Helgarpósturinn - 14.03.1996, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR14. MARS1396
mm
25
Mannlífið er eðja og kokkteilpartí
stjórnarandstöðunnar í alllang-
an tíma. Þarna skiptir lang-
mestu máli að A-flokkarnir nái
saman um einhvers konar sam-
einingu. Auðvitað skipta líka
Þjóðvaki og kannski Kvennalist-
inn enn frekar máli. Ég ber
mikla virðingu fyrir Kvennalist-
anum, sem hefur verið boðberi
nýrra hugmynda og vakti til
dæmis umhverfisumræðuna
fyrir alvöru. Femínismi þeirra
er auðvitað það sem hina
stjórnmálaflokkana vantar að
verulegu leyti. Þess vegna á
Kvennalistinn fullt erindi inn í
samvinnu á vinstri vængnum.
Það er hins vegar spurning
hvað þær vilja sjálfar."
Gœti svo farið að þetta yrði
síðasta kjörtímabil Alþýðu-
flokksins í núverandi mynd?
„Nei. Samvinna á þessu kjör-
tímabili mun aldrei ná lengra
en að verða einhvers konar
samvinna um framboð. Það
gæti gerst og eitthvað slíkt vil
ég skoða.“
Status quo
Talið barst að nýjum flokkum
sem stofnaðir hafa verið á liðn-
um árum en orðið skammlífir.
Bandalag jafnaðarmanna, Borg-
araflokkurinn og síðast Þjóð-
vaki. í upphafi hafa skoðana-
kannanir sýnt verulegt fylgi við
þessa flokka en það síðan dalað
verulega þegar kemur til kosn-
inga. Ossur segir þetta sýna
hvað íslenska flokkakerfið sé líf-
seigt. Fyrir fimmtán árum hafi
hann verið þeirrar skoðunar að
það yrði komið að fótum fram
um aldamót en nú væri hann
allt annarrar skoðunar. Þó sé
greinilegt að hjá stórum hluta
kjósenda sé vilji til breytinga.
En Össur er þeirrar skoðunar
að núverandi skipan kalli ekki á
miklar breytingar:
„Meðan við erum með einn
stóran og einn lítinn Framsókn-
arflokk og síðan smærri flokk-
ana, þá fær fólk alltaf ríkisstjóm
sem verður keimlík næstu ríkis-
stjórn á undan. Núverandi
stjórn er að mörgu leyti mjög
svipuð síðustu stjórn. Þegar
upp er staðið fær fólkið ekki að
kjósa um verulega valkosti. Það
eru smærri flokkarnir sem hafa
framsæknari og róttækari
stefnu. Stundum hljóta þeir náð
fyrir augum stærri flokkanna og
fá að vera með þeim í ríkis-
stjórn. En vegna smæðarinnar
verða þeir svo oft að brjóta odd
af oflæti sínu að það eru jafnan
þeir sem verða verr úti í sam-
starfinu. Við náðum að vísu
fram ýmsum mikilvægum mál-
um á síðasta kjörtímabili, svo
sem aðild að evrópska efna-
hagssvæðinu. Þar fyrir utan var
langur vegur frá því að við næð-
um því sem við vildum í sjávar-
útvegi og landbúnaði, sem við
lögðum langmesta áherslu á
þegar við gengum til kosning-
anna og stjórnarsamstarfsins.
Sérðu til dæmis Framsóknar-
flokkinn, sem er talsvert stærri
og sterkari en Alþýðuflokkur-
inn. Nú gengur hann til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn. Hans bíða
sömu örlög. Hann nær því ekki
fram sem hann lofaði fyrir
kosningar. Þegar upp er staðið
er ekki verulegur munur á
stefnu þessarar ríkisstjórnar og
þeirrar síðustu. Og það er held-
ur ekki mikill munur á stefnu
núverandi stjórnar og hinnar
svokölluðu vinstristjórnar sem
Steingrímur Hermannsson
veitti forstöðu. Meðan það kerfi
er við lýði, að hér eru tveir
sterkir og tiltölulega íhaldssam-
ir og síðan framsæknari og rót-
tækari smáflokkar, er staðan
alltaf status quo.“
Evrópustefnan
ekki heilög
Þú ert að segja að það
þurfi stóran jafnaðarmanna-
flokk til að breytingar nái
fram að ganga?
„Til þess að gefa fólki raun-
verulegan valkost þarf sterkan
qg stóran jafnaðarmannaflokk.
Ég held að það sé nauðsynlegt.
En menn á vinstri vængnum
eru alltof hræddir um að þeir
þurfi að slá af...“
... já, áfram með þetta.
Hverju vilt þú fórna?
„Þegar ég ræði þetta við mína
félaga segja þeir stundum: Eig-
um við í Alþýðuflokknum til
dæmis að kasta Evrópustefn-
unni? Ég segi já, ef það er nauð-
synlegt um stund, sem í augum
margra alþýðuflokksmanna er
guðlast. Ég segi hins vegar að ef
einhvers konar bandalag jafn-
aðarmannaflokka vildi beita sér
fyrir veiðileyfagjaldi þá væri
það nóg fyrir mig um sinn. Ég
þekki kynslóðirnar sem eru að
koma upp og verða í mínum
sporum innan örfárra ára. Inn-
an frjálslynds jafnaðarmanna-
flokks munu þessar kynslóðir á
tiltölulega skömmum tíma bera
til sigurs stefnuna um Evrópu-
tengslin. Ég held því ekki að Al-
þýðuflokkurinn tapaði neinu
þegar upp væri staðið.“
Ertu bara ekki með þessu
að reyna að marka þér sjálf-
um stöðu sem einhvers kon-
ar sameiningartákn þessara
flokka?
„Nei, ég hef engar slíkar
væntingar í mínu brjósti. Og
svo undarlegt sem það kann að
virðast með mann, sem er því-
líkt pólitískt villidýr, þá tel ég í
vaxandi mæli að ferill minn í
stjórnmálum verði ekki eins
langur og í upphafi var til stofn-
að.“
En verður Jón Baldvin
áfram formaður Alþýðu-
flokksins?
„Það er kórrétt ákvörðun hjá
Jóni Baldvini að halda áfram að
leiða Alþýðuflokkinn enn um
sinn.“
A-flokkarnir sammála
Að hve miklu leyti stendur
persónulegur ágreiningur
forystumanna flokkanna í
vegi fyrir samastarfi eða
sameiningu?
„Ég geri mér ekki grein fyrir
því hversu mikið, en áreiðan-
lega talsvert mikið. Það er erfitt
að ná vitrænni samræðu um
þessi mál. En ég er þeirrar
skoðunar að svona þróun verði
aldrei ákveðin af mér eða ein-
hverjum svokölluðum forystu-
mönnum í þessum flokkum. Ég
held að þetta verði frekar þann-
ig að forysta flokkanna verði
knúin til að taka þátt í svona
þróun af innri spennu í neðri
lögum flokkanna. Um áratuga-
skeið var ekkert verulegt sem
skildi Alþýðuflokk og Alþýðu-
bandalag nema utanríkismál,
afstaðan til NATO og herstöðv-
arinnar við Keflavík. Nú skiptir
þetta engu máli og allir orðnir
sammála. Maður rekur sig á
það aftur og aftur að fólk sem
er orðið 25 ára og eldra skilur
ekki af hverju þessir tveir flokk-
ar renna ekki í sama farveginn.
Ég hitti oft fólk sem biður mig
að skýra fyrir sér muninn á Al-
þýðuflokknum og Alþýðu-
bandalaginu. Það reynist mér
oft erfitt, en haldgott er að
grípa til ESB. En ef við ætlum að
byrja á að njörva allt niður í
samvinnuviðræðum mun hægt
ganga. Það á frekar að gera eins
og R-listinn, sem tekst á við
vandamálin eftir því sem þau
rekur á fjörur þeirra stjórn-
málamanna sem standa fyrir
listanum.“
Verður hœgt að búa til
R-lista á landsvísu fyrir
nœstu þingkosningar?
„Ég vil ekkert um það segja,
en mun hins vegar leggja mitt af
mörkum til þess að við freistum
einhvers konar samvinnu. Mér
finnst að eigi að láta á það
reyna. Þótt ég sé í yngri kantin-
um í stjórnmálum er senn kom-
ið að því á mínum ferli að ég láti
á það reyna sem ég tel farsæl-
ast fyrir jafnaðarstefnuna á ís-
landi. Það skulda ég sjálfum
mér og líka þeim sem kusu mig
upphaflega. Ég fór í Alþýðu-
flokkinn með þetta að mark-
miði og hef aldrei farið dult
með það.“
Fullmeinlaus
Ef þú horfðir á áttrœðan
Alþýðuflokk sem persónu,
hvernig lýstirðu kostum
hennar og göllum?
„Gallarnir eru þeir að mér
finnst hann fullmeinlaus. Hann
nýtir of illa það svigrúm sem
hann hefur núna til að hugsa
um fortíð sína og læra af henni
og verða þar með beittara tæki
fyrir jafnaðarstefnuna í framtíð-
inni. Helstu kostirnir eru þeir
að þetta er vinalegur flokkur
sem gott er að vera í. Þar geta
menn slegist og tekist nokkuð
hressilega á án þess að það
myndist ör eða varanleg slit á
vináttu. Það var ánægjuleg nýj-
ung fyrir mig, sem kem úr allt
öðru umhverfi. Það má líka eiga
von á öllu innan flokksins. Ólík-
legustu menn geta kastað fram
hugmyndum sem maður stend-
ur frammi fyrir og hugsar: Þetta
er frábært. Að vera í flokki með
mönnum eins og Jóni Baldvini
Hannibalssyni, Guðmundi
Árna Stefánssyni, Hrafni Jök-
ulssyni, Sighvati Björgvins-
syni, auk allra hinna, býður allt-
af upp á það óvænta. Það er
kannski vegna þess að ég er í
hjarta mínu dálítill spennufíkill
sem ég hangi alltaf í þessu. Ég
elska flokkinn og hata hann.“
En hvað rekur hámenntað-
an vísindamann eins og þig
út í pólitík?
„Ég hef gaman af þessu starfi.
Dag hvern rekur á fjörurnar
tæknileg úrlausnarefni sem
krefjast einmitt vísindalegs aga
og hugsunar ef maður ætlar að
greina hismið frá kjarnanum.
Að því Ieyti storkar þetta starf
stundum vitsmununum en að
vísu of sjaldan. Það gerist líka
af og til að maður sér eitthvað
gott af leiða. Þó að gangverkið í
þinginu sé hægt og stundum
verði mistök kemur að því að
maður stendur stundum upp
og lítur yfir gott verk. Ég varð
giska glaður þegar ég fékk í
gegn frumvarp sem afnam mis-
rétti ættleiddra barna og ætt-
leiðandi foreldra. Þetta snerti
mig auðvitað persónulega en
gaf þó vissa fullnægingu.
Kannski fullnægir starfið sköp-
unaráráttu hins misheppnaða
menntaskólaskálds."
Hvað viltu gefa Alþýðu-
flokknum í afmœlisgjöf?
„Að það takist góð samvinna
með jafnaðarmannaflokkunum
fjórum sem leiði til sigursæls
kosningabandalags sem fleytir
jafnaðarstefnunni inn í ríkis-
stjórn á næsta kjörtímabili.
Fyrstu raunverulegu ríkisstjórn
íslenskra jafnaðarmanna. Það
er auðvitað draumur, en jafnvel
gamlir stjórnmálarefir eins og
ég þurfa af og til að láta sig
dreyma,“ sagði Össur Skarp-
héðinsson.
Uppgerðarasi meö dugnaðarfasi
Höfundasmiöja Leikfélags Reykjavíkur
Höfundur Svala flmardóttir
★★★
vala Arnar-
dóttir er út
af Einari Ben og
sýnir þeim upp-
runa sínum
virðingu með
því að vitna ríkulega í kvæði gamla
mannsins, jafnvel yrkja upp úr hon-
um á stundum. Það er þó minnst.
Liggur við að yrkingarmáti hans og
hugsunarháttur sé annað veifið lif-
andi kominn í hennar skáldskap.
Það er meira að segja afar líklegt, að
hefði Einar verið okkcir samtíma-
maður — og á aldrinum milli þrí-
tugs og fertugs — þá hefði hann bú-
ið til verk nauðalík þessu; kannski
einmitt nákvæmlega svona. Og ef til
vill er Svala ekki að gera annað en
að hlaupa í skarðið fyrir afa gamla,
því hann getur trauðla verið við-
staddur sjálfur.
Vel getur þó verið, að enginn
nema ég sjái þennan skyldleika og
allra síst þeir sem handgengnir
þykjast Einari heitnum þar sem hjá
Svölu eru engir stóriðjudraumcu-;
ekkert rís þú unga; engir knapar á
hestbaki kóngar um stund; engin
dökk vín við dimmu fljóts; engar
háskalegar og svarteygar kvensur í
húmi; engin mold sem lyftir sér í
svanalíki; ekkert brimsog frá úthafs-
ins lunga; engin tröllaukin eignar-
föll. Allra síst upprisuhvatning með
þúsundraddabrag — eða aðgát-
ínærverusálar.
Fljótt á litið virðist þessi skáld-
skapur, sem og sýningin, kærulaus
glannaskapur: stundum absúrd,
súrrealískur og farsakenndur.
En einmitt einhvers staðar þar
liggur skyldleikataugin. Þeir sem
muna sögurnar af ævintýra-
mennsku og prakkaraskap gamla
mannsins; þeir sem muna hversu
hann nýtur sín í að setja saman
textana upp í þann óforbetranlega
glanna Pétur Gaut (/ San Francisco
þar gróf ég gull / hvergata varþaraf
trúðum full... þetta fékk Kölski og
þar á lá hann: hann þekkti ekki þá
sem hlustuðu á hannj; þeir sem
muna hátignarlega fyrirlitningu
hans á smásálarskap og hégóma —
þeir geta verið mér sammála um að
Svölu Arnardóttur er ekki illa í ætt
skotið.
Það má kalla, að þetta sé tilvitn-
analeikur. Það er gripið niður í
mannlífseðjuna hér og þar, tekin
handfylli og rétt fram til sýnis. Því
er svo svarað með annarri sýna-
töku; oft allt annars staðar úr
haugnum og af öðrum toga. Tals-
vert af beinum ívitnunum í klassísk-
an skáldskap, einkum langafa, en
sitthvað er úr Biblíunni trúi ég,
Njálu og fleiru góðu. Úr verður oft
fáránleg samræða (eins og í lífinu
sjálfu) og háðuleg hegðan fólks sem
er að etja kappi hvert við annað í
þvf uppskrúfaða kokkteilpartíi sem
lífið er.
Leikmátinn er kannski raunsær
(realismus), en þó ýktur svo að
verður súrrelískur. Samtöl sjaldn-
ast bein milli persóna eins og tíðk-
ast í venjulegu drama. Frekar eins
og símtal: Ég tala í síma, þú heyrir
mitt tal úr símanum, en ekki frá mér
og svarar aftur í símann, ekki mér.
Hvorugur sér hinn og getur þar af
leiðandi ekki skilið hann til fulls.
Báðir tala; ekki einasta út í bláinn
heldur líka út í hött. Ráða ekki við
meira en það, að halda standard
framkomu. Trúðar í sirkus hafa ekki
óskylda aðferð. Ekki er ólíklegt, að
þessi leikmáti hæfi líðandi stund og
eigi eftir að verða ráðandi bráðum.
Er reyndar orðinn það víða. (Monty
Python, Spaugstofan, Radíusbrœður,
Langholtskirkjudeilan, Þorvaldur
Þorsteinsson).
Oft er þetta drephlægilegt.
Músík er hvergi til spöruð; hvorki
klassík né popp, fremur en í öðrum
leikritum nú til dags. Mikill kraftur.
Mikið líf.
Þetta er alvarlegt átak í því að ná
fangstað á og tjá vorn tætta sam-
tíma: þar sem athygli mannsins er
aldrei einbeitt að neinu einu um-
hugsunarefni í einu; þar sem áreitin
eru svo mörg og illþolandi, að
menn leggja ekki lengur eyrun við
neinu; þar sem menn eiga í stríði
við að útiloka fremur en nema; þar
sem menn skella skollaeyrum við í
stað þess að leggja hlustir við.
Að mínu viti er þetta rökrétt
framhald af því sem hinir meiri
postular, á borð við Magnús Páls-
son, hafa verið að reyna. Þessi sýn-
ing Svölu minnti í mörgu á Þeir
koma með kistu og sœkja mig og
önnur verk eftir Magnús, þar sem
hann hefur alltaf minnst þrjú leikrit
í gangi samtímis. Magnús leikur
einnig mikið með tilvitnanir. En hjá
honum eru þær ekki valdar. Tilvilj-
un fær að ráða. Þær eru beinlínis
klipptar út úr lífinu og því lesmáli
sem um heiminn flýtur og ekki allt
tóm biblía, einarben og eddur;
skrípamyndablöð — Playboy, Bat-
man og Andrés Önd — fá sama séns
og Shakespeare. Óskapnaður nú-
tímalífsins undir þunga æðandi um-
ferðar úr öllum áttum í lofti, á láði
og legi, við undirleik að minnsta
kosti fimm útvarps- og sjónvarps-
stöðva í einu, á meðan fyrirsagnir
dagblaða dynja þvers og kruss um
torgin og Ijósaauglýsingar glefsa í
brynjaðar sálir mannanna. Ekki
þætti mér ólíklegt að Einar Ben
hefði samið og sett upp slík verk,
væri hann endurfæddur meðal vor.
En Svöluleikur er nær því að vera
við alþýðuskap, sem þarf ekki að
merkja annað en að þar sé vínið
nægilega vatnsblandað fyrir styttra
komna.
Það er sveifla og svif í þessum
skáldskap, — þeyst út um loftsins
þök.
Leikéu-cu-nir voru allir ágætir og
Valgeir Skagfjörð hefur tekið þetta
réttum tökum samkvæmt eðli og
innihaldi.
æskuhetjan
1 Magnús Bjarnfreðsson
Alltaf sami fréttafMlinn
Þegar Ríkissjónvarpið hóf göngu sína fyrir
þrjátíu árum var Magnús Bjarnfreðsson
einn af þremur fyrstu fréttamönnunum þar á
bæ. Hinir voru Markús Örn Antonsson og
Ólafur Ragnarsson. Magnús hafði áður verið
þulur hjá Ríkisútvarpinu og einnig starfað
sem blaðamaöur og ritstjóri. Hann þótti koma
vel fyrir í sjónvarpi með sína djúpu rödd og
traustvekjandi framkomu. Ásamt frétta-
mennskunni vann Magnús ýmsa dagskrár-
þætti og stjórnaöi umræðum í sjónvarpssal.
Hann hætti á fréttastofunni 1974, þegar
hann var kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs, en
starfaöi áfram hjá Ríkisútvarpinu til 1976 að
hann lét af störfum þar. Síðan hefur hann
starfað við ýmiss konar almannatengsl og
raunar af og til komið fram í sjónvarpi sem
þáttastjórnandi og þulur.
Það var gífurlega mikiö vinnuálag á okkur
fyrstu árin á Sjónvarpinu og stundum unnið
nánast dag og nótt. Þegar
ég fór með fjölskylduna í
sumarfrí norðurí Skagafjörð
áriö 1967 var Ámi sonur
minn tveggja ára. Það tók
mig viku að fá hann til að
koma með mér út. Hann
hreinlega þekkti ekki þenn-
an mann - að minnsta kosti
ekki svo hann treysti sér
til að vera einn með hon-
um,“ sagði Magnús í stuttu
spjalli við HP. Hann kvaðst
annars vera lausamaðurí
dag og tæki að sér hin og
þessi verkefni. „En ég er algjör fréttafíkill eins
og áður og fýlgist með öllum fréttum," sagði
Magnús. Hvernig finnst honum fréttamenn
standa sig í dag? „Þaö er upp og ofan, alveg
eins og þegar ég var í þessu. Það hefur ekk-
Magnús: „Tæknin hefur
breyst gtfiurlega á þess-
um tíma og fer ekki hjá
þvi að maður öfundi
fréttamennina svolítið
af tækninni í dag.“
ert breyst. Það er hins
vegar tæknin sem hef-
ur breyst gífurlega á
þessum tíma og fer
ekki hjá því aö maður
öfundi fréttamennina
svolítið af tækninni í
dag. Ég man til dæmis
þegar við sendum í
fyrsta skipti fréttir
beínt utan úr bæ. Þá
var Ásgeir Ingólfsson
fréttamaður staddur i
Austurbæjarskólanum
og fréttir sendar beint
þaðan þar sem verið var að telja atkvæöi í
kosningum. Þetta þótti alveg stórkostlegt, en
nú eru beinar útsendingar heimsálfa milli dag-
legt brauð," sagöi Magnús Bjarnfreösson að
lokum. - sg