Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997
• í vikunni var átján ára
piltur sýknaður af meintri
nauðgun á sautján ára
stúlku. Sönnur voru ekki
taldar nægar til að sakfella
piltinn, sem allan tímanny
bar við sakleysi.
Sekur
eða
„í þessu máli
eru hans orð tek-
in trúanlegrí en
hennar. Þetta er
engin ný frétt fyr-
ir okkur, en oftast
er það þannig að
þegar orð er gegn
orði virðist sem oftar sé tekið
mark á meintum geranda," seg-
ir Sigríður Marteinsdóttir, ráð-
gjafi hjá Stígamótum. „í þessu
tilviki fer stúlkan á neyðarmót-
tökuna og læknirinn ber að
hún hafi verið með áverka á
hendi, merki þess að það hafi
verið tekið þéttingsfast í hand-
legginn á henni. Eins segir
læknirinn að hún hafi verið í
sjokkástandi þegar hún kom til
þeirra, sem þýðir að hún hafi
lent í mjög slæmri reynslu. Það
sem mér finnst athyglisverðast
er að að dómurum skyldi finn-
ast áverkar óverulegir. Miðað
við hvernig við hér á Stígamót-
um skiljum þetta þá er um
nauðgun að ræða þegar stúlka
neitar að hafa samræði. Það
skiptir ekki máli þótt hún sé
orðin nakin. Ég tel mig sem ein-
stakling hafa rétt á því að segja
nei, þó svo komið sé að sam-
förum. Það er minn réttur —
karlmaðurinn hefur ekki rétt á
að taka völdin í sínar hendur.
Það skiptir ekki máli hvort kon-
an klæddi sig sjálf úr fötunum.
Hvað gerir ung stúlka sem er
ein með karlmanni sem vill fá
vilja sínum framgengt? Hann er
yfirleitt stærri og sterkari. Því
er niðurstaðan í þessu ein-
staka máli ekki rétt að okkar
mati. Reynsla okkar af konum
sem orðið hafa fyrir nauðgun
sýnir að það er erfitt að ganga í
gegnum svona rannsókn; fara
upp á neyðarmóttöku, fara í
gegnum yfirheyrslur, skýrslu-
tökur og þvíumlíkt. Það kærir
enginn nauðgun nema ástæða
sé fyrir því. Það liggur í augum
uppi að dómsvaldið fer alltof
vægt í þessar sakir og það er
grátlegt. Ef dæmt er þá eru
dómarnir alltof vægir eða sak-
borningurinn sleppur. Okkur
finnst þetta grátlegt og sýknu-
dómurinn yfir stráknum er
hreint og klárt slæmur að okk-
ar mati.“
E„Ég þekki ekki
blaðaskrifum, en
um að það þarf
að sanna sök á hendur hinum
ákærða,“ segir Jón Steinar
Gunnlaugsson hæstaréttarlög-
maður. „Það er eins gott, því
réttindi manna til þess að vera
taldir saklausir þar til sekt er
sönnuð með lögfullri sönnun
eru sjálfsögð mannréttindi og
varin í Mannréttindasáttmála
Evrópu og í íslensku stjórnar-
skránni svo dæmi séu tekin.
Þetta á við um öll afbrot; kyn-
ferðisafbrot, líkamsárásir og
svo framvegis.
í sakamálum getur oft verið
erfitt að færa sönnur á sekt og
ef það tekst ekki verður að
sýkna. Það er það sem felst í
reglunni um að hver maður
skuli teljast saklaus þar til sekt
hans er sönnuð. Eins og ég segi
þá þekki ég ekki þetta tiltekna
mál, en það er greinilegt að
dómararnir hafa talið að
ákæruvaldinu hafi ekki tekist
að færa fullar sönnur á sekt
piitsins. Þá er guði fyrir þakk-
andi að hér á landi gildir sú
mannréttindaregla að þegar
ekki hefur tekist lögfull sönnun
þá ber að sýkna menn.“
Hr. Ledurmadur og
amerískur auðkýfingssonur
opna Internetkaffi
hyrirnugad er ao utDua utia tjorn i nusagaroin-
um hjá Vegamótastíg 3 og nýta svæðið fyrir úti-
markað og uppákomur. Húsin á að gera upp.
Par sem rottum og öðrum meindýrum eru nú
brugguð launráð á vegum borgarinnar ætla tveir
ungir menn, Róbert G. Róbertsson og Frank W.
Sands, að stofnsetja Netkaffihús. Þeir keyptu Vega-
mótastíg 3, þar sem meindýraeyðir er nú til húsa, af
borginni fyrir skemmstu á átta milljónir króna. Róbert
og Frank hafa hingað til ekki verið mjög áberandi í ís-
lenskum viðskiptaheimi. Róbert er skrúðgarðameist-
ari, helst þekktur fyrir að sjá um jólatrésskreytingar á
húsveggjum við Laugaveg og að hafa unnið titilinn
„Hr. Leðurmaður" í Hollandi. Félagi Róberts, Frank W.
Sands, er ungur og sterkefnaður Bandaríkjamaður,
kvæntur íslenskri konu, og hafa þau hjón verið búsett
hér á landi í skamman tíma.
Frank er nú staddur erlendis í fríi en að sögn Ró-
berts er hann auðkýfingssonur og mikið tölvuséní.
Frank hefur áhuga á að fjárfesta hér á landi og hefur
einnig keypt gamla ísafoldarhúsið. Ingvar Þórðarson,
einn eigenda Loftkastalans og Kaffibarsins, mun einn-
ig koma við sögu í fyrirhugaðri starfsemi. Róbert seg-
ir húsin á lóðinni ákaflega illa farin og þau þurfi að
endurnýja að öllu leyti að innan. í bígerð er að útbúa
litla tjörn í húsagarðinum og fegra hann með gróðri.
Róbert segir hugmyndina þá að í húsunum verði einn-
ig verslanir og húsagarðurinn muni nýtast fyrir úti-
markað og ýmsar uppákomur. Hann kveðst hafa fleiri
hugmyndir sem muni bæta og lífga mannlíf í miðbæ
borgarinnar en kveðst ekki geta greint frá þeim að svo
stöddu.
Bætt mannlíf eða drykkjubúlla?
Nokkur styr hefur staðið um þetta mál í borgarkerf-
inu og lýstu borgarráðsfulitrúar Sjálfstæðisflokks sig
ósátta við það hvernig staðið var að sölu eignarinnar.
Þeir töldu eðlilegra að eignin væri auglýst og tilboða
leitað því fleiri aðilar hefðu sýnt henni áhuga. Rök-
semd borgarstjóra er aftur á móti sú að þeir sem sýnt
hafa frumkvæði og lagt fram raunhæfar hugmyndir
um nýtingu lóðarinnar eigi að fá að njóta þess. Að
auki falli þessar hugmyndir að stefnu borgarinnar um
að auðga manniíf í miðbænum.
Fyrr á síðasta ári sendi Oddur C.S. Thorarensen,
apótekari í Laugavegsapóteki, sem liggur samhliða
Vegamótastíg 3, bréf til borgaryfirvalda þar sem hann
mótmælir áformum um að eignin verði seld Róbert G.
Róbertssyni. í bréfinu kemur fram að Oddur hafi af
því sérstakar áhyggjur að Róbert hyggist setja upp
:
Róbert G. Róbertsson segir að eftir að hafa fylgst með
vinnubrögðum sjálfstæðismanna í þessu máli þurfi þeir ekki
að reikna lengur með sínu atkvæði í kosningum.
eina „drykkjubúlluna" í viðbót í hverfinu. Að hans
mati væri það meiri háttar slys, bæði fyrir sig per-
sónulega, þar sem hann býr í aðliggjandi húsi, sem og
fyrir aila þjónustu Laugavegsapóteks, m.a. vegna inn-
brotahættu. Hann telur þetta einnig skaða fyrir um-
hverfið allt, því þetta yrði sjöunda eða áttunda verts-
húsið á svæðinu Klapparstígur/Bergstaða-
stræti/Smiðjustígur. Hann hótar því að mótmæla
harðlega við Reykjavíkurborg að veitingaleyfi verði
veitt á þessum stað. Einnig fer Oddur fram á að fá að
kaupa eignina. Hann segir í samtali að faðir sinn, sem
áður var lyfsali í Laugavegsapóteki, og síðar hann
sjálfur, hafi í marga áratugi reynt að fá eignina keypta.
Sín hugmynd hafi verið sú að byggja við apótekið á
lóðinni eða gera þar bílastæði, sem stöðug vöntun sé
á í miðbænum. Oddur kveðst þó ekki ætla að halda
mótmælunum til streitu; hann sé einfaldlega orðinn
hundleiður á málinu, hinum nýju kaupendum og borg-
arstjórn og hugleiðir jafnframt að selja apótekið og
húseign sína við Laugaveg. Oddi var nýverið neitað
um breytingar sem hann vildi gera á húseign sinni við
Laugaveg og kveðst hafa heyrt að borgarstjórn sé að
hegna honum fyrir mótmælabréfið. Hann bætir því
við að lokum að sér finnist í hæsta máta óeðlilegt að
vildarvinum borgarstjóra sé úthlutað lóð á kostakjör-
um meðan hann og fleiri sem svipað er ástatt um —
fólk sem hafi lifað og starfað í miðbænum allt sitt líf —
séu ekki einu sinni spurðir álits. „Borgarstjórn hvetur
til þess að byggðar séu íbúðir á efri hæðum húsa í
miðbænum en veitir jafnframt vínveitingaleyfi í gríð
og erg. Það sér hver heilvita maður að barir og fyllerí
eiga ekki heima í miðju íbúðarhverfi.“
Ekki næturklúbbur
Róbert segist hafa borið fram hugmyndir um nýt-
ingu eignarinnar fyrir tveimur og hálfu ári og að marg-
ir, sérstaklega sjálfstæðismenn, hafi reynt að tefja
málið og draga það á langinn. Finnst honum þetta —
sem og fullyrðingin um að hann sé vildarvinur borgar-
stjóra — ákaflega skondið í ljósi þess að hann hafi
gegnum tíðina fylgt Sjálfstæðisflokki að málum. Hann
bætir því við að þeir þurfi ekki að búast við sínu at-
kvæði eftir að hafa fylgst með vinnubrögðum þeirra í
þessu máli. Róbert segir einnig að sér finnist með ólík-
indum hve erfitt sé fyrir ungt fólk að fá tækifæri í
þessu þjóðfélagi og í ljósi þess sé hann enn ánægðari
með málalok. Róbert segir þær áhyggjur Odds að
þarna rísi enn ein drykkjubúllan ekki á rökum reistar.
„Vissulega viljum við fá vínveitingaleyfi, — kaffihús
ganga ekki öðruvísi nú til dags. Aftur á móti hefur það
sýnt sig að sérhæfð kaffihús, eins og t.d Bókakaffi og
Veraldarvefjarkaffi, eru ekki staðir þar sem fólk kemur
saman til að drekka sér til óbóta. Það er ekki meining-
in að þarna verði bar sem er opinn til klukkan þrjú á
nóttunni," segir Róbert.
I\leðanmáls
Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson varfýrir skömmu valinn einn af tíu valdamestu mönnum kvikmyndaiönaöarins á Noröurlöndum
af kvikmyndatímaritinu Screen International. Sú frétt kemur trúlega ekki mörgum á óvart hér á íslandi, enda vita flestir íslendingar
aö Friðrik Þór er afburöakvikmyndageröarmaöur og ætti í raun löngu aö vera búinn aö fá að spreyta sig á múltímilljóndollara-Hollí-
vúddkvikmynd. Þaö kemur trúlega aö því aö hann Friðrik okkar slái virkilega í gegn úti í hinum stóra heimi. En hvernig er aö vera
oröinn svona valdamikill Friörik? „Ja, þaö er góöur djókur," segir leikstjórinn og hlær í símann.
Hvaða listamaður hefur haft mest áhrif á þig?
Þórbergur Þóröarson.
Hvaða stjórnmálamaður lifandi eða látinn er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Stjórnmálamaður? Úúúúbbaaaahhh... Trotskí.
Hvaða skáldsagnapersónu vildirðu helst líkjast?
Snæfríöi íslandssól. Neinei, ég var bara aö grínast. Ég er svolítiö stress-
aöur þessa stundina. Ummmm... James Bond.
Hvaða persóna mannkynssögunnar vildirðu helst hafa verið?
Já, það er góö spurning. Baabaaabaa, Heyröu, þetta er nokkuð erfitt hjá
þér. Öhhhhh, Eiríkur Magnússon. Hann var presturí Kaupmannahöfn og
var bannfæröur.
Ef þú fengir að lifa lífinu aftur myndiröu þá breyta einhverju?
Nei, ég myndi ekki breyta neinu. Lífiö er bara nokkuð gott.
Hver er merkilegasti atburður sem þú hefur upplifaö?
Ætli það sé ekki jarðarför Stefans Winsky. Hún var í Póllandi, rétt áöur
en herlögin voru sett. Stefan var nokkurs konar guöfaöir Samstööu. Þaö
voru um fimmtán milljónir manna viö jaröarförina.
Hver er merkilegasti atburðurinn sem þú ætlar aö upplifa?
Púffúffúff. Ég veit þaö nú ekki. Þaö væri nú gaman aö fara upp á sviö
og taka viö Óskarnum.
Hvaða atburður, verk eða manneskja hefur mótað lífsviðhorf þitt
framar óðru?
Jaahhhh, ætli þaö sé ekki bara Siguröur Filippusson, Eldsmiöurinn.
Þaö er fyrsta myndin sem ég geröi.
Ef þú ættir kost á að breyta einu atriöi í þjóðfélaginu eða umhverfinu,
hvað yrði fyrir valinu?
Ég myndi nú vilja breyta helvíti mörgum atriðum. Ég myndi setja veiöi-
gjald og svo hætta aö greiða með landbúnaöarvörum til þeirra sem
hafa önnur hlunnindi eins og laxveiöiréttindi.
Séröu eitthvað sem ógnar samfélaginu öðru fremur?
Ég sé skammsýnisgróðasjónarmiö. Gott dæmi um það í dag er stór-
iöja. Ég held aö besta fjárfesting okkar sé aö hafa landiö ósnortiö.
Mottó?
Aldrei aö ná árangri.