Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 11

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 11
FIMMTUDAGUR 9. JANUAR1997 11 Frjálshyggjan og þridja vinstrið Um miðjan síðasta áratug hratt nýsjálenski Verka- mannaflokkurinn af stað um- fangsmiklum breytingum á efnahagskerfi og atvinnulífi landsins en flokkurinn komst til valda árið 1984. Lög um rík- isrekstur og opinber fjármál fólu m.a. í sér einkavæðingu opinberra fyrirtækja og stofn- ana. Opinber rekstur skyldi lúta lögmálum markaðarins í eins ríkum mæli og hægt var að koma við. Markmiðið var að koma böndum á verðbólguna og gera opinberan rekstur skil- virkari. Hagfræðileg greining á vel- ferðarkerfinu lá til grundvailar þeim breytingum sem ríkis- stjórn Verkamannaflokksins beitti sér fyrir. Líkt og aðrar greinar félagsvísindanna er hagfræðin háð tískusveiflum. Á síðasta áratug var pólitísk frjálshyggja í bandalagi við hagfræðina og lykilorðið var markaðsvæðing. Nýsjálenski Verkamannaflokkurinn taldi sig ekki ganga erinda frjáls- hyggjumanna heldur var stjórnmálastefnan þeirra hugs- uð sem mannúðleg útfaersla á viðurkenndri hagfræði: Á Vest- urlöndum töldu margir vinstri- menn að með endurbótum á ríkisrekstri mætti bjarga vel- ferðarkerfinu. Afleiðingin af aðgerðum nýsjálenska Verka- mannaflokksins segir allt aðra sögu. Verkamannaflokkurinn tapaði vöidum eftir tvö kjör- tímabil og Þjóðarflokkurinn leiddi stefnu Verkamanna- flokksins til rökréttrar niður- stöðu. Ný lög um vinnumark- aðinn kipptu fótunum undan verkalýðsféiögum og veiktu stórlega samningsstöðu laun- þega gagnvart atvinnurekend- um. í stað veiferðarkerfis kom súpueldhús og fátækrahjálp. Á íslandi hefur Alþýðuflokk- urinn hallast að áþekkri stefnu og nýsjálenski Verkamanna- flokkurinn. í ríkisstjórnum Þor- steins Pálssonar og Davíðs Oddssonar var verkefni Al- þýðuflokksins að skera niður í heilbrigðisþjónustunni, setja hugmyndir um sjúklingaskatta á dagskrá og afla hugmyndum um sölu ríkisfyrirtækja fylgis. Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson köll- Stjórnmál Páll Vilhjálmsson skrifar uðu þetta nútímajafnaðar- stefnu. Eini forystumaður flokksins sem stóð vörð um gamaldags kratisma var Jó- hanna Sigurðardóttir og hún hrökklaðist að lokum úr Al- þýðuflokknum. Alþýðubandalagið undir for- ystu Ölafs Ragnars Grímsson- ar bauð upp á valkost við frjálshyggju Alþýðuflokksins. Útflutningsleiðin sótti fyrir- mynd til hagvcixtarríkja Asíu og svo sannfærður er Ólafur Ragnar um ágæti stefnunnar að hann heldur henni enn á ioft sem forseti Iýðveldisins. Kaldur hugsunarháttur stjórn- málafræðiprófessorsins reikn- ar ekki með að gagnólík menn- ing og saga geti verið þrösk- uldur asískrar útflutningsleið- ar á íslandi. Arftaki Ólafs Ragnars Gríms- sonar, Margrét Frimannsdótt- ir, er ekki frelsaður útflutn- ingssinni. Margrét hefur að- eins verið formaður í rúmt ár og notað þann tíma til að prófa sig áfram. Hún hefur talað í anda endurskoðunarsinna, lagt til að verkefni hins opin- bera verði skilgreind upp á nýtt og dregið úr umsvifunum og tekið undir hugmyndir um sölu ríkisbanka. Formaður Al- þýðubandalagsins er harður talsmaður öflugs mennta- og heilbrigðiskerfis og er tilbúinn að draga úr annarri starfsemi ríkisins til að verja kjarnahlut- verk þess. íslenskir vinstrimenn taka mið af hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar í pólitískri stefnu- mótun, enda hugmyndalegt forræði verið í höndum hægri- manna um langa hríð. Munur- inn á Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu felst í því að sá fyrrnefndi hefur spilað með ríkjandi hugmyndafræði en sá síðarnefndi stritað á móti og stundað skipulegt undanhald. Hvorug leiðin er iífvænleg fyrir vinstrimenn. Fylgi þeir stefnu í tón og anda frjáls- hyggjunnar er skorið á ræturn- ar án þess að neitt komi í stað- „Vinstripólitík er að eðli og upplagi „alternatív" en ekki útfærsla á viðurkenndum gildum. Eftir að stéttapóli- tík gekk sér til húðar keppt- ust íslenskir vinstrimenn við að verða þriðja hjól und- irvagni Sjálfstæðisflokks- ins. Stóra uppnámið í síð- ustu þingkosningum var þegar Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem hafði nokkrum mánuðum áður mært sam- starfið við Davíð Oddsson, sagði að Þjóðvaki myndi ekki starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og skoraði á Alþýðubandalagið að taka undir þá svardaga.11 inn; hægrimenn munu ávallt reka betri markaðspólitík en vinstrimenn. Stóru verka- mannaflokkarnir á Norður- löndum geta háð varnarbar- áttu yfir langt tímabil vegna þess að stærðin gefur úthald. Litlu flokkana á íslandi þrýtur örendið og undanhaldinu lýk- ur með pólitískri uppgjöf. Endurmat á vinstristefnu er forsenda fyrir endurnýjuðum þrótti hennar. Finnskir vinstri- menn, sem ekki finna sig heima í flokki jafnaðarmanna, þekktu sinn vitjunartíma og lögðust í vangaveltur um grundvallaratriði þegar gömlu viðmiðin afmáðust og hægri- bylgjan reið yfir. Skilningur á kalli tímans skilar þroskaðri greiningu á þróun vinstri- stjórnmála ásamt hugboði um hvert skuli stefna. A flokks- þingi Vinstrabandalagsins fyr- ir tveimur árum var samþykkt stefnuskrá þar sem reynt var að þróa hugmyndina um þriðja vinstrið. Fyrsta vinstrið var afsprengi borgarabyltingarinnar á 18. og 19. öld. Réttur einstaklingsins var í öndvegi og afstaðan til markaðarins í anda samvinnu- hugsjónarinnar. Annað vinstr- ið var öreigasinnað og stefndi að kollsteypu markaðshagkerf- isins og innleiðingu áætlunar- búskapar. Sameiginlegt báðum var vísindahyggja og tröllatrú á að tækniframfarir myndu skila mannkyninu allsnægtum, að gefinni réttu pólitísku stefn- unni. Þriðja vinstrið tileinkar sér heimspekilega íhaldssemi sem er gagnrýnin á hefðbundna framfarahyggju og leggur áherslu á varðveislu og sam- stöðu. Þrír grunnþættir þriðja vinstrisins eru raunverulegt frelsi fyrir fjöldann, lýðræðis- legt samfélag og sjálfbær þró- un. Milli þessara þátta rísa ein- att mótsagnir sem þarf að leysa. Nú þegar eru þær fyrir hendi í umræðu vinstrimanna. T.a.m. glímir Svavar Gestsson við mótsögnina milli hagvaxtar og umhverfisverndar í bókinni Sjónarrönd. Þriðja vinstrið er ekki heild- stæð hugmyndafræði heldur tilraun til að greina stöðu vinstristjórnmála og þróa val- kost við frjálshyggjuna. Að svo miklu leyti sem ríkj- andi hugmyndafræði hefur ekki mótað afstöðu vinstri- manna er pólitískri þróun þannig háttað undanfarin ár að hún „gerist" fremur en að hún sé hugsuð, skipulögð og hrint í framkvæmd. Skýringuna hafa menn á reiðum höndum. Vinstrimenn eru klofnir í of margar fylkingar. Það segir ekki nema hálfa söguna. Vinstripólitík er að eðli og upp- lagi „alternatív" en ekki út- færsla á viðurkenndum gild- um. Eftir að stéttapólitík gekk sér til húðar kepptust íslenskir vinstrimenn við að verða þriðja hjól undir vagni Sjálf- stæðisflokksins. Stóra upp- námið í síðustu þingkosning- um var þegar Jóhanna Sigurð- ardóttir, sem hafði nokkrum mánuðum áður mært sam- starfið við Davíð Oddsson, sagði að Þjóðvaki myndi ekki starfa í ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum og skoraði á Alþýðubandalagið að taka undir þá svardaga. Frjálshyggjan reið ekki hús- um á íslandi á sama hátt og hún gerði víða erlendis. Mið- aldra vinstrimenn bjuggu til hugtök eins og Eimreiðar-hóp- urinn (Davíð Oddsson, Þor- steinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson et. al.) og líktu við valdaklíkuna I kringum Thatcher á Bretlandi. En það var út í bláinn. Eimreiðar-hóp- urinn var aldrei meira en vina- hópur af þeirri sort sem löng hefð er fyrir á íslandi og má iðulega rekja til fjölskyldu- mægða eða félagstengsla í skóla og starfi. Hannes Hólm- steinn Gissurarson varð helsti talsmaður frjálshyggjunnar en múraði sig inni í ríkisstofnun og kaus frekar að þegja en segja eftir að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra. Spútnikkar eins og Friðrik Friðriksson, fyrrverandi eig- andi AB og Pressunnar, urðu ekki sérstök stétt eins og í Bretlandi heldur áttu þeir sín augnablik. Davíð Oddsson er ekki frjáls- hyggjumaður í breskum eða bandarískum skilningi. Hann leggur rækt við þá hefð í Sjálf- stæðisflokknum sem heldur flokknum saman. Þegar Davíð er sagður frjálshyggjumaður er verið að blanda persónuein- kennum og pólitík. Slagur vinstrimanna er ekki við Sjálfstæðisflokkinn heldur við ríkjandi hugmyndafræði sem hefur ekki heimilisfesti í tilteknum stjórnmálaflokkum heldur setur hún mark sitt á þá alla. Til að sigra í þeirri baráttu þurfa vinstrimenn að yfirvinna sjálfa sig. .■ < C Alþýðublaðiö hefur reynst valt á fótum, enda orðið vel við aldur og rekstur þess ekki gengið vel að undanförnu. Víkurblað- ið á Húsavík er töluvert yngra en á erfitt uppdráttar og hefur óskað eftir hjálp. Dagur-Tíminn hefur boðist til að taka þessi tvö blöð að sér og er jafnvel boðið og búið að taka fleiri undir sinn verndarvæng. Til að mynda Vikublaðið. Lélegt plott eða tilraun til að breikka ímynd Dags-Tímans? Við erum frekar reiðir þeim fréttaflutningi undanfarið að Dagur-Tíminn ætli sér að kaupa Vikublaðið, enda er sú frétt algerlega úr lausu lofti gripin. Ég sé ekki nokkra ástæðu fyrir neinu slíku þessa stundina, enda hefur ekkert verið rætt við okkur hér hjá Vikublaðinu um samstarf, sam- runa né sölu til slíkra afla,“ segir Friðrik Þór Guðmunds- son, ritstjóri Vikublaðsins. „Hvers vegna ættum við að fara í eina sæng með Degi-Tím- anum, sem hefur verið gleypt af DV og Jóns Ólafssonar-veld- inu og er aðeins að reyna að bjarga sér úr ógöngum sem það er komið í? Eg sé ekki að það blað sé í stakk búið til að kaupa eitt eða neitt. Dagur- Tíminn hefur reynst vera mik- ið flopp og þó svo Stefán Jón Hafstein ritstjóri sé hinn mæt- asti maður finnst mér, því mið- ur, þetta vera iélegt plott til að redda slæmu gengi Dags-Tím- ans. Mér finnst miklu nærtæk- ara að tala um útgáfusamstarf aðila utan þessa fjölmiðlaveld- is, til að mynda Álþýðublaðs- ins, Vikublaðsins, Þjóðvaka- blaðsins og jafnvel aðila sem gefa eitthvað út á vegum sam- taka launafólks." Framtíð Vikublaðsins? „Vikubiaðið hefur verið að stokka upp undanfarið og hef- ur í undirbúningi að hefja sókn með nýjum útgáfudegi, nýjum efnistökum og efnis- þáttum, nýju útiiti og jafnvel nýju heiti. Blaðið stendur all- þokkaiega fjárhagslega og stefnir að því að vera hinn læsilegasti kostur fyrir vinstra fólk í landinu. Ég harma meint endalok Alþýðublaðsins og ef fram heldur sem horfir með það blað, þá verður Vikublað- ið eina vinstra blaðið á mark- aðnum. Það ætti að vera öllu Friðrík: Dagur-Tímin flopp vinstrisinnuðu fólki á landinu mikið íhugunarefni." „Við teljum Dag-Tímann vera vaxtarmöguleikann fyrir þriðja aflið í blaðaheiminum og við erum til í að sameinast þeim sem, ja, vilja sameinast,“ segir Stefán Jón Hafstein, ritsjóri Dags-Tímans. Hvað meinarðu með þriðja aflið? „Við höfum ekki skilgreint okkur pólitískt og Dagur-Tím- inn verður aldrei flokkspóli- tískt blað. Við teljum okkur leggja aðra áherslu en Morgun- blaðið og DV hafa haft hingað til. Morgunblaðið er stofnana- sinnað og hægrisinnað blað, sem hefur lýst yfir að það styðji ákveðinn stjórnmála- flokk eða stjórnmálastefnu. Við gerum það ekki.“ En hið frjálsa og óháða DV? „Ja, það blað er á sérstöku róli og við leggjum meira upp úr málefnalegri umræðu en þeir. Við leggjum talsverða rækt við landsbyggðina og munum stefna mjög stíft inn á höfuð- borgarsvæðið. Við teljum okk- ur vera blað sem skilgreinir sig út frá þörfum heimilanna en Stefán: Erum að styrkja stöðu okkar. ekki stofnanakerfisins. Ef við stillum upp Mogganum sem dagblaði kerfisins og Sjálfstæð- isflokksins þá er Dagur-Tíminn frekar málgagn heimilanna og almennings.“ OgDV þar á milli? „Já, DV er þar sem það vill vera. Við höfum aðeins haft fjóra mánuði til þess að sýna fram á það sem við viljum vera en þyrftum helst fjögur ár í við- bót.“ Hvernig verður hugsan- legu samstarfi við Víkur- blaðið á Húsavík háttað? „Það eru ekki enn útfærðar hugmyndirnar um hvernig Vík- urblaðið fylgir Degi-Tímanum ef af verður, en grunnhug- myndin er þessi: Við teljum að héraðsfréttablöð séu að gera merkilega hluti, oft við erfiðar kringumstæður, og mörg þeirra eiga mjög bágt fjárhags- lega. Væri ekki gáfulegra að koma í samstarf við okkur þannig að sú tegund af efni sem þeir framleiða fylgi okkur í sérblöðungum og fólk geti keypt í einum pakka dagblað á landsvísu og vikulegt fylgirit, sem er héraðsblaðið?“ Eruð þið enn að velta því fyrir ykkur að kaupa Al- þýðublaðið? „Það er fyrst og fremst vilja- ákvörðun Alþýðublaðsmanna sem ræður ferðinni. Alþýðu- blaðið á mjög erfitt uppdráttar og ef við getum á einhvern hátt breikkað okkar ímynd með því að taka Alþýðublaðið í faðminn þá erum við alveg til í það.“ Þið eruð ekki með þessum samrunahugmyndum ykkar aðeins að reyna að bjarga Degi-Tímanum úr slcemri stöðu? „Auðvitað erum við að gera þetta til að styrkja stöðu okk- ar, en það sannar ekki það að hún sé vonlaus. Mér finnst að frekar en veslast upp hver í sínu horni eigi menn að ná saman um blað sem hefur víða almenna skírskotun. Blað sem getur náð sterkri stöðu sem þriðja aflið í blaðaheiminum.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.