Helgarpósturinn - 21.11.1996, Síða 2
2
a
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996
■.
\
Hiö frómá heiti Fjölnir er
vinnuheiti nýs menningarrits
sem útgáfufyrirtækiö Bjartur
hyggst gefa út í samvinnu við út-
gáfufyrirtækiö Dœgradvöl og
Stúdentablaðið. Allt bendir til aö
ritið komi út snemma í desember
í stóru upplagi, enda mun hug- S
myndinni um slíkt menningarrit
hafa veriö tekiö fádæma vel. Það
er Gunnar Smári Egilsson, höf-
undur Bessastaöabókanna, sem
halda mun utan um blaöið en til
liðs við sig hefur hann fengiö rit-
höfundana Illuga Jökuisson,
Braga Ólafsson og Þorvald Þor-
steinsson, Egil Heigason sjón-
varpsfréttamann, Þórhall Ey-
þórsson málvísindamann og
marga fleiri...
Svava Johan-
sen og Ásgeir
Bolli Kristinsson,
eigendur stórveld-
isins 17 og
margra annarra
tískuverslana,
eignuðust fyrir nokkru myndarleg-
an son, sem er frumburður
Svövu og þriöji sonur Ásgeirs
Bolla. Þótt ekki sé búið að skíra
soninn hefur kvisast út aö hann
eigi aö heita I höfuðið á föðurn-
um að fyrra nafni en seinna nafn-
inu hefur hins vegar verið haldið
vandlega leyndu...
Skáld eru nú farin að rotta sig
saman um að lesa upp úr
verkum sínum víða um land. Á
dögunum fóru til ísafjaröar ungu
skáldin Jokulsdótt-
Gerður 0 ir, sem
i Kristný og báöar gefa 'n
Andri jjjjt 'i. út hjá MM
Snær m \ og eru tvær
L\ Magnason í fylgd sér vmmx " ' A örfárra kvenna ■ ^
reyndari skálda á borö við
Guðmund Andra Thors-
son, Einar Kárason og
fleiri hjá Máli og menn-
ingu. Þá hefur fregnast að
Ijóðskáldin Linda Vil-
hjálmsdóttir og Elísabet
sem gefa út bækur fyrir
jólin, ætli í samvinnu við
Braga Óiafsson, sem ný-
lega gaf út einskonar smá-
sagnasafn hjá Bjarti, að
efna til ýmissa uppákoma
í borginni. Sá síðastnefndi
ætlar svo í „þverpólitískt" sam-
starf við Haligrím Helgason,
höfund 101 Reykjavíkur hjá MM,
og Gunnar Smára Egilsson,
sem sjálfur gefur út tvær bækur,
Bessastaðabœkurnar og Máls-
vörn mannorðs-
morðingja, hjá
eigin forlagi,
Dægradvöl. Veröa
þeir piltarnir með
upplestur í
menntaskólum og
víðar...
Þórarinn E.
Sveinsson, yfir-
læknir krabba-
meinsdeildar
Landspítalans og
stjórnarmaöur í
ÁTVR, er á önd-
veröri skoöun viö
formenn krabba-
meinsfélaganna
hér á landi
Fyrir um sjö mánuðum eignuðust Jón Scheving Thorsteinsson og Ragnheið-
ur Harðardóttir sitt fyrsta barn, hana Veru R. Jónsdóttur. Jón er markaðs-
stjóri hjá Sól hf. og Ragnheiður lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu,
þannig að mikið er að gera hjá þeim. Til þess að kynnast barni sínu betur
ákvað Jón að taka Veru endrum og sinnum með sér í vinnuna. Nú hefur
hann ákveðið að taka sér feðraorlof í desember og vera alfarið heima með
henni Veru sinni. Blaðamanni Helgarpóstsins, Guðbjarti Finnbjörnssyni,
sem eignaðist sittfyrsta barn á þriðjudaginn, lékforvitni á að vita hvernig
hefði verið að hafa barnið með sér í vinnunni.
Með
barnið í
vinnunni
Krabbameinsfélag Islands varar við
áformum um aukið frelsi í tóbakssölu.
Vill afiiema
□
□ □
0
ríkisins
átóbaki
Að mínu viti á ríkið aðeins
að sjá um tvennt þegar
tóbak er annars vegar; í fyrsta
lagi á það að stuðla að for-
vörnum og í öðru lagi á það að
sinna takmarkandi aðgerðum
á tóbakssölu með reglugerða-
smíð og lagagerð. Ríkisvaldið
mun ávallt eiga í erfiðleikum
með að sinna þessum reglum
svo lengi sem það er einkaað-
ili. Þetta hindrar eðlileg af-
skipti ríkisvaldsins af forvörn-
um,“ segir Þórarinn E. Sveins-
son, stjórnarmaður hjá ÁTVR
og yfirlæknir krabbameins-
deildar Landspítalans, sem
talar gegn samþykkt Krabba-
meinsfélags íslands um að
hefta beri tóbakssölu hér á
landi.
Reglur um innkaup ríkisins
á tóbaki og áform þess um
aukið frelsi í tóbakssölu eru
nýmæli, en samþykkt for-
mannsfundar Krabbameinsfé-
lags íslands, sem haldinn var
um síðustu helgi, gengur í ber-
högg við slíkar tillögur. Á
fundinum komust formenn
krabbameinsfélaga hvaðan-
æva af landinu að þeirri niður-
stöðu að mótmæla beri nýjum
reglum og áformum um aukið
frelsi. Vara þeir við afleiðing-
um slíkra áforma og telja að
setja beri eins miklar skorður
við tóbakssölu og frekast er
unnt. Benda félagsmenn með-
al annars á að fjölgun kaffi-
húsa og breyttur lífsstíll ungs
fólks hafi stuðlað að auknum
reykingum hér á landi.
Krabbameinsfélagið tekur hér
í sama streng og ÍSÍ gerði á
þingi sínu á Akranesi fyrir
skömmu. ÍSÍ-þingið samþykkti
þá tillögu að vara við þeirri
hættu sem stafar af frjálsum
innflutningi tóbaks, hann væri
söluhvetjandi og veikti for-
varnarstarf gegn vímuefnum.
Þórarinn, sem áður sat í
stjórn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, mun því vera á
annarri skoðun en forystu-
menn Krabbameinsfélags ís-
lands og margir innan heil-
brigðisstéttarinnar, sem telja
að ríkið eitt geti stuðlað að
takmörkun tóbaksnotkunar.
Hann sagði að stjórn ÁTVR
hefði lagt til að kaleikur þessi
yrði tekinn frá ríkisvaldinu
þannig að það gæti snúið sér
að eðlilegum verkefnum og
forvörnum.
Þórarinn telur það fullkom-
lega eðlilegt að hann starfi
sem stjórnarmaður hjá ÁTVR
um leið og hann er yfirlæknir
krabbameinsdeildar Landspít-
alans. Hans markmið sé að
stuðla að afnámi einokunar
ríkisins svo það gæti hafið
eðlilegar forvarnir.
Ekki náðist í Guðrúnu Agn-
arsdóttur, forstjóra Krabba-
meinsfélags íslands, vegna
þessa máls, þrátt fyrir tilraun-
ir blaðsins.
-gþ
Eg fór mikið með barnið
með mér í vinnuna hér áð-
ur fyrr en er eiginlega hættur
því núna,“ segir Jón.
Var erfitt að fá pössunl
„Neinei, þetta hefur ekkert
með það að gera. Mig langaði
bara að vera með henni. Eg á
óskaplega góða vinnuveitend-
ur sem fannst bara hið besta
mál að leyfa mér að hafa barn-
ið hérna.
Það var virkilega skemmti-
legt að hafa Veru hérna hjá
mér í vinnunni, en ég gerði nú
ekki mikið á rneðan," segir Jón
og hlær mikið. „Ég lenti tölu-
vert í að þurfa að biðja menn
að hringja seinna því barnið
væri farið að gráta. Ég var til
að mynda að tala við England
um daginn þegar hún fór að
gráta. Eg kvaddi því mjög stór-
an viðskiptavin okkar í skyndi,
sem trúlega hefur heyrt grát-
inn en ekki skilið hvað var að
gerast. Það fór svolítið fyrir
brjóstið á Bónusfeðgum að
heyra grát í hvert sinn sem
þeir hringdu, — eins Nóatúns-
bræðrum,“ segir Jón og hlær
aftur. „Starfsfólkið tók barninu
vel og var alveg yndislegt. Allir
vildu koma og kíkja á stelpuna,
strákarnir Iíka. Hún Vera mín
bræddi hjörtu allra hérna í
vinnunm.
Ég hef stefnt að því að taka
feðraorlof í desember. Vanda-
málið verður trúlega að ég
verð í símanum heima allan
tímann, ég er í þannig starfi,"
segir Jón og hlær. „Allir starfs-
menn deildarinnar eru með lít-
inn GSM-síma og allir kaup-
menn í símafæri þannig að nóg
verður að gera hjá mér heima.
Eins er ég tengdur fyrirtækis-
tölvunni heima þannig að þeg-
ar barnið sefur læðist ég í tölv-
una. En ég ætla svo sannarlega
að taka mér feðraorlof og
hlakka rosalega til að vera
heima með barnið. Starfið hef-
ur alla tíð verið stór hluti lífs
míns, enda hef ég unnið mikið.
En mér finnst það ómögulegt
að vakna upp eftir tuttugu ár
og þekkja ekkert annað en
vinnuna. Ég vil ekki missa af
fyrstu mánuðum barnsins
míns og hlakka eins og ég segi
mikið til að vera heima,“ segir
Jón að lokum.
Eftir samtalið hugsaði blaða-
maður með sér hvort ekki væri
sniðugt að spyrja ritstjórann
hvort hann mætti ekki koma
með barnið í vinnuna. En þá
yrðu menn fyrst að hætta að
reykja á skrifstofum Helgar-
póstsins.
„Hlakka mikið til að vera lieima
með hana Veru litlu," segir Jón
Scheving Thorsteinsson.
Bankastjórnir Landsbanka og Búnaðarbanka brjóta kjarasamninga:
Ráða í stöður án þess
að þær séu auglýstar
„Ákvæði kjarasamninga um
nýráðningar hafa verið brotin
hjá Búnaðarbankanum að und-
anförnu. Við mótmæltum með-
al annars niðurstöðu stjórnar-
innar þegar hún réð Þorstein
Þorsteinsson sem fram-
kvæmdastjóra en fengum þau
svör að sú staða hefði einfald-
lega komið upp að ekki hefði
verið hægt að auglýsa hana.
Hugsanlega hafa þessir gern-
ingar bankastjórnarinnar verið
túlkaðir sem mistök, en menn
greinir augsýnilega á um hvað
beri að auglýsa og hvað ekki,“
segir Friðrik Halldórsson, for-
maður starfsmannafélags Bún-
aðarbankans.
Óánægju gætir meðal starfs-
manna Búnaðarbankans vegna
ráðningar Þorsteins í stöðu
framkvæmdastjóra, en það er
ekki eina staðan innan banka-
kerfisins sem ráðið hefur verið
í með slíkum hætti að undan-
förnu. Fyrir nokkru réð banka-
stjórn Landsbankans til sín
starfsmann án þess að staðan
væri auglýst. Samkvæmt kjara-
samningum bankastarfsmanna
ber að auglýsa allar stöður
sem lausar eru, en menn innan
bankastjórnar Landsbanka og
Búnaðarbanka eru greinilega
ekki á þeirri skoðun.
„Þetta er búið og gert, en
starfsmannafélag Búnaðar-
bankans hefur lagt á það
áhersiu við stjórn bankans að
svona komi ekki fyrir aftur.
Það er athyglisvert að á tiitölu-
lega skömmum tíma hefur það
gerst að bæði Búnaðarbankinn
og Landsbankinn hafa ráðið í
stöður innan bankanna án
þess að þær séu auglýstar
lausar tii umsóknar. Starfs-
mannafélög þessara banka
munu fylgjast náið með því á
næstunni hvort bankastjórnir
halda áfram að ráða í stöður
með sama hætti og ef slíkum
málum fjölgar munum við
reyna að bregðast við með ein-
hverjum hætti.“
Vihelm G. Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra bankamanna, sagði
það hafa færst í vöxt undan-
farna mánuði að bankar réðu
til sín starfsfólk án þess að
auglýsa stöðurnar lausar.
Benti hann meðal annars á
Búnaðarbankann og Lands-
bankann sem dæmi og sagði
að Samband bankamanna
hefði gert athugasemdir við
stöðuráðningar þar á bæ.
Ekki náðist í neinn stjórnar-
mann í Búnaðarbanka eða
Landsbanka. — gþ