Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.03.1996, Qupperneq 27

Helgarpósturinn - 14.03.1996, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR14. MARS1996 27 mh- Nú hafa FH-ingar átt frek- ar auðvelt með ykkur í gegn- um árin. Ertu ekki orðinn þreyttur á að tapa fyrir stóra bróður? „Það er alltaf jafnsárt og því get ég aldrei vanist. Þessir leikir eru hörkurimmur og allir leggja sig fram til hins ýtrasta. Ég trúi ekki öðru en að við för- um að vinna þá oftar á næstu árum, því framtíðin er björt í Haukum. Þá eru flestir leik- menn FH komnir af léttasta skeiði. Eigum við ekki að segja að þeir gangi á innsoginu.“ Dagur: „Ég er tiltölulega sáttur við gengi Valsliðsins í vetur. Fyrir tímabilið misstum við Geir Sveinsson fyrirliða og Þorbjörn Jensson þjálfara frá okkur og það tók okkur nokk- urn tíma að ná áttum. Við spil- uðum þó betur eftir því sem leið á veturinn og enduðum með svipaðan stigafjölda og tímabilið á undan. Engu að síð- ur töpuðum við þremur stig- um í síðustu leikjum deildar- innar.“ Víkingar geta sjálfum sér um kennt Það kom mörgum á óvart þegar þjálfarar liða Vals og KA hvíldu sterkustu leik- menn sína í leikjum gegn lið- um sem voru í bullandi fall- hœttu í síðustu umferð deild- arkeppninnar. Einkum voru Víkingar sárir út í Alfreð Gíslason fyrir að hvíla byrj- unarliðið nær allan leikinn gegn ÍBV... Dagur: „Mér finnst eðlilegt að Alfreð skyldi vilja hvíla sína sterkustu leikmenn fyrir úr- slitakeppnina, enda nokkrir þeirra í eldri kantinum. Þeir þurfa tíma til að jafna sig fyrir úrslitakeppnina, sem er ákaf- lega erfið. Við megum heldur ekki gleyma því að ÍBV náði stigi af KA nokkrum vikum áð- ur á Akureyri. Víkingar geta sjálfum sér um kennt hvernig fór fyrir þeim í vetur.“ Fyrir nokkrum árum voru lið frá höfuðborgarsvœðinu í meirihluta í deildinni. Nú falla tvö Reykjavíkurlið. Hvað veldur að svo fá lið frá höfuðborgarsvœðinu eru eft- ir í fyrstu deildinni? Aron: „Það er staðreynd að félög utan af landi eiga auð- veldara með að borga leik- mönnum en þau sem eru stað; sett á höfuðborgarsvæðinu. í Reykjavík og nágrenni er ara- grúi félaga, sem gerir alla fjár- öflun erfiðari. A sama tíma sitja lið á landsbyggðinni ein að fjárframlögum frá bæjar- stjórnum, fyrirtækjum og ein- staklingum. Þessi lið eiga á margan hátt auðveldara með að fá til sín góða leikmenn.“ Hvað er það sem hefur komið ykkur mest á óvart í vetur? Aron: „Mér hefur komið á óvart hve liði Aftureldingar hefur gengið illa í vetur því þeir hafa góðu liði á að skipa. Varnarleikurinn hefur verið lé- legur hjá þeim og það kann að vera helsta skýringin á stöðu þeirra í deildinni. Þar af leið- andi hefur Bergsveinn Berg- sveinsson ekki nýst sem skyldi í markinu. Reyndar hafa þeir verið óheppnir með meiðsli en leikstjórnandinn þeirra, Gunn- ar Andrésson, hefur verið meiddur mikið í vetur.“ Dagur: „Hann er leikmaður sem hefði getað fleytt liðinu of- ar í deildinni. Til marks um hörkuna í honum þá lék hann þrjá leiki handleggsbrotinn. Það er leitun að slíkum hörku- tólum. Að öðru leyti held ég að við getum verið sammála um að lið Gróttu hafi staðið sig vel. Þeir hafa góðum mönnum á að skipa í mörgum stöðum. Einnig má nefna ÍBV, en fáir höfðu trú á að þeir næðu að halda sér í deildinni í byrjun móts.“ Hvar er Jón Freyr? Þeir Aron og Dagur hafa spilað fjölmarga leiki sam- an og ferðast víða um heim- inn með yngri landsliðum. Þeir luma skiljanlega á mörgum sögum og láta eina flakka í lok samtalsins. „Við vorum eitt sinn að fara að spila á Norðurlandamóti með 21 árs liðinu fyrir nokkr- um árum. Þá var Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari og Þor- gils Óttar Mathiesen farar- stjóri. Við hófum ferðalagið eldsnemma morguns í Kefla- vík og var ferðinni heitið til Svíþjóðar. Við lentum í Noregi og áttum að fara síðasta hluta ferðarinnar í rútu. Á flugvellin- um náðum við í farangurinn okkar og fórum strax inn í rút- una. Þegar þangað var komið kölluðu Þorgils og Þorbergur aftur í rútu og spurðu hvort allir væru ekki mættir. Við jánkuðum því, enda allir hálf- sofandi. Síðan brunaði rútan af stað. Það var ekki fyrr en þremur tímum seinna að rút- an stöðvaðist og við fengum okkur að borða á veitinga- stað. Þar gáfum við okkur góð- an tíma til málsverðar og spjölluðum saman. Að því loknu var farið upp í rútu og Þorgils byrjaði að telja. Þá kom í ljós að það vantaði einn leikmann. Við fórum þá að líta í kringum okkur og sáum strax að Jón Frey Egilsson, horna- mann úr Haukum, vantaði. Þá hafði hann orðið eftir í Noregi vegna þess að taskan hans kom ekki í leitirnar á flugvell- inum. Hann var þó ekki af baki dottinn heldur elti okkur uppi og komst á áfangastað um miðja nótt. En taskan fannst aldrei." „Já, því miður fóru flutningarnir um síð- ustu helgi alveg með mig. Ég er gjörsam- lega rúmfastur um ótiltekinn tíma.“ þvaðraðu endalaust um ilm- meðferð, líkamsæfingar, hvíld, Heilsuhúsið, Mátt, hugleiðslu, jóga, nýöldina, nálastungumeðferð og Proz- ac. Vandkvæði: Magnleysi þitt og ofþreyta fer framhjá öllum því þaö er svo líkt venju- þundnu ástandi þínu. Magasár Frídagar: 2 til 10. Undirbúningur: Beygðu þig annað slagið í keng og styndu hátt. Haltu við þind- ina á göngu og þjálfaðu upp geigvænlegar sársaukagrett- ur. Hafðu flösku af magasýr- umeðali stööugtvið höndina. Vertu stöðugt stressaður í atferli. Símatækni: Þú pissaðir blóði í nótt eftir aö hafa ekki getaö boröaö í tvo daga. Hægðirn- ar eru með blóðrákum. Ætlar til læknis ef þetta skánar ekki undir hádegið. Heldur að þú sleppir við uppskurð. Eftirleikur: Mættu glaðhlakka- legur til vinnu og virkaðu of- urjákvæður eftir aö hafa tek- ist á við streituvaldana í lífi þínu og komið þér uþp heil- brigðara líferni. Mættu vel til vinnu, en haföu þig fyrstur á brott til líkamsæfinga fyrir kvöldmat. Vandkvæði: Heilbrigða lífernið. MM list — þrátt fyrir skítamóral hvunndagsins Hiö Ijósa man Leikfélag Reykjavíkur Skáldsaga: Halldór Laxness Leikgerð: Bríet Héðinsdóttir Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Tónlist: Jón Nordal Búningan Messíana Tómasdóttir Lýsing: Oavid Walter ★★★★ Hér er komin leiksýning sem fyllir út í svið og sal Borg- arleikhússins og ber auk þess í sér víðáttur þess lífs sem fólkið í þeim sal lifir, innra með sér, — þess lífs sem ólgar fyrir utan veggi hússins og þess lífs sem býr í sögu þess og fortíð, einnig þess lífs sem bíður eftir að kvikna — í vonum þess. Sem sagt: Alvöru sjónleikur. Sterkustu stoðirnar í þessum sjónleik eru; texti Halldórs Laxness (svo sem vænta mátti), uppröðun leikstjórans á þessum tilsvörum hans sem og þeim svipmyndum úr lífi per- sóna sem hann velur, og síðast en ekki síst; myndverk Stígs Steinþórssonar. Leikur Sigrún- ar Eddu í hlutverki Snæfríðar íslandssólar fullnægir kröfum (og þá er stórt upp í sig tekið) en hann fyllir kannski ekki til fullnustu út í draum aðdáand- ans (sem kannski er ekki held- ur hægt). Það sem er að þessari sýn- ingu er það eitt sem ekki verð- ur við ráðið: Leikararnir, upp til hópa, hafa ekki stærð í svona skáldskap. Oft óbærilega léttir og rislitlir í samanburði við þá stórsjói sem harmleikur þessi veltir. Og hér er ekki átt við það eitt að raddir og fas sé of smá- gert fyrir svo stóran sal. Nei, nei, gud bevare os. Það er átt við stærðarnúmer sálarinnar, skynjun manna á brimsjói mannlífsins og hughreysti gagnvart þeim. Aldrei þessu vant ætla ég að setja leikmyndina fremsta. Oft hefur því verið haldið fram, hér sem annars staðar, að leik- myndir í nútímaleikhúsi, lýsing, búningar, snúningur sviðsins, reykur og aðrar miklar tækni- brellur séu andstyggilega rúm- frekar og oft við borð liggjandi að þetta drasl ryðji sjálfri leik- listinni frá-jafnvel öllu sem list gæti heitið. Einnig hér er þessi íburður ytri hluta áberandi, en munur- inn er sá að hér þarf í engu eftir honum að sjá og hann er ekki fyrir neinum. Þvert á móti. Það mætti mín vegna vera meira af verki Stígs Steinþórssonar og þeirra annarra sem honum fylgja (David Walters, Mess- íana Tómasdóttir). Fyrirferð slíks verks verður aldrei of mik- il. Varla einu sinni að það geti kostað of mikla peninga. Hvers vegna? Vegna þess að þar hittir hvert handarvik beint í vand- lega valið mark. Það liggur við að maður hugsi sem svo: í þessum samsöng er rödd myndverksins meira en sam- boðinn undirhljómur raddar skáldsins sjálfs; hvað eftir ann- að tekur hún að sér einsöngs- hlutverkið og nær jafnstórum og fylltum hljómi, ef ekki stærri og fyllri en skáldið nokkurn tíma. Og er þá langt til jafnað. Og heldur sig tryggilega við efnið, getur ekki tekið falskan tón. Tónlist Jóns Nordal er að þessu leyti fullkomin einnig. Hér mætti hafa langt mál, um kraftmikil, brotin form klett- anna á Þingvelli, um landslags- minni, um margbreytilegan undirleik lita og hreyfingar á himninum, um smáatriði hús- muna, um samruna leiksviðs- ins við saiinn sjálfan, um það hvernig leikmyndin vinnur að því að áhorfendasalurinn með sínu lífi rennur saman í eitt með leiksviðinu og þess lífi, en hér verður að linna. Best við þetta allt er þó það sem er alltof sjaldgæft í reyk- vísku leikhúsi en ætti að vera sjálfsagt mál, að brennipunkt- urinn — ekki bara í sýningunni heldur líka í myndverkinu út af fyrir sig — er alltaf leikarinn. Hafi það verið Bríet Héðins- dóttir sjálf sem raðaði leikurun- um upp í myndina en ekki Stíg- ur, þá á hún einnig hrós skilið fyrir málarakunnáttu sína. Nú, — reyndar er það svo að þegar svo vel tekst til með myndgerð leiksýningar þá eiga leikstjór- inn og leikmyndateiknarinn, ásamt ljósameistaranum, ódeildan hlut og verður ekki glöggt á milli greint hvers var hvað. Um leikgerð Bríetar er ekkert að segja nema gott frá sjónar- hóli okkar sem gjörþekkjum verk Halldórs. Það er sama hvernig slík leikgerð er skrifuð, hvað valið er og hvernig sam- ansett; við munum alltaf horfa á það sem leifturmyndir og sýnishorn úr öðru miklu stærra og meira og okkur verður örð- ugt að meta hvaða mynd það er sem ókunnugur áhorfandi (segjum sextán ára stúlka með venjulega almenna greind) kann að lesa út úr þessu verki. Ef til vill ekkert annað en kven- hetju sína umkringda leiðinleg- um og hæfileikalausum karl- rembusvínum sem auðvitað öll bregðast og hafa rangt fyrir sér en hetjan rétt, eins og vera ber. En ég hygg að sama sé hvernig með það fer: Handritið er sam- antekið og í leik fært af heitri tilfinning og yfirsýn yfir mikil örlög „þeirra atburða sem mestir hafa orðið í heimi“ og ég hygg að hvaða áhorfandi sem er taki það einfaldlega sem gef- ið og kenni sjálfum sér um ef hann fær ekki botn í málin og — láti sér standa á sama. Eng- inn gerir kröfu um að skilja efn- ið í botn þegar hann hlustar á Aidu sungna. Þykir jafn góð fyr- ir því. Hlutverk Snæfríðar er í raun- inni óleikandi með sama hætti og hlutverk Hamlets þar sem til þess þarf bæði útlit og þokka tvítugrar konu og andlegan þroska og myndugleik sextugr- ar matrónu. Sigrún Edda stend- ur undir þessari byrði eins vel og hægt er að ætlast tii og sú mynd sem hún hefur hér upp dregið á eftir að sitja í minni hér eftir. Hún verður í hugum manna sú sem ætlast er til; hin lengi þráða. Sá leikarinn, auk Sigrúnar Eddu, sem næst fer því að ná fullri stærð í sitt hlutverk er — merkilegt nokk — Guðmundur Ólafsson í hlutverki Jóns Hreggviðssonar. Það helgast í og með af því að hann er rithöf- undur og skáld sjálfur og skilur þar af leiðandi fyrir hvaða hluti, stærri og meiri, orð hans og gerðir standa og einnig af því að hann er alveg trúverðug- ur og effektalaus, í tilgerðar- lausu og vönduðu gervi, sá múgamaður og smákrimmi af Skaga sem hann á að vera. Það er vel athugað að hann reynir að vera eins vel til fara á ferða- lögum og hann framast hefur efni á. Meðferð annarra sem ég hef séð í þessu hlutverki hefur jafnan þjáðst af því að þurfa að vera aðalpersónan, áhrifarík, snjöll og fyndin. Úr því fæst auðvitað fullt kikk en það veikir trúverðugleikann og smækkar manninn þar með. Best heppnuð persóna í leiknum er hins vegar Snæfríð- ur unga í meðförum Pálínu Jónsdóttur. Að persónugera þessa stúlku, sem aldrei hefur verið til og getur ekki verið til en er samt orðin einhvers kon- ar þjóðardýrlingur, hin eigin- lega fjallkona og tákn þess sem elskað er, — það er ekki áhlaupaverk. Það tekst þarna. Bríet lætur sýningu sína enda á þessari mynd. Það er rétt en líka svo djarft að varla er á hættandi eins auðvelt og það er að missa slíka mynd út í klám. En þar bregst ekkert. Mér er nær að að halda að ást okkar allra, karla jafnt sem kvenna, á þessari grönnu, björtu kvenmynd sé það sem er sameiginlegur kjarni máls í sálarlífi þjóðarinnar, miklu fremur en sjómannshreystin, útþráin fræga, smákónga-árátt- an, frelsislöngunin, jafnaðar- mennskan og allt það annað sem venja er að gaspra um á hátíðarstundum. Hennar vegna höfum vér einnig farið að elska landið með öðrum hætti en áð- ur var; hinar mjúku ávölu línur, einfalt grænt gras og lággróður í stað gnæfandi háfjallsins ögr- andi tinds, brimsins þunga sogs og fossins hrikasöngs. Ef til vill er það Halldór sem hefur gert okkur að þjóð með því að finna og fullbúa þessa ímynd vorrar innstu þrár, vort raun- verulega lífsblóm og rétta skjldarmerki. „Mín jómfrú blífur". En það er ef til vill mis- skilningur bæði Bríetar og draumur konunnar allt frá Evu? Hann er sá leiðinlegi, grái jarð- fasti steinn sem hrjósturblóm- ið Snæfríður eldri hefur til að leita skjóls undir þegar skraut- tré skóganna eru fokin um koll og allir aðrir hafa brugðist, — hún sjálf þar með talin. Það var hann sem „skaffaði gjaldeyrir- inn“, eins og fulli sjóarinn sagði. Sama er um Eydalín lögmann og Magnús í Bræðratungu. Þeir eru í þessum leik fyrst og fremst til þess að stækka Snæ- fríði en harmleikur þeirra sjálfra, forsaga þeirra og hreyfi- öfl fá litla festu. Leikur Sigurðar Karlssonar og Þrastar Leós er góður miðað við þessar gefnu forsendur. Leikur Kristjáns Franklíns Magnús í hlutverki Arnæusar er styrkur og betri en ég bjóst við. Nægilega reisulegur og fríður maður, gæti verið hand- genginn kóngum, hæfilega frek- ur, ástleitinn og drykkfelldur. En hann er langt því frá að vera sá pólitíski stólpi sem maður gæti trúað að teldi sig halda sál landsins í hendi sér, já sál allra Norðurlanda telur hann sig geyma, einn manna! Vegna þessa fjársjóðs lætur hann sig hafa það að horfa upp á allt annað hrynja. Svo brennur „Hér er komin leiksýning sem fyliir út í svið og sal Borgarleikhússins og ber auk þess í sér víðáttur þess lífs sem fólkið í þeim sal lifir, innra með sér, — þess lífs sem ólgar fyrir utan veggi hússins og þess lífs sem býr í sögu þess og fortíð, einnig þess lífs sem bíður eftir að kvikna — ívonum þess. Sem sagt: Alvöru sjónleikur." margra annarra lesenda að þau orð eigi við þá Snæfríði sem síðar varð, eftir að draum- myndin var marin til dauðs í at- gangi annarra og ekki síður óhjákvæmilegra stríðsaðila, hvers með sinn mikla, helga málstað að verja. Það er hið sköpum skiptandi hlutverk hverrar sögupersónu fyrir sig, fjöreggin sem þær bera og þurfa að verja af algjör- um einstrengingi, hver og ein, sem gerir verk þetta stórt í sniðum og fagurt. Hver og einn hefur á sér ábyrgð, á málstað að verja sem ekki má fyrir nokkurn mun verða undir; reisn mikilla ætta, helgidóm hinnar einu sönnu ástar, sjálfa þjóðarsálina — sál norður- lands, sálarheill þjóðar, rétt og rangt, stolt sitt, karlmannsheið- urinn og svo ríkið sjálft. Harm- leikurinn er fólginn í því að eng- inn getur náð sínu fram án þess að rekast á hina, af fullum þunga, merja þá undir sínum þunga vagni og drepa. Ein dramatískust persóna, hvað þetta snertir, er Sigurður prestur, sem í þessari sýningu nær ekki máli. Hann er gerður lítilsigldur og bældur ástríðu- maður, trúlega til þess að stækka Snæfríði. I raun er það fyrst og fremst hann sem veit hvað til friðarins heyrir og það er hann sem bjargar rifníunum af því sem allir hinir lögðust á eitt um að eyðileggja; Snæfríði, heiðrinum, stjórnsýslu ríkisins, æðsta embætti landsins. The statesman. Veit hvað hæfir og þarf. Verður þó að fremja óhæfu vegna konunnar sem hann elskar. Er það ekki óska- hann. En á þetta hrikalega mál- efni er eingöngu minnst í þess- ari sýningu án þess að áhorf- andinn fái að nokkru marki ógn þess inn undir skinnið, — kannski ekki til þess ætlast. Hér ræður Snæfríðardýrkunin stefnu, ef til vill ekki ólituð af kvennapólitík. Senan við borð biskups þar sem maður fær að sjá raun- veruleg pólitísk átök dulbúin í gervi almenns dispúts um rétta breytni eða ranga, hún er ein sú kraftmesta í sýningunni. Þó er þar engin ytri „action". Menn gera ekki annað en sitja og tala. En þeir gera meira en tala. Þeir vegast á með orðum. Þetta er nokkuð sem leikarar almennt verða að skoða betur. Það er hægt að setja á svið jafn spenn- andi bardaga með orðum og hugmyndum eins og með sverðum eða skammbyssum, kunni menn orðum að beita. NB: þar fann ég ekki fyrir því að leikararnir væru of smáir. Bríet var púkó í framkallinnu. Stígur líka, en það gerir minna til. Þetta er sjálfsagt af hennar fræga meðfædda lítillæti. En það á ekki við í þessu tilfelli. Þetta er sýning af því tagi að leikstjórinn verður að „taka framkaU" af fullum tíguleik og gefa því tíma, einkum þar sem sjálfur höfundurinn er ekki við- látinn. Allt annað virkar (I þessu falli) eins og slugs, ásamt virðingarleysi fyrir áhorfend- um og hinni miklu list, sem eng- inn þarf að efast um að er þarna á ferð, þrátt fyrir þann skítamóral hvunndagsins sem um þessar mundir ber hinn efri skjöld í lífi leikhússins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.