Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 22
FIMMTUDAGUR14. MARS1996
22
Jón Óskar opnar á laugardaginn sýningu í
Listasafni Kópavogs, en Jón er í hópi okkar
allra bestu listamanna. Auk þess að starfa að
myndlist hefur Jón Óskar hannað fjöldamörg
blöð og unnið jöfnum höndum að umbroti og
listsköpun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir plataði
Jón Óskar með sér á Hótel Borg á dögunum
og ræddi við hann um listina ogtilveruna.
Einungis fimmtán
myndlistarmenn fást
við alvarlega listsköpun...
Lítill strákur klifrar upp í
fangið á pabba sínum og
sýnir honum mynd.
Pabbi hans er að læra tann-
lækningar og það finnst synin-
um í senn skeífilegt og heill-
andi. Hann hefur teiknað
mynd af manni með heljar-
stóran munn og risavaxnar
tennur. Pabbinn hrósar hon-
um og strákurinn flýtir sér að
teikna aðra mynd og hefur
hana af manni með ennþá
stærri munn og ennþá stærri
tennur. Hann sýnir hana
pabbanum í von um ennþá
meira hrós. Svona eru lista-
menn segir Jón Óskar Haf-
steinsson í iok þessarar litlu
uppriljunar og bætir við að
hann hafi samt vonandi
þroskast eitthvað á síðustu
þijátíu og fimm árum. Hann
og konan hans, Hulda Hákon,
eru í fremstu röð íslenskra
myndlistarmanna, en Jón
Óskar opnar sýningu í Lista-
safni Kópavogs nú á laugar-
daginn.
„Þetta eru einar tíu til tólf
myndir, allar að grunni til sama
myndin, og byggjast á ákveðnu
mynstri í bakgrunni,“ segir Jón
Óskar þar sem við sitjum yfir
bjórglasi á Hótel Borg. „Ég vinn
ofan á mynstrið og myndirnar
verða fyrir áföllum eða
skemmdum og ef þær verða fal-
legar þá eyði ég því. Myndirnar
eru í raun ekki ósvipaðar veggj-
um sem eru mismikið útkámað-
ir. Liturinn er eins og fitulag.
Þetta er flötur sem fólk hefur
umgengist. Það er aðalatriðið
og sjálfsagt lítil skemmtun fyrir
áhorfandann.“
Er það meðvituð stefna að
skemmta áhorfandanum
ekki?
„Málverkið er konsentrerað
og fullkomið form myndlistar,
það eru engar blekkingar í
kringum það. Þú skýlir þér ekki
á bak við neitt. Ein af ástæðun-
um fyrir því að ég nota mynstur
er að ég er að eyða þessu hefð-
bundna frásagnargildi. Það er
aðgerðarleysi og sjáifhverfa
mynstursins sem mér finnst
heillandi. Málverk af fólki verða
strax mjög krefjandi á athygii
og þeim mun stærri sem þau
eru þess agressífari verða þau.
En þegar mynstur er notað er
stærri myndin ekki endilega
sterkari heldur bara stærri.
Mynd getur verið svo hlutlaus
að þú gangir hjá og takir varla
eftir henni. Þó getur verið
dramatísk saga á bak við
mynstur. í Afganistan höfðu
menn til dæmis ofið teppi öld-
um saman og notað til þess
sama mynstrið, én vegna
stríðsins hafa laumað sér þar
inn í teppin nýir hlutir á borð
við skriðdreka og stríðsvélar,
en á svo fínlegan hátt að fólk
tekur ekki eftir því. Ég hef unnið
mikið með andlit og fígúrur og
aðdráttarafl þeirra er sjálfgefið.
Á sýningunni verða þrjár mynd-
ir fyrir utan þessar með
mynstrinu, þ.e.a.s. fuglar og
menn. Ein þeirra og um leið
minnsta myndin á sýningunni
er ljósmynd af manni sem á
upprunalegu myndinni er ekki
stærri en títuprjónshaus, en ég
stækkaði andlitið upp þannig
að það þekur allan flöt myndar-
innar. Sú mynd verður eflaust
miðpunktur eða kennileiti sýn-
ingarinnar. Athygli fólks beinist
að þessari mynd. Þessi þrjú við-
fangsefni eru í raun algerlega
óskyld, nema hvað í þeim er ég
að leita að sögu og bakgrunni
og saman veita þau ákveðið
umhverfi og tilfinningu."
En svo við víkjum að öðru.
Það mátti skilja á þér áðan
að myndlistarmenn hefðu
óslökkvandi þörf fyrir aðdá-
un og ást?
„Já, en það er samt afstætt. Á
sama tíma og við viljum tak-
markalausa ást og athygli þá er
þetta ekki nema milli 300 og
2.000 manns sem sækja sýning-
ar í Reykjavík. Af þeim eru svo
kannski tíu prósent sem hafa
raunverulegan áhuga á mynd-
list sem slíkri. Þessi athygli sem
menn eru að slást um er ekki
stærri en í lítilli fjölskyldu. Um
daginn sat ég með Hallgrími
Helgasyni og hann var að rifja
upp sögu frá París af því þegar
hann og Sigurður Ámi ætluðu
að hitta Erró, frægasta lista-
mann okkar Islendinga. Þeir
voru afar spenntir þegar hann
kom og settist hjá þeim en eftir
smástund gekk annar listamað-
ur í salinn, Jörg Immendorf,
sem er súperstjarna í heimi
myndlistarinnar. Hann var í
hópi aðdáenda og aðstoðar-
manna, allur klæddur í leður
með gullkeðjur um hálsinn.
Erró minnkaði samstundis og
varð lítill kall og þeir sjálfir
urðu agnarsmáir. Samt er Imm-
endorf eingöngu súperstjarna í
2.000 manna hópi. Myndlistar-
heimurinn er lítill eða sá hluti
lians sem skiptir einhverju
máli, kannski fimm til tíu þús-
und manns. Ég hugsa að Pat-
rekur Jóhannesson handbolta-
stjarna sé raunverulega þekkt-
ari en Immendprf. Aðdáenda-
hópur hans á íslandi er litlu
minni en hin þrönga myndlist-
arelíta heimsins. Það hefur ver-
ið umræða um fjarlægðina milli
okkar myndlistarmanna og al-
mennings, en hún er ekki rétt.
Gífurlegur fjöldi listamanna
sinnir skreytiþörf almennings
en miklu færri vinna á allt öðr-
um forsendum. Þetta er að ein-
hverju leyti eins og innhverf
íhugun. Sumir menn leggja mik-
ið á sig til að uppfræða fólk og
breyta því svo að listin skipi
stærri sess. En ég hef enga orku
í það. Mér finnst nóg að fást við
eigin myndir."
Fimmtán manna
hópur fæst við
alvarlega listsköpun
Hvað eru þá margir mynd-
listarmenn að fást við alvar-
lega listsköpun að þínu áliti?
„Ég hef ekki sett það niður
fyrir mér, en ég ímynda mér að
það séu svona fimmtán manns.
Á sama tíma eru um 400 með-
limir í Sambandi íslenskra
myndlistarmanna. Þetta er eins
og í bókmenntunum; fjöldi fólks
hefur gaman af að setja saman
vísur eða ljóð en á alls ekki
heima í alvarlegri bókmennta-
umræðu. Það er líka mikið af
fólki sem hefur gaman af að búa
til myndir. Mér finnst sjálfum
ekki gaman að mála myndir.
Vinnan sjálf er leiðinleg og
henni fylgir meiri angist en
gleði.“
Finnst þér nœgilegur áhugi
á myndlist meðal almenn-
ings?
„Almenningur hefur engan
áhuga á myndlist, sem ég skil
mjög vel, og hann sér að sama
skapi ekki muninn á föndraran-
um og hinum. Mér finnst það í
sjálfu sér í lagi, en þó væri
betra ef þetta tvennt væri
meira aðgreint. Myndlistar-
menn ættu að geta lifað góðu
lífi, þótt það sé ekki markmiðið
með listinni sjálfri. Mér þætti
ágætt ef yfirvöld kynnu að
draga mörkin. Það vefst ekki
fyrir þeim þegar skákin er ann-
ars vegar. Stórmeistarar fá laun
fyrir að tefla, en fjöldi fólks sem
teflir sér til gamans á ekkert er-
indi á starfslaun. Ég vinn fyrst
og fremst að myndlistinni en
svo hef ég unnið við umbrot
inni á blöðum til að fjármagna
myndlistina. Fyrir mér er
myndlistin alvarleg vinna og
hún gengur fyrir öðru.“
Finnst þér þá ekki gerðar
ncegar listrœnar kröfur, til
dœmis til þeirra sem ganga í
Myndlista- og handíðaskól-
ann?
„Ég þekki skólann ekki eins
og hann er í dag. Sjálfsagt er
hann eitthvað svipaður því sem
hann var þegar ég var í honum.
Þá voru teknir inn um fjörutíu
nemendur á ári en af þeim fer
um helmingur í auglýsingar,
vefnað eða annað. Skólinn út-
skrifar kannski um tuttugu
myndlistarmenn á ári og það
segir sig sjálft að aðeins hluti
þessa hóps lætur að sér kveða.
En fólk blómstrar mishratt og
stundum er talað um að við
myndlistarmenn séum sein-
þroska. Ef það ætti að taka
færra fólk inn væri kannski ver-
ið að útiloka þá sem gætu orðið
brilljant síðar meir. Lífið sjálft
eftir skólann virkar sem sía.
Hluti þessa fólks hættir og fer
að starfa eitthvað annað, en
menntunin er góð og nýtist
þeim engu að síður. Þetta er
ekki tímasóun, þótt fólk starfi
ekki að myndlist alla ævi. Það
eru þó ekki endilega föndrar-
arnir sem hætta, þeir halda
gjarnan áfram."
Það er nú pllur
framinn á íslandi
„Það væri mjög erfitt fyrir
mig að starfa að myndlist ef ég
gæti eingöngu sýnt hér heima,"
segir Jón Óskar, „en ég hef ver-
ið í samstarfi við gallerí erlend-
is þar sem ég hef sýnt reglulega
og hef því haft góða ástæðu til
að halda áfram. Annars hugsa
ég að ég væri löngu hættur
þessu. Fjölmiðlar hérna heima
gera það að verkum að þú vinn-
ur þig ekki upp heldur niður.
Þegar ég hélt fyrstu sýninguna
mína og var algerlega óskrifað
blað sendi ég fréttatilkynningar
á blöðin. Mér til mikillar undr-
unar var mér slegið upp. Ég
gladdist yfir þessum áhuga og
góðu móttökum. En síðan ger-
ist ekkert meira. Ef eitthvað er
þá dalar áhuginn. Það er nú all-
ur framinn á íslandi. Ég hef
margoft horft upp á stuttaraleg-
ar fréttatilkynningar um það
þegar viðurkenndir listamenn
halda sýningar en löng viðtöl á
sömu síðunni við einhverja
föndrara sem maður hefur aldr-
ei heyrt nefnda á nafn. Þetta er
óþolandi. Því hefur verið logið
að íslendingum að þeir skilji
bókmenntir og þess vegna höf-
um við alltaf skoðanir á reiðum
höndum ef rætt er um smásögu
eða ljóð. En það þora fæstir að
hafa nokkra skoðun á myndlist.
Þar segja menn sem rninnst."
Nú ertu sjálfur í blaða-
mennskunni og því báðum
megin við borðið...
„A íslandi eru flestar rit-
stjórnir fámennar og vinnuálag-
ið gífurlegt. Þú labbar ekki inn á
„Ég hef verið í myndlist jafn-
lengi og í blaðamennsku. Ég fór
í MHÍ strax eftir stúdentspróf
og byrjaði á sama tíma að vinna
við sumarafleysingar í umbrot-
inu á gamla Vísi. Þá voru ritstjór-
ar þeir Þorsteinn Pálsson og Ól-
afur Ragnarsson. Ég sá fyrst
auglýsingu frá Alþýðublaðinu en
þá vantaði bara mann í hálft
starf. Ég var að leita að fullu
starfi og komst inn á Vísi. Ég
hafði verið blaðburðardrengur
sem strákur og varð algerlega
dolfallinn þegar ég kom inn á al-
vöru blað. Mér fannst þetta þá
ákaflega virðulegt fyrirtæki og
það er það enn í minningunni."
blað með fréttatilkynningu og
færð að tala við menningarrit-
stjóra. Blaðamaðurinn sem tek-
ur á móti þér skrifar kannski
jöfnum höndum um sjávarút-
vegsmál og menningu. Blaða-
menn sem hafa tekið við mig
viðtöl erlendis eyða kannski öll-
um deginum með manni en
birta síðan fimmtán dáiksenti-
metra í blaðinu daginn eftir.
Það mætti kannski finna ein-
hvern milliveg. Hulda var einu
sinni í viðtali við London Times
og þar eyddi hún mjög löngum
tíma með blaðamanni og heil-
um degi með ljósmyndara sem
hafði fjóra aðstoðarmenn. Síð-
an birtist ein mynd og stutt við-
tal í blaðinu. Hérna heima höf-
um við ekki mannskap í svona
vinnubrögð."
Laug mig inn á blaðið
Segðu mér aðeins frá
fyrstu reynslu þinni sem
starfsmaður tjölmiðils?
„Ég hef verið í myndlist jafn-
lengi og í blaðamennsku. Ég fór
í MHÍ strax eftir stúdentspróf
og byrjaði að vinna á sama tíma
við sumarafleysingar í umbrot-
inu á gamla Vísi. Þá voru rit-
stjórar þeir Þorsteinn Pálsson
og Ólafur Ragnarsson. Ég sá
fyrst auglýsingu frá Alþýðublað-
inu en þá vantaði bara mann í
hálft starf. Ég var að leita að
fullu starfi og komst inn á Vísi.
Ég hafði verið blaðburðar-
drengur sem strákur og varð al-
gerlega dolfallinn þegar ég kom
inn á alvöru blað. Mér fannst
þetta þá ákaflega virðulegt fyr-
irtæki ogþað er það enn í minn-
ingunni. Ég laug mig inn á blað-
ið. Sagðist hafa hugsað mér að
læra umbrot í myndlistarskól-
anum. Þegar vikan var liðin sáu
þeir að ég kunni ekki neitt, en
þá tók því sjálfsagt ekki að reka
mig.“
Hraði og spenna
Var þetta mikill hasar?
„Ég hafði heyrt margar sögur
um blaðamenn, bæði áður fyrr
og eftir að ég hóf störf. Á tíma-
bili var varla opnuð svo sjoppa
í bænum að ekki væri haldinn
tilheyrandi kokkteil og svo
hringt á ritstjórnina og beðið
um að blaðamaðurinn yrði sótt-
ur, — hann væri dauður. Þetta
lagðist af og blaðamenn eru
flestir bara harðduglegt og
reglusamt fólk. Það er helst í
vikublaðamennskunni sem
haldið er uppi gamalli ímynd.
Henni fylgir óreglulegur vinnu-
tími, óöryggi á vinnustað, hraði
og spenna og kannski er maður
orðinn ánetjaður þessu.“
Hver finnst þér vera
stœrsta breytingin inni á rit-
stjórnum frá því þú byrjaðir?
„Hver breytingin er veit ég
ekki nákvæmlega. Hún er
kannski fyrst og fremst hugar-
farsleg. Áður fyrr komst al-
menningur ekki í blöðin og tak-
markalaus virðing var borin
fyrir stjórnmála- og valdamönn-
um í þjóðfélaginu. Sú virðing er
ekki til staðar lengur og það er
sjálfsagt róttækasta breytingin,
þó svo að efnistökin hafi líka
breyst."
Það var kannski ekki síst
Helgarpðsturinn sem átti þátt í
því, en þú varst starfsmaður
hans frá byrjun?
„Já, ég var einn af stofnend-
um Helgarpóstsins á sínum
tíma, en hann var í raun fyrsta
blaðið sem stundaði tiltölulega
frjálsa blaðamennsku þó svo
hann væri undir Alþýðuflokk-
inn settur bæði leynt og ljóst.
Það má kannski segja að Al-
þýðuflokkurinn sé einna mest-
ur áhrifavaldur í íslenskri
blaðamennsku undanfarin tutt-
ugu ár. Vikublaðamennskan
varð til fyrir hans tilstuðlan og
hún breytti miklu.“
Svo hannaðir þú útlit
fyrsta glanstímaritsins,
Mannlífs, þegar það var
stofnað?
„Já, við Herdís Þorgeirsdótt-
ir erum gömul skólasystkini og
vinir. Hún réð mig til sín þegar
Anders Hansen stofnaði Mann-
líf og ég teiknaði tvö fyrstu ein-
tökin af blaðinu. Svo réðst ég
aftur til hennar þegar hún
stofnaði Heimsmynd. Ég held að
ég hafi ekki verið sá besti þó að
ég kæmi að svona mörgum
blöðum. Þetta fyrirkomulag, að
skipta sér milli myndlistarinnar
og blaðamennsku, hefur gert að
verkum að það hefur verið
hægt að kalla mig til í skorpu-
vinnu þegar umbrotsmann
vantar. Ef ég væri eingöngu um-
brotsmaður stæði ég sjálfsagt
ekki í þessari ævintýra-
mennsku, en af því að ég er líka
myndlistarmaður hentar það
mér.“
Trésmiður,
pípari og málari
„Ég vann við Helgarpóstinn
fyrsta árið sem hann var starf-
ræktur en flutti síðan út til New
York, þar sem ég fór í fram-
haldsnám í tvö ár. Hulda Hákon
konan mín fór líka í nám þarna
úti og alls bjuggum við í New
York í fimm ár með Burkna son
okkar. Eftir að námi lauk tók ég
alls kyns lausavinnu. í götunni
okkar bjó eilítið eldra fólk sem
átti smáfyrirtæki og arkitektar
og verkfræðingar, en þau urðu
mörg góðir vinir okkar og út-
veguðu mér tilfallandi vinnu
tvo til þrjá daga vikunnar svo
við gætum búið lengur úti og
stundað myndlistina. Á þessum
árum vann ég því jöfnum hönd-
um sem trésmiður, pípari og
málari. Hulda prjónaði fyrir
búðir á Fashion Avenue og
þetta gekk nokkurn veginn upp
svo að við gátum málað og