Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 26

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR14. MARS1996 -#Ventotene, Ítalíu ifangastaðir Gleymd paradís Eyjan Ventotene („þar sem vindurinn stoppar") liggur rétt fyrir utan strönd Napólí á Ítalíu og er ein minnsta paradís Evrópu. Eyjan, sem er aðeins einn ferkílómetri að stærð, hef- ur sem betur fer losnað að mestu við gereyöingarmátt nú- tímaferöamanna, sem eyöilagt hafa flestar perlur Miðjarðar- hafsins. Þegar ég kom til þess- arar yndislegu eyjar fyrir einu og hálfu ári upplifði ég andrúmsloft sem ég hélt aö fyrirfyndist ekki lengur í Evrópu. Eina leiöin til aö komast til eyjarinnar er meö báti sem fer einu sinni á dag frá borginni Formia og tekur sigling- in um tvær klukkustundir. Þegar komið er að eyjunni blasir viö hreint ótrúleg klettasýn með óteljandi hellum. Á Ventotene búa um eitt hundrað manns og hundraö til viðbótar yfir sumar- tímann. Á Ventotene hefur tím- inn staðiö í stað í aldir. Bygging- arnar eru allar kalkaðar og mál- aöar í Ifflegum litum og hvergi er að ftnna beinan vegg heldur hlykkjast allar byggingarnar ein- hvern veginn áfram í undarlegri samfellu. Enginn bíll er á eyj- unni, enda göturnar það mjóar aö erfitt væri um akstur. Á aðal- torginu er að finna eitt veitinga- hús, eitt kaffihús og einn bar. Þar er einnig ein nýlenduvöm- verslun, pósthús og lítiö hótel. Annaö viðskiptalegs eðlis var ekki að finna, enda þetta allt sem þarf til að lifa lífinu í róleg- heitunum. Eyjan er í raun aðeins klettur í Miðjaröarhafinu en þar er þó aö finna tvær góðar strendur. Þar geta menn hagað sér eins og þeim sýnist, enda engin lögregla á svæöinu — og engin þörf fyrir hana. Menn klæða sig eftir smekk á strönd- inni eöa þá bara skilja klæðin eftir heima. Á Ventotene kemur enginn og rukkar þig fyrir afnot af strandbekk, þaö reynir enginn aö fá þig til aö kaupa ís eöa pranga einhverjum óþarfa upp á þig. Og þar er enginn hávaöi eða læti, aðeins alger kyrrö og fegurð. Viö hlið Ventotene liggur kletturinn St. Stefano. Einn dag- inn baö ég starfsmann siglinga- skólans að sigla meö mig yfir á klettinn og var það auösótt, en'da eru eyjarskeggjar meö ein- dæmum liðlegir. Þegar aö klett- inum var komiö tók við klifur upp bjargið og þar blasti við ótrúleg sjón. Rústir eldgamals fangelsis, sem fasistastjórnin notaöi fyrir pólitíska fanga, voru þarna uppi á miðjum klettinum. Fangelsið myndar hring meö varðturni í miöjunni og í einni álmunni var pyntingaktefi þar sem fangar voru bundnir niöur í járnrúm og Miöjarðarhafssólin látin steikja þá gegnum gat í þakinu. Á kletti þessum var einnig aö finna klettaströnd og klifruðum ég og ítalskur vinur minn þar niður og syntum síöan í átt aö bátnum. Á leiðinni til baka trúöi hann mér fyrir því að eyjan Ventotene hefði á tímum Rómverja veriö notuö sem ástar- nýlenda, en Sesar keisari látiö loka henni eftir aö dóttir hans fór aö nota hana einum of mikiö fyrir sig og sína vini. - EBE Úrslitakeppnin í handbolta er hafin og áður en \arrí+ um líður verða nýir íslandsmeistarar krýndir. Gisli Þorsteinsson ræddi við tvo af efnilegri handboltaköppum landsins: þá Dag Sigurðsson úr Val og Aron Kristjánsson úr Haukum, um vonbrigðin á HM, kynslóðaskiptin í landsliðinu og þrætueplið eilífa: dómgæsluna... Dómaramál eru í miklum ólestri“ Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Vals: „Deildarkeppnin hefur ekki verið nægilega vel leikin. Vonandi fáum við að sjá betri handbolta í úrslitakeppninni. Kynslóða- skipti eru einnig greinileg hjá landsliðinu. Ég, Olafur Stefánsson og Patrekur Jóhann- esson erum hvað sem líður ungum aldri þegar farnir að spila með landsliðinu og von er á fleiri leikmönnum á næstu misser- um.“ Mynd: Jim Smart. Aron Kristjánsson, skytta í Haukum: „Það sem staðið hefur handboltan- um hér heirna fyrir þrifum er slök markaðssetning. Handknattleiksforyst- an hefur ekki náð að kynna íþróttina nægilega vel. Þá sýna sjónvarps- stöðvarnar ekki nóg frá leikjum, hvorki hér heima né erlendis. Börn og unglinga vantar fyrirmyndir í handboltanum. Þær er hins vegar að finna í NBA.“ Mynd: Jim Smart. Dagur Sigurðsson úr Val og Aron Kristjánsson úr Haukum eru þrátt fyrir ungan aldur lykilmenn í liðum sínum. Þeir segja að það megi rekja til þeirra kynslóðaskipta sem nú eru að verða í íslenskum hand- bolta. Fjölmargir ungir leik- menn eru nú að taka við sem burðarásar í sínum liðum. „Það tekur tíma fyrir unga leik- menn að fá þá reynslu sem eldri leikmennirnir búa yfir,“ segir Dagur. „Enda hefur deild- arkeppnin ekki verið nægilega vel leikin. Vonandi fáum við að sjá betri handbolta í úrslita- keppninni. Kynslóðaskipti eru einnig greinileg hjá landslið- inu. Eg, Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson erum hvað sem líður ungum aldri þegar farnir að spila með landsliðinu og von er á fleiri leikmönnum á næstu misser- um. Ég get nefnt Pál Þórólfs- son og Róbert Sighvatsson úr Aftureldingu — og svo auðvit- að hann Aron. Allir þessir leik- menn spiluðu með 21 árs landsliðinu sem lenti í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi fyrir nokkrum ár- um. Við vorum þá með ákaf- lega gott lið og í raun klaufar að lenda ekki ofar. Við töpuð- um aðeins einum leik gegn Rúmenum með tveimur mörk- um. Það varð til þess að við misstum af úrslitaleiknum á markahlutfalli fyrir Egyptum, sem urðu heimsmeistarar." Vonbrígðin á HM Nú tókst þú Dagur þátt í HM á síðasta ári ogþargekk íslendingum ekki eins vel og búist hafði verið við... „Gengi okkar í heimsmeist- arakeppninni síðasta vor var auðvitað mikil vonbrigði. Við vorum með lið sem hefði átt að komast mun ofar en við náðum ekki að standa okkur nægilega vel.“ Hver heldurðu að sé meg- inorsökin fyrir slöku gengi liðsins? „Ég held að ein skýringin sé sú, að sjálfsöryggi leikmanna var ekki nægilega gott. Þjálfar- arnir skiptu mikið um leik- menn og enginn var viss um sæti sitt í liðinu. Það olli óör- yggi meðal leikmanna. Raunin varð sú að enginn okkar lék af eðlilegri getu nema helst Geir Sveinsson, en hann var sá eini sem var með fast sæti í liðinu. Þá má ekki gleyma því að Júlí- us Jónasson og Sigurður Sveinsson meiddust fyrir keppnina og voru kannski ekki aiveg tilbúnir í þessi átök. Það er eiginlega grátlegt að okkur skyldi ekki takast betur upp, því að allur undirbúningur var til fyrirmyndar." Slök dómgæsla En hvað fannst þér að öðru leyti um framkvœmd keppninnar? „Handknattleiksforystan gerði vel, enda var keppnin okkur fslendingum til sóma. Engu að síður er margt hægt að setja út á störf HSÍ. Dómara- mál eru til dæmis í miklum ólestri." Aron: „Ég er Degi fyllilega sammála. Af einhverjum sök- um eru fáir sem leggja fyrir sig dómgæslu, ekki síst ungt fólk. Þá er merkilegt að margir af þeim sem dæma í handbolta hafa lítið æft handbolta og hafa þar af leiðandi litla tilfinn- ingu fyrir leiknum." Dagur: „Það er ákaflega erf- itt að læra að dæma eftir bók og það tekur langan tíma fyrir dómara sem lítið hefur æft handbolta að skapa sér ein- hverja reynslu á þessu sviði. Dómurum er reyndar vorkunn því það er vandmeðfarið að dæma handboltaleik. í körfu- knattleik eru reglur mun skýr- ari og öll vafaatriði færri. Léleg dómgæsla er ekkert sérís- lenskt fyrirbrigði og ég hef orð- ið vitni að slakri dómgæslu af hálfu erlendra dómara. Þetta er ákaflega bagalegt fyrir leik- menn, sem vita aldrei hverju þeir eiga von á frá dómurum.“ Aron: „íslenskir dómarar eru nú ekki alvondir. Við get- um nefnt Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson svo dæmi séu tekin. Þeir hafa sýnt góða dómgæslu í vetur.“ Fyrirmyndirnar að finna í NBA-deikfinni Á undanförnum árum hef- ur körfuboltinn orðið sífellt vinsœlli meðal almennings, ekki síst yngstu kynslóðar- innar. Haldið þið að það kunni að draga úr vinsœld- um handboltans á komandi árum? Dagur: „Það fár sem var í kringum NBA-deildina fyrir nokkrum árum gerði mig smeykan um að handboltinn yrði undir í samkeppninni við körfuboltann. Raunin hefur orðið önnur og fjöldi iðkenda síst minnkað — að minnsta kosti hjá Val.“ „Er það ekki bara eftir að við fómm að þjálfa?“ spyr Ar- on Dag og glottir. „Eigum við ekki bara að segja það,“ segir Dagur. Aron: „Það sem staðið hefur handboltanum hér heima fyrir þrifum er slök markaðssetn- ing. Handknattleiksforystan hefur ekki náð að kynna íþrótt- ina nægilega vel. Þá sýna sjón- varpsstöðvarnar ekki nóg frá leikjum, hvorki hér heima né erlendis. Börn og unglinga vantar fyrirmyndir í handbolt- anum. Þær er hins vegar að finna í NBA-deildinni, sem Stöð 2 hefur sýnt mikið frá síðustu ár.“ En hafa skemmtilegir leik- menn á borð við Julian Duran- ona ekki breytt einhverju þar um? Dagur: „Hann er ákaflega skemmtilegur handboltamað- ur sem fólk hefur unun af að horfa á. Það má því segja að hann hafi sett lit sinn á deild- ina. Það má einnig nefna fleiri erlenda leikmenn sem hafa staðið sig vel eins og Dimitri Filippov hjá Stjörnunni og Juri Sadovski hjá Gróttu." Litfi og stóri bróðir En eruð þið sáttir við frammistöðu ykkar liða í vetur? Aron: „Við Haukar spiluðum vel fram að áramótum en náð- um ekki að fylgja velgengninni eftir. Undanfarið höfum við verið mjög misjafnir, en erum að reyna að vinna okkur út úr þeim vanda. Við munum gefa okkur alla í leikina við FH.“ innan Að gera sér upp veikindi Þegar timburmenn, ánetjandi áhugamál, starfs- óánægja eða lamandi leti gera þér ómögutegt að komast til vinnu á tilteknum degi, þá er eins gott að þú hafir náð fullkomnu valdi á smáatriðum sem skipta máli. Að öðrum kosti er hætt við að þú skítfallir á lygamælisprófi yfirmanns þíns og allár viðvörunarbjöllur taki að hringja glaðhlakkalega út brottför þína frá fyrirtækinu. Helgarpósturinn kemur lesendum sínum til bjargar og aðstoðar þá við að nappa nokkrum aukafrídögum beint fyrir framan nefið á yfirboðurunum. Svona gera atvinnumenn sér upp veikindi: Skemmdir endajaxlar Frídagar: 1 til 3. Undirbúningur: Kvartaðu jöfn- um höndum hástöfum yfir tannholdsbólgu, tannpínu, hlustarverk og kjálkaþraut- um. Boröaðu afar varfærnis- lega. Best er að neyta ein- ungis vökva og gera það á eymdarlegan hátt. Símatækni: Það losnaði loksins rúm á deildinni eftir tveggja ára bið og þú verður að mæta undir eins í aðgerð. Eftirleikur: Mættu deyfðarlegur til vinnu meö svartar línur undir augum (sem þú málar á með maskara) sem um- merki eftir uppskurð og svæfingu. Litlir bómullar- hnoörar hvor í sinni kinninni eru stórkostlegir bólguvald- ar. Vandkvæði: Þegar alvöru enda- jaxlar gera vart við sig örfá- um dögum eftir „aðgerðina" gæti komiö upp vandræða- leg stund. Bómullarhnoðrar gætu ennfremur dottið út í hádegisverði með yfirmann- inum. Bólgnir hálskirtlar Frídagar: 2 til 5. Undirbúningur: Kveinkaðu þér yfir sárindum í hálsi svo mánuðum skiptir og hættu að tala við fólk þar sem það er of sársaukafullt. Skolaðu hálsinn oft og á hávaðasam- an hátt með saltvatni. Fækk- aðu viðtölum og símtölum. Símatækni: Segðu rámri röddu (eftir að hafa vakað alla nótt- ina viö reykingar og drykkju) að eftir áralangar þjáningar hafirðu loks ákveðið að láta taka litlu djöflana. Eftirleikur: Þurrt og brakandi stökkt fæöi hefur komið í stað hins hefðbundna rjómaíss { kjölfar aðgeröar. Borðaðu því mikiö af kexi og tvíbökum með augljósan sársauka í andlitinu. Vandkvæði: Skyndilegar og augljósar bólgur í hálskirtlun- um eftir að þeir voru „teknir" geta leitt til vandræðalegra spurninga. Bakverkur Frídagar: 1 til 365. Undirbúningur: Segðu öllum starfsfélögunum að þú hafir verið að hjálpa vini að flytja yfir helgina. Minnstu síðan á smávægilegt brak og smelli neðarlega í mjóhryggnum. Símatækni: Því miður ertu al- gjörlega rúmfastur og getur þig hvergi hrært. Læknirinn heldur aö mögulega hafi færst til liöþófi eða hryggjar- liður brákast. Þolinmæöin sé lykillinn að bata. Eftirleikur: Hreyfðu þig af ýtr- ustu varfærni og mjööög hægt. Forðastu fyrir alla muni aö taka hluti upp úr lít- illi hæö. Láttu atvinnuveit- andann útvega þér furðuleg- an og sænskan lækninga- stól til að krjúpa á sam- kvæmt læknisráði. Liggðu á gólfinu í matartímanum og öllum pásum. Vandkvæði: Þú getur fengið á þig orð aumingja og ræfils sem enginn þolir; jafnvel svo að þú munir aldrei verða nokkurs nýtur (eða nýt) til at- hafna á skeiðvelli svefnher- bergisins. Inflúensa Frídagar: 3 til 8. Undirbúningur: Kvartaðu und- an sótthita, eymslum í vöðv- um; beinverkjum. Hlauptu upp stigana, leggðu ennið við ofn á afviknum stað og fáðu einhvern háttsettan til að koma við það og athuga hvort þú sért meö hita. Símatækni: Berðu þig aumlega og hlæðu brjálæðislega til skiptis. Lýstu hitasóttarsýn- um í smáatriðum; öskraöu óttablandinni röddu á skóna þína og leggðu svo á. Eftirleikur: Komdu einn dag til vinnu og mættu síðan ekki í tvo til þrjá daga eftir það. Segðu að þú hafir verið með Hong Kong-flensuna og sleg- ið illilega niður. Vandkvæði: Inflúensa er al- gengur kvilli og flestir mæta samt til vinnu. Allir munu kenna þér um þegar þeir veikjast; hversu alvarlegt eða smávægilegt sem það er. Síþreyta Frídagar: Óteljandi; fer eftir ímyndunarafli þínu. Undirbúningur: Kvartaðu yfir ofþreytu, svefnleysi, höfuð- verk, þunglyndi og almennu magnleysi. Símatækni: Segðu lækninn þinn hafa greint einhvern nýjan og furðulegan sjúkdóm hjá þér og hann sé því sem næst ólæknaniegur, en öll munum viðjú deyja að endingu. Mundu að stynja ótakmark- að. Eftirleikur: Mættu til vinnu og

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.