Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 12

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 12
RMMTUDAGUR14. MARS1396 „Sættum okkur ekki við að aðrir segiokkur fyrir verkum“ Sameiningarmál hafa verið mikið í umræðunni að und- anfömu og er landsbyggðin ekki undanskilin. Vinstriflokk- arnir á Vestfjörðum hafa átt í sameiningarviðræðum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 11. maí næstkomandi, en upp úr slitnaði þegar Alþýðuflokkurínn á staðnum klauf sig út úr sam- starfinu. Hinir flokkarnir, Al- þýðubandalag, Kvennalisti og óháðir, halda þó ótrauðir áfram. Helgarpósturinn hafði af þessu tilefni samband við Björn E. Hafberg, skólastjóra á Rateyri og forystumann Alþýðuflokks- ins í sameiningarviðræðunum, og spurði hvernig á þessu stæði? „Þaö voru vissulega mikil von- brigði að geta ekki komiö á þeirri breiðfylkingu jafnaöar- manna sem við stefndum að, en þeir afarkostir, sem okkur voru settir, voru aö okkar mati ekki aðgengilegir. Af þessum flokkum er Alþýöuflokkurinn sá langstærsti og hinir flokkarnir lýstu yfir miklum efasemdum meö Sigurö Ólafsson, bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins á ísafirði, sem átti að vera annar maður okkar á listanum. í lokatilboöinu til okkar var hann settur í fimmta sætiö, sem er baráttu- sætiö, og fyrsti maöur okkar í þaö þriöja. Þetta töldum við ekki ásættanlegt og því slitnaöi upp úr samstarfinu. Einnig var þessi sameining ekki oröin eins fýsi- legur kostur, því Framsóknar- flokkurinn dró sig mjög snemma út úr viöræöunum og þá breytt- ust allar grunnforsendurnar þar sem ekki var lengur raunhæfur möguleiki á aö ná hreinum meirihluta. Viö vorum þó stað- ráönir í aö halda áfram, en viö gátum náttúrulega ekki sætt okkur viö aö aörir aðilar segöu okkur fyrir verkum þegar viö vor- um búnir aö velja okkar forystu- menn.“ Hvaöa ástæöur voru gefnar fyrir þessum efasemdum um Slgurö Ólafsson? Menn hafa boriö þvl viö aö hann haft verið mótfallinn sameining- unni í upphafi, en ég hafna því algerlega. Eins og margir aörir vildi Siguröur aöeins fá skýrari svör um hvaöa framtíðarsýn menn höföu um þessa samein- ingu. Margir settu líka fyrir sig aö hann heföi móögaö menn meö skrifum sínum þar sem hann sagöi, efnislega, að margir litlir skítahaugar yröu ekki sjálf- krafa aö glæsilegum fjósum þótt þeir væru allir komnir sam- an. Þessi samlíking— og kannski óheppilegt orðaval — hefur setiö alveg ótrúlega I . mönnum, sem hafa sett þetta fyrir sig í tíma og ótíma. En þótt hinir flokkarnir bjóöi saman fram þá óttumst við ekki um okkar hag, því Alþýðufiokkurinn er rótgróinn á Vestfjörðum." - EBE isafjorður, Flafeyri og Suðureyri, ásamt hreppunum í kring, hafa sameinast i eitt sveitar* télat með 2.700 manns á kjðrskrá. Vinstritlokkar sveltartélagsins hafa átt í sameinínsarviðnuðum fyrir kosningamar 11. maí. Framsóknarflokkurinn heltist snemma úr lestinni og nú hefur Alþýðuflokkur sagt skilið við sameininguna lika. Poppguðinn David Bowie heldur tónleika á Listahátíð í Laugardalshöllinni 20. júní — degi á undan Björk — og með honum í för verður eiginkona hans, ofurfyrirsætan Iman. Eiríkur Bergmann Einarsson ræddi við Ingvar H. Þórðarson, einn af skipuleggjendum tónleikanna: Slæmt orðspor íslands hamlar tónleikahaldi Ingvar H. Þórðarson: „Við töldum ein- faldlega að tími væri kominn til að ís- lendingar fengju að sjá einhverja al- mennilega súperstjörnu hér.“ Einn virtasti og vinsælasti tónlistarmaður veraldar hefur boðað komu sína á Lista- hátíð í sumar. Já, þið heyrðuð rétt. Samningar hafa nefnilega tekist við poppguðinn David Bowie um að hann haldi tón- leika í Laugardalshöll 20. júní næstkomandi. Með snillingn- um í för verður spúsa hans, hin fagra sómalska fyrirsæta Iman. Parið kemur til landsins 19. júní og fer aftur 21. Þau ætla hins vegar að nýta ferðina rækilega og hafa í því skyni beðið um skoðunarferð um landið. Til upphitunar á tón- leikunum verða íslenskar hljómsveitir, en Bowie mun velja þær sjálfur. ! þeim til- gangi hafa honum verið sendar upptökur með yfir þrjátíu ís- lenskum hljómsveitum. Það er Tin, fyrirtæki þeirra Ingvars H. Þórðarsonar, Ragnheiðar Hanson og Dísu Anderiman, sem stendur að tónleikunum, sem eru liður í tónleikaferða- lagi Bowies um heim allan. Á tónleikunum hyggst hann gera hvort tveggja: kynna nýju plöt- una sína 1. outside og spila eldri lög. Óhætt er að segja að Bowie sé einn alfrægasti tónlistar- maður heims. Árið 1966 gaf hann út sína fyrstu plötu og sló svo í gegn árið 1969 með laginu Space Oddity af sam- nefndri plötu. Ferill hans hefur verið nokkuð hlykkjóttur og margir aðdáenda töldu sig til dæmis svikna þegar hann gerðist diskópoppari með plötunni Let’s Dance árið 1983. Nýja platan þykir aftur á móti minna meira á fyrri verk meist- arans. Þarf stútfulla höll til að tónleikamir borgi sig Þegar slegið var á þráðinn til Ingvars H. Þórðarsonar hjá Tin lá beint við að spyrja: Hvernig kom það til að Bowie fékkst til að spila fyrir íslendinga? „Við töldum einfaldlega að tími væri kominn tii að íslend- ingar fengju að sjá einhverja al- mennilega súperstjörnu hér. Dísa fékk þá hugmynd að reyna að fá Bowie til að koma til landsins. Þegar við leituðum eftir þessu fyrst mættu okkur óheyrilega háar kröfur frá mönnum Bowies; kröfur sem við hefðum aldrei getað mætt. Ragnheiður Hanson á sem bet- ur fer mjög góðan vin sem er umboðsmaður rokkstjarna í Evrópu og hann reddaði þessu fyrir okkur í gegnum vin sinn, sem er umboðsmaður Bowies, þannig að það var farið svona bakdyramegin að þessu. Menn hafa reynt að fá Bowie hingað áður, en aldrei tekist fyrr en nú. Það er í raun alger heppni að fá hann hingað. Við sendum gífurlega miklar upplýsingar um landið út og þar á meðal voru myndir af fallegum kon- um og þess háttar. Kannski það hafi haft einhver áhrif...“ Er ekki samt sem áður gríðarlega kostnaðarsamt að fá slíkan risa til að spila í þessu fámenni hér? „Jú. Og þrátt fyrir að mörg fyrirtæki leggi verkefninu lið þurfum við samt að stútfylla Höllina til að þetta borgi sig. Þetta er náttúrulega gríðarleg vítamínsprauta fyrir ísland sem tónleikaland, því Bowie er — ásamt Led Zeppelin — lang- stærsta stjarna sem hingað hefur komið. Kröfurnar sem Bowie gerir eru afar stífar og allt er skipulagt niður í smáat- riði, þannig að engin óvissa er um neitt. Þeir ákveða til dæmis sjálfir miðaverðið, sem má ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þeir velja upphitunarhljóm- sveitirnar og skipta sér í raun af flestu sem tónleikunum og heimsókninni viðkemur.“ MTV sjónvarpar frá tónleikunum og landinu Nú hafa stórstjörnurnar yfirleitt ekki komið hingað fyrr en undir lok ferils síns, samanber Meat Loaf, Rod Ste- wart, Uriah Heep, Jerry Lee Lewis og fleiri. Er heimsókn- in hingað ekki einfaldlega merki þess að það sé farið að halla undan fœti hjá Bo- wie? „Það held ég ekki. Maðurinn er búinn að vera á tónleika- Gull, reykelsi og mirra í siðferðishúminu „Þetta eru góðar fréttir. Ég er mjög þakklátur fyrir að meirihluti þjóðar- innar vilji að ég gegni mínu starfi áfram. Þetta er í miklu samrœmi við það sem við hjónin höfum fundið með gjöfum, skeytum og símhring- ingurn..." TVTákvæmlega svona voru 1 > glaðhlakkaleg viðbrögð Ól- afs Skúlasonar biskups við þeim skelfilegu niðurstöðum 700 manna skoðanakönnunar laugardagsblaðs Tímans, að heil 46 prósent þjóðarinnar vilji eindregið að hann segi af sér embætti. Nú er svo komið — og hefur verið um nokkurt skeið — að helmingur þjóðarinnar vantreystir andlegum og trúar- legum leiðtoga sínum vegna ásakana fimm kvenna um meint afbrot hans. En Ólafi finnst ofangreind niðurstaða hinsvegar ákaflega væn og ánægjuleg, því hann nýtur núna stuðnings fáeinna prósenta til viðbótar við það sem var fyrir nokkrum dögum. Þakka skyldi látlausri herferð biskups og bjargvættarins Ragnars Aðalsteinssonar á hendur umræddum konum, prestum sem styðja þær og fjöl- miðlum er fjalla um málið frem- ur en að þjóðin hafi á einhvern hátt skipt um skoðun. Það er annars ekki að furða þó að létt sé yfir Ólafi þessa dagana, enda sjaldan verið til- tökumál hér á landi, að helm- ingur þjóðarinnar vilji æðstu- presta sína útí hafsauga á ein- um tíma eða öðrum. Það þykir einfaldlega ein af þessum gömlu góðu staðreyndum lífs- ins í trúmálum — líktog í menn- ingu og pólitík — að njóta and: úðar helmings þjóðarinnar. í herbúðum biskups dansaði prúðbúið fólk sjálfsagt stríðs- dans af sigurgleði á laugardags- kvöldið. Hahaha, gott á ljótu vondu konurnar, hálfvitana í prestastétt og gott á ofsókna- róða fjölmiðlamenn. Gott á þau. Hahaha. En það var nú reyndar ekki þessi makalausa skoðanakönn- un málgagns Framsóknar- flokksins sem ég staldraði við þegar svefndrukknum augum var rennt yfir blaðið á laugar- dagsmorgni. Onei, það eru miklu fremur þessar gjafir sem biskupinn segir að fólk sé að senda sér í stórum stíl sem stinga í stúf við annað. Ég skil ekki alveg hvað hér er á ferð- inni því væntanlega hefði bisk- upinn einfaldlega sagt „blóm“ ef um slíkt væri að ræða. Hann hefur margtekið fram, að fjöldi gjafa hafi borist, og nú vil ég fá að vita hverskonar gjafir þarna er eiginlega um að ræða. Biskup hefur verið ófeiminn við að líkja píslargöngu sinni hálfpartinn við þjáningar ann- ars og merkilegri mannkyns- frelsara og því getur hugsast, að einhverjir hugmyndaríkir stuðningsmenn hafi orðið sér úti um gull, reykelsi og mirru og sent honum í hraðpósti. Og þá vonandi líka dýrindis smyrsl fyrir frú Ebbu til að rjóða á fæt- ur hins aðþrengda eiginmanns síns! Ekki er heldur ósennilegt að þarna innanum megi finna koníaksfleyga til að dreypa á þegar degi tekur að halla eða vindla til að púa í siðferðishúm- inu. Eða eru gjafirnar hugsan- lega samansettar á jarðbundn- ari hátt og þá meðal annars fólgnar í fjárframlögum til að standa straum af óumflýjanleg- um lögfræðikostnaði, ásamt ostabökkum, sultukörfum, hreinlætisvörum af ýmsasta tagi, ilmkertum með kross- mörkum á og ferðaaltörum sem spila sálm þegar þau eru opn- uð? Eru þetta ef til vill afurðir íslensks heimaiðnaðar; hand- prjónaðar ullarpeysur, heima- smíðaðar kryddhillur og út- skornar gestabækur? Hefur almenningur ekki jafn- mikla heimtingu á að vita hvaða gjafir þetta eru og hverjir hafi sent þær einsog að vita hvaða prestar hitta tiltekin sóknar- börn sín og hvenær? Eða hverj- ir senda hverjum hvaða bréf og hvenær? Sumpartinn er það skiljan- legt, að vinir biskups sjái sig knúna til að senda honum gjafir á erfiðum tímum. Eitthvað grand verður að gera fyrir karl- inn. Og þó. Hver man eftir því að hafa fengið fjöldann allan af gjöfum við sambærilegar að- stæður? Ég lá til dæmis á sjúkrahúsi um langa hríð fyrir nokkrum árum og fékk þrjár gjafir allt tímabilið — ef frá eru taldar gjafir frá foreldrunum: geislaspilara frá vinkonu móð- ur minnar sem var umhugað um að tengja við ungdóminn, rauða peysu frá kærustu sem síðar heimtaði hana reyndar til- baka þegar leiðir okkar skildi og æfingaskó frá núverandi eig- inkonu minni (frjósöm spítala- ferðalagi um allan heim að undanförnu og hefur fyllt allar hallir, ásamt því sem platan hans nýja hefur selst gríðarvel og fengið góða gagnrýni. En ís- land hefur haft mjög slæmt orð á sér síðan Bobby Harrison og fleiri voru að flytja bönd hing- að til tónleikahalds. Þess vegna hafa stórfiskar ekki vilj- að koma hingað. En vini Ragn- heiðar tókst sem sagt að sann- færa menn Bowies um að það væri allt í lagi hér. Þessi hópur tónleikahaldara í Evrópu er mjög lítill og þröngur og um leið og við klúðrum hlutum hér fréttist það strax. Ennþá eru slæmar sögur í gangi um tón- leikahald á íslandi, þannig að ef þessir tónleikar ganga vel þá standa okkur allar dyr opnar. Ef þetta klúðrast hins vegar þá lokast margar dyr endanlega. Það verður fylgst mjög vel með þessum tónleikum og líklega sjónvarpar MTV frá þeim. Þetta mun því vekja töluverða athygli í Evrópu, sérstaklega vegna þess að Björk heldur hér tónleika daginn eftir.“ vist atarna). Að öðru leyti var ekki um gjafir að ræða fyrir ut- an blóm í massavís, stöku bók eða plötu og tiltölulega mein- lausa vímugjafa. Á biskupnum má afturámóti helst skilja, að um meiriháttar gjafir sé að ræða, og því er rétt að hann greini frá eðli þeirra. Þó ekki væri nema tií að seðja forvitni okkar, velunnara hans. Mér væri það bæði ljúft og skylt, að birta gjafalistann í blaðinu ef Ólafur eða Ragnar sjá sér fært að senda hann. Svo við tölum nú ekki um óskalista, — ef Ólafur hefur hannað einn slíkan í vandræðum sínum. Það væri þarft mál að koma honum á framfæri.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.