Helgarpósturinn - 21.11.1996, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 2L NÓVEMBER1996
u 23
Ekki
missa
Beajolais er þegar best lætur
eitthvert berjaríkasta og ilm-
besta víniö af öllu rauövíni. i
nótt var boðið upp á kynningu á
nýju frönsku rauðvíni, Beaujola-
is Nouveau, á Kaffi Reykjavík,
en fyrsti söludagur vínsins er í
dag. Og þá er um að gera að
skella sér í Ríkið í dag, það er
að segja ef þú ert ekki alkóhól-
isti.
Venjuleg vandamál
venjulegs fólks
Nú fer hver aö verða síðastur
að sjá leikritið Stalín erekki
hér, sem Leikfélag Hafnarfjarð-
ar hefur sýnt að
undanförnu.
Leikritið hefur
ekki oft veriö
sett á svið síðan
það var frumsýnt
18. nóvember
árið 1977, en
margir muna ef-
laust eftir flutn-
ingi þess í sjón-
varpinu 1985.
Þrátt fyrir pólit-
ískt nafn er meg-
inviðfangsefni
leikritsins venju-
leg fjölskylda
sem nær ekki
að vinna úr venjulegum vanda-
málum. Verkið passarvið alla
tíma og þótt umræðan um
Stalín kallinn sé ekki lengur í
gangi þá á hún sér hliðstæður í
pólitíkinni í dag. Sýningar eru í
Bæjarbíói í Hafnarfirði og er
þriðja síðasta sýning í kvöld.
Þrjátíu þúsund hringt í
trúnaðarsíma Rauða
krossins
Nú er rúmur áratugur síöan
Rauðakrosshúsið tók til starfa.
í tilefni af afmæiinu verður boð-
iö upp á málþing sem ber yfir-
skriftina „Starfsemi Rauða
krossins í þágu ungmenna í
vanda". Á málþinginu, sem
verður haldið á Hótel Loftleiö-
um á föstudaginn, verður fjallað
um hvernig fyrsti áratugurinn í
starfsemi Rauðakrosshússins
hefur gengið. Aö sögn Ólafar
Helgu Þór, forstöðumanns
hússins, er starfsemin þríþætt.
í fyrsta lagi er rekið neyðarat-
hvarf, en um eitt þúsund ung-
menni hafa notfært sér aö-
stöðu athvarfsins frá byrjun. Þá
hefur verið hringt um þrjátiu
þúsund sinnum í trúnaðar-
símann á átta árum og í þriðja
lagi geta börn og unglingar
komið í ráðgjöf í húsið.
„Það var lagt af stað í byrjun út
frá þeim áhyggjum ráðamanna í
þjóðfélaginu að æska þessa
lands væri sokkin í mikla eitur-
lyfjaneyslu, en upphaflega var
húsið sett á laggirnar fyrir unga
vímuefnaneytendur," segir Ólöf.
„Reyndin hefur síðan verið sú
að börnin okkar eiga líka í öðr-
um erfiðleikum en neyslu.
Áfengis- og vímuefnanotkun er
oft birtingarform erfiðleikanna.
Við leysum mikinn vanda með
því aö koma í veg fyrir að ungt
fólk fari að nota vímuefni, en
það eru mörg önnur vandamál
unglinga sem mikilvægt er að
leysa. Þetta ásamt mörgu fleiru
verður rætt um á máiþinginu."
Þátttaka á málþinginu er
ókeypis og öllum heimil.
Sjúkraliðar þrítugir
Sjúkraliðafélag Reykjavíkur er
þrítugt um þessar mundir og af
því tilefni ætla sjúkraliöar, sem
eru um 3.000 að tölu, að halda
ráðstefnu um heilbrigðisþjón-
ustuna. Ráðstefnan verður á
Hótel Loftleiðum á föstudaginn.
Meðal þeirra sem ávarpa ráð-
stefnugesti eru Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra og Ólafur Ólafsson land-
læknir.
Eitt sinn pönkari,
ávallt pönkari
Hljómsveitin Q4U sendi nýlega
frá sér plötu sem nefnist Q tvö.
Að vísu má deila um hvort plat-
an sé ný, því hún var tekin upp
fyrir þrettán árum en er fyrst aö
koma í verslanir núna. Þrettán
ár eru síöan hljómsveitin lagði
upp laupana, en þráðurinn var
tekinn upp að nýju fyrir um ári á
tónleikum f Loftkastalanum.
„Það lá í loftinu að við myndum
byrja með hljómsveitina aftur,“
segir Ámi Daníel Júlíusson,
hljómborðsleikari Q4U. „Það
má kalla tónlistina okkar goth-
pönk, sem er viss tegund af
pönkinu sem komst aldrei hing-
að til lands. Þar eru hljómborð
meira notuð. Goth-pönkið er
svolítiö skylt nýrómantíkinni,
sem blómstraði á svipuðum
tíma og pönkið. í dag er hægt
að segja að við séum meira
undir áhrifum frá grunge-tónlist-
inni, en að mfnu mati er grunge
bara pönk undir nýju nafni. Það
er mikill áhugi fyrir pönkinu
núna, trúlega vegna vinsælda
grunge-tónlistarinnar f Amer-
Hilílíilíplilflilíl
íku.“
Þrjátíu og fjögur lög eru á plöt-
unni, eins og segir allt frá fyrri
árum. „Viö vorum tilbúin með
plötu árið 1983 en fengum eng-
an útgefanda. Síðan fundum
við nokkrar segulbandsspólur
með gömlu efni, þannig að okk-
ur fannst tilvalið að gefa bara
út plötu með öllum þessum lög-
um. Við fórum með efnið í
hljóðver þar sem allt var mixað
upp á nýtt og hreinsað, þannig
að hljóðið er gott. Mér finnst
þessi tónlist hafa elst vel þann-
ig að gömlum og nýjum pönkur-
um og grungurum ætti að líka
tónlistin vel."
Útgáfutónleikar eru í Ró-
senbergkjallaranum á
föstudagskvöld og verður
þar trúlega sannkölluö
pönkstemmning, þó svo
að margir séu komnir með
hefðbundnari hárgreiðslu
og í mesta lagi með lokk í
eyra. „Við höfum öll mjög
gaman af þessu og gerum
þetta algerlega ánægjunn-
ar vegna. Þrátt fýrir að við
séum öll orðin svona ráð-
sett erum við pönkarar í
hjarta okkar," segir Árni
að lokum.
Leikfélag Akureyrar sýnir á af-
mælisárinu. Meðal annars úr
leikritunum Sigrúnu Ástrósu,
sem frumsýnt var f september
sfðastliönum, Undir berum
himni, sem enn er verið að
æfa, og síðast en ekki síst
veröa sýndir kaflar úr leikritinu
Vefaranum mikla frá Kasmír,
sem verður afmælissýning LA.
Leikur á gítar
Unnendur gítarleiks ættu að
hópast í íslensku óperuna á
þriðjudagskvöld, því þar verður
einn helsti gítarleikari íslend-
inga, Kristinn H. Arnason,
meö tónleika. Þetta eru síöustu
tónleikar styrktarfélags ís-
lensku óperunnar á þessu ári.
Kristinn hefur hérlendis sem er-
lendis fengið prýðisgóða dóma
fyrir túlkun sfna á helstu meist-
araverkum gítartónlistar. Nýr
geisladiskur með gítarleik Krist-
ins er væntanlegur í verslanir á
næstunni, en fyrir ári gaf hann
út sinn fyrsta geisladisk, sem
hvarvetna hefur hlotið góða
dóma.
Hver er fallegust?
Nú er hafin leit að fallegustu
stúlku Reykjavíkur, en sú
heppna, sem kosin verður
„Ungfrú Reykjavík", tekur þátt í
Fegurðarsamkeppni íslands og
Ford Models 1997-keppninni,
sem haldnar verða f maí á
næsta ári. Að sjálfsögðu er öll-
um reykvískum stelpum vel-
komið að senda inn umsókn,
eina skilyröið er að líkaminn sé
fagur og ekki of feitur. Allt ann-
að er aukaatriði, eins og til að
mynda gáfur, persónuleiki og
hugarfar. Umsóknareyðublöð
liggja meöal annars frammi í
skólum og líkamsræktarstöðv-
um.
Páll Óskar í
Tunglinu og
Fellahelli
Stuðboltinn Páll Óskar Hjálm-
týsson, sem sumir segja aö
muni verma toppsætið f plötu-
sölu [áessara jóla
ásamt Emilíönu litlu
Torrini, verður með
stuðtónleika á laugar-
dagskvöld í Tunglinu.
Palli hefur undanfarið
farið sem eldur í sinu
um allt Reykjavfkur-
svæðiö og sungiö sig
hásan við að kynna
nýju metsöluplötuna
sfna, Seif. Til að
mynda er vitað af hon-
um í Fellahelli næstu
helgi. Vonandi mun
röddin ekki bregðast
honum á þessum út-
gáfutónleikum. Ef það
gerist ekki má búast viö tryllt-
um dansi og sveittum Ifkömum
í Tunglinu á laugardagskvöld.
LA áttrætt
í tilefni af áttatfu ára afmæli
sínu ætlar Leikfélag Akureyrar
að heimsækja höfuðborgina í
fyrsta sinn og halda glæsilega
afmælisveislu f kjallara Þjóð-
leikhússins á mánudagskvöld. í
afmælinu verða sýndir valdir
kaflar úr nokkrum verkum sem
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚNI 3 • 105 REYJKAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Kynning á tillögu að breyttu skipulagi lóðarinnar
Dalbraut 16
Tillagan verður til sýnis í kynningarsal Borgar-
skipulags og byggingafulltrúa að Borgartúni 3,
1. hæð, kl. 9:00 - 16:00 virka daga
Kynningin stendur til 6. desember 1996
Ábendingum eða athugasemdum skal skila
skriflega til Borgarskipulags, Borgartúni 3, 105 R.,
eigi síðar en föstudaginn 6. desember 1996.
Þegar harðnar
á dalnum slást
smáfuglamir
Um daginn lærði
ég nýja jöfnu. I
Hún er svona: Nekt = I
vændi = eiturlyf. Á ■T-
ég að þora að trúa
þessu? Hefði Pýþa-
góras ekki nefnt þessa jöfnu ef
henni hefði verið treystandi?
Held ég ekki bara áfram í vinn-
unni? Eða geng ég vongóð í
Sókn?
Félagsmálaráðuneytið hefur
orðað það að leita eftir um-
sögn Sóknar varðandi það,
hvort nektardans sé list, og sé
svo ekki, hvort ekki fáist þá
innlendar verkakonur til starf-
ans. Ég styð þessa hálfköruðu
ákvörðun ráðuneytisins og
vona að Sókn hygli hag skjól-
stæðinga sinna og þvertaki fyr-
ir að það sé einhver list að
klæða sig úr, það geri flestar
félagskonur þeirra á hverju
kvöldi.
Þá verður falslistamönnun-
um vísað úr iandi og Sóknar-
konur, ásamt öðrum illa laun-
uðum innlendum starfskröft-
um, geta yfirtekið geirann. Þar
sem þetta er ekki list er ekki
ástæða til að senda konurnar í
ballettskóla, það nægir að
vinsa þessar innskeifu úr. Þær
sem eftir yrðu færu beint í
hæsta launaflokk nektardans-
meyja, því flestar hafa þær
þegar unnið, sumar til áratuga,
við umönnunarstörf.
Með þessu yrði nektardans-
inn færður nær íslenskum
veruleika. Konur úr Sókn gætu
dansað Skúringadansinn, þar
sem þær drægju af sér gúmmí-
hanskana með lostafullu lát-
bragði, smokruðu sér úr
sjúkrasokkabuxunum og létu
að skrúbbnum með ólíkindum.
Konur sem misst hafa vinnu í
heilbrigðiskerfinu gætu tekið
Ellismellinn, þar sem týndar
tennur ellilífeyrisþega kæmu á
eggjandi hátt í stað spænskra
kastaníetta, aðrar gætu slegið
taktinn á bekken og enn aðrar
— og þetta atriði gæti orðið út-
flutningsvara eins og annar
hugbúnaður — gætu klætt sig
í, en ekki úr, einnota gúmmí-
hanska á þann hátt, að áhorf-
endum dytti ýmislegt í hug.
Konur úr kvótalausum firði
gætu dansað á gúmmísvuntu
einni fata, altént framan af at-
riði, og gælt við golþorsk. Sjó-
mannsekkjur gætu spriklað
um sviðið sveipaðar fiskinet-
um í boði Hampiðjunnar. Þær
konur sem mest þyrftu á þess-
Öfgamál
Auður Haralds
skrifar
ari nýsköpunaratvinnu að
halda yrðu á þeim aldri, að
þeim léti bezt að dansa skottís
eða polka og einnig það væri
séríslenzk nýlunda, mögulega
útflutningstæk.
Hvað varðar vændið, sem
óhjákvæmilega á að fylgja
auknum atvinnumöguleikum
„Konur úr Sókn gætu
dansað Skúringadansinn,
þar sem þær drægju af
sér gúmmíhanskana með
lostafullu látbragði,
smokruðu sér úr sjúkra-
sokkabuxunum og létu
að skrúbbnum með
ólíkindum.“
kvennanna, þá fæ ég ekki bet-
ur séð en þær hafi þegar
stundað vændi lungann af æv-
inni. Vændi skilgreinist svo:
Að selja afnot af líkama sínum í
ábataskyni. Hvað erum við að
gera þegar við förum í vinn-
una, nema selja afnot af okkur?
Að vísu er ekki hægt að væna
Sóknarkonur eða aðrar verka-
konur um að hafa gert það í
ábataskyni, því launin sem
þær fá fyrir sölu á öllum líkam-
anum geta ekki talist ábati.
Það gegnir eilítið öðru máli
með eiturlyfin, en ég tel fráieitt
að konurnar hafi eitthvað frek-
ar tíma til að anna kaupsýslu
meðfram fullu starfi sem nekt-
ardansmeyjar, húsmæður og
uppalendur en þær höfðu á
meðan þær unnu á Grund.
Þegar harðnar á dalnum er
aðeins eðlilegt að vernda at-
vinnuvegina fyrir erlendum
innrásum. Komum þessum út-
lendu sílikontelpum úr landi
og kennum strákunum að
kaupa íslenzkt.
Gefið íslenzkum húsmæðr-
um tækifæri!
spurt...
Efþú fengirað ferðast
hvertsem erí tíma og rúmi,
hvert mundirðu þé fara?
Vala Þórsdóttir
leikkona
„Ekki neitt, ég mundi
bara vilja vera hér og
nú. Ég er svo ósköp
ánægð meö lífið og til-
veruna í dag. Það er
ekkert sérstakt tfmabil
sem mig langar að
fara til aftur á bak og
fram I tímann get ég
ekki ímyndað mér
hvað ég ætti aö sjá.
— Nei nútíminn er
fínn, ég hef það bara
fínt og vil ekki gera
neitt annaö en ég er
að gera núna.“