Helgarpósturinn - 14.03.1996, Side 32
HELGARPOSTURINN
Erfitt hefur reynst að komast að kjarna þess
máls hvers vegna Viðari Eggertssyni var
sagt upp störfum sem nýráðnum leikhússtjóra
Borgarleikhússins. Eins og hann segir sjálfur í
viötali við HP telur hann ástæðuna þá að hann
hafi farið inn fyrir þröskuld „hinna ósnertanlegu";
gömlu klíkunnar. Eftir því sem HP kemst næst
má einkum rekja óánægjuölduna til uppsagnar
Valgerðar Dan, eiginkonu Þorsteins Gunnars-
sonar, leikara og arkitekts Borgarleikhússins,
sem síðar var dregin til baka. Mun klíkunni hafa
þótt það súrt í broti að Valgerði, sem fyrir nokkru
slasaðist á sýningu hjá leikhúsinu og meiddist
varanlega í baki, væri sagt upp störfum...
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur ÁTVR hafnað
þeirri þeiðni umboösaöila fransks bjórframleiðanda að taka
til sölu bjórkippur meö fjórum 250 ml flöskum. Ástæðan er sú að
reglur ÁTVR, sem fjármálaráðuneytið hefur samþykkt, kveða á um
að ekki megi selja minna en 1,5 lítra af bjór í einu, enda eru ís-
lendingar ekki þekktir fyrir að vera að lepja einn og einn bjór í
einu, eins og Frakkar, heldur hella almennilega I sig þegar þeir
drekka á annað borö. Margir hafa velt fyrir sér hver sé ástæöa
þessarar reglugerðar. Helsta niðurstaðan virðist vera sú að það
sé óþjóðlegt að drekka svona lítið í einu og jafnvel óhollt að
drekka minna en einn og hálfan lítra af bjór í einu...
Pólverjar til íslands — íslendingar til Danmerkur og dönsk
frystihús til Póllands. Þessa ágætu fyrirsögn er að finna í
nýju blaði sem hefur hafið göngu sína á ísafiröi og heitir Vesfri.
Það þarf raunar ekki að hafa fleiri orð um þetta. Fyrirsögnin segir
allt sem segja þarf...
TVTú stendur yfir alþjóðleg herferð Amnesty International vegna
X\l mannréttindabrota í Kína. Forsýning á kvikmyndinni Dauða-
maður nálgast (Dead Man Walking) verður í Háskólabíói í kvöld,
fimmtudag, klukkan 21:00 og rennur allur ágóði til Amnesty. Með
aðalhlutverk myndarinnar fara Sean Penn og Susan Sarandon.
Á laugardaginn klukkan 14:00 veröur síðan opinn fundur íslands-
deildar Amensty í Odda Háskóla íslands, stofu 101. Framsögu á
fundinum hefur Nicholas Howen, yfirmaður lögfræðideildar
Amnesty International. Einnig verða myndirnar Persecution in
China og China and the Death Penalty sýndar. Fundarstjóri er
Sigrún Asa Markúsdóttir, formaður Amnesty á íslandi...
Helgarpósturinn telur óhætt að mæla með tónleikum karla-
kórsins Heimis úr Skagafirði; hins eina sanna. Njótiö feg-
urðar hinna hjarnbjörtu tenóra og flauelsmjúku bassa'á stór-
skemmtun á Hótel íslandi á föstudagskvöld og svo í Háskólabíói
klukkan fimm á laugardag. Heimir hefur ábyggilega brugðið sér
borgarleið þrisvar á ári (að meðaltali) undanfarin ár, þannig að
gestir á Hótel íslandi ættu að vera orðnir þaulvanir þessum
skagfirsku stórbændum...
Nýbýlavegi 10
200 Kópavogi
RETTINGflR
AUÐUNS
Vönduð vinna
unnin aðeins
affagmönnum
Þjónustuaðili fyrir ^TOYOTA'
Seljum SÍkkBn5
hágæða lökk og undirefni.
Einnig sprautukönnur
á mjög hagstœðu verði.
Setjum alla liti
á spraybrúsa.
Talaðu við okkur um
BÍLARÉTTINGAR
BÍLASPRAUTUN
CAFF
SóLON ISLANDUS
Skólavörðustíg & Kringlunni
Álag. Stress. Ofþreyta.
Meira og minna hluti af daglegu lífi.
Þess vegna Gericomplex.
Sérstaklega samansett til að halda þér í
líkamlegu og andlegu toppformi fram eftir öllum
aldri. Gericomplex inniheldur
yfir 20 vítamín og steinefni
og hið frábæra Ginseng
þykkni Ginseng G115.
Áhrifin?
Aukin líkamleg og
andleg vellíðan.
Bætt úthald.
Árangurinn?
Þú lítur vel út.
Þér líður vel.
Þú glæðir líf þitt lífi.
Helgarpósturinn
"bláð'húsiM^
artúni 27
Skrifstofur og afgreíðsla (opið 10-12 og 13-16): 552-2211
Ritstjórn: 552-4666 • Fréttaskotið: 552-1900 • Símbréf: 552-2311 • Auglýsingar: 552-4888