Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 7

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 7
FlMIVmiDAGUR 14. MARS1396 7 ar sulla að vísu mikið í bjór en þeir drekka bara allt öðruvísi en íslendingar. Pressan getur þó stundum verið gífurleg á mönnum að standa sig. Oft, sérstaklega þegar illa gengur, leita menn í áfengið til að losna undan álaginu. Ég nota áfengi þó aldrei á þennan hátt. Maður tekur því sem gerist og reynir bara að gera betur. En að detta í það til að losna frá álaginu það er ekki mín leið. Til eru mun betri og árangurs- ríkari leiðir til að slaka á held- ur en að drekka. Ég tel alveg tvímælalaust að þeir sem stunda íþróttir lendi mun síður í einhverju rugli en þeir sem ekki stunda neina íþrótt. Mér finnst að það mætti nota íþróttir mun meira sem forvarnarstarf gegn vímu- efnanotkun. Það þyrfti að vinna betur í yngri flokkunum, en mér finnst stundum eins og að þeir verði útundan í starf- semi íþróttafélaganna. Halda krökkunum við íþróttir, því þá er minni hætta á að þeir lendi á glapstigum," segir Sigurður Sveinsson að lokum. Gamli iandsliösmarkvöröurinn Ólafur Benediktsson fór í áfeng- ismeðferö fyrirfimmtán árum. Neyslan var þá farin aö taka drjúg- an toll, bæöi í einkalífinu og hand- knattleiknum. Hann kann ófagrar sögur af drykkju íþróttamanna: „Áfengi var notað til að peppa upp móralinn“ * Olafur Benediktsson, eða Óli-ver eins og hann var stundum kallaður, lék lengi í marki meistaraflokks Vals og gerði garðinn frægan sem að- almarkvörður íslenska lands- liðsins um árabil. Ólafur fór í áfengis- meðferð fyrir um 15 árum, þá tuttugu og átta ára. í framhaldi af því ákvað hann að hætta að spila með landsliðinu. „Ég tók þá ákvörð- un að breyta um áherslur í lífi mínu og fara að sinna því sem hafði setið á hakanum hjá mér,“ segir Ólafur. „Áfengis- neyslan var farin að trufla mig mikið, bæði í einkalífinu og í handboltanum. Það var kom- inn tími á að ég gerði eitthvað í því. Ég fór í meðferð í febrúar 1981 og hef aldrei séð eftir því. Félagarnir í handboltanum tóku þeirri ákvörðun bara nokkuð vel, því menn sáu að drykkjan var farin að trufla mig. Þó svo að ég drykki svo til eingöngu um helgar var drykkjan farin að taka sinn toll. 18-19 ára hristi maður þynnkuna af sér á einum degi en í lokin fóru alltaf nokkrir dagar í að ná sér eftir helgar- skemmtunina.“ Ólafur byrjaði að leika með meistaraflokki sautján ára að aldri og var yngstur í hópnum. „Á þessum tíma var annar hugsunarháttur en gengur og gerist, að ég held, í dag,“ segir hann. „Þá þótti sjálfsagt að detta í það eftir leiki og menn gerðu það óspart. Á vissan hátt var áfengi notað til að peppa upp móralinn hjá leik- mönnum ög þjappa þeim sam- an. Ég datt því inn í þetta mynstur á unga aldri og líkaði vel. í keppnisferðalögum héldu menn sig frá áfengi á meðan á keppninni stóð en eftir á var heldur betur tekið til við að halda upp á sigurinn eða en aðrir. Þeir halda því frekar hópinn og skemmta sér meira en gengur og gerist hjá liðinu öllu. Ég var tvímælalaust einn af þessum djammboltum. Auð- vitað er margt annað gert til að styrkja liðsandann en að nota áfengi, en það kemur mjög oft við sögu. Nokkrar reglur eru til sem menn eiga ekki að brjóta. Til að mynda að neyta ekki áfeng- is fjóra daga fyrir leik. Það versta er að stundum eru fjór- ir dagar bara ekki nóg til að jafna sig eftir drykkju helgar- innar, þannig að maður var ekki eins ferskur og maður hefði átt að vera í sumum leikjunum. Stundum mætti maður jafnvel nokkuð illa fyr- irkallaður á æfingar, sem var mjög slæmt, því ekki næst mikill árangur ef maður er þunnur á æfingunum. Ég hef verið áminntur af þjálfurum og félögum og lofað öllu fögru. Það stóð svo kannski í ein- hvern tíma en auðvelt er að gleyma öllum fögru fyrirheit- unum þegar skemmtunin er annars vegar. íþróttir eru og hafa alltaf verið stór hluti af lífi mínu og ég þurfti oft að haga drykkj- unni eftir dagskránni í fótbolt- anum. Ég er sannfærður um að fótboltinn hefur haldið aft- ur af drykkjunni hjá mér, því maður varð að standa sig og stramma sig af. Ég var samt alltaf að sulla þegar tími gafst til. Til að mynda notaði ég tækifærið þegar ég var meidd- ur og drakk. Svo vorkenndi maður hinum fyrir að mega ekki drekka. í stað þess að vera heima og hugsa vel um sig var farið á fyllerí," segir Ól- afur. „Ég ákvað eftir vandlega umhugsun að fara í áfengis- meðferð í vetur þar sem mér hafði ekki tekist að ná tökum á þessu upp á eigin spýtur og sé ekki eftir því. Eg er strax far- inn að finna hve gott það er að vera laus við áfengið. Líkam- inn er til að mynda inun betur á sig kominn en áður. Ég finn að árangurinn er stöðugt að aukast, ekki eins og hér áður fyrr þegar ég náði einhverjum árangri, datt svo í það og þurfti að byrja svo til upp á nýtt. Nú er ég kominn aftur í landsliðshópinn. Það get ég örugglega þakkað að miklu leyti því að ég er hættur að drekka. Ég hef séð mjög góða ein- staklinga sem hættu íþrótta- iðkun vegna áfengis. Tóku áfengið fram yfir. Þeir höfðu hreinlega ekki þol til að sinna hvoru tveggja. Ég hef jafn- framt séð menn sem hafa lagt áfengið til hliðar, tekið sig á og „Kominn í landsliðshóp- inn eftir að hafa hætt að drekka“ Olafur Gottskálksson er íþróttamaður af guðs náð. Hann spilaði lengi með úrvals- deildarliði Keflavíkur í körfu- bolta og spilaði í unglinga- landsliðum. Hann valdi fót- boltann fram yfir körfu- boltann og er nú markvörð- ur ÍBK. Ólafur hefur leikið nokkra Iands- leiki í fótbolta og er nú einn þriggja mark- varða sem valdir hafa verið til æfinga í landsliðs- hópnum. Ólafur er einnig einn þeirra sem lent hafa í klóm Bakkusar. „Það er alveg á hreinu að áfengi og íþróttir eiga alls enga samleið," segir Ólafur. „Ef menn kunna að drekka í hófi og á réttum tíma er það ef til vill ekki svo slæmt. Ég drakk í óhófi og oft á röngum tíma og það hefur heldur bet- ur komið niður á íþróttaiðkun minni. Ég sé það sérstaklega eftir á. Algengt var hjá mér að halda upp á sigurleiki og svo eins að drekkja sorgum sínum eftir tapleiki. Það er mikið um að menn skelli sér á krá og fái sér ölkollu til að lyfta upp móralnum. Það hefur oft end- að með fleiri ölkollum og áframhaldandi djammi. Þetta er að vísu misjafnt eftir liðum, en það eru alltaf nokkrir innan hvers liðs sem djamma meira drekkja sorgunum. Það kom nú fyrir að ég fékk mér í glas fyrir leiki en það var aldrei vel séð og í raun bannað. En það var aldrei talið neitt tiltökumál þótt maður skvetti í sig eftir leiki eða mót.“ Ólafur segir að það hafi þótt sjálfsagt á þessum tíma að drekka og lítil umræða hafi verið í gangi um alkóhólisma. „Ef til vill hefur hugarfarið breyst eitthvað frá því ég var sem mest í íþróttunum, en mörg dæmi sýna annað. í Vals- heimilin.u er til að mynda þessi fíni bar þar sem menn geta fengið sér að drekka og trúlega eru fleiri félög með bari í félagsheimiium sínum. Það er ekki alveg í samræmi við hugmyndir mínar um hvernig íþróttafélög eiga að starfa en sýnir ef til vill hversu stór hluti áfengisneysla er af félagslífinu innan íþróttafélag- anna,“ segir Ólafur Benedikts- son að lokum. Hinn fjölhæfi íþróttamaður Ólafur Gottskálksson er í landsliðshópi okkar T knattspymu. Ungur að árum lenti hann í ógöngum vegna áfengisneyslu, sem bitnaði á íþróttaiðkuninni, en sá að sér í vetur og fór í meðferð: farið þá fyrst að springa út sem íþróttamenn. Ég er von- andi einn þeirra. Ég er mjög ánægður með að vera hættur að drekka. Lífið er allt annað og betra. Sjálfs- traustið er meira og mér finnst ég vera fær í flestan sjó. Birkir Kristinsson getur farið að vara sig í markinu, því hér kem ég,“ segir Ólafur og brosir. Knattspyrnufélag SÁÁ er trúlega eina knattspyrnufélagið í heiminum sem stofnað er út frá áfengismeðferðarstofnun. Liðið samanstendur af gömlum snilling- um og efnilegum ungum strákum sem eiga þaö sameiginlegt að stríða viö áfengisvandamál: „Maður flosnaði upp frá boltanum vegna drykkju11 Enattspyrnufélag SÁÁ er trúlega eina knattspyrnu- félagið í heiminum sem stofn- að er út frá áfengismeðferðar- stofnun. Félagið er félagsskap- ur karla og kvenna sem hafa lent í áfengis- eða vímu- efnavanda, farið í með- ferð og hitt- ast svo reglu- lega til að leika knatt- spyrnu. Liðið keppti í fjórðu deild í fyrra og mun- aði minnstu að það kæmist upp í þriðju í fyrstu atrennu. „Liðið saman- stendur af gömlum snillingum og svo efnilegum ungum strák- um sem duttu í það, segir Björgvin Stefánsson, einn leik- manna liðsins, og hlær. Mjög stór hópur í liðinu hefur spilað í fyrstu deild og nokkrir jafn- vel komist í landsliðið. En allir eiga það sameiginlegt að vera edrú í dag. Björgvin og Gísli Torfi Gunnarsson, þjálfari Knatt- spyrnufélags SAÁ, voru báðir taldir nokkuð efnilegir sem knattspyrnumenn og hefur Gísli til að mynda keppt í fyrstu deildinni í fótbolta. En þeir lentu báðir í klóm Bakkus- ar og lá leiðin hratt niður á við. „Maður klikkaði oft á krítískum augnablikum, mætti þunnur á leiki ef maður á annað borð mætti,“ segir Gísli. „Ég er fæddur og uppalinn á Blöndu- ósi og lék með Hvöt í fjórðu deildinni fyrir norðan. Fjórða deildin í fótbolta gekk meira og minna út á að detta í það, að því er mér fannst. Menn voru margir í fótboltanum út af fé- lagsskapnum og þeirri skemmtun og drykkju sem honum fylgdi. Að leika fótbolta var algjört aukaatriði hjá mörg- um. Þegar ég var ungur leit ég upp til þessara manna sem voru í boltanum. Svo hitti mað- ur þá á sveitaböllunum, þræl- drukkna að skemmta sér. Þetta voru fyrir- myndirnar sem maður hafði. Svona vildi ég verða þegar ég yrði stór. Ég veit um lið sem eru að falla úr deildum og skýringin er einföld: Leikmenn eru stöðugt að detta í það og sleppa ekki helgi. Það gefur augaleið að það gengur ekki til lengdar. Leið mín lá svo til Akureyrar, þar sem ég keppti með Þór í fyrstu deild. Þar var allt öðru- vísi tekið á málunum og aginn mun meiri, fótboltinn tekinn al- varlega og menn ekki sífellt að skemmta sér. Þar þurfti ég að taka mig meira á hvað varðar drykkjuna, að minnsta kosti á meðan á leiktímabilinu stóð. En þegar því lauk tók ég til við að skemmta mér.“ „Ég er uppalinn í fótboltan- um hjá Leiftri á Ólafsfirði og var farinn að æfa með meist- araflokknum þar aðeins fimm- tán ára,“ segir Björgvin. „Ég fluttist síðan til Reykjavíkur og fór í KR. Þetta var síðan svip- að hjá mér og Gísla. Maður flosnaði upp frá boltanum hægt og rólega vegna drykkju, mætti til dæmis illa á æfingar. Maður hefur oft lent í brjál- æðislegum partíum með öðr- um leikmönnum og jafnvel þjálfaranum og þá var ekki verið að halda aftur af drykkj- unni. Þetta er trúlega nokkuð algeng aðferð á íslandi til að hrista hópinn saman og fá fram góðan móral hjá leik- mönnum. Þetta kom manni ekki á óvart þá, en þegar mað- ur lítur til baka þá er þetta al- veg fáránleg aðferð og margar betri leiðir til að mynda góðan samhentan hóp.“ „Þetta sem allir eru að segja, að ef þú stundir íþróttir þá ná- irðu árangri í lífinu, er ekki al- veg rétt,“ segir Gísli. „Það á heldur að segja: Ef þú stundar íþróttir þá nærðu árangri ef þú drekkur ekki. Það eru það margir íþróttamenn sem ná góðum árangri en misstíga sig svo vegna áfengis eða annarra vímuefna." „Áfengisneysla litar allt íþróttalíf á íslandi og úr því þarf að bæta,“ segir Björg- vin. „Sumir nota íþróttirnar sem afsökun fyrir drykkjunni. Segja að það sé í lagi að drekka því þeir séu í íþróttum. Hengja sjálfsvirðingu sína á íþróttaiðkunina eins og ég gerði. Það er auðvitað fárán- legt og gengur ekki til lengdar. Alkóhólismi gerir engan greinarmun á hvort maður iðkar einhverja íþrótt eða ekki.“ f

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.