Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 8
8
FIMMTUDAGUR14. MARS1996
j nýbyggöu braggahverfi á Seltjarnarnesi er nú verið aö taka upp
dýrustu kvikmynd sem íslendingar hafa gert, „Djöflaeyjuna".
Eiríkur Bergmarm Einarsson átti orðastað við leikstjórann
Friðrik Þór Friðriksson og handritshöfundinn Einar Kárason
um Thulekampinn, utangarðsfólk, íslenska kvikmyndagerð og
erlend áhrif. Jafnframt bar á góma að Einar er af sumum talinn
hafa sömu hæfileika og Halldór Laxness, að geta gert grín að
íslendingseðlinu: smáborgaraskapnum og hræsninni í samfélaginu...
„Ekki
leéeja nafn Guðs
við hégóma“
- skýtur Friðrik Þór sposkur inn í samtalið eftir að Einar segir
vandræðalegur að það sé óþarfi að blanda Halldóri í málið.
Hér sést örlítill hluti
braggahverfisins til-
búna á Seltjarnarnesi.
Það gæti tæpast verið
raunverulegra, meira
að segja blokkin fyrir
miðju er hluti af leik-
mynd sem reist hefur
verið á undanförnum
tólf mánuðum.
Tökur standa nú yfir á kvik-
myndinni Djöflaeyjunni,
sem er dýrasta mynd sem
framleidd hefur verið á íslandi.
Handritið skrifaði Einar Kára-
son upp úr metsölubókum sín-
um, Þar sem Djöflaeyjan rís og
Gulleyjunni. Leikstjóri myndar-
innar er Friðrik Þór Friðriks-
son. Verkið segir sögu fjöl-
skyldu sem býr í bragga í
Thulekampi í Reykjavík og er
henni fylgt eftir í gleði og sorg.
Einvalalið leikara leggur mynd-
inni lið. Gömlu hjónin leika þau
Gísli Halldórsson og Sigurveig
Jónsdóttir. Með hlutverk dótt-
ursona hennar fara Baitasar
Kormákur í hlutverki töffarans
Badda og Sveinn Þórir Geirs-
son sem leikur Danna. Systur
Jreirra, Dollýju, leikur Halldóra
Geirharðsdóttir. Aðrir leikarar
eru þau Magnús Ólafsson, Ing-
var Sigurðsson, Sigurður Sig-
uijónsson, Óskar Jónasson,
Guðrún Gísladóttir og Pálína
Jónsdóttir. Stefnt er að því að
tökum á myndinni ljúki 1. maí
og hún verði frumsýnd í kvik-
myndahúsum 21. september.
Blaðamaður Helgarpóstsins hitti
þá félaga, Friðrik og Einar, í
skrifstofuhúsnæði íslensku
kvikmyndasamsteypunnar og
bað Einar að rifja upp fyrir
þjóðinni út á hvað sagan geng-
ur:
„Myndin byggist á bókunum
Þar sem Djöflaeyjan rís og Gull-
eyjunni. Sagan gerist á síðari
hluta sjötta áratugarins og fyrri
hluta þess sjöunda, og fer að
mestu leyti fram í braggahverf-
inu Thulekampi. í miðju hverf-
inu, í stærsta húsinu, býr fjöl-
skylda Karólínu spákonu og
Tomma. Þau eru aðalpersónur
myndarinnar ásamt þremur
barnabörnum Karólínu. Baddi,
sem er að nokkru alinn upp hjá
móður sinni í Ameríku, kemur
heim til íslands með nýja tíma
með sér — keyrir um á amer-
ískum kagga og vitnar stöðugt í
Elvis. Yngri bróðir hans, Danni,
fellur í skuggann. Og svo er það
systir þeirra, sem heitir Dollý.
Hugmyndin að þessari sögu
kviknaði þegar ég heyrði sögur
af þeim fræga manni Bóbó á
holtinu, sem er sumpartinn fyr-
irmynd Badda. Ég þekkti þó
ekkert til Bóbós fyrr en ég var
búinn að skrifa söguna, þannig
að þetta er ekki saga hans. En
þeir sem urðu þeirrar gæfu að-
njótandi á þessum árum að fara
til fyrirheitna landsins Ameríku
— sem í raun var í öðru sólkerfi
miðað við sveitasamfélagið ís-
land — þóttu náttúrlega nokk-
uð merkilegir þegar þeir komu
helm aftur. Islenskt nútímasam-
félag var í raun að verða til á
þessum árum og í braggahverf-
unum bjuggu mörg þúsund
manns sem litið var niður á. Og
mig langaði til að skrifa um fólk
í jaðri samfélagsins."
Þúsundir manna bjuggu í
heilsuspillandi bröggum.
Breytist sagan mikið frá
bókum til handrits?
„Við vildum hafa dálítið aðrar
áherslur í myndinni," segir leik-
stjórinn Friðrik Þór, „en þar
sem Einar skrifar handritið
verður það mjög trútt sög-
unni.“ „Þótt ég skrifi handritið
er frásagnarhátturinn og áferð-
in vitaskuld ákvörðun sem við
tökum saman. Ég fer að sjálf-
sögðu eftir hugmyndum leik-
stjórans um hvernig mynd
hann vill búa til,“ segir Einar.
„Það má segja að sagan í bók-
unum sé nokkuð sjónræn," seg-
ir Friðrik. „Maður sér bragga-
hverfið fyrir sér og Áraa Páli
Jóhannessyni, sem byggði
hverfið fyrir myndina, hefur
tekist mjög vel upp. Til dæmis
fauk ekki. ein einasta plata í
óveðrinu um daginn, sem sýnir
hversu vel þetta er byggt. Fólk
sem hefur búið í braggahverf-
unum upplifir það eins og flash-
back að labba þarna í gegn. Það
ætti í raun að viðhalda þessu
hverfi og gera það að einskonar
safni, því þessi hverfi hafa öll
verið rifin og við eigum engar
minjar um þau. Fólki hefur
fundist þetta vera niðurlæging-
artímabil í sögu þjóðarinnar og
viljað gleyma þessum þætti í
byggingarsögunni. Borgaryfir-
völd kepptust við að útrýma
þessum bröggum, enda heilsu-
spillandi húsnæði. Þess vegna
varðveittist ekkert og mér
finnst að komandi kynslóðir
eigi að vita að þúsundir for-
feðra þeirra bjuggu í svona hús-
um. Sökum þessa tilbúna
braggahverfis verður myndin
mjög dýr. Til dæmis höfum við
þurft að byggja suma bílana frá
grunni og það er alltaf mun dýr-
ara að gera mynd sem gerist á
öðru tímabili. Bygging leik-
myndarinnar hefur tekið heilt
ár og á endanum verður þetta
dýrasta mynd sem gerð hefur
verið á íslandi,“ segir Friðrik.
Kvikmyndasjóður
neitaði að styrkja
verkefnið í upphafi
Hvernig kom það til að þið
fóruð að breyta þessum sög-
um í kvikmynd?
„Það gerðist nú mjög
snemma. Ég man að þegar við
gerðum saman handritió að
Skyttunum árið 1984 þá vorum
við að tala um að gera þetta að
kvikmynd," segir Friðrik. Og
Einar bætir við: „Ef ég man rétt
þá kviknaði hugmyndin nokkru
fyrr. Þegar ég bjó í Kaupmanna-
höfn kom Friðrik þangað til að
fullgera Rokk í Reykjavík. Þá
hittumst við og Friðrik fór að
segja mér að hann vildi gera
kvikmynd um utangarðsmenn
sem brytust inn í skotfæra-
verslun og úr því varð Skytturn-
ar. Þá sagði ég honum að ég
væri að vinna að skáldsögu um
fólk í útjaðri samfélagsins; um
spákellingu og ameríkaníserað-
an töffara. Og við áttuðum okk-
ur á að við vorum á svipaðri
bylgjulengd og varð það að
samkomulagi að hann myndi
einhvern tímann kvikmynda
skáldsöguna, en á móti myndi
ég leggja honum lið við hand-
ritsgerð Skyttanna. Ég skrifaði
fyrsta handritið að Djöflaeyj-
unni 1990, ári eftir að ég kláraði
síðustu bókina í trílógíunni,
sem hlaut nafnið Fyrirheitna
landið. Myndin byggist þó ekki
á þeirri bók. Ég sendi svo allar
bækurnar þrjár, sem búið var
að gefa út í Stórbók hjá Máli og
menningu, inn til Kvikmynda-
sjóðs íslands, en fékk ekki styrk
til handritsgerðar." „Við feng-
um svo styrk frá Menningar-
sjóði,“ bætir Friðrik við. „Mynd-
in er að mestu framleidd fyrir
erlent fé, en við sendum svo
handritið til Kvikmyndasjóðs,
sem styrkti okkur um fimmtán
prósent af framleiðslukostnað-
inum. Til að eignast einhvern
hlut í þessari mynd þurfum við
hins vegar að leggja alla okkar
vinnu, tæki og tól í hana. Og til
að dæmið gangi upp fjárhags-
lega þurfum við 70 þúsund
áhorfendur, þannig að þetta er
talsverð áhætta. Það hefur tek-
ið mörg ár að fjármagna þessa
mynd og menn höfðu almennt
ekki trú á að við gætum það.“
Ekki eimreið fyrir hlass
af mórölskum fordómum
Er einhver boðskapur með
þessu verki; ákveðin saga
sem þið eruð að reyna að
koma til skila?
„Friður á jörð,“ svarar Friðrik
að bragði með glott á vör. „Þeg-
ar ég byrjaði að skrifa þessa
sögu langaði mig til að fjalla
einu sinni um þetta tímabil í
sögu þjóðarinnar án þess að
vera í hlutverki hins móralska
mannabústöðum sem enginn verkamaður hafði efni á
að kaupa. Það voru ekkert nema heildsalar og ríkis-
starfsmenn sem bjuggu þar. Djöflaeyjan er þannig
næsta stig fýrir neðan það í þjóðfélaginu.“
Einar Kárason: „Þegar ég byrjaði að skrifa þessa
sögu langaði mig til að fjalla einu sinni um þetta
tímabil í sögu þjóðarinnar án þess að vera í hlutverki
hins móralska predikara. Ég hafði áhuga á að leyfa
þessu fólki að lifa sem söguefni á eigin forsendum."
Félagarnir Ingvar
Sigurðsson og
í Baltasar Kormák-
' ur fara með stór
hlutverk í Djöfla-
eyjunni, sér í lagi
sá síðarnefndi,
sem leikur erki-
töffarann Badda.
predikara,“ segir Einar. „Allt
sem snerti svona fólk hafði ver-
ið sjálfvirkt tilefni til að vara við
hvert íslenskt samfélag væri að
fara: til andskotans. Hvort sem
það var nú ameríkaníseringin,
þar sem fólk var að vinna á Vell-
inum og reyndi að smygla sem
mestu þaðan út. Það horfði á
kanasjónvarpið. Konur giftust
Ameríkönum og fluttust þang-
að — sem verður reyndar
nokkuð afdrifaríkt í þessari
sögu. Og það þótti mikil niður-
læging fyrir nýsjálfstæða þjóð
að fólk skyldi búa í herskálum.
Þannig að allt sem þessu við-
kom var tilefni til að vara við.
Njörður P. Njarðvík skrifaði
grein í Morgunblaðið um daginn
þar sem hann spyr: Eruð þið sú
þjóð sem mig hefur dreymt um?
Eg held að einhver þannig
hrokaspurning sé inntakið í
boðskap réttsýnna manna sem
litu yfir þann lýð og það líferni
og hugsunargang sem þreifst á
þessum stöðum. Ég hafði því
áhuga á að leyfa þessu fólki að
lifa sem söguefni á eigin for-
sendum og nota það ekki eins
og einhverja eimreið til að
draga allt mitt hlass af mórölsk-
um fordómum. í mínum augum
var þetta fólk spennandi og
skemmtilegt."
Draga augað í pung og
horfa glottandi yfir sviöið
Margir hafa sagt að þú,
Einar, hafir sömu hœfileika
og Halldór Laxness, að geta
gert grín að íslendingseðlinu
eins og það birtist: smáborg-
araskapnum og hrœsninni í
samfélaginu. Ertu með þessu
verki að deila á smáborgara-
skap og hrœsni?
„Það er nú óþarfi að blanda
Halklóri Laxness inn í þetta,“
segir Einar, og Friðrik skýtur
sposkur inn í: „Ekki leggja nafn
Guðs við hégóma.“ „Að mínu
mati er þetta aðeins klassískt
form góðrar frásagnarlistar,
með örlítilli írónískri fjarlægð,
eins og höfundar íslendinga-
sagnanna gerðu. Ef menn eru
svo alvarlegir að þeir missa
sjónar á því sem er fyndið og
skemmtilegt í samfélaginu þá
eru þeir á villigötum. Eg er nú
ekkert sérstaklega að sýna fram
á einhverja hræsni í samfélag-
inu heldur leyfi ég henni að
vera bara á sinni hillu og grass-
era þar sem henni sýnist. Ég
nenni ekki að fara að gera hana
að einhverju málefni sem ég
væri að blanda mér inn í,“ segir
Einar.
Myndin getur virkað sem
skopvinkill á samfélagið
Þú virðist nú hafa fengist
við þetta sama þema áður,
Friðrik. Til dœmis taka Bíó-
dagar á þessari skyndilegu
opnun samfélagsins þegar
kanamenningin flœðir yfir
landið og átökin harðna
milli Ameríku- og Sovétsinna.
„Þessar myndir fjalla að
nokkru leyti um sama tímabil í
sögu þjóðarinnar, en Bíódagar
eru mun persónulegri mynd,
sem fjallar um upplifanir mínar
og æskuminningar. Ég er alinn
upp í verkamannabústöðum
sem enginn verkamaður hafði
efni á að kaupa. Það voru ekk-
ert nema heildsalar og ríkis-
starfsmenn sem bjuggu í þess-
um verkamannabústöðum þeg-
ar ég var að alast upp. Djöfla-
eyjan er þannig næsta stig fyrir
neðan það í þjóðfélaginu. Bíó-
dagar er meiri kellingamynd,
því hún fleytir kellingar á því
sem er að gerast í samfélaginu.
Djöflaeyjan tekur hins vegar
dýpra á þessum málum. Það
skemmtilegasta er að fólk virð-
ist ekki þurfa að hafa neinn sér-
stakan snertiflöt við þennan
tíma til að njóta hennar. Að
minnsta kosti las fólk úr öllum
stigum þjóðfélagsins þessar
bækur og hafði gaman af. En
hver maður verður að sjá þetta
með eigin augum. Einnig er þó
hægt að líta alvarlega á þetta,
en það er algerlega undir áhorf-
andanum komið. í myndinni
reynum við fyrst og fremst að
ná andrúmsloftinu í sögunni og
skapa það andrúmsloft sem var
á þeim tíma. Fólk nálgast hins
vegar svona sögu á sínum eigin
forsendum og les það úr henni
sem því sýnist. Til dæmis sáu
Ameríkanar einhvers konar
pólitískan vinkil út úr Bíódög-
um; að myndin væri svona anti-
amerícan, sem ég hafði ekki
gert mér grein fyrir. Þannig
opna kvikmyndir möguleika
fyrir fólk til að skilja myndirnar
í samræmi við bakgrunn sinn.
Til dæmis náðu Púertó-Ríkanar
Bíódögum miklu betur og
hlógu allan tímann, því þeir
hafa einnig ameríska herstöð.
Ameríkanar hafa nú mikinn
móral yfir hvað Ameríka og am-
erísk menning hafa gert öðrum
menningarheimum og allir þar-
lendir háskólamenn eru með
einhverjar afsakanir um það.
Hins vegar hefur ameríska
menningarinnrásin verið mjög
góð fyrir íslenska menningu. Ef
það hefði ekki gerst væri hérna
álíka mikil djass- og rokkmenn-
ing og í Færeyjum. Og líklegast
hefði hún komið gegnum Dan-
mörku. Til dæmis gerðust hlut-
irnir miklu seinna í Danmörku
en hér. Þegar Rokk í Reykjavík
var sýnd þar skildu menn ekk-
ert í hversu framarlega rokkið
var á íslandi,“ segir Friðrik.
„Við megum þó ekki gleyma öll-
um þeim slæmu áhrifum sem
amerísk menning og herstöðin
hafa haft á íslandi," skýtur Ein-
ar inn í og hneykslast sposkur á
svip yfir körfuboltaæðinu á
Suðurnesjum, sem hann segir
mjög svo óþjóðlega íþrótt.
„Það sem ég er að segja er að
herstöðin er svo mikill hvati á
allt menningarlíf í landinu. Hún
er uppspretta fyrir frjótt menn-
ingarlíf, því hún er svo sýnileg,
og auðvelt er að spinna út frá
áhrifum hennar. Einhvern tím-
ann var ég spurður í útvarps-
pviðtali í Danmörku af hverju
rokkið væri svona sterkt á Is-
landi. Ég sagði að það væri
vegna herstöðvarinnar og
benti þeim á að skynsamleg-
asta leiðin fyrir hin Norður-
löndin til að komast á blað í
rokkheiminum væri að koma
skipulega upp svipuðum her-
stöðvum. Þessi yfirlýsing gekk
að vísu mjög illa í Danina. Það
sama á við um kvikmyndagerð-
ina: Við hirðum það besta úr
amerískri kvikmyndagerð og
flytjum myndmálið yfir á ís-
lenskan veruleika.“