Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 18

Helgarpósturinn - 09.01.1997, Page 18
FWIMTUDAGUR 9. JANÚAR1997 Umbúðimar utan um sannleikann Villiöndin eftir Henrik Ibsen Pýðing: Kristján Jóhann Jónsson. Tónlist: Jan Kaspersen. Lýsing: Bjöm B, Guðmundsson. Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikarar: Anna Krístín Amgrímsdóttir, Ámi Tryggvason, Bessi Bjarnason, Edda Heiðrún Backman, Flosi Ólafsson, Gunnar Eyjólfsson, Magnús Ragnarsson, Pálmi Gestsson, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson, Sigurður Skúlason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Valur Freyr Einarsson. ★ ★★ Eins og fram kemur í ágætri leikskrá Þjóðleikhússins telst Villiöndin í hópi leikrita frá seinnihluta höfundarferils Ibsens þar sem raunsæislegur ytri umbúnaður einkennir verkin þótt viðfangsefnið sé í raun, eins og áður, fyrst og fremst persónurnar sjálfar og innviðir þeirra. Villiöndin hef- ur oft verið talin afar persónu- legt verk frá Ibsens hendi og iðulega eru dregnar upp sam- líkingar með persónum leik- ritsins og örlögum þeirra ann- ars vegar og raunverulegum persónum og atburðum í lífi skáldsins hins vegar. Eflaust eiga þessar samlíkingar ein- hvern rétt á sér, því auðvitað sækja skáld sér viðfangsefni og fyrirmyndir í eigin reynslu- heim. Samtímis varpa slíkar samlíkingar Ijósi á það um- hverfi sem verkið er sprottið úr og tímasetja það sem heim- ild um liðna atburðarás. Þann- ig er Villiönd Ibsens rúmlega eitt hundrað ára gömul heim- ild um viðfangsefni mikilhæfs leikritahöfundar í Noregi og það er ekki laust við að upp- færsla Þjóðleikhússins beri keim af því. Þar er horft í bak- sýnisspegil leiklistarsögunnar og augljóst að mikil alúð og vinna hefur verið lögð í undir- búning allan og forvinnu. Um leið er mjúkum höndum farið um verkið og uppfærsla Stef- áns Baldurssonar er mjög í anda þeirrar forskriftar sem Ib- sen gaf sjálfur eða að minnsta kosti ýjaði að. Þó er ofurraun- sæi sem einkenndi margar fyrri tíma uppfærslur ýtt til hliðar og verkið birtist okkur bæði fægt og pólerað eins og falleg antíkmubla í útstillingar- glugga. Öll umgjörð leiksins ber þannig vitni fágaðri fag- mennsku. Leikmynd Grétars Reynissonar er einföid og stíl- hrein og þótt hún sé bæði há og víð er hún samt hlédræg og gefur leikurunum mikið hreyfi- rými. Þetta rými nýtist einkar vel í veislu Werles heildsala, en það hefði verið gaman að sjá það nýtt betur og til annars en endalausrar tilfærslu borðs- ins á loftinu hjá Ekdal-fjöl- skyldunni. Búningar Elínar Eddu virka mjög vel í leikmyndinni og hæfa persónunum eins og þær koma frá hendi höfundar. Eink- ar vel heppnuð, mild eða öllu heldur mjúk lýsing Björns B. Guðmundssonar kórónar svo umgjörð verksins. Það er helst að tónlist Jans Kaspersen virki sem tímaskekkja í upp- færslunni, en hún er svo kröfu- laus að hún skiptir kannski engu máli þegar upp er staðið. Leikstjórn og leikur bera merki sömu fágunar og umgjörð verksins. Leikritið líður hnökralaust áfram þótt langt sé og verður jafnvel líflegt eftir hlé þegar borgaralegur húmor Ibsens er undirstrikaður. Þannig er þessi uppfærsla á Villiöndinni mun léttari en margar þær sem ég hef áður séð. Á frumsýningunni var greinilegt að leikhúsgestir kunnu vel að meta léttleikann, enda hæfði grínið salnum. Þarna örlar að vísu á trúnaðar- broti gagnvart kröfu Ibsens um fölskvalausa einlægni (sér í lagi gagnvart persónu Hjálm- ars) en það er aðdáunarvert hvernig aðstandendum sýn- ingarinnar tekst að draga í land og koma í veg fyrir að verkið tengist nútímasamfé- lagsvandamálum. Það hlýtur að hafa verið freistandi að nýta verkið til að varpa ljósi á fjölskyldukrísuna í dag, fíkni- efnavanda eða aukna sjálfs- morðstíðni meðal æskufólks, því tæplega er dramað trú- verðugt né heldur persónurn- ar í kastljósum nútímans. En sýningunni er greinilega ætlað, í anda Ibsens, að vera full um- burðarlyndis í garð persón- anna, ekki vegna veikleika þeirra heldur þrátt fyrir þá, og fyrst og fremst vekja siðferðis- legar spurningar frekar en vera samfélagsádeila. Þó brestur að því er virðist leik- stjóra og leikhóp umburðar- lyndið í garð Gregers, en per- sóna hans fær í annars ágætri túlkun Sigurðar Siguijónsson- ar t.d. hárfín líkamleg einkenni sem ekki beint kalla á samúð. Þannig verður yfirbragð Gre- gers ekki síður „demónískt" en leikhus Kormákur Þráinn Bragason á frumsýningu Þjóöleikhússins á Villiöndinni eftir Henrik Ibsen hins ónauðsynlega Molvíks. Báðir, ásamt Relling lækni og öðrum sem skjóta upp kollin- um um loftlúguna hjá Hjálmari Ekdal, gera það einmitt líkt og árar úr fortíðinni. Þannig veitir samspil sviðsmyndar og sögu endalausa túlkunarmöguleika, enda er textinn hlaðinn „sym- bólík“ (táknsæi) eins og mót- sögn við raunsæislegan sögu- þráðinn. Mótsagnakennt form- ið hefur þannig kallað á mót- sagnakennda túlkun á verkinu og það t.d. ýmist verið túlkað sem sorgar- eða gleðileikur. Þá hefur menn greint á um hver sé höfuðpersóna verksins; Hjálmar, Gregers eða jafnvel Hedvig. í uppfærslu Þjóðleik- hússins er það augljóslega ónytjungurinn Hjálmar í túlkun Pálma Gestssonar sem er mið- punktur verksins. Um hann dansa hinar persónurnar, í fyrstu að því er virðist ómeð- vitaðar um innihaldslausa lífs- lygi hins blíðlynda heimilisföð- ur en kannski eru hann og hún einmitt nauðsynleg afsökun fyrir þeirra eigin sjálfsblekk- ingu. Pálmi gerir Hjálmari góð skil og nær að kalla fram öll helstu einkenni persónunnar eins og hún kemur frá hendi höfundar, umvafin eigin lyga- vef og annarra en líka sjálfs- elsku og óskiljanlegri ást og aðdáun vina og fjölskyldu. Of- urást Heiðveigar á föður sínum er í raun ekki alltof trúverðug þegar Hjálmar er jafnbersýni- lega afhjúpaður og í þessari uppfærslu. Þess vegna er kannski eðlilegt að Heiðveig verði í túlkun Steinunnar Ólínu frekar tepruleg og ein- föld og virki í raun miklu yngri en henni er ætlað í verkinu. Af- leiðingar þessarar ofurástar verða hins vegar jafnskelfileg- ar engu að síður þegar hún þarf að horfast í augu við höfn- un föður síns. Sú höfnun kem- ur í kjölfar þess að vinurinn Gregers umturnar lífi Hjálmars í nafni hins hreina sannleika, um leið og hann gerir kröfu um uppgjör við fortíðina. Sannleik- kvikmyndir Smoke Aöalhlutverk: Harvey Keitel, William Hurt, Forest Whitaker og fleiri. Leikstjóri: Wayne Wang. ★★★★ ÆT Itóbaksbúð í New York af- greiðir maður að nafni Auggie Wren. Á hverjum morgni klukkan átta hefur hann tekið ljósmynd af búð- inni sinni séð hinum megin frá götunni. Hann er að undirbúa sölu í stórum stíl á kúbversk- um vindlum. Rithöfundur er yf- irkominn af sorg vegna dauða konu sinnar og hefur ekkert skrifað í mörg ár. Unglingur skiptir um nafn í hvert skipti sem hann hittir nýtt fólk og maður nokkur reynir að gleyma fortíðinni en alltaf verður eitthvað til að minna hann á hana. Allt eru þetta per- sónur sem Wayne Wang og Paul Auster flétta snilldarlega saman í eina fléttu sem hrein unun er að horfa á. Myndin flakkar um sögusviðið hægt og rólega og býr til svo mikið úr svo litlum efnisvið að það er engu líkt. Aldrei hef ég fengið jafn mikið út úr því að horfa á fólk tala saman í tóbaksbúð. Keitel klikkar ekki sem Auggie Wren og William Hurt er stórgóður sem rithöfundur- inn stíflaði. Margir kannast við Paul Auster vegna fjölda góðra bóka og Wayne Wang gerði myndirnar The Joy Luck Club og Eat a Bowl of Tea, en þetta er þó sennilega hans besta mynd. Ari Eldjárn skrifar Lone Star Aöalleikendur: Chris Cooper, Kris Kristof- ferson og Matthew McConaughey. Leikstjóri: John Sayles. ★ ★★ Lone Star gerist í þorpi í Tex- as þar sem þrír mismun- andi kynþættir búa. Innbyrðis deilur þorpsins eru kjarninn í myndinni og er sú mikilvæg- asta hvort eigi að nefna nýtt dómhús eftir gömlum lögreglu- stjóra, sem var hetja bæjarins á meðan hann lifði. Sumir eru andvígir og vilja láta byggja fangelsi í staðinn og aðrir halda því fram að gamli skerf- arinn hafi ekki verið sú hetja sem menn tala um. Sonur skerfarans leggur í leit að sannleikanum um föður sinn og er ekki alveg öruggur með hvað hann gæti fundið... Leikstjóri Lone Star, John Sayles, er einnig rithöfundur og það er gaman að sjá hvernig hann fer að því að blanda sam- an sinni ríkulegu kvikmynda- „Uppfærsla Stefáns Baldurssonar er mjög í anda þeirr- ar forskriftar sem Ibsen gaf sjálfur eða að minnsta kosti ýjaði að. Þó er ofurraunsæi sem einkenndi marg- ar fyrri tíma uppfærslur ýtt til hliðar og verkið birtist okkur bæði fægt og pólerað eins og falleg antíkmubla í útstillingarglugga. Öll umgjörð leiksins ber þannig vitni fágaðri fagmennsku.“ ur Gregers kollvarpar veru- leikaskyni Hjálmars og rýfur þann lygavef sem um hann er spunninn. Afleiðingar aðgerða Gregers verða hins vegar allt aðrar en til er ætlast. En þó að endalokin séu nógu augljós er- um við engu að síður skilin eft- ir með fleiri spurningar en svör eins og títt er hjá Ibsen. Gína, eiginkona Hjálmars, í túlkun Eddu Heiðrúnar, ætti að getað valdið mönnum miklum heila- brotum. Hún virðist stjórnast af allt öðrum og praktískari við- horfum en flestir aðrir í leikrit- inu, enda hefur Gína yfirleitt fengið jákvæða umfjöllun og túlkun, sem á að undirstrika hina jákvæðu kvenlegu eigin- leika og ibsenskan kvenfrelsis- anda. En búa ekki í henni per- sónueinkenni jafnbrothætt og allra hinna? Viðheldur hún ekki lyginni fyrst og fremst sjálfrar sín vegna frekar en fjölskyld- unnar eins og hún lætur í veðri vaka? Við erum auðvitað ekki leidd í allan sannleikann um raunverulegar forsendur henn- ar fyrir gerðum sínum, en ein- legu sýn og frásagnartækni bóka sinna. Þetta sést best á því hvernig leikstjórinn vinnur með afturhvarf og alls konar tímahopp. Matthew McConaughey kom fyrst almennilega fram á sjónarsviðið með hinni bráð- góðu mynd Joels Schumacher A Time To Kill og virtist þar á ferðinni stórleikari. Persóna hans í þessari mynd er mjög mikilvæg fyrir atburðarásina en hann kemur mjög lítið fram sjálfur. Ofan á það bætist að McConaughey verður að vera það dularfullur allan tímann að maður átti sig alls ekki á því hvort hann er góður eða vond- ur maður. Þetta tekst McCon- aughey mjög vel og því er mað- ur álíka ánægður með hann og áður. Chris Cooper er góður sem ungi skerfarinn og sömu- leiðis Kris Kristofferson, sem hefur í raun aldrei leikið jafn- vel og nú. Takið eftir Frances McDormand (lék aðalhlutverk- ið í hinni frábæru mynd þeirra Coen-bræðra Fargoj í smáhlut- verki sem fyrrverandi eigin- kona aðalpersónunnar. Það er með því fyndnasta sem hún hefur gert. Lone Star sjálf er massíf mynd, gott innlegg fyrir áhuga- menn um kvikmyndagerð og bara eitthvað svo heillandi. hvers staðar býr hún yfir köldu raunsæislegu mati á atgervi og möguleikum eiginmanns síns, sem er t.d. einmitt það sem opnar möguleikann á að skop- ast að honum. Og er ekki ábyrgðarkenndin, sem hún virðist sýna gagnvart fjölskyld- unni og öðrum veiklunduðum persónum verksins, bara fjar- vistarsönnun fyrir egóisma? Ibsen sagði sjálfur verkið vera í anda frjálshyggju og um- burðarlyndis og taldi réttilega að það myndi vekja margar spurningar, umræður og vangaveltur. En Ibsen hafði þegar hann skrifaði Villiönd- ina mildast talsvert í viðhorf- um og var verulega tekinn að efast um réttmæti hins algilda eða hreina sannleika, sem hafði t.d. einkennt Þjóðntðing- inn (En folkefiende, 1882). Engu að síður má spyrja hvort afhjúpun sannleikans í verkinu sjálfu sé ekki sönnun á nauð- syn hans, því gat ekki Ibsen annars skipt út gamalli lygi með nýrri? Er ekki í raun ófært að fjalla um lífslygi, samvisku, egóisma og fórn án þess að segja sannleikann? Er ekki sannleikurinn, þrátt fyrir að hann hafi í lok verksins kostað tvö mannslíf, einmitt nauðsyn- legur til að losna frá fortíðinni, — til að fyrirgefningin geti átt sér stað og lífið haldið áfram? Kannski er einmitt þar falin hliðstæðan við uppgjörið í lífi Ibsens sjálfs. En hvaða erindi á þessi rúm- lega hundrað ára viðhorfs- heimild til okkar í dag? Er okk- ur ætlað að vakna til umhugs- unar um eigin hagi, fjölskyldu- líf, lífsviðhorf, skyldur og ábyrgð eða er slíkt verk ein- ungis flöktandi skuggi úr for- tíðinni, skemmtileg minning um þann tíma þegar Ibsen og aðrir gáfumenn veltu fyrir sér merkilegri hlutum en alþýða manna? Hvert sem viðhorf okkar er þá er full ástæða til að sjá þessa sýningu Þjóðleik- hússins því þar er Ibsen, einn af máttarstólpum norrænna bókmennta, vafinn inn í fínan jólapappír. Auglýsing frá samgönguráðuneyti vegna þess að ferðaskrifstofan Ratvís ehf. hefur lagt inn leyfi sitt til ferðaskrifstofureksturs. Ferðaskrifstofan Ratvís ehf. kt. 640487-1309 hefur lagt inn leyfi sitt til ferðaskrifstofu- reksturs. Vegna þeirrar starfsemi var lögð fram trygging, en samkvæmt lögum um skipulag ferðamála nr. 117/1994 er tryggingunni ætlað að mæta kostnaði vegna heimflutnings farþega og til endurgreiðslu farmiða sem kaupendur eiga kost á að nýta sér sökum þessa. Þeir sem hafa keypt farmiða af ferðaskrifstofunni Ratvís ehf. og hafa ekki getað nýtt sér farmiðann eða fengið hann endurgreiddan eiga þess kost að lýsa kröfum sínum vegna þessara viðskipta fyrir 24. janúar nk. Kröfulýsing skal send Samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsi við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Með kröfulýsingu skal fylgja frumrit greiðslu- kvittunar og farmiði auk upplýsinga um kröfuhafa. Samgönguráðuneytinu 19. desember 1996.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.