Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 10
FIMMTUDAGUR14. MARS1996
HELGARPÓSTURINN
Útgefandi: Miðill hf.
FrEunkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson
Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín
Ritstjórnarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir
Setning og umbrot: Helgarpósturinn
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Sukkað í íþróttum
Otæpileg áfengisneysia er einn af uggvænlegri fylgifiskum íþróttaiðk-
unar og hefur svo verið um langt skeið. Þetta er staðreynd, hvað
sem því líður, að ætla mætti að íþróttafólk hefði hópa ríkasta ástæðu til
að halda sig fjarri flöskunni. Áfengi er þannig óspart notað til að þjappa
liðum saman á erfiðum stundum og ná upp baráttuandanum — og eins
til að fagna sætum sigrum eða drekkja sárum vonbrigðum. Þetta veit
hvert mannsbarn sem eitthvað þekkir til í íþróttaheiminum.
*
\ fengisneyslan er afturámóti nokkuð mismunandi milli íþrótta-
/Agreina og samkvæmt rannsóknum virðast boltamenn vera stórtæk-
ari en til dæmis frjálsíþróttamenn, sundfólk og hlauparar. Það þarf í
öllu falli ekki ýkja séðan rannsóknarblaðamann til að uppgötva, að
áfengisneyslan loðir jafnt við hágæða handknattleiksmenn sem fjórðu
deiidar knattspyrnumenn. Það skal tekið fram, að íþróttamenn líkjast
sjómönnum að því leyti til, að þeir fá sér sjaldnar í glas en margir aðrir
og þá gjarnan eftir langar og strangar tarnir; fara þá tíðast um í hópum
og eru áberandi og hávaðasamir. Vafasamt er að draga samasemmerki
milli þessa mynsturs og ofdrykkju viðkomandi hópa.
Hinsvegar er greinilegt af rannsóknum, að sá áróður að iðkun íþrótta
komi í veg fyrir neyslu vímuefna — áróður sem oftast er hafður
uppi af forystumönnum íþróttahreyfingarinnar í tengslum við þéttriðið
kröfunet til að góma í fjárveitingar — er gjörsamlega falskur. Rann-
sóknir þær sem hér er vitnað til gerði Þórólfur Þórlindsson prófessor
og þar kemur glögglega fram, að lítill munur er á áfengisdrykkju þeirra
íslensku ungmenna sem stunda íþróttir og þeirra sem sporlatari eru.
„Ég tel að það þyrfti að leggja meiri áherslu á að íslenskir íþróttamenn
neyti ekki áfengis, í fyrsta lagi til þess að þeir nái betri árangri og í öðru
lagi samræmist áfengisneysla ekki hugsjónum íþróttanna," segir Þór-
ólfur og fellir þannig þungan dóm yfir íþróttahreyfingunni.
*
Iumfjöllun Helgarpóstsins um íþróttir og áfengisneyslu í dag er ásamt
Þórólfi rætt við Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni SÁÁ. Hann bendir á að
vitaskuld sé það lítið annað en goðsögn, að þeir sem stundi íþróttir eigi
síður í vandræðum með áfengi, þráttfyrir að lítið sé um að keppnis-
menn á toppi ferils síns leiti sér hjáipar vegna óhófsdrykkju. Þeir koma
einfaldlega ekki til meðferðar fyrren í ógöngur er komið.
Blaðið ræddi ennfremur við nokkra af fremstu íþróttamönnum þjóð-
arinnar í dag eða áðurfyrr, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa
kynnst áfengisneyslu koilega sinna náið. Að einum undanskildum hafa
þeir allir leitað sér hjálpar vegna ofneyslu. Veldur þar margt, en vafa-
laust einkum álag frá keppninni sjálfri og þrýstingur frá félögum í góð-
um og samstilltum hópi. Flestir sem blaðið ræddi við vegna málsins
voru sammála um að íþróttahreyfingin þyrfti að taka sig á hvað varðar
hugarfar gagnvart áfengisneyslu íþróttamanna; sérstaklega þarfnaðist
unga fólkið fræðslu.
*
Akveðið hlutfall af þjóðinni ræður ekki við áfengisneyslu sína og
áfengissýki fer ekki í manngreinarálit. „Það þýðir ekkert að setja
menn í bindindi og síðan ekki söguna meir. Forvarnarstarf innan
íþróttahreyfingarinnar verður líka að vera markvissara en það hefur
hingað til verið. Það er ekki nóg að segja að gott sé að fara í íþróttir því
þá verði maður góður og heilbrigður,“ segir Hermann Gunnarsson, en
hann var einn af landsliðsmönnum okkar í íþróttum um langt árabil og
hallaði sér um of að flöskunni.
Hermann bendir í máli sínu á grimmilega harða samkeppni sem hefj-
ist alltof snemma og veltir fyrir sér örlögum þeirra fjölmörgu
barna, sem ekki „fá að vera með vegna þess að þau eru ekki nógu góð“.
Að sjálfsögðu bera þau harm sinn í hljóði og margir lenda jafnvel inni á
braut vímuefna því enginn kemur þessu fólki til hjálpar, „...síst af öllu
íþróttahreyfingin“, segir Hermann og bætir við: „Það þarf að endur-
skipuleggja starfsemi íþróttafélaganna til að hægt sé að segja að heil-
brigð sál íhraustum líkama endurspegli starf íþróttahreyfingarinnar.“
Þetta er hörð gagnrýni frá manni sem gjörþekkir til í íþrótta-
heiminum.
Stefán Hrafn Hagalín
Helgarpósturinn
Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311
Netfang: hp@centrum.is
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241,
dreifing: 552-4999.
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með
greiðslukorti, en annars kr. 900.
Báknin burt!
Pátt er nú frekar rætt um
manna í milli en forsetakjör
og biskupsmál, og taka þær
umræður allar mikinn tíma frá
þarfari efnum. En til er ráð til
þess, að þessum umræðum
ljúki. Hún er að leggja niður
forsetaembættið og skilja að
ríki og kirkju. Ég ætla hér að
reifa nokkur helstu rökin fyrir
því að flytja þessi tvö bákn
burt af opinberum vettvangi.
Leggjum niður
forsetaembættið
Forsetaembættið var stofn-
að árið 1944 með því einfalda
bragði að setja alls staðar í
stjórnarskrá landsins orðið
„forseti", þar sem áður hafði
staðið „konungur". En slíkt
embætti á illa við í landi, þar
sem hugsjónin um jafnan rétt
allra manna er rík. Og það er í
senn kostnaðarsamt og óþarft,
auk Jress sem margvíslegur hé-
gómi, tildur og prjál þrífast í
kringum það.
Forseti Alþingis gæti sem
hægast gegnt þeim skyldum,
sem þjóðhöfðingi íslands hef-
ur, sem er að veita fólki viðtöl,
taka á móti erlendum gestum
og fara í opinberar heimsóknir
til útlanda. (Slíkar heimsóknir
fara jafnan fram á sumrin, þeg-
ar forseti Alþingis er hvort
sem er starfslaus.)
Margir halda því fram, að
forsetinn sé ómissandi land-
kynning og stuðli að auknum
útflutningi. Ég ætla ekki að ve-
fengja það. En gætum við ekki
fengið jafngóða landkynningu
á annan hátt fyrir allt það fé,
sem rennur í forsetaembættið?
Besta ráðið til þess að auka
útflutning er líka að selja góða
og ódýra vöru, og það geta ís-
lendingar, ef þeir reka útflutn-
ingsfyrirtæki sín við góð al-
menn skilyrði.
Svisslendingar flytja kynstr-
in öll út af úrum og matvælum
og öðrum vörum, þótt enginn
viti, hver þar er forseti hverju
sinni. Þar er sá háttur hafður á,
að ráðherrar ríkisstjórnarinn-
ar skipta forsetatigninni með
sér, einn á hverju ári, svipað
og dómarar í Hæstarétti ís-
lands gegna forsetastöðu þar,
hver á tveggja ára fresti.
Skiljum að ríki og kirkju
Samkvæmt stjórnarskránni
er evangelísk-lúterski söfnuð-
urinn á Islandi þjóðkirkja, og
þurfa Iandsmenn að greiða
gjald til hans, nema þeir geri
„Fátt er nú frekar rætt
um manna í milli en
forsetakjör og biskups-
mál, og taka þærumræð-
ur allar mikinn tíma frá
þarfari efnum. En til er
ráð til þess, að þessum
umræðum ljúki. Hún er
að leggja niður forseta-
embættið og skilja að ríki
og kirkju. Ég ætla hér að
reifa nokkur helstu rökin
fyrir því að flytja þessi
tvö bákn burt af opinber-
um vettvangi.“
sérstakar ráðstafanir til ann-
ars. Mér finnst ekki fara vel á
þessu. Þetta er í raun í and-
stöðu við það ákvæði stjórnar-
skrárinnar, að hér skuli vera
fullt trúfrelsi. Einum söfnuði er
ívilnað umfram aðra.
Kirkjan hefur ekki heldur
haft gott af faðmlaginu við rík-
ið, sem hefur að sumu leyti
verið andlegt kverkatak.
í stað þess að prestar séu
sálusorgarar, mega þeir ekki
opna svo munninn, að þeir
kvarti ekki undan kjörum sín-
um. Þeir eru orðnir opinberir
starfsmenn í hugsun. Kirkjan
er ekki hreyfing, heldur stofn-
un.
Skynsamlegast væri að gera
evangelísk-lúterska söfnuðinn
[uminæli
Karlmenn undir beltisstað..
íslenski kiljuklúbburinn sendi
í vikunni frá sér kiljuútgáfu bók-
arinnar „Karlafræöarinn — karl-
menn undir beltisstaö" eftir
Kenneth nokkurn Purvis. Þetta
sýnist tilvalin bók fyrlr karla á
öllum aldri og konurnar sem
kynnast vilja þeim nánar. Höf-
undur hefur lengi stundaö
karlalækningar og kemur þekk-
ingu sinni til skila á beinskeytt-
an og bráðfyndinn hátt. Þýöing
Stefáns Steinssonar læknis er
jafnframt afbragöslipur. Viö
mælum tvímælalaust meö
þessari á náttboröiö og til aö
glöggva áhugasama nánar
völdum viö nokkra búta úr kafl-
anum „Stolt karimannsins og
þungamiöja — hreðjar í miðju
alheims". Þetta eru ummæli
vikunnar að þessu sinni; til-
breytingarinnar vegna:
„Flestir karlmenn vita svona
nokkurn veginn hvar þeir
væru staddir án eistnanna: í
heimi þar sem hakan væri
snoðin og röddin skræk.“
„Líffærið sem hangir fremst
er oftast í sviðsljósinu en á
bak við það sitja tveir leik-
stjórar sem stjórna sýning-
unni og sjá um að sirkus karl-
mannsins fari ekki úr böndun-
um.“
„Á þeim tímum þegar Biblían
var rituð þótti alvarlegt mál
að vinna eið og til merkis um
alvöruna lagði eiðsvarinn
höndina á eistu þess manns
sem var svarinn. Talið er að
með þessu hafi eiðsvarinn
gengið að þegjandi samkomu-
lagi um að bölvun skyldi hvíla
á ófæddum niðjum hans ef
hann ryfi eiðinn.“
„Orð eins og testamenti og
testimonium, sem þýðir vott-
orð, sem og enska sögnin
testify, sem þýðir að bera
vitni, eru öll runnin upp úr
þessum jarðvegi þar sem
eistu og sannleikur eru hengd
á sömu spýtu. — Þegar menn
sverja eið í réttarhöldum nú
til dags lyfta þeir upp hægri
hendi í stað þess að
stinga henni undir
skikkju dómarans."
„Menn sem vantaði þessi
meginlíffæri gátu ekki beinlín-
is kallast virtir menn í samfé-
laginu. í Rómarveldi máttu
þeir ekki bera vitni fyrir rétti.
Ekki var um að ræða að ganga
í guðshús því að í Móselögum
stendur: Enginn sá, er meidd-
ur hefir verið eistnamari eða
hreðurskorinn, má vera í
söfnuði Drottins."
á íslandi að frjálsum söfnuði
með sömu réttindi og skyldur
og önnur trúfélög. Yrðu félagar
í honum þá að standa straum
af öllum kostnaði við rekstur-
inn, en eðlilegt væri, að kirkj-
unni væri um leið afhentar
ýmsar eignir hennar, sem ríkið
hefur tekið ófrjálsri hendi síð-
ustu aldir.
En ég tek það fram, að ég er
hlynntur aðskilnaði ríkis og
kirkju, vegna þess að ég styð
kirkjuna, en ekki vegna þess,
að ég sé andvígur henni: Ráðið
til að efla trúarlíf er einmitt að
frelsa kirkjuna undan oki ríkis-
ins og gera klerkana háða söfn-
uðunum, því að þá eru þeir lík-
legri til að þjóna þeim betur.
Þá verður líka til frjósamari
jarðvegur fyrir heittrúarsöfn-
uði, sem gegna mikilvægu fé-
lagslegu hlutverki, því að þeir
veita fólki í sálarháska nauð-
synlegt athvarf eða griðastað.
Höfundur er dósent í stjórnmálafræði
við Háskóla íslands.
„Ýmislegt virðist sýna að kon-
ur til forna hafi verið hinir
mestu bardagahundar og
heldur illskeyttar og notað
alls kyns fólskubrögð sem
beindust að eistunum
í hita leiksins."
„í Gamla testamentinu stend-
ur skrifað: Þegar tveir menn
eru í áflogum, og kona annars
hleypur að til þess að hjálpa
manni sínum úr höndum
þess, er slær hann, og hún
réttir út höndina og tekur um
hreðjar honum, þá skalt
þú höggva af henni
höndina og eigi líta
hana vægðarauga."
„Um svipað leyti í Assyríu:
Hafi kona kramið annað
eistað á manni við uppgjör
skal höggva af henni einn
fingur. Bólgni annað eistað
eftir að læknir hefur bundið
það eða ef hún hefur einnig
kramið það við uppgjörið skal
skera bæði brjóst af henni
eða geirvörturnar."
„[Geldingar] urðu oft her-
stjórar, embættismenn og
ráðgjafar. Meðfram því að
þeir höfðu glatað svo mörg-
um karlmennskueinkennum
og mestöllum manndómi sín-
um urðu þeir oft hrokagikkir,
grimmir og tortryggnir — eft-
irsóknarverðir eiginleikar ef
menn ætla að öðlast frama."
„Vegna beiskju og haturs í
garð meðbræðra sinna urðu
þeir [geldingarnir] oft dug-
miklir pyntingameistarar og
böðlar. í ljósi þessa geta
menn velt vöngum yfir því
hvað stórathafnamenn og
kaupsýslumenn hafa í pungn-
um — svo ekki sé minnst á
leiðtoga ýmissa ríkja.“