Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 16

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Side 16
16 HMMTUDAGUR 9. JANÚAR1997 eru alK í lagi Lúxus- fiskréttur Magga 800 g roöflett ýsuflök 300 g rækjur 200 g sveppir 1 laukur 1/2 blaölaukur 1 græn paprika 1 rauð papríka 2 gulrætur smjörkltpa 1/2 dós af ananaskurli 150 g rjómaostur 11/2 dl kaffirjómi 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. pipar eöa sítrónupipar 1/2 tsk. paprikuduft 1/2 tsk. karri 11/2 tsk. súpukraftur Grænmetiö er skoriö niöur. Steikiö lauk og blaölauk í smjöri, bætiö papriku, gulrótum og sveppum út í ásamt ananas- kurli og ananassafa. Látið krauma smástund. Bætið rjómaosti og rjóma t. Fiskstykk- in látin út f og látiö krauma í átta til tíu mínútur. Rækjur sett- ar saman viö um minútu áður en rétturinn er borinn fram. Meölæti eru soöin hrlsgrjón, hrásalat og brauö, gjarnan heimabakað eöa hvítlauks- brauö. Magnús Scheving starfar við að sprikla og skoppa og þarf því væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af aukakílóum eftir jólahátíðina. „Nei, það er frekar að ég þyrfti að borða meira en ég geri. Það er alltaf svo mikið að gera hjá mér að ég gleymi stundum að borða,“ segir Magnús. „Fólk sem starfar við leikfimi þarf í rauninni að borða tvöfalt á við aðra því brennslan er svo gíf- urleg, þannig að við erum dýr í rekstri." Magnús kveðst áður fyrr hafa litið á mat sem hreina og klára næringu en í seinni tíð vera farinn að líta meira á mat sem yndisauka og lífsfyllingu. „Ég fæ örugglega bumbu síðar á ævinni en mér finnst það bara allt í lagi. Þetta megrunartal allt finnst mér alveg ótrúlega þreytandi og komið út í algjörar öfgar. Leikfimi er orðin að einhverri allsherjar megrunaraðferð en á að vera skemmtun og áhuga- mál. Það að grennast er síðan bara bónus en ekki aðaimál- ið,“ segir Magnús svolítið pirr- aður. „Grænmetisvanara“ fólk við stjórnvölinn! Magnús kveðst ekki vera stórbrotinn kokkur en kunni þó að búa til nokkra rétti, aðal- lega pastarétti. Einnig kunni hann allt þetta venjulega eins og að sjóða fisk, annars sjái konan meira um matreiðsluna, hann um uppvask og annað stúss. Magnús segir fiskréttinn sem hann býður okkur upp á vera afskaplega ljúffengan og í ofanálag fljótlegan í mat- reiðslu. Hann segist hafa grafið þessa uppskrift upp úr ein- hverri bók fyrir nokkrum árum þegar hann varð afhuga kjöti á tímabili. „Ég var orðinn leiður á að borða sífellt soðna ýsu og vantaði tilbreytingu í matar- gerð mína. Þessi réttur hefur þann kost að vera hollur og góður því í honum er gnægð af grænmeti. Annars verð ég nú að kvarta yfir verði á græn- meti, það er bara fyrir hálauna- fólk að borða hollan mat! Von- andi lagast þetta smám saman þegar yngra og „grænmetis- vanara" fólk sest við stjórnvöl- inn.“ Þefnæmir vinir Magnús gefur ekki mikið út á að rétturinn sé fitandi, þótt í honum megi finna rjómaost, rjóma og smjör. „Það er bara hollt og gott að fá smáskammt af fitu, skrokkurinn þarf á henni að halda,“ segir Magnús sannfærandi. Annars megi vel nota kaffirjóma í staðinn fyrir rjóma ef fólk hafi miklar áhyggjur af línunum. Hann seg- ir fiskréttinn njóta mikilla vin- sælda og vinir hans virðist detta eins og fyrir tilviljun inn úr dyrunum þegar þessi réttur sé á borðum fjölskyldunnar. „Þefskyn vina minna er með ólíkindum því það er frekar regla en undantekning að ein- hver snæði með okkur þegar lúxusfiskurinn er í matinn. Það er auðvitað bara skemmtilegt, enda er aðalkosturinn við þennan rétt sá að það er alltaf nóg fyrir alla. Maður borðar bara meira af hrísgrjónum með þessari ljúffengu sósu út á,“ segir Magnús, hressilega að vanda. she Mmmn Bg^siiaaana CrMSKHNMB '..>3 Rád undir rifi hverju vernig náum við fitubletti úr uppáhaldsflíkinni okk- ar? Er hægt að frysta egg? Hvaða þvottavél eigum við að kaupa? Svör við þessu og flestu öðru er varðar heimilis- hald má fá hjá Leiðbeininga- stöð heimilanna. Leiðbeiningastöðin hefur verið starfrækt í nær 35 ár og er rekin af Kvenfélagasam- bandi íslands. Áður var þjón- ustan kennd við húsmæður en slíkt er ekki lengur í takt við tímann og að auki leita karl- menn í auknum mæli til leið- beiningastöðvarinnar. Leið- beiningastöð heimilanna er í raun réttri ókeypis símaþjón- usta sem er opin frá níu á morgnana til fimm á daginn. Einnig eru gefnir út fjölbreyttir bæklingar um ýmislegt sem tengist fjölskyldu og heimili. Við símtækið sitja til skiptis þær nöfnur Steinunn K. Ingi- mundardóttir, fyrrverandi skólastjóri hússtjórnarskólans á Varmalandi, og Steinunn V. Óskarsdóttir, sagnfræðingur og borgarfulltrúi. Blettir og heimilistæki Nöfnurnar segja mikið hringt og daglega svari þær tuttugu til fimmtíu fyrirspurnum. Spurningarnar eru oft árstíða- bundnar og mest er að gera fyrir hátíðir og eins segja þær mikið hringt á haustin til að fá upplýsingar um sultun, saft- gerð, sláturgerð og meðhöndl- un skrokka. „Þessa dagana er mest spurt um bletti og heimil- istæki. Fólk ætiar að notfæra sér útsölurnar og hringir til að vita hvernig tækin hafi komið út úr könnunum erlendis," segja hinar ráðagóðu Stein- unnir. Við skrifborð þeirra er fjöldinn allur af möppum stút- fullum af húsráðum, uppskrift- um, upplýsingum um með- höndlun matvæla, könnunum á heimilistækjum og raunar flestu því sem tengist heimil- um. „Yfirleitt spyr fólk mikið um það sama og þau ráð kunn- um við, en stundum kemur fyr- ir að við verðum að biðja fólk að hringja síðar meðan við öfl- um okkur upplýsinga og einnig kemur fyrir að við vísum fyrir- spurnum frá okkur. Það kemur fyrir að fólk hringi til að fá ráð- gjöf um t.d. mataróþol, en við beinum því til næringarráð- gjafa." Hússtiórnarkennarinn veit allt Steinunn sagnfræðingur seg- ist hafa verið ósköp blaut bak við eyrun þegar hún hóf störf á Leiðbeiningastöðinni fyrir fjór- um og hálfu ári og flest sem hún nú viti hafi hún lært af nöfnu sinni hússtjórnarkennar- anum. „En það er sumt sem ég veit bara ekkert um og bendi þá á hina Steinunnina, — sérstak- lega hendir þetta í sláturtíðinni. Ég veit óskaplega lítið um súrs- un matvæla, meðhöndlun grísa- táa, bjúgnagerð og raunar al- mennt um gamaldags íslenskan mat, en hússtjórnarkennarinn veit og kann allt,“ segir Stein- unn V. og hlær en nafna hennar kveður þetta ýkjur. Léleg verkmenntun Þær segjast eiga nokkra fasta „kúnna" sem hringi með reglulegu millibili. Gjarnan eru það karlmenn sem skyndi- lega lenda í þeim hremming- um að þurfa að sjá um sig sjálfir. Þær minnast með hlýju manns sem lenti í því óláni að missa móður sína, þá kominn hátt á sjötugsaldur. „Við lát móður sinnar stóð blessaður maðurinn uppi algjörlega bjargarlaus og við leiddum hann í gegnum bókstaflega allt sem viðkom húshaldi. Þessi þjónusta getur því kom- ið sér vel fyrir fólk sem lendir í viðlíka aðstöðu og hefur nán- ast aldrei soðið egg á ævinni. Það getur verið erfitt og tekið langan tíma að bíða eftir því að eggið sem á að vera linsoð- ið verði algjörlega lint,“ segja þær og glotta dálítið ísmeygi- lega. Steinunnirnar tvær segja einnig töluvert um hringingar frá fólki sem er í öngum sínum með kökur sem hafa runnið út eða rétt sem hefur mislukkast algjörlega og vill fá töfraráð til að kakan lyfti sér og rétturinn lagist. Steinunn hússtjórnar- kennari segir að sér finnist raunar með ólíkindum hve ungt fólk kunni orðið lítið til verka. „Það vantar svo hrapal- lega verkmenntun í skólakerf- ið okkar, heimilisfræði og matreiðsla er eitt af þeim fög- um sem hafa verið skorin hvað mest niður. Fólk þarf að kunna að nota hjálpartækin sem það hefur í kringum sig, lesa uppskriftir og beita lík- Ráðagóðar konur. Steinunn V. Óskarsdóttir og Steinunn K. Ingimundardóttir. amanum rétt svo fátt eitt sé nefnt.“ í ljósi þess að fólk kann sí- fellt minna til verka á heimilinu hlýtur hlutverk Leiðbeininga- stöðvar heimilanna að vaxa og dafna um ókomin ár og mikil guðsblessun er að til er fólk sem kann og gefur okkur góðu húsráðin. Steinunn og Stein- unn gefa okkur að lokum gott ráð um hreinsun á kertavaxi úr dúkum. Vandamál sem margir eiga við að stríða nú að lokinni hátíð ljóssins. she ■etjið dúkinn eða það sem vaxið hefur „ráðist á“ inn í frysti og Iþegar það er orðið hart reynist yfirleitt auðvelt að mylja það Ef eftir situr fitublettur þvoið þá dúkínn á 90 gráða hita. Ef efnið þolir ekki svo mikinn hita er næsta óbrigðult ráð að strjúka það með tusku vættri upp úr hreinsuðu bensíni, sem fæst í apótekum. Einnig má strauja vaxið úr og hafa rakadrægan pappír, t.d. eldhúsrúllu eða klósettpappír, undir og ofan á efn- inu. Oftast verður þó eftir fitublettur, sem hægt er eins og fyrr segir að ná með hreinsuðu bensíni. Hægt er að fá bækling um hreinsun bletta hjá Leiðbeininga- stöð heimilanna.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.