Helgarpósturinn - 09.01.1997, Síða 12
RMMTUDAGUR 9. JANUAR1997
12
- 3 w
imestt>esttn
vs&h'
Vvlf'V
* ■ . rr
VVcVd«Wv
v&miiam.
Frjálslyndi,
öfgar og ritstuldur
Aramótaútgáfur innlendra
og erlendra rita eru alla
jafna veglegri en annars. The
Economist var með heila hrúgu
af góðu efni í áramótablaðinu.
Reykjavíkurbréf Morgunblaðs-
ins vitnaði óspart í grein um
framtíð lýðræðisins á næstu
öld. Þeim sem þetta skrifar
fannst þó meira varið í tveggja
síðna grein um frjálslyndu
stefnuna, Liberalism defined,
þar sem reynt var að komast
til botns í hvað hugtakið þýðir.
„Liberalism" hefur á íslensku
ýmist verið þýtt sem frjáls-
lyndi eða frjálshyggja. Fyrri
þýðingin vísar til stjórnmála-
skoðana sem vinstrimenn á
borð við Ólaf Ragnar Gríms-
son, Jón Baldvin Hannibals-
son og Bryndísi Hlöðversdótt-
ur geta tekið undir með hægri-
mönnum eins og Ólafí Bjöms-
syni, Áma Sigfússyni og Katr-
ínu Fjeldsted. Halldór Ás-
grímsson og fleiri framsóknar-
menn eru á sama róli. Frjáls-
hyggja aftur á móti er pólitík
Thatchers og Reagans, sem
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son var ákafur talsmaður fyrir
á síðasta áratug og Davíð
Oddsson gerði gælur við á sín-
um tíma.
Economist er að verja frjáls-
lyndi (en ekki frjálshyggju)
gegn endurnýjaðri vinstri-
stefnu Verkamannaflokksins
og Tony Blair annars vegar og
hins vegar gegn fyrrverandi
frjálshyggjumönnum, t.d. John
Gray (sem kenndi Hannesi í
Oxford), sem lýst hafa frjáls-
lyndu stefnuna dauða. Það er
af sem áður var að kappi eins
og Milton Friedman átti óbil-
gjarnan talsmann í Economist.
Friedman er ekki nefndur á
nafn í vörn blaðsins fyrir frjáls-
lyndi.
Önnur sérlega áhugaverð
grein er um frelsið í Ameríku.
Síðustu ár er vaxandi krafa frá
ólíkum hópum í Bandaríkjun-
um um aukið frelsi. Öfgahópar,
t.d. þeir sem kenndu sig við
kvísl Davíðs í Waco í Texas og
populistinn Ross Perot for-
setaframbjóðandi, eru sam-
mála um að stjórnvöld þrengi
sífellt meira áð þegnunum með
eftirliti og skattaálögum. Econ-
omist fer í saumana á þróun-
inni og niðurstaðan er athygl-
isverð. Margir þeirra sem hæst
tala um afskiptasemi ríkis-
vaidsins eru með beinum eða
óbeinum hætti á framfæri hins
opinbera.
Vikuritið New Statesman öðl-
aðist endurnýjaða lífdaga á
liðnu ári, ekki síst fyrir aukinn
áhuga á vinstripólitík í Bret-
landi í kjölfar uppgangs Verka-
mannaflokksins. Svo öruggt er
tímaritið með að íhaldsflokkur-
inn missi meirihlutann í þing-
kosningunum í vor að yfirlit yf-
ir valdatíma Thatchers og Maj-
ors 1979-1997 fylgir með ára-
mótaútgáfunni. Richard Coc-
kett skrifar um hagfræði frjáls-
hyggjumanna („economic li-
beralism") og á þar við hug-
myndafræðina sem Thatcher
hóf til vegs á valdaskeiði
íhaldsflokksins. Cockett tekur
því fjarri að það dragi úr áhrif-
um frjálshyggjunnar þótt
Verkamannaflokkurinn næði
völdum í vor. Hugmyndafræði-
leg endurnýjun er hægfara.
Thatcher byggði pólitík sína á
hugmyndum sem þróaðar
voru á millistríðsárunum í and-
ófi gegn kommúnisma, t.a.m. af
Friðriki von Hayek. Þótt
stefna Verkamannaflokksins
fái hljómgrunn er langt í land
með að hugmyndir eins og
þátttökuhagkerfið nái að lita
umræðuna ■ á iíkan hátt og
frjálshyggjan hefur gert.
í New Statesman er viðtál við
síðasta forsætisráðherra
Verkamannaflokksins, Jim
Callaghan, sem leggur blessun
sína yfir Blair — með semingi.
Bandaríska tímaritið George,
ritstýrt af John Kennedy, er
enn að slíta barnsskónum, á
öðru starfsári. „Not just polit-
ics as usual,“ er skrásett vöru-
merki George. Formúlan gegn-
ur út á það að hræra glassúr út
í stjórnmálaskrif úrvalspenna.
Norman Mailer skrifar um for-
setaslaginn í haust og Wiliie
Morris um morðið á mannrétt-
indafrömuðinum Medgar Da;
vis á sjöunda áratugnum. í
Hollywood er Rob Rainer að
lesefm i ara-
motahefti The
Economist...
og George a
blöndu af glassúr
og stjórnmálaskrif-
um úrvalspenna.
... New Statesman þrífst á vin-
sældum Verkamannaflokksins
gera kvikmynd um atburðinn.
Skemmtileg smáfrétt er um
stjörnublaðamann New Repu-
blic, Ruth Salith, sem líkist
Herdísi Þorgeirsdóttur í útliti,
en hún var sett í bann þegar
upp komst um ritstuld. Salith
skreytti greinar sínar með orð-
um annarra höfunda án þess
að geta heim-
ilda. íslenskir
blaðamenn væru í
vanda ef þeir byggju við jafn-
strangar reglur og þeir banda-
rísku. Annars er það að frétta
af New Republic að tímaritið
fékk nýjan ritstjóra í fyrra, eftir
sögulega uppsögn Andrews
Sullivan. Þá varð fjöl-
miðlagagnrýnandinn James
Fallows ritstjóri US News and
World Report. Meira um það
seinna...
Svo hleypur
æskan unga
Allt í sleik
Helgi Jónsson
Tindur
★ ★
Andrea og Hanna Stella eru
í 10. bekk og búa í Grafar-
voginum. Þær eru hrifnar af
bekkjarfélögum sínum, Axel og
Jónatan. Stelpurnar ákveða að
gera eitthvað í málinu og bjóða
þeim í partí. Partíið fer rólega
af stað en síðan eykst fjörið.
Þetta er í sem stystu máli um-
gjörð sögunnar Allt í sleik sem
gerist á einni kvöldstund í
reisuiegu húsi í Grafarvogi.
Tvíræð merking titilsins gefur
annars góða vísbendingu um
efnið.
Höfundur leggur upp með
það að semja sögu handa ung-
lingum, um þeirra hugðarefni
og á þeirra máli. Hér er ekki
reynt að innprenta lesendun-
um guðsótta og góða siði. Það
sem er sögupersónum efst í
huga er gagnstæða kynið og
það að upplifa kynlíf í fyrsta
sinn. Og það er í samræmi við
efnið að unglingarnir tala ekki
gullaldarmál, heldur ensku-
skotið nútímamál með tilvitn-
anir í popp- og kvikmyndahetj-
ur dagsins í dag og ljóst er að
sagan gerist á árinu sem er að
líða.
En hvernig skyldi svo þessi
kokteill hrærast? Það er áreið-
anlegt að bæði efni og stíll eru
í takt við tíðaranda unglinga í
dag. Raunsæisblærinn er árétt-
aður með því að láta söguna
eiga sér stað í Grafarvogi, nýj-
asta hverfi Reykjavíkur. (Nú er
Breiðholtið orðið gamalgróið
hverfi.) Bakgrunnur krakkanna
er ólíkur. Stelpurnar búa við
ríkidæmi og er partíhúsnæðið
skýrt dæmi um jrað. Strákarnir
eru hins vegar af efnaminni
heimilum og hefði höfundur
raunar mátt gera meira úr
þeirri staðreynd til að skerpa á
andstæðum, auk þess að und-
irstrika raunsæið.
Sögunni er valin sú frásagn-
araðferð að hafa alvitran höf-
und. Það hefði kannski verið
heppilegra að hafa hlutlæga 3.
persónufrásögn. í „almennri"
frásögn er gjarnan notað orð-
færi krakkanna, enskuslettur
og tískuorð, sem er óheppi-
legt. Nær hefði verið að nota
formlegra orðalag en láta
krakkana um hitt með orðræð-
um sínum og hugsunum. Þau
hafa sitt mál.
Þá kemur stundum upp mis-
ræmi í persónusköpun, eink-
um hjá piltunum sem eru sleð-
ar í skóla en vitna samt í Mar-
tein Lúter og Jónas Hallgríms-
son. Og ekki er hægt annað en
að setja stórt spurningarmerki
við vangaveltur Hönnu Stellu
um mömmu sína í 1. kafla.
Finnst unglingum það „kúl“
þegar mamma þeirra reynir að
vera eins og tvítug stelpa, í
klæðaburði og málfari?
Sagan hefur annars prýðis-
góða framvindu, hún er hröð,
byggir upp eftirvæntingu og
bækur
það er passað upp á að gefa til-
breytingu í frásögnina til að
hún detti ekki niður. Eðli ung-
linga er vel lýst að mörgu leyti.
Þrátt fyrir töffaraskapinn eru
t.d. strákarnir litlar hetjur í
samskiptum sínum við stelp-
urnar. Þeir þurfa að drekka í
sig kjark þegar stóra stundin
nálgast og dugar það þó varla
til.
Helsti galli sögunnar er þó
endirinn. Ólíkt öðrum þáttum
sögunnar er hann heldur
vemmilegur. Hann er líka í
ósamræmi við það sem á und-
an er gengið, þar er raunsæið
ekki lengur í fyrirrúmi. Það er
reynt að „trompa" í lokin eins
og gert er í Hollywood. Þá er
ástæða til að minnast á stíl-
brögð eins og ýkjur og klifun
sem notuð eru með góðum
árangri. En hvað sem öðru líð-
ur ætti efni þessarar bókar að
höfða til unglinga og þá er til-
ganginum náð.
Sagaúr
sveitinni
Skurðir í rigningu
Jón Kalman Stefánsson
Bjartur
★★★
Hér segir af sveitafólki á of-
anverðri 20. öld. Höfundur
velur sögu sinni nokkuð
óvenjulegan búning. Þetta er
ekki samfelld frásögn heldur er
sagan er sögð í fjórum hlutum
sem hver skiptist í stutta kafla.
Þá er notast við ólíkar frásagn-
araðferðir. Algengust er 3. per-
sónufrásögn en sagan er líka
sögð í 1. persónu, og 2. per-
sónu frásögn skýtur líka upp
kolli. Það er þó ljóst að ein og
sama aðalpersónan á í hlut í
gegnum alla söguna, drengur á
ungum aldri sem auk 1. per-
SKURtTIK í
RICLVIN'GU
sónufornafnsins kallast bara
drengurinn.
Þessi drengur er á barns-
aldri í fyrsta hluta sögunnar.
Hann hefur verið sendur í sveit
í þetta hérað sem ekki er nafn-
greint. (Nánari athugun leiðir
hugann að Dölum eða Barða-
strönd, án þess að það skipti
máli.) Þar segir af heimilislífi á
bænum Karlsstöðum þar sem
stýrir búi sagnaþulurinn Þórð-
ur, aðdáandi Þórbergs. Hann
nefnir heimilishundinn meira
að segja Þórberg í virðingar-
skyni við meistarann. Þórður á
í illdeilum við hreppstjórann
sem heldur fram ágæti Hall-
dórs Kiljan og nefnir beljur
sínar heftir bókum hans og
söguhetjum, fslandsklukka,
Snæfríður o.s.frv. Aðrir héraðs-
menn eru einnig kostulegir
fuglar, flestir hverjir.
I næstu þremur köflum er
drengurinn orðinn eldri og
kominn með hvolpavit. Per-
sóna hans skýrist þó ekki mik-
ið, enda snýst málið meirta um
fólkið í sveitinni. Og lesandinn
upplifir fólkið í sveitinni í gegn-
um drenginn sém drekkur í sig
mannlífið þar. Enda vill hann
ekki fara suður átiaustin. Síð-
asti hlutinn er óvenjulegastur
en þar er teflt fram andstæð-
um sveitarinnar og heimsborg-
arinnar New York þar sem
blökkumaðurinn Sam Jones úr
stórborginni hefur vistaskipti
við bóndann Hörð í Tungu, af
óvenjulegum ástæðum.
Sagan gerist upp úr 1970, að
því er best verður séð; sveita-
síminn sem er enn við lýði á
þessum stað afmarkar tímann,
auk annarra veigaminni jDátta.
Innri tíminn er fáein sumur
sem drengurinn dvelur í sveit-
inni. Sagan er sögð í nútíð
nema í þeim tilvikum þegar
sögunni víkur til fortíðar. Eins
og efnið gefur til kynna er
húmor til staðar í frásögninni
sem jafnan er mjúkur og hóf-
stilltur. Höfundur notar stíl-
brögð ljóðsins allmikið, en
myndmál er víða að finna, án
þess að það sé ofnotað.
Stíll og framsetning gera það
að verkum að hér er á ferð
frumleg frásögn. Hún reynir á
lesandann og sumir þættir
hennar verða ekki túlkaðir á
einn ákveðinn veg. Það má
samt hafa skemmtun af enda
er höfundur ritfær í besta lagi.
Þetta er fyrst og fremst ástar-
óður til íslenskrar sveitar,
hvað sem hún heitir.
Messías í
bankanum
Syngjandi fiskur
Úlfar Þormóösson
Stubbur
★ 1/2
Bankastarfsmaðurinn Jósef
Jósef er fráskilinn einfari í
Reykjavík. Honum er sagt upp
vinnunni fyrirvaralaust eftir 33
ára hollustu við Þjóðbankann.
Af einhverjum ástæðum fær
hann samt áfram greidd full
laun. Leið hans liggur til út-
Ianda og í Amsterdam fær
hann vitrun, honum er uppá-
lagt að fara til ísraels sem hann
og gerir.
Þar liggur leið hans um Bibl-
íuslóðir og umboðsmenn æðri
máttarvalda tilkynna honum
að guðleg forsjón ætli honum
að leggja til efni í nýjan Messí-
as. Hann öðlast kraftaverka-
mátt og reynir hann á ýmsum
þeim sem verða á vegi hans.
Leið Jósefs liggur svo heim til
Reykjavíkur áður en yfir lýkur.
Israelsdvölin er uppistaðan í
sögunni og er sagan að mestu
leyti í dagbókarformi þar sem
söguhetjan skráir það sem fyr-
ir ber á ferðum hans. Titillinn
vísar til dagbókarinnar sem er
minniskompa með nafnið The
Singing Fish greypt á kápu. Því
er við að bæta að fyrsti og síð-
asti hluti bókarinnar eru sagð-
ir í 3. persónu og þar er
Reykjavík söguvettvangur.
Eins og við er að búast er
sagan uppfull af yfirnáttúruleg-
um atburðum þannig að hér er
ekki á ferð raunsæisverk. Aðal-
persónan er undarleg og hugs-
un hennar og hegðun sömu-
leiðis. Absúrdismi á la Joyce
kemur líka fram í framsetningu
efnisins og má þar benda á
mónólóg aðalpersónunnar í 4.
kafla þar sem ein setning nær
yfir tvær blaðsíður.
Megininntak sögunnar er
ádeila á kristni og kirkju og
bregður jafnvel fyrir nýrri túlk-
un á orðum Biblíunnar. Gallinn
við þetta allt saman er bara sá
að þetta er óskaplega lítið
skemmtilegt. Stíllinn hefur ein-
kenni upptalningar og skýrslu-
gerðar, þar sem hvert fótmál
aðalpersónunnar er tíundað.
Kynlífsórar hennar eru líka
heldur þreytandi. Þessa sögu
hefði mátt segja í mun færri
orðum.
Oddgeir Eysteinsson