ein- hvers konar villipilt sem hlitir engum aga en er þó besti drengur þegar á reynir. Stúlkurnar taka ekki eftir því að hann er svo upp- tekinn af að fikta í hárinu á sér að hann má varla vera að því að leika, heldur gerir úr per- sónunni vælukjóa sem kveinkar sér og kveinar, þrunginn sjálfsvorkunn. Sápuópera sem hefði máski getað glatt kerlinguna í okkur öllum — ef persónurnar hefðu ekki allar verið svona leiðinlegar. Nell Háskólabíó í afskekktu skógarrjóðri í Karólínufylki býr ung kona. Hún er klædd í kjól með einföldu sniði, maður gæti næstum haldið að hann væri spunninn úr vaðmáli. Hún gengur berfætt. Við og við skreppur hún til Los Angeles þar sem hún fer á námskeið í leikrænni tján- ingu og þaðan fer hún gjarnan til New York þar sem hún á öruggt sæti á dansnámskeiðum hjá Martha Graham. Jodie Foster leikur Jodie Foster að leika geðbilaða konu. Nýtt met í tilgerð. Color of Night Regnboginn Konur fengu nokkuð fyrir sinn snúð þegar þær sáu glitta í bib- bann á Bruce Willis og að sönnu var smápían Jane March ófeimin við að fara úr fötunum. En það var næstum hrollvekjandi að sjá hlunkinn Bruce fara upp á hana. Annars reið amatörsálfræðin ekki við einteyming. Before Sunrise Regnboginn Ungt par, sem er svona eins og leiðinlega fólkið sem maður hitti á Interrail, gengur næturlangt um götur valsaborgarinnar, niður- sokkið í óhemju flatneskjulegar samræður um ást, kynlíf, for- eldra, framtíðina og dauðann; það er gefið í skyn að þau séu að komast að einhverri niðurstöðu þessa nótt. Til að áhorfandinn sé ekkert að villast um að bæði séu þau í geðshæringu má strákur- inn varla segja neitt við stelpuna án þess hún svari: „Þetta var fal- legt.“ Eða stelpan neitt við strákinn að hann halli ekki undir flatt og segi: „Þetta var fyndið." Svo fara þau inn í kirkju og þá hugsar maður: Ubbs, nú fer það að tala um trúmál. Og það stendur heima. Dredd dómari Laugarásbíó Þótt Stallone sé kominn í fínasta dress frá Versace er hann sjálf- um sér líkur: með sigin augu, skakkan munn og röddin sker í eyru eins og brotajárn. Með aldrinum virðist hann vera að tútna út fremur en hitt og hann gætir þess vel að enginn sýnist hávaxnari en hann. Stallone er í senn ákærandi, kviðdómur og böðull, svona ómenntaður einvaldur, en sem dómari kemst hann ekki í hálf- kvisti við Jón Óttar þegar hann var að dæma í sjónvarpinu, sællar minningar. Delta of Venus Laugarásbíó I borg sem á að vera París og þar sem Eiffelturninn gnæfir eins og reðurstákn þvælist um stúlkan Elena og hvert fótmál fylgir henni ábúðarfullt hvísl, leirburður sem liggur eins og mara yfir fólkinu í borginni, lesinn í hálfum hljóðum. Elena og stöllur henn- ar, konur með rakar varir, eiga í lostabrögðum með karlmönnum sem tjá sig með ástríðufullum frönskum hreim; allir eru þeir eins og sami maðurinn, hálfrakaður og með stóran rass. Dramatísk meiningarfull músík, langir skuggar og þýðingarmikil augnaráð árétta að þetta eru háskatímar þegar hvatalífið er gjörsamlega stjórnlaust. En einkennilega safalaust allt saman.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.