Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 15

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 15
FIMIVmJDAGUR 14. MARS1996 \ ptynlífsfræðsluhornið Ken og Barbí bregða á leik Ekki er allt sem sýnist. Sumir kunna aö halda aö hér sé eitthvert Barbíklám á ferö. Svo er alls ekki. í þessari grein er fjallaö um kosti og galla ýmissa kynlífsat- hafna. Þar sem hins vegar ekkert „alvörufólk" fékkst til þess aö sitja fýrir var leit- aö á náöir Kens og Barbí, sem fús tóku þátt í fræðslunni. 1. Krossfiskurinn Fyrstu viðbrögð hennar gætu orðið eitthvað í þessa áttina: „Heldurðu að ég sé einhver Olga Korbut!?“ Það er alveg þess virði að reyna þessa stell- ingu — þótt hún kosti fyrirhöfn. Það getur þó verið hálfafkáralegt að koma sér í hana þessa; þessi löpp þarf að fara yfir hina og hin yfir þessa og svo framvegis. Þá þarf að halda áfram að mjaka sér uns púsluspilið gengur upp. A góðum degi er þetta einhver besti samruni sem um getur; ef þau ná góðri leikni má vera að hann komist á áður ósnertar slóðir. Hún verður hon- um ævinlega þakklát. 4. Hundastellingin Sé tekið mið af pólitísk- um rétttrúnaði er svarið: Nei, nei, nei. En miðað við þægindi og alla þá innri snert- ingu sem út úr þessari stellingu fæst er svarið: Já-há. Hvort sem hún er á fjórum fótum eins og sófaborð eða með armana á gólfinu, líkt og hún snúi í átt til Mekka, segja þeir sem til þekkja að þetta sé stellingm. Flestar konur kjósa heldur að vera alveg uppi á fjórum tii að sjá útundan sér, en undir lokin — um það bil sem endorf- ínið fer að flæða — er nokkuð víst að armarnir gefi eftir. Þótt mörgum kunni að þykja þessi ópersónuleg er hluti kikks- ins að horfast ekki í augu; að geta sett upp hvaða svip sem er án þess að hinn sjái. 2. Lóðrétt aftan frá Hún styður höndunum upp að vegg, líkt og hún ætli að kasta upp fyr- ir utan bar án þess að láta gallið lenda á fínu skónum. Kannski má einnig líkja þessari stellingu við lögguhand-, töku. „Upp með hendur, niður með brækur...“ Einhverjum kann að þykja þessi heldur ruddaleg; -einkum finnst kon- um þær oft vera í sporum dækju við þessar aðstæður, en þó yfirleitt bara í bestu merkingu þess orðs. Ef allt gengur eins og í sögu finnur hún með tímanum fyrir máttleysi í hnjánum og fæturnir fara að titra. Þar með leggur hún allt sitt traust á hann. 5. Bæði á hlið og horiast í augu Konur heimta jafnrétti. Þetta er ein- mitt það sem þær eiga við. Hvorki er hætta á drottnun né uppgjöf og eng- inn á á hættu að siasast. Sumir segja þessa stellingu aðeins auðvelt her- bragð, aðrir að hún sé næstum jafn- erfið og að tína upp heilan eldspýtu- stokk daginn eftir tremma. En þar sem hvorugt er við sjórnvölinn getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp nema skipuleggja allt fyrirfram í þaula. Lítið má út af bregða til að allt fari ekki úr skorðum. Gerist það er ljóst að það getur valdið nokkurri spennu, en hana má bara nýta sér til góðs við næstu tilraun. 3. Á bakinu, krækir fótunum yfir axlir hans Þarna er konan næstum orðin eins og mjúka vinkonan (uppblásna dúkk- an). Ætla mætti að hann væri að reyna að brjóta hana saman til að koma fyrir í ferðatösku. Mörgum konum kann að finnast þessi stelling óþægileg, sérstaklega þeim stirðu. Á móti kemur að þeir karlar, sem ekki eru vel útbúnir að neðan frá náttúrunnar hendi, geta náð að kitla. Jafnvel minnstu tippi geta virkað stór nákvæmlega í þessari stellingu. 6. Konan ofan á Þessi er í lagi, svo framarlega sem hún tekur fljótt af. Dragist hlutirnir hins vegar á langinn fer konan áður en langt um líður að óska þess að hafa haft vatnsflösku og súrefnis- grímu við höndina. Áhyggjuefni kvenna er að oft er ómögulegt að vita hvenær hann er búinn að fá það — nema hann sé extróvert sem segir upphátt: „Þetta er að koma, þetta er að koma.“ Að öðr- um kosti er hætt við að konan noti nára karlmannsins sem trampólín. Þá finnst konum þær oft vera berskjald- aðar við þessar aðstæður, eins og þær séu til sýnis. Þetta er til dæmis mjög óþægilegt fyrir konur sem njóta þess ekki sérstaklega að láta horfa á sig í leikfimi. Karlmönnum finnst þó fátt meira kynæsandi en kvenmanns- hold á hreyfingu. Þessi stelling er þó ekki alslæm, því undir þessum kringumstæðum ræður konan algerlega ferðinni. Ef karlmað- urinn tekur þátt í athöfninni af lífi og sál og skekur mjaðmirnar gætu afleið- ingarnar fyrir hann orðið því sem næst himnaríki. 7. Trúboðsstellingin Af hverju haldið þið að þetta sé vin- sælasta stellingin? Nú, konunni finnst hún frábær. A meðan karlmaðurinn puðar getur hugur hennar þess vegna verið á Akureyri hjá kynþokkafyllsta manni íslands; löðursveittum. Nánari samruni er vart til og því getur snertingin orðið næsta fullkom- in, að ekki sé talað um ef ástin er í spilinu. Þá er hugsanlegt að þau geti haldið áfram endalaust. Augnsam- bandið er að auki fullkomið. Líkt og þegar karlmaðurinn liggur á bakinu getur konan í þessari stellingu tekið þátt með mjaðmahreyfingum; með þeim einum saman má gera karl- mann vitstola af æsingi. Ef allt er undir kontról gæti konan þess vegna sofnað broti úr sekúndu eftir að yfir lýkur. En það má ekki gerast oft. 8. Andlit í bak Þessi minn- ir svolítið á það þegar konur þurfa að girða niður um sig og pissa úti í guðs- grænni náttúrunni. Það ætti þó að vera hægur vandi að láta mjúkan bossann hossast á nára karlmannsins, en samt... það er ekki alveg á hreinu hvort þessi 360 gráða snúningur gengur upp án aðstoðar hjálpar- tækja. 9. í ruggustól, hún ofan á Þarna situr hún eins og ofvaxið barn í kjöltu föður síns. Þar sem þau sitja bæði upprétt geta þau hæglega krækt sér betur saman en lægju þau í rúmi. Þar að auki getur hún tekið um höfuð hans og lagt það að brjósti sér. Svo að hún hafi einhvern stuðning er betra að hafa stólinn með örmum. Undir lokin getur hún — geri hún sér grein fyrir hvað er í uppsiglingu — kastað sér á hann svo hann ýlfri af frygð. 10. Krókurinn Þessi er án efa komin úr kvikmynd- inni Dirty Dancing, þegar Jennifer Grey vafði löppunum hvað eftir ann- að um mjaðmir Patricks Swayze. Það er einhver svona „Ég Tarsan, þú Kate Moss“-keimur af þessari stellingu. Þetta er að minnsta kosti góð stelling til að komast að því hvort einhver kraftur er í kauða. Ætla mætti að bjarndýr hefði stokk- ið í faðm hans og gallinn er sá að hugsanlega fer þessi aðferð með bak- ið á honum. Og það er ekki gott að hafa á samviskunni. Einmitt þess vegna eru konur tilbúnar að taka að sér hluta erfiðisins. En þegar vel tekst til er þetta afar, afar, afar gott...

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.