Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 24

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 24
24 FIMMTUDAGUR14. MARS1996 Alþýðuflokkurinn fagnar 80 ára afmæli sínu um helgina. Af því tilefni ræddi Sæmundur Guðvinsson við alþingismanninn Össur Skarphéðinsson, sem kallar sig pólitískt villidýr og kveður flokk sinn fullmeinlausan. Hann hafi verið á góðri leið með að verða hægrisinnaður neytendaflokkur með hinn öfluga Jón Sigurðsson sem formann. Össur segir Alþýðuflokkinn aftur á móti flokk hins óvænta og klykkir út með að Evrópustefna flokksins sé ekki heilög. „Ég elska flokkinn og hata hann“ Þegar undirritaður kom niður í þing til að freista þess að ná tali af Össuri Skarphéðinssyni var hann í ræðustól og fór mikinn. Það var verið að ræða um íbúðaeigend- ur og fjárhagsvanda þeirra og Össur hjó á báðar hendur í gagnrýni sinni á stjómarflokk- ana. Þorsteinn Pálsson varðist af stillingu en Páll Pétursson talaði sig upp í nokkurn garra. Þegar Össur var laus úr þessari sennu og sestur til skrafs lék hann við hvern sinn fingur líkt og íþróttamaður sem lokið hef- ur skemmtilegri keppni. Og hann sagði það af og frá að svona átök um málefni hefðu áhrif á persónuleg samskipti pólitískra andstæðinga. „Ég á enga óvini hér í þinginu en marga vini. Enda er þetta prýð- ishópur,“ sagði Össur af sann- færingu. En erindið við Össur Skarphéðinsson var raunar að ræða um Alþýðuflokkinn í tilefni af 80 ára afmæli flokksins. Ekkí ellimóður Hvernig líður afmœlisbarn- inu á þessum tímamótum? Er farið að gœta ellihrumleika? „Afmælisbarnið er nú kannski ekki mætt ai elli, en það eru sér- stakar aðstæður uppi í Alþýðu- flokknum. Flokkurinn er nýkom- inn út úr ríkisstjórn sem var á margan hátt erfið þar sem flokk- urinn gekk undir högg til að leiðrétta kúrsinn á velferðar- kerfinu. Það var erfitt og fór illa með flokkinn að mörgu leyti. Á þessum tímamótum held ég að flokkurinn eigi að leyfa sér þcmn munað að horfa til upphcifsins og dusta rykið af þessum dýpstu viðhorfum jafnaðar- stefnunnar, sem þá voru kannski fyrst sett fram opinber- lega hér á landi. Að vísu voru aðstæður' þá allt aðrar og fjöl- skyldur verkamanna bjuggu við örbirgð, en það má segja að Al- þýðuflokkurinn hafi lyft grettis- taki á fyrstu áratugum tilvistar sinnar. Þegar ég segi að við eigum að horfa aftur er það í tvennum til- gangi. Bæði til að draga fram þessi róttæku viðhorf sem hef- ur vantað í ásjón flokksins á síð- ustu árum en líka til að minncist þeirra sigra sem flokkurinn hef- ur unnið og vera stolt af sjálfum okkur.“ Hefur ekki flokkurinn á síð- ustu árum einkum verið að berjast fyrir auknu frelsi hvað viðkemur hvers konar viðskiptum og Evrópumálum sem alþýðunni finnst sér lítið koma við? „Öðrum þræði hefur fiokkur- inn misst sjónar á sínum upp- haflegu baráttumálum. Flokkur- inn er oft ásakaður um að hafa einblínt um of á aukið verslun- arfrelsi og aukin tengsl við um- heiminn. En þegar baráttumál Alþýðuflokksins hér í þinginu um og eftir 1930 eru skoðuð kemur í ljós að þá var flokkur- inn að berjast fyrir nákvæmlega Itfrá höfuðstöðvunum á Kópaskeri Topp tíu-listinn - yfir þær björgunaraðgerðir sem stórplottarinn og blaöafulltrúinn Ragnar Aðalsteinsson getur und- ið sér í þegar hann er búinn að bjarga biskupnum frá embættis- og æmmissi: 1. Leikhúsráö Leikfélags Reykja- víkur skortir átakanlega snjalian blaöafulltrúa til aö fegra gjörsam- lega óskiljanlegar ákvaröanir þess og almennan fruntaskap gagnvart Viöari Eggertssyni... 2. Bændur eru í stökustu vand- ræöum meö ásýnd sína eftir aö þumbarinn Ari Teitsson varö for- maöur Bændasamtakanna og þrumuskutlan Guörún Helga Jón- asdóttir hætti sem kynningarfull- trúi... 3. Alþýöuflokkurinn er á áttræöis- afmæli sínu í mikilli tilvistarkreppu eftir spillingarhjal og vafasamar framkvæmdir í ríkisstjórn um langt árabil. Þar gæti Ragnar nú aldeilis tekiö til hendinni... 4. Spásnyrtinn Heiöar Jónsson og klæöskerann Sævar Karl Ólason skortir ábyggilega sniöugan sam- starfsmann til aö gera jafnt ein- staklingum og samtökum heildar- tilboö um aö fríkka ásýnd þeirra til mikilla muna... 5. Handknattleiksdómarar hafa sætt stööugri gagnrýni frá leik- mönnum, þjálfurum og áhorfend- um síöustu ár vegna slakrar frammistööu. Þessi stétt er meöal þeirra heitt hataöri í landinu og gæti vel þegiö ráögjöf... 6. Út um allan heim er að finna einstaklinga í kröggum sem svo sannarlega vantar heilræöi á borö viö þau sem Ragnar hefur aö bjóöa. Má þar nefna öölinga eins og Noriega, Castro, Jeltsín, Clinton og Kalla & Díönu... 7. Myndlistarmenn sem einkum vinna meö „rými“ og „innísetning- ar“ hafa sætt haröri gagnrýni og verið hafðir aö háöi og spotti fyrir óskiljanlegt þrugl og and-list. Ein- hverjum ráðum mætti nú að ósekju skjóta aö þeim... 8. Fínar frúr sem eyöa efri árum ævi sinnar í kaffiboö, sóknar- nefndarfundi, tískusýningar og hár- greiðslu hafa um nokkurt skeið veriö aö íhuga formlega stofnun sömu málum. Jón Baldvinsson hélt innblásnar ræður um nauð- syn þess að leyfa innflutning á kartöflum. Héðinn Valdimars- son barðist einnig fyrir auknu frelsi í viðskiptum. Þetta var gert þá í nákvæmlega sama augnamiði og núna; til að auka velferð alþýðu manna og gera | þeim kleift að kaupa meira fyrir | krónurnar sínar. Alþýðuflokkur- « inn hefur því alltaf verið sam- 1 kvæmur sjálfum sér með því að E leggja ríka áherslu á alþjóðleg tengsl.“ Gleymdi uppruna sínum En flokkurinn hefur leitað œ meira til hœgri? „Síðustu níu árin í sögu Al- þýðuflokksins eru dálítið sér- stök. Þá kemur kafli í sögu flokksins þar sem hann nær gríðarlegum árangri í því að rífa niður verslunarmúra og auka frelsið. Við lok þessa tímabils gerist sá stórkostlegi hlutur að við náum samningum um evr- ópska efnahagssvæðið, sem nú er að láta gott af sér leiða út um allt þjóðfélagið. Þarna voru leiddir til verka innan flokksins menn sem voru fyrst og fremst hagfræðilega þenkjandi og hin hagfræðilega hugsun varð ofan á. Aflvakinn var auðvitað Jón Sigurðsson, sem er frábær hag- fræðingur og hafði verið mikils ráðandi um þróun efnahags- mála hér um langt skeið. Á þess- um tímakafla tekur flokkurinn ákveðna dýfu að því leyti til að réttindasamtaka. Slakur málstaö- ur hefur ávallt þarfnast góöra varna... 9. Ingibjörg Pálmadóttir getur ekki hugsað sér aö þiggja ráö Sighvats Björgvinssonar, sem áöur hefur brennt sig á aö þaö borgar sig ekki aö níöast á minnihlutahóp- um. Hennarvondu mál þarfnast sárlega lækningarog Ragnar er jú sérfræðingur... 10. Heyrst hefur aö Ragnar Jóns- son organisti og Rafn Geirdal nuddari, sem eiga þaö sameigin- legt aö hafa verið sakaöir um ótal misjafna hluti, ætli aö taka hönd- um saman og bjóöa fram viö næstu alþingiskosningar. Ragnar yröi tilvalinn kosningastjóri... Topp tíu-lista eins og þessum stálu Hallgrímur Helgasou og Hallgrímur Thorsteinsson upphaflega frá David Letterman. Helgarpósturínn stelur honum nú til baka... hann leggur megináherslu á frelsi í viðskiptum. Hann var á góðri leið með að þróast yfir í að verða tiltölulega hægrisinn- aður neytendaflokkur sem hafði ekki mikið jarðsamband við sín gömlu gildi. Vinstra andlitið, Jó- hanna Sigurðardóttir, varð stöðugt valdaminni innan flokksins á þessum tíma. Pólit- ískur spámaður utan flokksins hefði getað hugsað sem svo að þarna væri um að ræða meðvit- aða árás á stóran hluta Sjálf- stæðisflokksins og þeir sem stjórnuðu Alþýðuflokknum hefðu ákveðið að gera hann að tiltölulega hægrisinnuðum neytendaflokki." Varstu fylgjandi þessari þróun? „Ég var henni andstæður og margir innan Alþýðuflokksins. Ég hef raunar þá skoðun að á ár- unum 1985 til 1987 hafi menn freistað þess að sneiða verulega stóran bita utan af Sjálfstæðis- flokknum með því að boða þessi frjálslyndu viðhorf sem áttu sérstaklega upp á pallborð- ið hjá frjálslyndum sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík og á Reykjanesi. Þess vegna var Jón Sigurðsson sóttur til þessara verka. Hann var gríðarlega öfl- ugur stjórnmálamaður sem small beint í hjartastað þessa fólks. Þetta var vísir að tilraun sem aldrei var lokið. Ef henni hefði lokið hefði Jón Sigurðsson orðið formaður og flokkurinn siglt alveg inn í vænginn á Sjálf- stæðisflokknum. Út af fyrir sig hefði þetta orðið forvitnileg til- raun um íslensk stjórnmál, en hún var aldrei til lykta leidd. Eins mikið og ég virði Jón Sig- urðsson þá hefði þetta ekki orð- ið sá Alþýðuflokkur sem ég gekk í. En síðar kom í ljós að flokkur- inn vildi ekki halda áfram á þessari leið. Meðal annars vegna þess að hann vildi til dæmis ekki stíga ákveðin skref í einkavæðingu sem þá var freist- að innan flokksins að fá hann til að stíga. Nú þegar Alþýðuflokk- urinn er kominn úr ríkisstjórn eru menn að reyna að móta stefnu til framtíðar sem byggir á því besta úr þessari neytenda- hyggju en sækir um leið í aukn- um mæli aftur til rótanna. Þá er lögð meiri áhersla á þá sem eiga bágt í þjóðfélaginu. Það er miklu meiri þörf á því en menn töldu. Við sjáum að nú situr rík- isstjórn sem jafnvel ræðst á þá sem maður hélt að engum dytti til hugar að níðast á. Eins og til dæmis þegar heilbrigðisráð- herrann leyfði sér að lækka um- önnunarbætur nauðstaddra." Nú hefur lengi farið það orð af Alþýðuflokknum að hann sé spilltur flokkur sem hygli sínu fólki hvað varðar embœtti og vegtyllur? „í gegnum tíðina og ekki síst á seinni tímum hefur spillingar- orð legið á flokknum og sumt af því verðskuldað en annað ekki. Það er kannski fráleitt að segja: við erum ekki eins og hinir, því það eru bara faríserar sem gera það. Sé litið á söguna veit ég ekki hvort Alþýðuflokkurinn hefur verið neitt verri en aðrir flokkar að þessu leyti, en flokk- urinn hefur ekki náð að hreinsa sig af þessu. Nú er mjög einlæg- ur vilji innan flokksins til að gjörbreyta þessu og nýjar kyn- slóðir að koma upp.“ Stundum er sagt að kratar séu bestu hugmyndasmiðirn- ir í pólitík. En ef þið hafið svona góðar hugmyndir, hvers vegna skila þœr sér ekki í auknu kjörfylgi? „Alþýðuflokkurinn getur sagt með nokkru stolti að hann hafi verið hugmyndasmiðja ís- lenskra stjórnmála undanfarin tíu ár undir forystu Jóns Bald- vins. Ýmis sjónarmið hans varðandi veiðileyfagjald, sjávar- útveg almennt, landbúnað og Evrópumál njóta fylgis fast að meirihluta kjósenda og í sum- um tilvikum yfirgnæfandi meiri- hluta, svo sem varðandi veiði- leyfagjaldið. Hvernig stendur á því að þeir sem fyrstir kveiktu þessa elda njóta þeirra ekki? Það virðist vera mikill múr að klífa að ákveða að kjósa lítinn flokk. Þarna er um ákveðinn sál- fræðilegan þröskuld að ræða. Þess vegna eru þessir litlu flokk- ar fastir í farinu. Alþýðuflokkur- inn þarf ekki mikið tií að ná sínu gamla kjörfylgi og hafa sínu tíu þingmenn. En er það einhver framtíðarsýn að sveiflast milli sjö til tólf þingmanna? Það mun aldrei valda þeim kaflaskilum í íslensku samfélagi sem ný öld kallar á.“ Bandalag vinstriflokka Þá erum við sem sagt komn- ir að sameiningarmálum? „Ég held því fram að á þessu kjörtímabili þurfi menn að setj- ast mjög rækilega yfir það hvort hægt er að finna einhverja leið til þess að þjappa vinstriflokk- unum saman. Mynda eins konar bandalag sem gæti um síðir leitt að einingu og einum jafnaðar- mannaflokki. Pólitík er hins veg- ar spurning um tímasetningu. Ég er í hópi þeirra sem telja að það hafi verið farið alltof hratt í þetta. Á fyrsta ári kjör- tímabilsins er verið að tala flaumósa um sameiningu.'Þetta er alltof skjótt. Við eigum að treysta okkar bönd á vinstri vængnum og sjá hvar leiðir liggja saman og hvar þær skilur. Hvar við þurfum að slá af og hvar við eigum að gera kröfu um að aðrir slái af. En það verð- ur ekki fyrr en alveg undir lok kjörtímabilsins sem verður látið á þetta reyna. Þá verðum við búin að vera í hjónabandi

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.