Helgarpósturinn - 09.01.1997, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997
Bref frá Hallgrími Helgasyni rithöfundi
Kræklótta kynslóðin
Glaðningur gömlum kverúlanti **
Mig langar til fagna nýju
ári með því gleðja gaml-
»-an kverúlant, Þorgeir Þor-
geirsson, eða Þorgeir Þorgeir-
son eins og hann hefur með
frægum hætti barist fyrir að
verða nefndur, sem í síðasta
Helgarpósti (19. des. ‘96) rit-
aði grein undir fyrirsögninni
„Um... ekta og óekta plast-
vöru“ í ritröð hans „Um...“ er
hann birtir reglulega í þessu
blaði.
Ég segi glaðningur, því mér
eldri og reyndari menn hafa
ráðið mér frá því að svara Þor-
geiri þessum, hinum ókrýnda
Islandsmeistara í Þjóðarsál.
„Ja, hann Þorgeir, hann segir
nú svo margt,“ sagði mér sjálf-
”Ur páfinn í blekskylmingum á
síðum blaðanna.
Það er líka spurning hvernig
maður svarar manni sem
staulast um bæinn með staf-
setningarvillu í eigin nafni.
Hvar á maður þá að byrja?
Annarsstaðar en einmitt á
nafninu: Það vantar í það eitt
ess, einn staf. Er það kannski
stafurinn sem greinarhöfund-
urinn heldur á á meðfylgjandi
mynd? Hann lítur að minnsta
kosti út fyrir að vera ess-laga:
Kannski ekki þægilegasta lög-
un á göngustaf, en kannski
samt essið sem hann er í í
.grein sinni. Því gamli kvörtun-
armeistarinn er hér sannar-
lega í því essi sínu sem hann
sleppir úr eigin nafni: Greinin
hefst nefnilega á annarri staf-
setningarvillu. í fyrsta orði í
fyrirsögn hefur gleymst einn,
og reyndar mun þægilegri,
göngustafur að lögun: 1. Ritröð
Þorgeirs (í eintómu ráðaleysi
læt ég hér fljóta með eignar-
falls-essið, þú fyrirgefur Þor-
geir) er fremur „Uml...“ en
„Um...“.
Sumir missa tönn og tönn úr
andliti sínu með aldrinum.
Þorgeir virðist hinsvegar vera
'.-að missa staf og staf úr nafni
sínu og verkum. Einhvernveg-
inn eru áhrifin svipuð.
Uml sitt hefur greinarhöf-
undur á sannarlegri hetjusögu
um mann sem í denntíð sagði
lausu starfi sínu í nú horfinni
plastvöruverslun þegar kúnni
einn knúði hann svars um það
hvort ruslafatan sem hann var
að hugsa um að kaupa væri úr
„ekta plasti"?!!! Ég endurtek:
Ékta plasti!!! Ho ho hó!!! (Ég gef
lesendum hér næði til að hlæja
miklum hrossahlátri yfir þess-
ari úr-fyrndinni-fyndni.)
Úr þessari dæmisögu sinni
vefur Þorgeir síðan úr skeggi
sínu nokkuð átakanlega hug-
vekju um öll þau gerviefni sem
„nútíminn" hefur gefið okkur.
Þorgeir er af þeirri kynslóð
manna sem notar orðið „nú-
tími“ jafnan í neikvæðri merk-
ingu, enda fæddur á þeirri
fögru for(ar)tíð þegar ekki var
enn búið að leggja gerviefni á
allar götur bæjarins. „Hver hef-
ur ekki tekið eftir því að gervi-
blómaframleiðsla er nú komin
á það stig að náttúrleg blóm
eru ekki nærri eins trúverðug
og plastblómin?“ bölmæðist
Þorgeir í plastandúð sinni.
Mikið má erfitt vera það líf í
„nútímans" bölvuðu þjóðfélagi
sem ekki líður plast í sínum
húsum; þar sem jafnvel rusla-
fatan er útskorinn myndar ask-
ur. Við þetta fólk er aðeins eitt
að segja: Lífið heldur áfram og
tekur á sig aðrar og óvæntar
myndir. Og það er meira að
segja það skásta við það. Nei.
Pirrist ei. Fátt er eins ámátlega
sorglegt og pirrað gamalmenni
sem kembir hærur á hornum
sér og kastar skít og skömm í
allt það sem yngra er. Þorgeiri
bendi ég á að taka ljóðskáidið
eiginkonu sína sér til fyrir-
myndar sem orti svo vel og fal-
lega um tölvuspilin á göngum
Austurbæjarskólans og líkti
þeirra tísti við lóur og dirrindi.
Greinarhöfundur gengur
jafnvel svo langt að skella
þessari ekta-plast-líkingu sinni
á sjálfan persónuleikann sem
að hans sögn þrífst ekki lengur
nema dýpst inná dvalar- og
elliheimilum, nú sé það
„ímyndin“ sem gildi og hún sé
úr plasti. Ekta plasti. Því „per-
sónuleiki fólks sprettur hægt
og seint og af sjálfum sér eins
og hver annar trjástofn. Fáir
nenna lengur að bíða eftir því-
umlíku".
Þar höfum við það. Persónu-
leika hafa þeir einir sem komn-
ir eru til vits og ára, væntan-
lega vel yfir sextugt. (í grein
sinni telur Þorgeir þá menn
enn unga sem eru yngri en 55.)
Vei þeim sem deyja ungir! og
liggja persónuleikalausir í
sinni gröf. Jónas og Mozart og
Pushkin væntanlega jafn kar-
akterlausir og verk þeirra og
kvæði? Eða er hér ef til vill
loksins loksins komin skýring-
in á öflugum trjávexti í kirkju-
görðum? Það eru jú margir
sem deyja ungir og ná ekki sín-
um trjávexti fyrr en of seint, í
garðinum græna. Þorgeir hefur
hinsvegar plantað sínu gamal-
gilda persónutré í annan garð
þar sem moldin er ekki alveg
svo andrík; einhver trénun er
hlaupin í tré hans ef marka má
greinar þess er fallin og gulnuð
helgarblöðin vitna um.
Allt er þetta trénaða tal
sprottið út frá sjónvarpsþætt-
inum „Á elleftu stundu" sem
Þorgeir Þorgeirsson kveður sig
hafa séð í sínu — geri ég eðli-
lega ráð fyrir — norska eikar-
sjónvarpi með ekta þindarskjá
þar sem undirritaður var til
viðtals ásamt Lindu Péturs-
dóttur. Reyndar notar Þorgeir
gamalt og klístrað trix í grein
sinni og nefnir okkur aldrei á
nafn en þar sem ég þóttist
þekkja sjálfan mig og Lindu á
ljósmyndum meðfylgjandi
greininni get ég ekki annað en
tekið umlið til mín. „Ungi rit-
höfundurinn“ bar framan í sér
„harðneskjuplastið" en „feg-
urðardrottningin unga“ var
„galvaníseruð“ í framan. Ég læt
hjá liggja að verja eigið andlit
fyrir plastkúlunum úr penna
Þorgeirs. Ég nenni heldur ekki
að útskýra fyrir húmorslaus-
um manni hvað það þýðir að
manni „líði best í beinni út-
sendingu". Þeir sem ekki sjá al-
vöru í íroníu eiga það ekki skil-
„Það er líka spurning
hvernig maður svarar
manni sem staulast um
bæinn með stafsetning-
arvillu í eigin nafni. Hvar
á maður þá að byrja?“
ið. Þeir sem ekki sjá í gegnum
yfirborðið — „le superflou,
cette chose si necessaire“
(Voltaire) — eiga ekki skilið að
njóta undirdjúpanna. En að
bera fegurstu konu landsins
saman við ryðvarinn gaddavír
er svars míns virði. Einhver
gaukaði því að mér að Þorgeir
væri sjálfur rithöfundur, þó
ekki geti ég kallað fram skáld-
verk hans í minn haus, sem
kannski er skiljanlegt ef bók-
menntagildi þeirra gleymsku-
verka er í samræmi við hrif-
næmi „skáldsins“. Ein af bölv-
unum „nútímans“: Skáldin eru
hætt að hrífast af fegurð.
En hvað.
Það er víst fullkomlega eðli-
legt að maður sem á allt sitt
höfundarverk óupptekið og
plastað á einhverjum kjallara-
lager borgarinnar sé með plast
á heilanum og sjái allt í gegn-
um plast: Allt hans fjálglega tal
er ekkert annað en lítið og lág-
vært uml innan úr plasthaugn-
um miðjum.
Hinn íslenski andófsmaður
berst semsagt gegn plasti.
Hann er plastandófsmaður en
þó í raun (svo við sleppum hér
enn einu essi á la Þorgeir) plat-
andófsmaður í ljósi nýjustu
staðreynda: í öðrum sjón-
varpsþætti sat prestur að
norðan með fætur úr plasti og
eigum við þá nokkuð að spyrja
hvort það sé ekta eður ei?
Nei.
Nú gengur hún við sinn staf;
kynslóðin sem trúði á lífsins
tré og orti um tré og plantaði
sínu í vonargarðinn græna: Nú
situr hún trénuð undir því tré
og fussar við „nútímans" nýj-
um aðstæðum. Eða fussar hún
kannski frekar yfir „íslenskum
aðstæðum“? þar sem trén eiga
svo erfitt uppdráttar að öll
enda þau birkilega dvergvaxin
og kræklótt. Gamla og alvar-
lega kynslóðin er kræklótt af
biturleika út í yngra fólkið sem
í hennar augum sprettur svo
beinvaxið og hratt upp að það
fellir laufið og laufgast aftur á
meðan sú gamla blikkar auga, í
sófanum við sjónvarpið sem
hún hefur alltaf séð ofsjónum
yfir. (Hvað er þetta lið að góna
á sjónvarp fram eftir öllum
kvöldum í stað þess að sitja
kræklóttum höndum við púltið
að pára endurminningar sín-
ar?) Á sama hátt og orðið „nú-
tími“ þýðir í orðabók kræk-
lóttu kynslóðarinnar „bölvun“
hefur orðið „fjölmiðlar" merk-
inguna „hið illa“. Sjónvarpið
semsagt: Útsendari hins illa.
(Einhver gaukaði því þó að
mér að Þorgeir Þorgeirsson
væri ekki aðeins rithöfundur
heldur líka kvikmyndagerðar-
maður. Kannski hefur Sjón-
varpið enn fúlsað við að kaupa
þær gömlu ræmur.) Og því:
Rithöfundur í fjölmiðli: Munk-
ur í klaustri kölska. Og: Rithöf-
undur með fegurðardrottningu
5 fjölmiðli: Munkur með hóru í
klaustri kölska.
Æi gömlu greyin mín. Þó
sjálfir hafið þið dæmt ykkur út-
læga frá „trúðslátunum",
„markaðstorginu" og „skrum-
félaginu“ (eins og þið orðið
þjóðfélag okkar) skuluð þið
ekki ætlast til þess að sérhver
kollegi fylgi ykkur inn í ykkar
andlegu eyðimörk. Þið haldið
ykkur heilaga menn að stunda
ykkar blekþurra harðlífi með
lindarpennann vomandi yfir
lindum á heiði; að yrkja ljóð og
garð og tré. En lindir ykkar eru
ekki lengur tærar heldur tærð-
ar. Og gætið að: Gerið orð ykk-
ar og greinar pappírsins virði.
Minnist þess, kæru trjáunn-
endur, að pappírinn vex ekki á
trjánum; fyrir hann eru þau
felld. En ef ekki... Haldiði þá
bara áfram að yrkja ykkur inn í
sellófanið en öfundið ekki þá
sem úr því komast. Öldruðum
fer öfundin illa. Reiði ykkar má
vera heilög en umburðarlynd-
ið er þó göfugra.
Því kannski er þetta allt sam-
an ein stór öfund, allt þetta
bölsót veðurbarinnar kynslóð-
ar sem nú dynur á okkur ung-
um mönnum úr svo mörgum
kynlegum bárujárns-kvistum
borgarinnar. Þeir saka okkur
um yfirborðsmennsku og tala í
sífellu um „of mikla athygli“,
væntanlega þá sömu og þeir
þrá. Það eina sem maður getur
sagt við því er: Reyniði bara að
gera betur. Reyniði bara að
gera hluti sem hafa eitthvað að
segja og skipta okkur ein-
hverju máli, þá komist þið
kannski í fjölmiðla.
Ég reyni hér mitt besta til
þess að hjálpa ykkur til. Öldr-
uðum fjölgar stöðugt í þessu
bölvaða nútímaþjóðfélagi okk-
ar og því stóra vandamáli
fylgja önnur smærri, eins og til
dæmis tómstundavandinn.
Það verður að reyna að finna
eitthvað fyrir þetta fólk að
gera. Og ég geri það hér með.
Á nýju ári: Nýtt verkefni fyrir
gamlan kverúlant.
Og svaraðu nú.
Opið bréf til Amal Rúnar Qase og Helgarpóstsins
icallar Axnai riui r—
IAt 11 / 1
.
mvmm*****"
,ft Vi,r
ðlt ‘"1
'l'y
Við þrír, sem undirritum
þetta bréf, viljum fá að
koma eftirfarandi á framfæri.
Föstudaginn 13. desember
vorum við staddir á skemmt-
un í Loftkastalanum þar sem
fram komu Herbert Guð-
mundsson og Radíusbræður.
Helgarpósturinn kaus að
draga eitt afmarkað atvik frá
skemmtuninni út, skrifa um
það „frétt“ og í framhaldinu
slá fyrirsögninni „Davíð Þór
kallar Amal Rún vændiskonu"
upp á forsíðu. Efnistökin og
rangfærslurnar eru með þvílík-
um endemum að við getum
ekki orða bundist.
Áður en lengra er haldið er
rétt að greina frá þessu til-
tekna atviki eins og það raun-
verulega var. Radíus-bræður,
Steinn Ármann Magnússon
og Davíð Þór Jónsson, kusu
að gera að umtalsefni mann
nokkurn sem sakaður hefur
verið um 20 kílóa innflutning á
hassi til landsins og heldur því
fram að það hafi verið til
einkanota. Spunnu þeir all-
langt^ samtal sín á milli um
það. í miðju atriði hrópar ein-
hver kona úr salum, kona sem
við síðar fréttum að væri Am-
al Rún: „Davíð! Ert þú enn að
reykja hass?“ Davíð svarar að
bragði: „Þú ætlast þó ekki til
þess að ég fari að játa á mig
lögbrot hér á sviðinu? Ert þú
ennþá að selja þig?“ Og síðan
héldu þeir áfram atriðinu eins
oglög gera ráð fyrir.
í frétt Helgarpóstsins, sem
byggir að mestu á frásögn Am-
al Rúnar, er haft eftir henni:
„Ég kallaði til þeirra í stríðni
hvort þeir ættu ekki til betri
brandara en þá kallaði Davíð
Þór til mín á móti og spurði
hvort ég væri ekki hætt að
selja mig.“ Þarna er einfald-
lega farið rangt með stað-
reyndir.
Nú er ef til vill rétt að árétta
að umrædd skemmtun var
auglýst í bak og fyrir sem grín-
skemmtun auk þess sem ætla
má að hvert mannsbarn gangi
þess ekki gruflandi að þeir
Radíusbræður hafa gert það
að sínu vörumerki að ganga
lengra en skemmra í sínum
gamanmálum. Það er lág-
markskrafa að hlutirnir séu
vegnir og metnir út frá þeim
forsendum sem þeir gefa sér
sjálfir. Ef til væri bók sem héti
„Handbók standtrúðsins“ væri
fyrsta reglan í bókinni:
„1. Sé einhver gestur með
frammíköll, gerðu þá allt sem
þú getur til að móðga hann á
móti.“ (Ef HP kýs að sann-
reyna þetta mælum við með
því að blaðamenn spyrji
hvaða skemmtikraft sem er
um þetta atriði.) Og óhætt er
að segja að svar Davíðs hafi
vakið kátínu í salnum og við
leyfum okkur að efast um að
nokkur meðal áhorfenda hafi
gert því skóna að þarna væri
verið að vega að mannorði
Amal Rúnar, heldur aðeins far-
ið eftir þeim leikreglum sem í
gildi eru á slíkum skemmtun-
um. Ennfremur hvarflar það
ekki að okkur að nokkur í saln-
um hafi hugsað með sér við
þetta tækifæri: Aha, hún er þá
vændiskona eftir allt saman!
Burtséð frá öllum málsatvik-
um má fyrirsögnin á forsíðunni
furðu sæta. Á skemmtun sem
byggir á gamanmálum er ýmis-
legt látið flakka eins og líklega
Radíusbræður gera út á
grín, Helgarpósturinn út á
blaðamennsku. Frétt HP um að
Davíð Þór hafi á skemmti-
kvöldi vænt Amal Rún Qase
um að selja sig var unnin sam-
kvæmt viðurkenndum hefðum.
HP hafði spurnir af atvikinu og
talaðj við Amal Rún og Davíð
Þór. I fréttinni kom skýrt fram
hvar atvikið átti sér stað og í
flestir vita. Til dæmis er ekki
ólíklegt að Ómar Ragnarsson
hafi einhvern tíma við slík
tækifæri sagt eitthvað á þessa
leið: „Hann er nú meiri kjáninn,
hann Davíð Oddsson," sem lít-
ið brot af stærra atriði. Á ná-
kvæmlega sömu forsendum og
eru hér á ferð væri hægt að slá
upp fyrirsögninni: „Ómar
Ragnarsson dregur greind for-
sætisráðherra í efa“.
Þetta er auðvitað algjör
fréttafölsun og við ætlum ekki
að ritstjóri HP, Páll Vilhjálms-
son, sé svo skyni skroppinn að
hann geri sér ekki grein fyrir
því. Enn verður þessi frétt ein-
kennilegri í ljósi þess að í sama
blaði ver Páll hálfum Ieiðaran-
um í að eiga vart orð yfir
ósannsögli annars ritstjóra hér
í borg. Vandlæting Páls verður
hlægileg þegar hún birtist í
hvaða samhengi. Amal Rún og
Davíð Þór bar ekki fyllilega
saman um málsatvik. Davíð
Þór sagði að Amal hefði vænt
sig um eiturlyfjaneyslu en hún
segist hafa kallað eftir betri
bröndurum. Hvort tveggja
kemur fram í fréttinni og um
önnur málsatvik er ekki deilt.
HP lagði ekki mat á það hversu
eðlilegt það er af skemmti-
blaði með vísvitandi lygar á
forsíðu.
Eðlilega væntum við þess
ekki að allur almenningur trúi
þessum upplognu ávirðingum
sem á Davíð Þór eru bornar í
greininni og þeim annarlegu
hvötum sem honum eru gerð-
ar upp í „fréttinni“. En því mið-
ur hefur enginn flaskað á því
að vanmeta greind almennings
hingað til, eins og Páli Vil-
hjálmssyni ætti að vera full-
kunnugt. Þó að Davíð Þór hafi
kosið sér þennan starfsvett-
vang, og megi sem opinber
persóna búast við gagnrýni, þá
gerir það hann ekki sjálfkrafa
að skotmarki fyrir eins óvand-
aða og ranga umfjöllun og raun
ber vitni.
krafti að kallast á við áhorf-
anda með þessum hætti. Hitt
er augljóst að um er að ræða
atvik á opinberum vettvangi
sem gerir það hæft til umfjöll-
unar. Þremenningarnir ræða
fréttina út frá grínforsendum
sem ég kann ekki skil á. Ég er
blaðamaður og mat fréttina á
þeim forsendum.
Pált Vilhjálmsson
Ásgrímur Svemsson
Einar S. Guðmundsson
Stefán Snær Grétarsson
Grín og blaðamennska